Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður BjörnBrynjólfsson fæddist í Hrísey 9. maí 1918. Hann lést á heimili sínu í Sunnu- hlíð hinn 9. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Brynj- ólfur Jóhannesson, f. 8.11. 1891, d. 21.2. 1977, og Sigurveig Sveinbjörnsdóttir, f. 20.2. 1886, d. 20.8. 1950. Systkini Sig- urðar eru: Jórunn R. Brynjólfsdóttir, f. 20.6. 1910, Jóhannes Brynjólfsson f. 17.12. 1914, d. 18.1. 1962, Ásta Brynjólfsdóttir, f. 11.3. 1912, d. 8.3. 1997, Hallfríður Brynj- ólfsdóttir, f. 4.3. 1922, Fjóla Brynj- ólfsdóttir, f. 15.1. 1926, d. 20.5. 1989, Sóley Brynjólfsdóttir, f. 5.1. 1926, og Sigtryggur Brynjólfsson, f. 3.2. 1916, d. 13.8. 2000. Sigurður kvæntist 23. septem- ber 1943 Helgu G. Schiöth, f. 1.8. 1918. Foreldrar hennar voru Jón- ína Valdimarsdóttir Schiöth, f. 15.4. 1884, d. 1.12. 1985, og Carl Friðrik Schiöth, f. 20.3. 1873, d. Sigurður Einar Þorsteinsson, börn þeirra Tómas Árni Tómasson og Gísli Snær; Olga Björney, f. 19.7. 1970, maki Davíð Gunnarsson, barn þeirra Gunnar Ingi Davíðs- son, f. 4.2. 1999; Jóna Björk, f. 17.10. 1978, unnusti Jens Sigurðs- son. 3) Sigurjóna Sigurðardóttir, f. 14.12. 1947, maki hennar Halldór Ásgrímsson, f. 8.9. 1947, börn þeirra Helga, f. 19.12. 1969, maki Karl Otto Schiöth, börn þeirra Linda Hrönn og Karl Friðrik; Guð- rún Lind, f. 15.7. 1975, unnusti Óm- ar Halldórsson; Íris Huld, f. 2.10. 1979, unnusti Guðmundur Halldór Björnsson. 4) Ásta Þóra Sigurðar- dóttir, f. 15.6. 1957, maki hennar Ellert Jón Þorgeirsson, f. 1.12. 1956, börn þeirra Þorgeir Valur, f. 27.9. 1979, Hinrik Carl, f. 5.12. 1983, og Sigurður Helgi, f. 24.1. 1987. Sigurður lauk hefðbundinni skólagöngu á Laugarvatni, auk þess hafði hann vélstjóraréttindi. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Ey- firðinga auk annarra starfa til sjós og lands. Hann var jafnframt hafn- arvörður í tíu ár þar til hann flutti frá Hrísey 1959. Hann var af- greiðslustjóri Dagblaðsins Tímans í 26 ár og vann síðar í nokkur ár hjá Flugmálastjórn Íslands. Útför Sigurðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 15.6. 1928. Börn Sig- urðar og Helgu eru: 1) Rafn Halldór Gíslason, sem Sigurður gekk í föðurstað, f. 2.10. 1938, maki Alda Hall- dóra Hallgrímsdóttir, f. 5.10. 1939, börn þeirra Gísli Rúnar, f. 1.11. 1959, börn hans Rafn Halldór, Gísli Steinn og Vildís Hekla; Gunnar Helgi, f. 13.10. 1961, maki Erna B. Guðjónsdótt- ir, börn þeirra Theó- dóra og Ingvar Axel. Vigdís Lovísa, f. 10.7. 1966, maki Guðmundur Geirsson, börn þeirra Alda Ýr, Geir og Heiðbjört Anna; Anna Sigrún, f. 19.3. 1968, maki Ingimar Eydal, börn þeirra Ásta Guðrún og Ingimar Eydal. 2) Gísli Hinrik Sigurðsson, f. 16.12. 1944, maki Jónína Sigríður Lárusdóttir, f. 5.5. 1947, börn þeirra Sigurður Björn, f. 1.4. 1966, maki Sæunn Þórisdóttir, börn þeirra Sunna Jónína, Tinna Þuríður, Esther Jó- hanna og Salome Lilja; Kristín Helga, f. 19.7.1969, maki hennar „Ég heiti Sigurður Brynjólfsson, snarvitlaus karl frá Hrísey.“ Þannig kynnti Sigurður tengdafaðir minn sig oftar en ekki fyrir mönnum og gangandi. Bak við þessa glettni var nokkur alvara. Hann var stoltur af eyjunni sinni og uppruna. Hann var ekki steyptur í mót annarra, fór eig- in leiðir, með hispursleysið, sann- leikann og kærleikann að leiðarljósi. Eyjan í norðri var grópuð í huga hans. Þar var hann fæddur, þar mót- aðist hann í uppvexti af ástúð móður sinnar og af dugnaði og óstöðvaðandi sjálfsbjargarviðleitni föður síns. Þar lærði hann að verða auðugur, ekki með því að safna peningum, heldur að gefa öðrum af því sem hann átti og miðla af kærleika sínum. Þar eignaðist hann ástina sína í líf- inu Helgu Schiöth, stofnaði fyrsta heimilið og þar fæddust börn þeirra hjóna. Þetta litla samfélag mótaði öll hans viðhorf síðar í lífinu. Hann vissi hvað það var að deila kjörum með öðrum og hvað lífsbaráttan gat verið hörð og miskunnarlaus. Strax sem barn hóf hann að færa þurfandi heimilum sjávarvarafla föður síns og ýmislegt annað sem gat verið til hjálpar. Ekkert landssvæði var hon- um kærara í lífinu og það má segja að í hans barmi bærðist sama tilfinn- ingin og Davíð skáld lýsti „aldrei ég Eyjarfjörð elskaði nógu heitt“. Eins og allar fjölskyldur gera var framtíðin ígrunduð og ákveðið að leita gæfunnar fyrir sunnan. Þau eins og margir aðrir kvöddu byggð- ina sína með söknuði og þakklæti. Siggi notað hvert tækifæri til að minna á hvaðan hann kom og fyrir hvað hann stóð. Hrísey var hans tákn og það vissu allir sem þekktu hann. Að norðan var haldið með Esj- unni á vit nýrra örlaga og framtíðar. Það var stór ákvörðun í lífi fjölskyld- unnar að kveðja eyjuna, vinina, hús- dýrin, höfnina, bátinn og allt annað sem tengdist lífsbjörginni. Söluverð eignanna í Hrísey var ekki nema hluti af því sem kostaði að byggja upp heimili í Kópavogi. Það krafðist mikillar vinnu að koma sér fyrir á nýjum stað. Hann tók við starfi sem afgreiðslustjóri Tímans og sá um dreifingu blaðsins á höf- uðborgarsvæðinu og um byggðir landsins. Helga eða Dedda eins og hún er alltaf kölluð starfaði á sendi- bílastöð og við ræstingar á nokkrum stöðum, sem hann hjálpaði oft við. Á sumrin dvaldi hann langdvölum úti um nætur að tína ánamaðka sem hann seldi til veiðimanna. Það var því beint framhald af þeirri lífsbar- áttu sem þau höfðu vanist, en það var að slaka hvergi á í að standa við sitt í lífinu og afla heimilinu tekna. Gengið var til allra starfa af gleði, hann vann sér vináttu og tryggð samstarfs- manna. Það voru margir sem leituðu til hans og þeir gátu alltaf treyst því að fá umbúðalaust og hjálpfúst svar við allri málaleitan. Í starfi sínu á Tímanum átti hann náið samstarf við börn og unglinga sem voru að vinna sér inn vasapen- ing við að bera út blaðið. Öllu þessu unga fólki reyndist Sigurður sem besti faðir. Hann gerði kröfur til unglinganna sinna, sýndi þeim nær- gætni, lét sér annt um velferð þeirra og rétti hjálparhönd þar sem hann kom því við. Hann missti ekki skiln- ing á þörfum barna við að slíta barnsskónum. Barn lærði hann að gefa af sér úr þröngu búi til þeirra sem bjuggu við enn þrengri kost. Sem barn lærði hann mátt bænar- innar og kærleikans. Sem vinnuveit- andi, faðir, afi og langafi áttu börnin alltaf hug hans og þau kúrðu sig að honum. Hann kenndi þeim bænirn- ar, miðlaði af kærleik og reynslu þess sem kann skil á gildum krist- indómsins, á réttu og röngu. Hann kenndi okkur öllum að það væri vak- að yfir okkur. Hann sagði oft fyrir um það sem koma skyldi. Hann sagði okkur jafnframt að hann kæmi til með að lifa með okkur, fylgjast með okkur þótt hann færi í annan heim. Við sem kynntumst honum á síð- ara skeiði lífs hans lærðum fljótt hvað hann var næmur fyrir því sem var að gerast og þeirri staðreynd að hann gat sagt til um marga óorðna hluti. Hann hafði einhvern þann kraft sem verður ekki útskýrður en var samt til staðar og okkur senni- lega ekki ætlað að skilja. Nú kveður þú okkar, Siggi minn, í aðdraganda jólanna. Öll börnin sem hafa notið nærveru þinnar á jólum gera það ekki núna, en þú veist að minningin verður þeim kær og þú hefur sennilega talið rétt að kveðju- stundin væri í nálægð hátíðar ljóss- ins. Það er ekki hægt að hugsa sér betri jólaboðskap en minninguna um þig og í þeim anda kveðjum við þig. Þú gafst okkur miklu meira en við gátum gefið og kærleikurinn gerði þig ríkari en flesta. Það er svo okkar hinna að miðla því sem þú lifðir fyrir og stóðst fyrir áfram til annarra kyn- slóða. Sjúkdómar drógu úr þér máttinn en þú fékkst það sem þú vildir, að vera heima hjá Deddu. Hún gaf þér meira en flestir aðrir hefðu getað. Í faðmi hennar og heimilsins var þitt síðasta andvarp og þaðan hefst ferð þín. Sjálfsagt kynnir þú þig þar eins og annars staðar sem snarvitlausan karl frá Hrísey, sem kemur ekki að sök því þar er allt vitað um þig. Góða ferð, Siggi minn, þangað sem þú hefur alltaf vitað að leiðin þín liggur, til þeirra sem þú hefur skynj- SIGURÐUR BJÖRN BRYNJÓLFSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskulegur bróðir okkar, mágur og vinur, STEINGRÍMUR FRIÐFINNSSON, Byggðarenda 6, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstudaginn 13. desember. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Ólafur Lárusson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA THEODÓRSDÓTTIR, til heimilis að Felli, Skipholti 21, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 11. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 15.00. Sigurbjörg Albertsdóttir, Björn Reynisson, Reynir Björnsson, Gunnar Karl Björnsson, Tómas Björnsson, Vala Albertsdóttir, Guðjón Þór Steinsson, Helga Guðjónsdóttir, Jón Hjaltalín Gunnlaugsson, Hjörtur Guðjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Albert Steinn Guðjónsson, Jórunn Atladóttir, Heimir Þór Guðjónsson, Bjargmundur Albertsson, Alda Guðmannsdóttir, Guðmann Bjargmundsson, Jóhann Gunnar Bjargmundsson og barnabarnabörn. Bróðir okkar, DANÍEL BENJAMÍNSSON, (Dalli dómari), verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 18. desember kl. 15.30. Guðbjörg Benjamínsdóttir, Jóhanna Sigrún Thorarensen, Páll Kristófersson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOB NÍELS HALLDÓRSSON, Kringlumýri 31, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 14. desember sl. Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Níelsdóttir, Gunnar Níelsson, Ragnhildur Jósefsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar sunnudaginn 15. desember. Hulda Stefánsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Birgir Björnsson, Álfhildur Stefánsdóttir, Marteinn Haraldsson, Stefán Páll Stefánsson, Ingibjörg Oddsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Theodór Júlíusson, Hilmar Jón Stefánsson, Sigríður Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.