Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 52
KVIKMYNDIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍTALSK-bandaríska mafían er líklega eitt rómantískasta viðfangs- efni bandaríska kvikmyndaiðnaðar- ins. Umfjöllun um þessa framtaks- sömu innflytjendur, sem numu land í Ameríku og nýttu sér tækifærin sem þar buðust á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi, býður líka upp á dramatíska sagnagerð. Þar höfum við persónur sem lúta hollustu og fjölskyldutryggð umfram annað, og heimur mafíunnar er heimur hefð- bundinna karlmennskugilda. Það sem prýðir góðan mafíósa er öðru fremur kjarkur, tryggð við félaga og yfirboðara og töffaralegt fas sem fær aðra til að lúffa skilyrðislaust. Ekk- ert ósvipuð lögmál og gilda í sam- skiptum hunda. Margt gott hefur verið gert úr þessum efniviði, líkt og þríleikurinn um Guðföðurinn er besta dæmið um, og munu kvikmyndagerðarmenn seint þreytast á að reyna að leika þann leik eftir með mjög svo þreytt- um árangri. Með Sopranos-sjón- varpsþáttaröðinni, þar sem kreppa nútímamafíósans er skoðuð í fé- lagslegu og sálrænu ljósi, var skemmtilegri endurnýjun veitt inn í þessa kvikmyndagrein. Hin öllu lak- ari Analyze This er á svipuðum nót- um og sömu slóðir reyna þeir Brian Koppelman og David Levien að feta í frumraun sinni á leikstjórnarsviðinu sem kennd er við Knockaround Guys. Það er hins vegar merkilegt að sjá hversu grunnt hin endurskoðandi hugmyndafræði í anda Sopranos- syrpunnar í raun ristir í þessari kvik- mynd. Þegar allt kemur til alls er hún ein stór afsökun fyrir því að velta sér upp úr áðurnefndum karl- mennskugildum og töffaraaðdáun svo vandræðalegt er á að horfa á tímabilum. Aðalpersónan Matty (Barry Pepp- er) er sonur stórlax í mafíuveldinu, sem hafnar starfsgrein föður síns. Þetta gerir hann reyndar eftir að í ljós kemur að hann er ekki „þannig gerður“ að geta skotið besta vin föð- ur síns í höfuðið. Sú prófraun er reyndar lögð fyrir drenginn þegar hann er tólf ára gamall, og er þetta ógeðfellda upphafsatriði fyrsta merkið um undirliggjandi ofbeldis- dýrkun myndarinnar. En aðaláhersl- an í fléttunni eru sú kreppa sem Matt lendir í þegar hann áttir sig á því að allar dyr eru honum lokaðar inn í samfélag heiðvirðra manna vegna þess að hann er sonur þekkts maf- íósa. Matt þráir engu að síður að láta til sín taka í samfélaginu og svo fer að hann ákveður að reyna að afla sér virðingar innan mafíunnar fyrst hann fær ekki hana ekki annars stað- ar. Þegar fyrsta verkefnið fer úr- skeiðis verður smábær nokkur með spilltum löggum æfingastöð fyrir mafíósann unga og vini hans. Þar þurfa þeir að sýna fram á veldi sitt og „hræða“ stolna peningatösku út úr bæjarbúum. Þeir félagar sýna hina ýmsustu veldistilburði, sem eru væg- ast sagt hjákátlegir, sérstaklega í ljósi þess að ekki er hægt að afgreiða myndina sem svarta kómedíu vegna þess dramatíska undirtóns sem mikil áhersla er lögð á. Það er mikið ósam- ræmi í þessari kvikmynd, sem helst hefur til að bera forvitnilega fléttu. Allar tilraunir til að byggja upp eitt- hvert mafíósadrama eru hins vegar ferlega misheppnaðar, og eru leik- arar á borð við John Malkovich, Dennis Hopper og Seth Green ýktir og ósannfærandi í lítt sannfærandi hlutverkum sínum. Sem sagt, enn ein slaka mafíósamyndin. KNOCKAROUND GUYS (SENDISVEINARNIR) Smárabíó Leikstjórn og handrit: Brian Koppelman og David Levien. Aðahlutverk: Barry Pepper, Vin Diesel, Seth Green, John Malkovich og Dennis Hopper. Lengd: 94 mín. Bandaríkin, 93 mín. Heiða Jóhannsdóttir Menn með minnimáttarkennd Með byssu í annarri og byssu í hinni: Vin Diesel í Knock- around Guys. ENN af munaðarleysingjum. Nú er það Calvin sem býr á munaðar- leysingjahæli, og stendur í eilífri baráttu við stærri og sterkari krakka. Dag einn eignast Clavin körfuboltaskó sem merktir eru MJ og hann trúir að Michael Jordan hafi átt þá í æsku. Þessi trú hans gerir að verkum að þegar hann er í skónum verður jafngóður hann og Mike í körfubolta og fer m.a.s. að leika með úrvalsdeild NBA. Þetta er ekkert verri hugmynd en margar aðrar, en þetta handrit er býsna þunnt, þar sem í kringum þunnan söguþráð er spunnið annað hvort bjánalegum eða væmnum at- riðum sem hafa lítið að gera með framvindusögunnar. Boðskapurinn kemst illa til skila og myndin er illa leikin. Rapparinn ungi, Lil’ Bow Wow, sem leikur aðal- hlutverkið, stendur sig reyndar ekki sem verst, en aðrir vart í frásögur færandi. Crispin Glover sem er upp- lagður í hlutverk hins hrollvekjandi og gráðuga umsjónarmanns munað- arleysingjahælisins, tekst ekki að vera ógnandi á neinn hátt. Þetta er á marga vegu fullamerísk mynd fyrir íslenskan krakkamarkað, þrátt fyrir að flest þeirra hafi ein- hvern áhuga og þekkingu á körfu- bolta og NBA. Körfuboltaævintýri LIKE MIKE (EINS OG MIKE) Smárabíó Leikstjórn: John Schultz. Handrit: Micael Elliot og Jordan Moffet. Kvikmyndataka: Shawn Maurer. Aðalhlutverk: Lil’ Bow Wow, Jonathan Lipnicki, Morris Chest- nut. Brenda Song og Crispin Glover. USA 99 mín. 20th Century Fox 2002. Hildur Loftsdóttir Lil’ Bow Wow treður yfir David Robinson í Like Mike. FYRIR nokkrum árum duttu stórframleiðandinn Joel Silver og gæðaleikstjórinn Robert Zemeckis, niður á töfraformúlu sem þeir fundu í B-hrollum Williams Castle. Græddu á tá og fingri á endurgerð The House on Haunted Hill (’99), og Thirteen Ghosts, tveim árum síðar. Nú er þriðji ófögnuðurinn kominn á tjaldið, The Ghost Ship, sem einnig er lauslega byggður á arfleifð Castle sáluga. Endurvinnslan felst fyrst og fremst í brellum upp á nokkrar millj- ónir dala. Síðan er hóað saman vafa- sömum hópi lítt kunnra leikara með fallna stjörnu í fararbroddi. Allt í góðu með þá þætti myndarinnar. Sömuleiðis kvikmyndatökuna og það besta er sláandi leikmynd. Kvikmynd verður sjaldan betri en sagan sem hún byggist á og hún er sannarlega höfuðverkur Drauga- skipsins. Í sjálfu sér er rauði þráð- urinn nógu magnaður til að byggja upp ósvikna hrollvekju ef alvöru spá- menn hefðu verið kallaðir til. Kanadískur veðurfræðingur kem- ur að máli við áhöfn dráttarbáts sem hefur sérhæft sig í björgun skipa. Hann segir þeim af stóru far- þegaskipi sem hann hafi séð á floti á Beringssundi, þar sé um að ræða skemmtiferðaskip sem hvarf með manni og mús 40 árum áður. Hér gæti verið eftir miklu að slægjast. Gengið slær til, kemst um borð og andskotinn er laus, í orðsins fyllstu merkingu. Dallurinn er illa farinn en lumar á ýmsum leyndarmálum. Bæði óvæntum fjársjóði og aftur- göngum. Framan af virkar Draugaskipið laglega sem draugasaga. Hefst á mögnuðu atriði örlaganóttina 1962 þegar þeir válegu atburðir gerðust um borð sem verða skipsmönnum og skipi að aldurtila. Síðan missa hand- ritshöfundarnir stjórn á hlutunum, við tekur ólýsanlega fábjánaleg at- burðarás þar sem draugar haga sér ýmist eins og af þeim er vænst eða persónur af holdi og blóði. Drauga- sagan kafnar í blóðsulli og bulli þó að góð leikmynd og frammistaða aðal- leikaranna tveggja hjálpi upp á sak- irnar. Draugaskipið er vissulega ómerkileg og greinilega gerð í þeim eina tilgangi að hala inn fé á hrekkja- vökuhelginni, en hún er fjarri því að vera alvond. Með meiri yfirlegu hefði útkoman getað orðið forvitnileg blanda af Shining og Mary Celeste en verður í staðinn sennilegur enda- punktur á stuttum ferli Dark Castle Entertainment. GHOST SHIP (DRAUGASKIPIÐ) Sambíóin Leikstjóri: Steve Beck. Handrit: Mark Hanton og John Pogue. Kvikmyndatöku- stjóri: Gale Tattersall. Tónlist: John Frizz- ell. Aðalleikendur: Gabriel Byrne, Jul- ianna Margulies, Ron Eldard, Desmond Harrington, Isaiah Washington, Alex Dimitriatres, Karl Urban, Francesca Ritt- andoni. 90 mín. Warner Bros. Bandarík- in, okt. 2002. Sæbjörn Valdimarsson Draugar úr dánarbúi Dauft þykir Draugaskipið. Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hádegistilboð alla daga og gott kaffi Cappuccino, Caffe latte og Espresso Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Sérstök jólasýning! 29. des. kl. 14. örfá sæti laus 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14, Su 12/1 kl 14, Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20, Fö 3/1 kl. 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500 15:15 TÓNLEIKAR Take Mitsu, George Crumb. Benda Lau 21/12 kl 22 - ath. breytan tíma Dimmalimm Íslensku myndskreytiverðlaunin 2002 Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Til hamingju með Sýningin Þetta vilja börnin sjá! stendur til 6. janúar Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Þri 17. des. UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 3. jan, kl 20, laus sæti föst 10. jan, kl 20, laus sæti Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Lau 28/12. kl. 21 Jólasýning Föst 3/1 kl. 21 Uppselt Lau 11/1 kl 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.