Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 55 Mugison Lonely Mountain Rafhlaðan Lonely Mountain, breiðskífa Arnar Elías- ar Guðmundssonar sem kallar sig Mugi- son. Örn semur öll lög, útsetur og stýrir upptökum. Hann leikur á öll hljóðfæri nema í tveimur lögum; í öðru þeirra leikur Luis Véles á bassa og Javier Weyler á trommur í hinu. Rafhlaðan gefur út. LÍTIL DEILI veit ég á Erni Elíasi Guðmundssyni sem stimplar sig rækilega inn í íslenskt tónlist- arlíf með þess- ari skífu sinni sem er sú fyrsta sem hann sendir frá sér, eða í það minnsta sú fyrsta sem fær almenna dreif- ingu. Platan er bæði frumleg og grípandi, skemmtilega framúr- stefnuleg án þess þó að segja skil- ið við hefðbundin viðmið í rokki. Hljóðfæraskipan er mjög fjöl- breytt, hér og þar heyrist í gítar, trommum, bassa og hljómborði, en þá yfirleitt notað á nýstárlegan hátt, en svo eru það líka alls kyns kunnugleg og sérkennileg hljóð sem Örn notar til að skreyta tón- listina, hliðrænt þrusk, brak, marr og gutl meira að segja í einu lagi. Það er til að mynda gaman að heyra hvernig hliðrænu þruski er blandað saman við stafræna hljóma í upphafslagi skífunnar, „Cy“, en órafmögnuð hljóðfæri eru líka skemmtilega notuð í öðru lag- inu, „Ear“. Þegar hljóðheimurinn er sem fínlegastur minnir hann á múm, en athugið, múm er aðeins nefnd til að gefa fólki hugmynd um hvernig tónlistin hljómar á köflum; ekki er rétt að líkja Mugi- son við múm. Söngur er allur naumhyggjuleg- ur, raulað og nánast hvíslað, nema í einu lagi, „I’m on Fire“, sem byrjar ljúflega en sækir smám saman í sig veðrið þar til þessi líka þrumandi rödd ryðst út úr hátal- aranum. Mjög skemmtilega gert. Í sumum laganna er Örn gáska- fullur og glaðvær, í öðrum sker- andi grimmdarlegur; sjá þannig áðurnefnt „I’m on Fire“, sem áður er getið, þar sem hrá röddin rífur og tætir yfir hugljúfan undirleik. Frábært lag. Annað lag sem flétt- ar saman ólíkum stemningum er „Pet“; grunnurinn er einkar skemmtilegur stuðtaktur, hikandi og feimnislegur í upphafi, en síðan þéttur og frakkur með tregaskotn- um slide-gítar og úr verður eitt- hvað svo miklu meira en venjulegt stuðlag. „Ear“ er einnig mjög grípandi lag, bítlalegt á köflum, með mjög skemmtilegum milliköfl- um og forvitnilegum hljóðaheim. Skemmst er frá því að segja að þessi plata Mugison kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum; allt í senn ævintýraleg, heillandi, ögr- andi og bráðskemmtileg. – Hvað hefur Örn Elías Guðmundsson haldið sig? Hann sprettur hér fram með eina af eftirtektarverð- ustu plötum ársins, plötu sem er nánast skotheld, beitir fyrir sig öllum tilfinningaskalanum og leik- ur sér með minni og hugmyndir af mikilli íþrótt. Tvímælalaust með bestu plötum ársins. Árni Matthíasson Tónlist Ævintýra- leg plata KRISTJÁN Hreinsson er ekki bara afkasta- mikill textasmiður – líklega einn sá afkasta- mesti nú um stundir, enda á hann grúa texta á plötum ólíkra tónlist- armanna – heldur er hann líka tónlist- armaður sjálfur og hef- ur gefið út nokkra diska. Á síðasta ári gaf Kristján út eins konar safnplötu og á henni vöktu athygli meðal annars nokkrir sálmar. Á dögunum kom svo út enn nýr diskur frá hon- um, Eftir dansinn, og á honum eru eintómir sálmar. Hef ort sálma í mörg ár Eins og Kristján rekur söguna var safnplata hans frá því á síðasta ári Á kvisti með Kristi, sem kom út 1. desember á síðasta ári, safnplata með óútkomnu efni og sú fyrsta sinnar tegundar í veraldarsögunni. „Sálmarnir af þeirri plötu fengu afskaplega góða dóma og þar sem ég hafði alltaf haft í hyggju að gera sálmaplötu, hef ort sálma í mörg ár, ákvað ég að skella mér í heila plötu með þeim. Elsti sálm- urinn á plötunni kom út á bók 1980 og elsta lagið er frá 1982, þannig að þetta hefur safnast upp hjá mér, en nýjustu sálmarnir á diskinum eru þó glænýir.“ Kristján segist hafa unnið plöt- una á hálfu öðru ári, verið mikið einn að vinna og spilað mikið einn, en líka fengið aðstoð frábærra hljóðfæraleikara þegar það átti við, en annars er hljóðfæraskipan einföld á plötunni og einfaldari en Kristján hefur almennt notað til þessa. Hann segir enda að sálm- anir hafi kallað á að hlutirnir væru einfaldir, í sumum laganna eru þannig bara harmóníum og sög. Ekki er Kristján á því að það ætti að koma á óvart að hann sendi frá sér slíka plötu. „Ég er kannski helst þekkt- ur fyrir beitta ádeilu á mannlífið og ekki síst á kristni og yf- irdrepsskap, en á plötunni er allt frek- ar á kærleiksríkum nótum og hátíðlegur blær. Ég held mig þó við lífsspeki og heim- spekilegar myndir að vanda og inni á milli eru beiskar nótur.“ Fæddur meyr Kristján segist ekki trúaður maður og hafi aldrei verið, en seg- ir að hægt sé að hrífast af ákveðnum kærleiksanda í trúnni og siðferðiskenningum. Aftur á móti séu þau lögmál sem þar eru boðuð ekki öll í takt við tímann. „Við erum gefin fyrir það að telja að lögmálin sem við lesum í Bibl- íunni séu tæmandi og viljum oft koma þeim yfir á aðra, láta aðra fara eftir þeim lika. Að láta Bibl- íuna stjórna lífi sínu er aftur á móti eins og að ætla sér að hringja eftir símaskrá frá 1950. Í kristni og öðrum trúar- brögðum er samt mergjuð speki sem búið er að þjappa saman í kennisetningar og ef maður kemur auga á einhvern neista í því sem gefur lífinu gildi er um að gera að taka við þeirri opinberun og boða fagnaðarerindið.“ Aðspurður hvort plata með sálmum sé ekki til marks um að hann sé að meyrna með aldrinum segir Kristján að hann hafi fæðst meyr „og verð svo aftur seinna meyr“. Geislaplatan Eftir dansinn er komin í verslanir. Skáldið úr Skerjafirð- inum segir „mergjaða speki“ búa í Biblíunni. Kærleiksríkur Kristján Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir alltaf á föstudögum Sýnd kl. 5.30. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn.is RadíóX DV YFIR 40.000 GESTIR. Sýnd kl. 5.30 og 8. 30. B.i.12 ára Sýnd kl. 8 og 10. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi 14. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4.30 og 10. B. i. 12 ára. Enn tekst frændunum Craig og Day- Day að koma sér í vandræði. Þriðja og fyndnasta myndin til þessa í hinni bráðfjörugu Friday seríu. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV RadíóX YFIR 40.000 GESTIR. Sýnd kl. 6 og 8. Skotvopnaskápar Öflugir 100 kg skápar m. vönduðum læsingum, til afgreiðslu strax fyrir 5 og 7 byssur. Viðurkenndir af skotvopnaeftirliti. 25% afsláttur Verð kr. 32.900 GAGNI Heildverslun Sími 461 4025 - www.gagni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.