Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850
3.2 milljón virkir dílar.
Aðdráttarlinsa 38-114mm.
Ljósnæmi ISO 100-400.
Hreyfanlegur skjár.
Notar Compact Flash kort.
Notar AA eða Ni-MH rafhlöður.
Verð kr. 59.900,-
STAFRÆN PENTAX
frábær myndgæði og gott verð
ÞRJÚ frumvörp um nýskipan yf-
irstjórnar vísinda- og tæknimála
hafa verið til umfjöllunar á Alþingi
að undanförnu. Frumvörpin voru
fyrst lögð fram á síðasta þingi en
þá kom fram mikil gagnrýni á þau,
m.a. vegna ótta við að þau leiddu til
aðskilnaðar milli vísindarannsókna
og tækniþróunar og gætu dregið úr
samræmingu á mikilvægum þátt-
um stefnumótunar. Eftir endur-
skoðun voru þau lögð fram aftur og
ríkir nú almennari sátt um þau
þótt enn hafi ýmsir athugasemdir
við þau.
Áhyggjur af
stjórnmálaáhrifum
Margir hafa áhyggjur af blöndun
stjórnmálamanna og vísindamanna
í vísinda- og tæknráði og óttast
óeðlileg áhrif stjórnmálamanna.
Öflun nýrrar þekkingar er skap-
andi starfsemi sem krefst andlegs
frjálsræðis og verður að lúta lög-
málum faglegrar gagnrýni án póli-
tískra fyrirmæla og hafta ef hún á
að skila marktækum árangri í þágu
samfélagsins. Á hinn bóginn eru
ákvarðanir um opinberar fjárveit-
ingar og aðbúnað til vísindarann-
sókna og tækniþróunar í höndum
stjórnmálamanna. Afskipti þeirra
eru því óhjákvæmileg. Eftir seinni
heimsstyrjöldina hefur víðast á
Vesturlöndum tekist allgóður
skilningur milli vísinda og stjórn-
mála um leikreglur. Með vaxandi
vitund um mikilvægi vísinda- og
tækniþekkingar sem undirstöðu
þjóðfélagsframfara hafa flestar
þjóðir komið sér upp skipulagi til
að marka stefnu um stuðning við
vísindarannsóknir og nýtingu nýrr-
ar þekkingar í þágu samfélagsins.
Segja má að til sé orðinn óskráð-
ur samningur milli stjórnmála og
vísinda um að þjóðfélagið veiti fé
til vísindarannsókna á faglegum
forsendum vísindanna sjálfra – en
– gegn því að njóta ávaxtanna í
formi félagslegs og efnahagslegs
ávinnings sem af nýrri þekkingu
leiðir. Framkvæmd þessa „samn-
ings“ er hins vegar með margvís-
legum hætti í lýðræðisríkjum Vest-
urlanda.
Viðfangsefni vísinda-
og tækniráðs
Athygli hefur vakið árangur sem
hefur náðst í nokkrum ríkjum að
undanförnu. Samanburður milli
ríkja OECD og innan ESB hefur
leitt í ljós að ýmis smáríki standa
sig afar vel í þessu efni. Meðal
þeirra eru öll Norðurlöndin, ekki
síst Finnland. Reyndar er Ísland
nú einnig komið í fremstu röð með-
al OECD ríkja. Hugmyndin um
„þekkingarþjóðfélagið“ þar sem
þjóðfélagsframfarir og alþjóðleg
samkeppnishæfni er byggð á
mannauði fremur en náttúruauð-
lindunum einum hefur náð til
stjórnmálamanna. Athuganir á
vegum OECD og Evrópusam-
bandsins hafa margoft leitt í ljós að
viljinn til að fjárfesta í vísindum og
nýta nýja þekkingu til þjóðfélags-
framfara er háður góðum tengslum
milli vísindaheims og samfélags, –
vísindastofnana og fyrirtækja, –
opinberra aðila og einkaaðila.
Eitt megin verkefni stefnumót-
unar á sviði vísinda og tækni er að
tryggja að þau tengsl séu sem virk-
ust og hvetja til þeirra. Það gerist
með setningu sameiginlegra og há-
leitra markmiða og með styrkveit-
ingum hins opinbera, en ekki síður
með því að brúa ýmsar gjár sem
gjarnan verða til af skipulagsleg-
um ástæðum. Hér á landi má
benda á að lengi vel vantaði
áhættufé til stofnunar fyrirtækja
um áhugaverðar rannsóknaniður-
stöður. Þetta kom í veg fyrir ný-
sköpun. Með auknu frelsi á fjár-
málamarkaði miðjan síðasta áratug
losnaði um stíflu í þessu efni og
hafa mörg ný þekkingarfyrirtæki
orðið til og útflutningur þekking-
arafurða vex nú hröðum skrefum.
Einnig má benda á að núverandi
skipan rannsókna í þágu atvinnu-
veganna getur ekki talist skilvirk
lengur þótt hún hafi áður gagnast
vel. Nýting nýrrar þekkingar er
ekki lengur sérhæfð og bundin
hefðum atvinnuvegaskiptingar.
Þekkingin nýtist þvert á hinar lóð-
réttu skiptingu þeirra eftir ráðu-
neytum, stofnunum og fyrirtækja-
hefðum. Þekkingin er líka
margvídd og ekki má gleyma þætti
hugvísinda og félagsvísinda í mót-
un og þróun samkeppnishæfs þjóð-
félags. Nægir að minna á hlut
þeirra í að skerpa menningarlega
sjálfsvitund þjóða, benda á mein-
semdir þjóðfélagsins og sýna fram
á hvernig mannlegum samskiptum
megi haga til að ná sem mestum
árangri á öllum sviðum þjóðfélags-
ins.
Látum á það reyna
Höfundur þessarar greinar hef-
ur lengi verið þátttakandi í vísinda-
og tæknimálum hér á landi og
fylgst með mótun vísinda- og
tæknistefnu í grannlöndum og á
vettvangi OECD. Það er mat mitt
að sú skipan sem felst í frumvörp-
unum þremur sé áhugaverð og
tímabær tilraun um skipulag vís-
inda- og tæknimála sem geti leitt
af sér farsæla þróun hér á landi.
Mér er ljóst að ávinningurinn er
háður því að góður vilji fylgi og að
skilningur skapist innan vísinda-
og tækniráðs milli stjórnmála-
manna og fulltrúa vísindasam-
félagsins, – milli ráðuneyta inn-
byrðis og milli opinbera geirans og
einkageirans um þau málefni sem
ráðið tekur til umfjöllunar. Reynsl-
an af hliðstæðu fyrirkomulagi er
mjög góð í Finnlandi. Allar for-
sendur eru til þess að hið sama
gerist hér á landi og treysti ég
jafnt stjórnmálamönnum sem vís-
indasamfélaginu til þess. Ég mæli
með því að látið verði reyna á það
með samþykkt þessara lagafrum-
varpa sem fyrst!
Hvers vegna
vísinda- og
tækniráð?
Eftir Vilhjálm
Lúðvíksson
„Ávinning-
urinn er háð-
ur því að
góður vilji
fylgi.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs Íslands.
UMRÆÐUR á Íslandi um orku-
mál og umhverfismál þeim tengd
bera vitni umtalsverðum áhuga á
viðfangsefninu. Málefnið hefur og
öfluga alþjóðlega skírskotun, sem
er til þess fallin að auka áhugann á
viðfangsefninu.
Heildarorkunotkun Íslendinga
er ein sú umhverfisvænsta, sem um
getur í heiminum. Þrátt fyrir ein-
hverja mestu orkunotkun á mann,
sem um getur, er vandfundinn sá
staður á jörðinni, þar sem loft, láð
og lögur eru hreinni en á Íslandi,
og mun svo vonandi áfram verða.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að meginástæða þessa er sú,
að raforkuvinnsla og húsnæðisupp-
hitun fer nánast alfarið fram með
umhverfisvænum orkugjöfum,
þ.e.a.s. vatnsafli og jarðvarma.
Þessu er hins vegar alveg öfugt
farið víðast annars staðar, þar sem
að jafnaði aðeins 15–20% raforku-
vinnslunnar eru með vatnsafli og
megnið af upphitun húsnæðis á
rætur að rekja til eldsneytis.
Hvers vegna að virkja?
Almenn samstaða er um að
virkja innlendar orkulindir fyrir al-
menna orkunotkun í landinu og að
leysa mengandi eldsneytisnotkun
af hólmi með innlendri orku, þegar
tæknin gerir slíkt hagkvæmt. Þar
með yrði Ísland „sjálfstætt“ í orku-
legu tilliti. Þetta sjálfstæði næst þó
vart án miðlunarlóna á hálendinu.
Ef girða á fyrir orkuskort að vetr-
inum án slíkra miðlunarlóna, þarf
að leggja sæstreng til Bretlands
eða meginlands Evrópu, sem flutt
gæti orku í báðar áttir. Þetta yrði
mjög dýrt og er engan veginn til
þess fallið að hámarka virðisauka
orkulindanna hér innanlands.
Á Íslandi hefur hins vegar jafn-
an staðið styrr um stórvirkjanir og
ráðstöfun orku frá þeim til stór-
iðju. Með hinu lögformlega um-
hverfismati er æskilegu aðhaldi
með áformum virkjunaraðila komið
á og tryggt, að þeir verða að gera
fyrirfram grein fyrir framkvæmd-
um og afleiðingum þeirra á um-
hverfið að beztu manna yfirsýn.
Síðan tekur við mat stjórnvalda og
Alþingis á því, hvort veita skuli
virkjunarleyfið. Aðdragandi virkj-
unarframkvæmda er þannig í nú-
tímalegum og lýðræðislegum far-
vegi. Líklegt má telja, að fáir
mundu styðja stórfelldar virkjun-
arframkvæmdir á hálendinu né
annars staðar, ef ekki næðist með
þeim verulegur ávinningur fyrir
þjóðarheildina. Samt er fórnar-
kostnaður Íslendinga tiltölulega
lítill í samanburði við fórnarkostn-
að ýmissa annarra vatnsorkulanda,
þar sem flytja hefur þurft þúsundir
og í sumum tilvikum milljónir
manna burt vegna myndunar
stórra miðlunarlóna.
Hérlendis koma hins vegar miðl-
unarlónin niður á nokkrum dýra-
Virkjað í þágu
þjóðarhags
Eftir Bjarna
Jónsson
„Nútíma-
álver nýta
hátækni í
ríkum mæli
vegna gríð-
arlegrar sjálfvirkni og
mælinga hvers konar,
sem þar fara fram.“
ENN beinist kastljós að launa-
mun kynja. Er það vel. Tilefnið eru
niðurstöður rannsóknar á vegum
fjölþjóðlegs Evrópuverkefnis sem á
íslensku heitir Að loka launagjánni.
Niðurstöður hafa birst um tvo að-
skilda þætti, sem nokkuð hafa
ruglast saman í umfjöllun síðustu
daga.
Á vegum verkefnisins var annars
vegar gerður heildarsamanburður
á greiddum launum á öllum vinnu-
markaðnum, skipt á opinbera geir-
ann og einkamarkaðinn. Í ljós hef-
ur komið að fyrstu tölur um mun á
greiddu tímakaupi karla og kvenna
í opinbera geiranum og á einka-
markaði hér á landi voru misvís-
andi. Þessar tölur hafa verið leið-
réttar og er launamunurinn
áþekkur á hvorum tveggja vett-
tvanginum, þó ívið meiri á einka-
markaði eins og aðrar íslenskar
rannsóknir hafa sýnt hingað til.
Sýnir þetta aðeins hve vandmeð-
farin tölfræðin er. Það má þó ekki
verða til að ekki sé fjallað alvar-
lega um kynbundinn launamun, en
brýnast er að ræða hvernig bregð-
ast má við.
Hvað telst ómálefnalegur
launamunur?
Niðurstöður fyrir Ísland sýna að
öll laun kvenna í opinbera geir-
anum, sé miðað við fullt starf, eru
að meðaltali 24% lægri en karla.
Þessi munur er 27% á einkamark-
aði. Sé viðmiðunargrunni talnanna
snúið við og spurt hvað konur
þyrftu að hækka í launum til að ná
körlum, þá eru stærðirnar aðrar. Í
opinbera geiranum þyrftu laun
kvenna að hækka um 31,6% til að
ná launum karla, en 37% á einka-
markaði. Þetta eru „óleiðréttar“
tölur. Í þeim eru ekki síuð út áhrif
yfirvinnu, starfsaldurs, starfsstétta
og slíkra þátta til að greina hvað
ekki tekst að skýra með málefna-
legum hætti, sem þá gefur vís-
bendingu um kynjamisrétti. Með
þeirri tölu er reynt að nálgast óút-
skýrðan mun milli karla og kvenna
í sambærilegum störfum og starfs-
stéttum, með sama vinnutíma og
starfsaldur. Hér á landi og erlendis
er hinsvegar deilt harkalega um
aðferðir, þ.e. hvað sé eðlilegt að
nota til að „útskýra“ launamuninn.
Enginn vafi leikur á að vinnutími
og starfsaldur teljast til málefna-
legra atriða, en umdeilanlegra er,
eins og gert var í könnun Samtaka
atvinnulífsins og Jafnréttisráðs í
sumar, að útskýra burt launamun
með þáttum eins og barnafjölda og
öðrum, sem eiga að virka til lækk-
unar á launum kvenna en ekki
karla.
Hinsvegar eru í umræddu Evr-
ópuverkefni niðurstöður um þrjár
starfsstéttir sérstaklega, verkfræð-
inga, framhaldsskólakennara og
fiskvinnslufólk. Einnig hér eru bor-
in saman óleiðrétt heildarlaun. Hér
eru tölur lægri (14, 9 og 20%) af
þeirri augljósu ástæðu að saman-
burðurinn er gerður innan hverrar
starfsstéttar, en þá þurrkast út
áhrif starfsstéttar. Því endurspegla
þessar tölur ekki launamun sem
rekja má til þess að hefðbundnar
„kvennagreinar“ eru almennt
lægra launaðar en karlagreinar, en
það gera tölurnar um opinbera
geirann og einkamarkaðinn. Sam-
anburði af þessum tveim ólíku
gerðum skyldi ekki rugla saman.
Hvern vantar hvað?
Á Stöð 2 á dögunum varpaði
Þórunn Sveinbjarnardóttir alþing-
ismaður fram brýningu til „hins
opinbera“, ríkis og Reykjavíkur-
borgar, og sagði allt vanta, stefnu-
mótun, aðgerðir og pólitískan vilja.
Fjármálaráðherra hlýtur að svara
fyrir sig, en ég get svarað fyrir
borgina. Borgin er stærsti atvinnu-
rekandinn í þessum hópi (ríkið
skilgreinir sig sem marga atvinnu-
rekendur meðan Reykjavíkurborg
er einn). Þórunn gat ekki um að
borgin hefur mótað stefnu, gripið
til aðgerða og sýnt staðfastan póli-
tískan vilja allt frá 1995, þegar
gerð var umfangsmikil rannsókn á
launum hjá Reykjavíkurborg. Sam-
bærileg rannsókn í vor sýndi að
óútskýrður launamunur kynja hef-
ur minnkað úr 15,5% í 7% á þess-
um tíma, miðað við tiltekna að-
ferðafræði, sem reyndar er ekki
yfir gagnrýni hafin. Og þó áhrif
starfsstéttar teljist til málefnalegra
skýringa, þá hefur líka dregið úr
þeim. Það þýðir að munur á „hefð-
Spyrjum um aðferðir –
köllum eftir árangri
Eftir Hildi
Jónsdóttur
„Reykja-
víkurborg
hefur sett
fram alger-
lega nýja
launastefnu.“