Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTI VIÐ FRAMBOÐ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins kom fram skýr krafa á fundi oddvita R-listaflokkanna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær um að hún félli frá þingframboði fyrir Samfylk- inguna, ella léti hún af störfum sem borgarstjóri fyrir 1. febrúar. Ingi- björg kveðst hafa boðist til að fara í leyfi fram að þingkosningum en heimildir Morgunblaðsins herma að vinstri grænir og framsóknarmenn ljái ekki máls á slíkri málamiðl- unarlausn. Framleiðslumet hjá ÍSAL Ljóst er að álverið í Straumsvík setur framleiðslumet á árinu, að sögn forstjóra ÍSAL. N-Kóreudeilan magnast Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja að N-Kóreumenn geti framleitt fjór- ar til fimm kjarnorkusprengjur á næstu mánuðum eftir að þeir fjar- lægðu eftirlitsbúnað til að taka gam- alt kjarnorkuver aftur í notkun. Garðyrkjustöðvar til sölu Óvenjumargar garðyrkjustöðvar eru nú til sölu og ein af skýringunum er að blómaframleiðendur hafa átt í erfiðleikum vegna offramleiðslu og lágs verðs. Deilt á norska fjölmiðla Norskir fjölmiðlar eru sakaðir um að hafa farið offari í umfjöllun sinni um meint fjármálahneyksli Tore Tønne, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra Noregs, sem fyrirfór sér um helgina eftir að hann var sakaður um fjársvik. 2002  ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER BLAÐ C Róbert Julian Duranona nýtti heldur beturtækifærið sem Wetzlar gaf honum til að fóta sig á nýjan leik í þýska handknattleiknum. Wetzl- ar samdi við Duranona um að hann myndi leika jólaleikina tvo með liðinu í þýsku 1. deildinni og framhaldið færi eftir frammistöðu hans þar. Ekki urðu þeir hjá Wetzlar sviknir af kúbanska Íslend- ingnum á sunnudaginn því hann var með sýningu og skoraði 7 mörk þegar liðið veitti Lemgo harða keppni og beið nauman ósigur á heimavelli, 27:29. Íslendingar sáu um meira en helming marka Wetzlar í leiknum því Róbert Sighvatsson bætti við 5 mörkum og Sigurður Bjarnason tveimur. Lemgo lauk með sigrinum í fyrri umferð deild- arinnar með fullu húsi stiga, er með 34 stig eftir 17 leiki, og það er afrek sem ekki hefur áður verið unnið í þessari sterkustu deild í heimi. Magdeburg náði sér á strik á ný og vann Grosswallstadt, 29:24. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, sagði að sínir menn væru á leið upp úr öldudalnum. Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk en Sigfús Sigurðsson náði ekki að skora. Stefan Kretzschmar, hornamaðurinn líflegi, gerði 13 mörk fyrir Magdeburg í leiknum. Patrekur Jóhannesson skoraði eitt mark fyrir Essen sem tapaði fyrir Flensburg, 26:18, og missti af tækifæri til að nálgast efstu þrjú liðin. Guðjón Valur Sigurðsson náði ekki að skora fyrir Essen. Gústaf Bjarnason lék með Minden þrátt fyrir meiðsl og skoraði eitt mark í nágrannaslag gegn N-Lübbecke sem Minden vann, 24:20. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Wallau-Massenheim og Gylfi Gylfason eitt fyrir Wilhelmshavener þegar lið þeirra skildu jöfn, 31:31. Duranona með sýningu Vassell til Hamars HAMARSMENN hafa gengið frá samningi við Keath Vassell um að hann leiki með körfuknattleiksliði félagsins í úrvalsdeildinni eftir áramótin. Robert O’Kelley, sem leikið hefur með Hamri í vetur hverfur því til síns heima. Vassell er ekki alveg ókunnur úrvalsdeildinni því hann lék í þrjú tímabil með KR, frá 1997, og gerði á þessum tíma 1.526 stig, 22,8 að meðaltali í leik og tók 10,4 fráköst að meðaltali. „Við vorum ekkert að hugsa um að skipta um erlendan leikmann, en þegar Vassell kom inn í mynd- ina slógum við til. Við vitum hvað við fáum og hann þekkir vel til hér á landi. Við vonumst til að hann komi okkur úr öðrum gír í þann þriðja,“ sagði Pétur Ingvars- son, þjálfari og leikmaður Hamars í samtali við Morgunblaðið. DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, keppti á laugardaginn fyrst íslenskra kvenna í bruni í heimsbikarmóti. Dagný Linda fór brautina í Sviss á einni mínútu 48,35 sekúndum og endaði í 44. sæti, 4,82 sekúndum á eftir aust- urrísku stúlkunni Michaelu Dor- meister, en 65 stúlkur tóku þátt í mótinu. Dagný Linda var með rásnúmer 62 og vann sig því talsvert upp frá því sem búast hefði mátt við af henni. Keppni var stöðvuð um tíma á laugardaginn vegna snjókomu efst í brautinni en þá höfðu þrjátíu stúlkur rennt sér. Fyrirhugað var að hætta við keppnina en þegar aðstæður lög- uðust aðeins var henni haldið áfram. Dagný Linda stóð sig vel og var meðal annars með 26. besta tímann á síðasta tímatökusvæðinu. Dagný Linda í 44. sæti Morgunblaðið/Kristinn Kristín Blöndal og Anna María Sveinsdóttir hafa lengi leikið aðalhlutverk í sigursælu kvennaliði Keflavíkur í körfuknattleik, sem tryggði sér sigur á KR í úrslitaleik Kjörísbikarkeppninnar, 80:54. BÍLDSHÖFÐI - SMÁRALIND - SELFOSS 510 8020 WWW.INTERSPORT.IS G LEÐ ILEG JÓ L! B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EIÐUR SMÁRI LÉK VEL HJÁ CHELSEA SEM ER Í 2. SÆTI / C4 T rúir þú á álfa og huldufólk? Kannski – kannski ekki, en hér kemur ein falleg en samt líka sorg- leg þjóðsaga, þar sem sjá má að það eru fleiri en við mannfólkið sem höldum gleðileg jól. Silkislæða í sjó Jón nokkur bjó á Nesi við Borgarfjörð. Kona hans hét Snotra og vissi enginn hverrar ættar hún var. Hún var fríð og vitur kona, ró- leg og hljóðlát. Þau Jón áttu eina dóttur. Eitt þótti þó mönnum undarlegt við Snotru. Hvert aðfangadagskvöld hvarf hún og kom aftur á jóladagskvöld. Enginn hnýstist um hana fyrr en smali bónda elti hana aðfangadag einn. Þegar skyggja tók gekk Snotra út og niður til sjávar og smalinn fór í humátt á eftir henni. Hann sér hana taka upp tvær silki- slæður í fjörunni, kasta annarri niður, en breiða hina yfir höfuð sér og steypa sér í sjó- inn. Smalinn gerir slíkt hið sama, tekur silki- slæðuna sem eftir lá og steypir sér á eftir henni. Þau synda lengi en koma loks að græn- um grundum, smalinn sér skrautlega borg, en þaðan heyrist gleði og glaumur. Þangað gengur Snotra og er höllin full af fólki og hell- ings matur á borðum. Maðurinn í hásætinu Mjög svo tígulegur og prúðbúinn maður situr í hásæti og er ósköp dapur, því á hans hægri hönd er auður stóll. Þegar Snotra kem- ur inn fagna henni allir, en þó mest maðurinn í hásætinu. Hann faðmar hana og setur í auða stólinn. Á meðan stendur smalinn í skugga úti í horni. Nú fer fólkið að borða og er kinda- kjötið svo feitt og girnilegt að smalinn hefur aldrei séð slíkt. Hann læðist að borðinu, nær einu rifi og geymir. Svo nær hann meiri mat og étur. Eftir að menn höfðu matast var vín drukkið og dansað af mikilli gleði. Daginn eftir gengur allt fólk í kirkju. Þar skildi smalinn ekki eitt orð, en fagur þótti honum söngurinn. Þennan dag var einnig mikil gleði, en undir kvöldið urðu allir hljóðir því þá bjóst Snotra til brottfarar. Hún og maðurinn í hásætinu kvöddust og voru mjög svo raunamædd. Sauðarif til sönnunar Snotra og smalinn fóru sömu leið og fyrr, gegnum sjóinn, upp á móti, og enduðu við Nes. Þá sér Snotra smalamanninn og spyr hvert hann sé að fara. Hann kveðst hafa farið á eftir henni alla leið, en hún trúir því ekki. Hann sýnir henni þá sauðarifið sem hann stal. „Hafðu mikla þökk fyrir, maður, þú hefur leyst mig úr ánauð,“ segir hún, yfir sig glöð. „Það var lagt á mig að ég skyldi fara í mann- heima og vera þar alla ævi nema hverja jóla- nótt mætti ég vera í álfheimum. Maðurinn í hásætinu er konungur og maðurinn minn. Til að leysa mig úr ánauðinni þurfti mennskur maður að þora að fara á eftir mér til álfheima og sjá þar bústaði mína. Og nú hefur þú hjálp- að mér svo ég má fara heim til konungs míns, en þú munt verða hinn mesti gæfumaður. Hins vegar mun Jón bóndi minn verða skammlífur því hann mun harma mig. Ég bið þig því að taka dóttur okkar og ganga henni í föðurstað.“ Smalinn lofar því og Snotra steypir sér aft- ur í sjóinn. Hann gengur heim og segir eng- um frá ferðum sínum. Svo fór sem Snotra gat til, að Jón bóndi varð skammlífur. Smalinn tók dótturina að sér og varð hinn mesti auðnumaður. Snotra álfkona Álfar á jólum Hress jólasveinn að hætti Ingu Bjarneyjar 3 ára, Ásvöllum 7 Grindavík. Það mætti halda að þetta þýddi gleðilega páska. En nei, svona segir maður gleðileg jól á Filipps- eyjum. Komdu útlenskum vinum þínum á óvart og óskaðu þeim gleðilegra jóla á þeirra upprunalega tungumáli! Danmörk Glædelig Jul! Eskimóar Jutdlime pivdluarit ukiortame pivdluaritlo! Finnland Hyvaa joulua! Frakkland Bon Noël! Hawaii Mele Kalikimaka! Hebreska Mo’adim Lesimkha! Holland Zalig Kerstfeest! Kína Kung His Hsin Nien bing Chu Shen Tan! Króatía Sretan Bozic! Indland Shub Naya Baras! Spánn og Suður-Ameríka Feliz Navidad! Svíþjóð God Jul! Thaíland Sawadee Pee Mai! Þýskaland Froehliche Weihnachten! Maligayan Pasko!  Jæja, hversu klár ert þú í að næla þér í jóla- pakka? Hér reynir á það! Þrautin felst í því að finna leið- ina frá toppi trésins og alla leiðina út undir trénu, þar sem jólapakkarnir bíða. Gangi þér vel! Nælt í pakka! Hæ krakkar! Jæja, nú er loksins upp runninn dagurinn sem við erum öll búin að bíða svo spennt eftir. Skemmtilegasti dagur ársins... þangað til við er- um búin að opna alla pakkana okkar, en þá þurf- um við að bíða í heilt ár fram að næstu jólum! Nei, það er ekki alveg satt. Það er líka gaman að borða góðan mat. Það er gaman að vera spenntur og í góðu skapi. Það er gaman að vera í fínn. Það er gaman að hitta jólasveina. Það er gaman að eiga frí í skólanum. Það er gaman að leika sér með nýja dótið sitt, og lesa nýju bæk- urnar sínar. Það er gaman þegar svona margt er gaman og öllum finnst gaman. Ekki satt? Vonandi eigið þið tryllt og tjúlluð jól, og haldið áfram á nýju ári að senda snilldarefni til okkar í barnablað Moggans. Takk fyrir árið og gleðileg jól! Gleðileg jól! Þegar við óskuðum eft- ir jólaefni í barnablaðinu 1. desember nefndum við nokkur gömul jólasvein- anöfn. Svala Kristfríður greip eitt á lofti og spyr nú: Hvað heitir þessi jólasveinn? Lausn í Jólaþrautir. Hvað heitir sveinki? Hér er sveinki að fara í reiðtúr á jólagrísnum. En eitthvað eru þeir ruglaðir, greyin. Getur þú sett ræm- urnar í rétta röð svo myndin verði fín? Lausn: D-F-C-E-B-A Jólagrís Hér kemur einn skemmtilegur jólaleikur. Keppendur útbúa helling af litlum miðum og fá einhvern, sem ætlar ekki að spila með, til að skrifa stafi á miðana. Hver keppandi fær svo nokkra stafamiða sem saman mynda eitt jólaorð, t.d. jólapakki, mand- arína, stjarna o.s.frv. Allir keppendur fá miðana sína um leið og sá vinnur sem fyrstur finnur út hvaða jólaorð miðarnir hans mynda. Ofsa gaman! Við viljum benda á að ef einhver lumar enn á Jólablaði Moggans, er þar að finna nokkra skemmtilega jólaleiki fyrir spennta krakka. Jólaleikur að stöfum „Í jólahellinum er ekki allt með felldu!“ nefnir Sunna Mjöll Bjarnadóttir, 9 ára, Mánárbakka II, Tjörnesi, þessa fínu jólamynd sína, þar sem margt skemmtilegt má sjá. Sunna Mjöll fær bókina Harry og hrukkudýrin. Jólahellir Gleðileg jól Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 49/51 Viðskipti 12 Minningar 40/42 Erlent 14/18 Staksteinar 56 Höfuðborgin 20 Bréf 58/59 Akureyri 22 Kirkjustarf 46/47 Suðurnes 24 Dagbók 60 Landið 26/28 Fólk 64/69 Listir 29/35 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 62/63/70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað, Lord of the rings-blaðið. Blaðinu er dreift um allt land. Kynningar – Blaðinu í dag fylgir jólakort frá Símanum. Kort- inu verður dreift um land allt. AFGREIÐSLA Orkuveitu Reykja- víkur var opnuð í nýjum höf- uðstöðvum fyrirtækisins á Bæj- arhálsi 1 í gær. Verið er að leggja lokahönd á frágang hússins og er stefnt að því að verktaki afhendi það formlega í byrjun janúar. Húsið er alls 14 þúsund fermetrar að stærð og þar starfa rétt um 300 manns. Kostnaður við byggingu þess er orðinn 2,5 milljarðar króna. Einkennandi þáttur í nýju hús- byggingunni eru opin skrif- stofurými. Morgunblaðið/Golli Húsið er allt hið glæsilegasta, gengið er inn í holrými úr gleri sem tengir saman austur- og vesturbyggingu hússins. Afgreiðsla OR opnuð á Bæjarhálsi  Opin skrifstofurými/20 LÍKUR hafa aukist á að bensínverð muni hækka um áramótin en olíufé- lögin hafa þó enn sem komið er eng- ar ákvarðanir tekið um hvort breyt- ingar verða gerðar á eldsneytisverði. Olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað stöðugt að undanförnu og hafði í gær hækkað um 10% frá sein- ustu mánaðamótum. Hefur verðið eins og það var á há- degi í gær ekki verið hærra í þrjá mánuði samkvæmt upplýsingum Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra Ol- íufélagsins. Hann bendir þó á að Bandaríkjadalur hefur verið að veikjast gagnvart krónunni, sem vegi eitthvað á móti. Miklar sveiflur á bensínverði á árinu 2002 Útsöluverð á bensíni hefur sveifl- ast mikið á árinu sem er að líða. Í byrjun ársins var verð á 95 oktana bensíni með fullri þjónustu 92,20 kr. lítrinn hjá Olíufélaginu, Olís og Skeljungi. Verðið lækkaði í 91,20 kr. í mánuðunum mars og apríl en fór síðan stighækkandi fram á haust- mánuði. Útsöluverðið með fullri þjónustu fór hæst í október eða í 99,50 kr. lítr- inn af 95 oktana bensíni en hefur lækkað síðan og er nú 96,30 frá síð- ustu verðbreytingu um seinustu mánaðamót hjá Olíufélaginu, Olís og Skeljungi. Líkur aukast á að bensín hækki um áramót                                      SÍMINN hefur gert samning við GlobeCast sem mun tryggja netsam- band Símans við útlönd enn frekar, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Símanum. Segir að um sé að ræða öflugt og sítengt samband í gegnum gervihnött fyrir Netið sem muni taka við allri netumferð Símans samstundis og truflana verði vart á Cantat3. Í samningnum felst að sett verður upp netsamband um gervihnött til London sem hefur í för með sér að sambandið mun ekki rofna jafnvel þótt truflana verði vart á Cantat3- sæstrengnum. Sæstrengurinn Cant- at3 tengir að mestu leyti Ísland við umheiminn, bæði hvað tal- og net- samband varðar. Síminn hefur und- anfarin ár verið með stöðugt vara- símasamband í gegnum jarðstöðina Skyggni. Segir í tilkynningunni að þannig hafi Síminn ekki misst að fullu niður símasamband sitt til útlanda eins og hin íslensku fjarskiptafyrir- tækin þegar Cantat3 bilaði 28. ágúst síðastliðinn. Síminn hafi haft vara- samband fyrir Netið í gegnum gervi- hnött en það hafi ekki verið sítengt og því hafi þurft að færa handvirkt sam- band á milli er bilun kemur upp í Cantat. Nú hafi Síminn tryggt net- samband enn frekar með því að semja um öflugt og sítengt samband í gegnum gervihnött sem þannig taki sjálfkrafa við netumferð um leið og bilunar eða truflunar verður vart í Cantat3. Síminn mun jafnframt vera að ganga frá samningi sem mun auka öryggi netumferðar á Cantat3- strengnum sjálfum, þ.e. nú er búið að tryggja netsamband bæði við Evrópu og Ameríku, þannig að ef bilun kem- ur upp í strengnum öðrum megin er samband tryggt í gegnum hinn legg- inn. Áður var Síminn með alla net- umferð sína til Ameríku. Segir einnig að áfram verði unnið að lagningu FA- RICE-strengsins, en vonir standa til að hann komist í gagnið í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2004. Tryggir öruggara netsamband EKKI tókst að undirrita samninga um sölu á hlutafé ríkisins í Landsbanka Íslands fyrir jól eins og að var stefnt. Ólafur Davíðsson, formað- ur einkavæðingarnefndar, sagði að viðræður um frágang samningsins hefðu átt sér stað í gær, en niðurstaða hefði hins vegar ekki fengist. Hann sagði að menn myndu halda áfram að tala saman og vonaðist eftir að niðurstaða fengist fljótlega. Einkavæðingarnefnd gerði 21. október sl. samkomulag við Samson eignarhaldsfélag ehf. um kaup á 45,8% hlut í Landsbanka. Áreiðan- leikamat, sem KPMG gerði vegna sölunnar, var ekki í samræmi við mat bankans á eigin verð- mæti, sem lagt var til grundvallar í samninga- viðræðum einkavæðingarnefndar og Samson ehf. Þetta hefur tafið undirritun samninga. Ólafur Davíðsson sagði í gær að engin nið- urstaða væri fengin og menn ættu eftir að tala betur saman. Hann sagðist vonast eftir niður- stöðu sem fyrst, en vildi engu spá um hvenær það gæti orðið. Í tilkynningu til Kauphallar 29. nóvember seg- ir að „nú [sé] miðað við að kaupsamningur verði undirritaður fyrir áramót“. Sala Landsbankans Ekki undir- ritað fyrir jól ELDSVOÐAR vegna kertabruna í heima- húsum verða áberandi algengir síðustu vik- una í desember og er hættan mest á jóladag, samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá- Almennum tryggingum. Um þriðjungur allra kertabruna í desember verður á jóla- dag og þá er hættan næstmest á gaml- ársdag, en 17% kertabruna í desember í fyrra urðu á gamlársdag, eða sjö tilvik. Í desember í fyrra fékk Sjóvá tilkynningar um 42 tjón af völdum kertabruna, og nam tjónið 5,6 milljónum króna. Af 42 tilvikum urðu 23 tilvik síðustu viku mánaðarins. Síðastliðin fjögur ár hefur hættan verið hvað mest á þessum tíma. Talsmenn Sjóvár telja að mið- að við 35% markaðshlutdeild fyrirtækisins megi reikna með allt að 150 kertabrunum í desember sem kostar allt að 36 milljónir króna. Mikilvægt að fara ekki frá kertum Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjó- vár, segir mjög mikilvægt að fólk yfirgefi ekki logandi kerti og setji kertaskreytingar ekki þar sem hætta er á að fólk rekist í þær. Ennfremur sé mikilvægt að hafa ekki kerti í námunda við gluggatjöld og gæta þess að eldur berist ekki í skreytingar t.d. á aðventu- krönsum. Mesti eldhættudagurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.