Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gaumur ehf. jók hlut sinn í Baugi Group hf. fyrir helgi með því að kaupa bréf fyrir 150 millj- ónir króna að nafnvirði af Kaup- þingi banka hf. á genginu 10,85. Kaupverð nam því 1.627,5 millj- ónum króna. Í gær keypti svo Fasteigna- félagið Stoðir, sem Baugur Group á 44,25% hlut í og kaup- rétt á 21,4% hlut að auki, 3,6% í Baugi Group. Hlutur Stoða í Baugi Group nemur nú 7 pró- sentum. Gaumur og Gaumur Hold- ing með 37,23% í Baugi Eftir kaupin er samanlagður eignarhlutur Fjárfestingafé- lagsins Gaums ehf. og Gaums Holding S.A. í Baugi 37,23%, en áður var samanlagður eignar- hlutur þessara tveggja félaga 30,97%. Samkvæmt hluthafaskrá í byrjun vikunnar var Kaupþing alls skráð fyrir 21,11% í Baugi Group. Miðað við það er Kaup- þing nú með 14,85% í fyrirtækinu. Verð hlutabréfa í Baugi Group í lok gærdagsins var 10,90 krónur. Gaumur og Stoðir kaupa í Baugi HORFUR eru á að hagnaður Frjálsa fjárfestingabankans á þessu ári verði 485 milljónir króna. Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að kaup SPRON á bankanum hafi verið sannkallaður happafengur. Samanburður á kenni- tölum bankans við kennitölur ann- arra banka sýni einnig að SPRON hafi gert góð kaup þegar sparisjóð- urinn keypti Frjálsa fjárfestinga- bankann af Kaupþingi. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður fimmmenninganna sem sem gerðu tilboð í stofnfé SPRON, að vísbendingar séu um að SPRON hafi keypt Frjálsa fjárfestingabank- ann á of háu verði. Fimmmenning- arnir eru að láta vinna sjáfstætt mat á verðmæti bankans. 22% ávöxtun á eigin fé „Frjálsi fjárfestingabankinn er sannkallaður happafengur fyrir SPRON,“ sagði Guðmundur Hauks- son um þessa gagnrýni. „Hagnaður bankans eftir skatta og afskriftir er áætlaður 485 millj- ónir á árinu sem er að líða. Það sam- svarar 22% ávöxtun eiginfjár. Þessi árangur sýnir hversu gott og vel rek- ið fyrirtæki er um að ræða. Miðað við þennan hagnað er end- urgreiðsluverð bankans, eða svokall- að V/H-hlutfall, innan við 8, sem þýð- ir að kaupverð hans greiðist upp á átta árum. Það er mjög gott miðað við aðra banka. Verðlagning Frjálsa fjárfestinga- bankans er hagstæð borið saman við helstu kennitölur íslenskra banka miðað við níu mánaða uppgjörið 2002. Þegar t.d er litið á markaðsviði hlutafjár á móti innra virði bankans eða svokallað Q-hlutfall kemur í ljós að Frjálsi fjárfestingabankinn er metinn á 70% yfir innra virði sínu sem er svipað og hjá Búnaðarbanka, Landsbanka og Kaupþingi, en mun lægra en hjá Íslandsbanka. Verðið fyrir Frjálsa fjárfestingabankann er því alveg í takt við markaðsverð banka sem skráðir eru á hlutabréfa- markaði. Það má minna á að yfirleitt þegar banki er keyptur í einu lagi er yfirleitt greitt hærra verð en sem nemur síðasta markaðsgengi. Tilraunir Jóns Steinars Gunn- laugssonar og fimm stofnfjáreigenda til að gera verðið á Frjálsa fjárfest- ingabankanum tortryggilegt með því að boða í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag nýtt mat eru óþarfar því að það liggja allar tölur fyrir. Greininga- deild Búnaðarbankans kynnti í nóv- ember niðurstöðu útreikninga þar sem sagt var að Frjálsi fjárfestinga- bankinn hefði verið of hátt metinn. Með þeirri aðferðarfræði sem Bún- aðarbankinn notar má finna út að all- ir íslenskir bankar séu ofmetnir þar á meðal Búnaðarbankinn sjálfur.“ Nauðsynlegt var að styrkja samkeppnisstöðu SPRON Guðmundur bendir á að í sumar hefði lokast sú leið sem SPRON ætl- aði að fara til hlutafjárvæðingar. Það hefði því verið nauðsynlegt að leita annarra leiða til að efla og styrkja sparisjóðinn svo að hann yrði ekki undir í harðnandi samkeppni. „Kaupin á Frjálsa fjárfestingabank- anum styrkja samkeppnisstöðu SPRON og gefur honum margvísleg sóknarfæri í einstaklingsþjónustu. Kostnaður við rekstur Frjálsa fjár- festingabankans er helmingi minni en annarra banka og við flutning hans í húsnæði SPRON í Ármúla skapast margs konar hagræðingar og sóknarmöguleikar. Ég er því sannfærður um að Frjálsi fjárfest- ingabankinn sé sannkallaður happa- fengur fyrir SPRON og fjárfestingin muni skila sér hratt,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur Hauksson efast ekki um að SPRON hafi gert góð kaup Frjálsi fjárfestingabankinn happafengur fyrir SPRON                                !"# $%        &  '     ( )*  (  +,  (  - *  (  $ . (      / /       / /      / /      / /      / /  ÖLL ÉL styttir upp um síðir og það átti sannarlega við í miðborg Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær, ekkert nema stilla og hlýindi og sást raunar til örfárra hraustra karlmanna á stuttermabol. Fjöldi manns kom saman á horni Ingólfs- og Bankastrætis til þess að hlusta á tenórana þrjá sem sungu á svöl- unum á Húsi málarans. Fólk sem Morgunblaðið ræddi við var flest komið í hátíðarskap og ekki virtist mikilli streitu fyrir að fara. Inga og Sigurjón, sem stödd voru í íþróttavöruverslun, sögðust alltaf fara í bæinn á Þorláksmessukvöld. Sigurjón var með jólasveinahúfu með blikkandi ljósum sem mamma og pabbi keyptu í Búdapest nýlega. „Nei, við keyptum engar gjafir þar heldur vorum við bara að skemmta okkur. Það er ekkert stress á okkur núna, við eigum bara eftir að kaupa tvær gjafir.“ Elmar og Erna segjast alltaf fara í bæinn á Þorláksmessu. „Við eig- um heima uppi í Árbæ en okkur finnst betra að koma hingað en að fara í verslunarmiðstöðvarnar. Það er alltaf gaman að ganga hérna um Laugaveginn á Þorláksmessu og svo fáum við okkur heita súpu í brauði hérna ofar í götunni. Við reyndum að klára gjafakaupin að mestu leyti í gær og ætlum að taka það rólega núna og kippa með síð- ustu gjöfunum.“ Kristín, Fríða Rún og Frosti voru að hlusta á söng tenóranna þriggja. Þau segjast yfirleitt reyna að fara í miðbæinn á Þorláksmessukvöld. „Það er alltaf stemning hérna og við erum bara að koma okkur í jóla- skapið enda erum við búin að kaupa allar gjafirnar. Við erum bara að rölta og skoða fólkið.“ Blóð og rjómakökur Á meðan flestir voru á þönum á milli verslana lá Kristinn Hörður Guðmundsson hinn rólegasti á bekk í Blóðbankanum. Við hlið hans stóð jólasveinninn Þorsteinn Hanning Kristinsson og ofan á honum Jas- mín Kamilla Liljudóttir. Kippkorn frá Kristni lá bróðir hans Högni sem einnig var að gefa blóð en María Titia hjá Blóðbankanum minnti á að opið verður til hádegis á aðfangadag og svo aftur til há- degis á föstudag. Jólasveinarnir ungu sögðust hafa klætt sig upp strax um morguninn. Þeir tóku jafnframt fram að blóðið væri ekkert hættulegt. „Það er bara svona vínrautt á litinn.“ Þeir höfðu þó veður af rjómaköku og öðrum kræsingum í kaffistofu Blóð- bankans og fýsti nokkuð að vita hvenær pabbi yrði búinn að gefa nóg af blóði. „Ég er að gefa blóð í 21. sinn og síðustu skiptin höfum við bræður farið saman að gefa blóð. Það stóð þannig á að ég kom síðast 23. sept- ember og átti því að koma aftur á Þorláksmessu,“ segir Kristinn. „Nei, það er ekkert stress í dag. Ég á aðeins eftir að kaupa eina en jafn- framt erfiðustu gjöfina – handa konunni.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þorsteinn Hanning, Jasmín Kamilla, Kristinn og María í blóðgjafaherberginu. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurjón og Inga sögðust alltaf fara í bæinn á Þorláksmessukvöldi. Kristín, Fríða Rún og Frosti hlustuðu á tenórana þrjá. Erna og Elmar segja alltaf gaman á Laugaveginum. Jólaskapið og gjafirnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.