Morgunblaðið - 17.12.2002, Side 25

Morgunblaðið - 17.12.2002, Side 25
LITLU munaði að rússneskt fisk- flutningaskip hafnaði í fjörunni í Húsavíkurhöfn í gærmorgun. Skipstjóri þess hugðist bakka skipinu þegar það var á leið inn í höfnina, en vél þess svaraði ekki. Af þeim sökum hélt skipið áfram ferð sinni og stefndi í átt að fjör- unni við dráttarbrautina. Stefán Stefánsson hafnarvörð- ur sagði að hafnsögumaður sem var um borð, hafi komið í veg fyr- ir óðagot og lét skipverja setja út akkeri sem hægði á ferð skipsins og stöðvaði það loks. „Það var á heldur mikilli ferð með suðvest- anátt í bakið og það mátti litlu muna að illa færi,“ sagði Stefán. Engar skemmdir urðu á skip- inu, sem flytur um 400 tonn af frystum þorski úr Barentshafi. Erindi skipsins til Húsavíkur var að láta Fiskistofu taka út þorsk- inn en skipið mun síðan losa farminn á Raufarhöfn og Vopna- firði. Rússneskt fiskflutninga- skip í vanda Húsavík Rússneska fiskflutningaskipið við bryggju á Húsavík í gærmorgun. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sunnlenskir vísindastyrk- ir afhentir í fyrsta sinn Morgunblaðið/Sig. Jónsson Fjöldi gesta var við afhendingu vísindastyrkjanna sem veittir voru úr vísindasjóði Fræðslunets Suðurlands. fellssýslu og mynda þær vatnajarð- fræðilegan grunn að grunnvatnslík- ani af svæðinu. Verkefnið hefur mikla þýðingu fyrir Suðurland auk almenns fræðilegs gildis og er dæmi um gildi rannsókna þegar kemur að ákvörðunum um landnýtingu. Má þar nefna þátt grunnvatnsins í áformum um vatnsaflsvirkjanir, hvort sem er á svæðinu sjálfu eða með veitingu vatns í Langasjó; þátt grunnvatnsins í nokkrum gjöfulustu sjóbirtingsám landsins; og þátt grunnvatnsins í landgræðslu og heftingu sandfoks auk áhrifa á möguleika til skógræktar á svæð- inu. Stofnun tæknigarðs á Reykjum Verkefni Þórhildar felur í sér gerð viðskiptaáætlunar á grundvelli hugmyndar um stofnun tæknigarðs, fyrirtækis um byggingu og rekstur húss á Reykjum í Ölfusi. Húsinu er ætlað að hýsa frumkvöðla og ný- sköpun á sviði líftækni, umhverf- istækni, garðyrkjutækni og orku- framleiðslu. Verkefnið miðar að því að byggja upp þekkingarsamfélag og efla rannsóknar- og þróunarstarf á Suð- urlandi, en viðskiptaáætlunin er í raun athugun á því hversu raunhæf slík áform eru og er sem slík einn af hornsteinum þess að setrið geti ris- ið og orðið að veruleika. Um 4.000 hafa sótt námskeið Fræðslunet Suðurlands var stofn- að í september 1999 og hafa við- tökur verið mjög góðar. Í máli Jóns Hjartarsonar, framkvæmdastjóra Fræðslunetsins, kom fram að alls hafa nálægt 4.000 manns sótt nám- skeið og viðburði á vegum Fræðslu- netsins. Á þessu ári sækja 1.200 manns námskeið og 70 kennarar hafa þegið laun fyrir kennslu á námskeiðum og 43 háskólanemar gengust undir próf nú í desember. Háskólanemarnir stunda nám í hjúkrunarfræði, viðskiptafræði, auðlindafræði, leikskólakennara- námi og íslensku. Kennslan fer fram frá Háskólanum á Akureyri nema í íslensku, þar er kennt frá Háskóla Íslands. Í gangi eru við- ræður um aukið námsframboð við ríkisháskólana í gegnum Fræðslu- netið. Morgunblaðið/Sig. Jónsson Styrkþegarnir ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. STYRKIR úr vísindasjóði Fræðslu- nets Suðurlands voru afhentir við hátíðlega athöfn 13. desember á Hótel Selfossi. Alls bárust átta um- sóknir um styrki úr sjóðnum að þessu sinni, umsóknarfrestur rann út 20. nóvember 2002 en þetta er í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Niðurstaða sérstakrar matsnefndar var sú að Náms- og rannsóknarstyrk Fræðslunets Suð- urlands árið 2002 að upphæð 500.000 kr. hlýtur Ríkey Hlín Sæv- arsdóttir fyrir BS-verkefni sitt í jarðfræði við Háskóla Íslands, en það nefnist Grunnvatn og vatna- jarðfræði Skaftársvæðisins. Viðbótarstyrk að upphæð 250.000 kr. hlýtur Þórhildur Ólöf Helgadótt- ir fyrir lokaverkefni sitt til cand. oecon.-gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en það nefnist Orkugarður á Reykjum í Ölfusi, tæknigarður og frumkvöðlasetur. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti styrk- ina. Markmið vísindasjóðsins er að styrkja námsfólk sem er að vinna að lokaprófsverkefni á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi með ótvíræðum hætti og við mat á verkefninu skal tekið tillit til hversu líklegt er að niðurstöður verkefn- isins leiði til frekari atvinnuupp- byggingar, stuðli að frekari rann- sóknum og í heildina þjóna hagsmunum Suðurlands. Styrkþeg- inn skuldbindur sig til að standa að kynningu á lokaniðurstöðum verks- ins í formi fyrirlestra eða nám- skeiða í samvinnu við Fræðslunetið. Verkefni Ríkeyjar felur í sér at- huganir á grunnvatni og vatnafari á vatnasviði Skaftár í Vestur-Skafta- Selfoss LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 25 www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka JÓLAUNDIRBÚNINGUR nær nú hámarki í Grunnskólanum í Borg- arnesi en þar keppast nemendur og kennarar við að flétta jólin inn í hefðbundnar námsgreinar. Þegar fréttaritari leit inn í heimilisfræði hjá 10. bekk nýlega voru nemendur að búa til laufabrauð að fornum sið. Þeir voru áhugasamir og sköp- unargleðin blómstraði. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Sylvía Ósk Rodriquez sker út mynstur í laufabrauð. Laufabrauðsgerð Borgarnes Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.