Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið“ með stærstu jólagjöf Íslandssögunnar. Aðfangadagskvöld á Hernum Guðs andi er þar til staðar Aðfangadagskvöld áHjálpræðishern-um er fastur punktur í tilveru margra, ekki síst þeirra sem eiga um sárt að binda, eða hafa ekki í önnur hús að venda. Á Hernum eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir, þar er haldinn há- tíðarkvöldverður og helgi jólanna svífur yfir vötnun- um. Gestgjafi er Miriam Óskarsdóttir, kafteinn í Hjálpræðishernum. – Hver er forsaga að- fangadagskvölda hjá Hjálpræðishernum? „Forsaga aðfanga- dagshátíðar á Hjálpræðis- hernum er löng. Ætli mað- ur geti ekki fullyrt að hún hafi byrjað þegar starfið hófst hér á landi 1895. Að sjálf- sögðu hefur svo ýmislegt breyst í tímans rás. Meiri fátækt var fyrr á árum og ég man að Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona nefndi, að þegar Ólafía Jóhannsdóttir, stofn- andi Hvítabandsins, kom heim frá Ameríku hélt hún fyrirlestur, þá var mögulegt fyrir þá sem vildu, að fá lánuð hrein rúmföt fyrir jól- in, því allir þráðu að sofa í hrein- um rúmfötum jólanóttina, enginn þurfti að biðja um að fá þau, held- ur gat fólkið sjálft náð í rúmfötin úr hillunum og skilað þeim svo aftur eftir jólin. Einnig veit ég að það tíðkaðist að gert var við föt og saumuð ný föt úr gömlum fötum og þau gefin um jólin þeim sem á þurftu að halda. Fátæktin var svo mikil að jólafagnaðir voru haldnir fyrir fátæka sem þurftu að hafa með sér sérstaka boðsmiða og mátti þá gjarnan sjá að einstak- lingarnir komu einmitt klæddir fatnaði sem konurnar höfðu saumað handa þeim. Í gegnum ár- in hefur svo aðstoðin þróast þann- ig að við erum nú með sérstakan jólafagnað á aðfangadag í sam- starfi við Vernd, þar að auki gef- um við hundruðum einstaklinga gjafakort til þess að gera þeim kleift að halda jól í heimahúsum, einnig gefum við fatnað úr flóa- markaðsbúðinni, höldum jóla- fagnað fyrir eldri borgara með meiru.“ – Hvernig er samstarfinu við Vernd háttað? „Daníel Óskarsson hefur sagt mér að Hanna Johannessen, for- maður jólanefndar Verndar, hafi snúið sér til hans og spurt hvort hægt væri að hafa samstarf í sam- bandi við hátíðarhald á aðfanga- dagskvöld. Vernd hafði verið með sjálfstæðan jólafagnað til margra ára, en hafði lent í húsnæðis- hraki.“ – Breyttist eitthvað eðli sam- komunnar við samstarfið við Vernd? „Enn hef ég eftir Daníel, sem var þá leiðtogi Hjálpræðishersins, að við hefðum fram að þessu haft margt fólk á aðfangadagskvöld og eitthvað hafi fjölgað við þessa breytingu. Það eina sem breyttist við þetta samstarf var að Hanna Johannessen kom og var með okkur um kvöldið og sagði nokk- ur orð við borðhaldið. Skörungs- kona sem ánægjulegt er að starfa með. Við höfðum fengið nokkur fyrirtæki í lið með okkur, þannig að við þurftum ekki lengur að kaupa hangikjötið og annan mat, formaður jólanefndar Verndar sá einnig um að koma með hangikjöt og annað sem Vernd fékk hjá fyr- irtækjum, þannig að það var alltaf nógur matur og oft áttum við það mikið aflögu að við gátum boðið heimilislausum og fátækum í mat aðra hátíðardaga, eins og jóladag og nýársdag.“ – Hver er dagskráin á aðfanga- dagskvöld? „Dagskráin hefst klukkan 18 með því að jólaguðspjallið er lesið. Svo er boðið upp á súpu. Síðan er á boðstólum hangikjöt, lambalæri og svínabógur. Sjálfboðaliðar sjá um matseldina og margir leggja hönd á plóginn. Eftirréttur er svo yfirleitt ís. Á milli þess sem verið er að bera mat á borð eru jóla- söngvar sungnir. Síðan dönsum við í kringum jólatréð. Í hléum er komið fram með sælgæti og ávexti og allir fá svo jólapakka. Vernd kemur með pakka og Her- inn gefur líka pakka. Einnig gefur Gistiheimili Hersins sínu fólki gjafir. Að lokum er farið inn á Gistiheimilið þar sem boðið er upp á kaffi, kökur og alls kyns góðgæti. Sumir staldra við lengi, en aðrir kjósa að fara heim og hvíla sig.“ – Hverjir eru það sem koma til ykkar og hverjir mega koma? „Þarna eru allir velkomnir, ein- mana, ungir sem aldnir, fátækir sem ríkir, Íslendingar, útlending- ar, fólk af öllu þjóðerni. Maturinn er ókeypis að sjálfsögðu. Ákjós- anlegt er að þeir sem koma skrái sig fyrirfram símleiðis.“ – Hvernig er andinn á aðfanga- dagskvöldi hjá Hernum? „Andinn á þessum kvöldum hefur verið al- veg sérstakur, sann- kallaður jólaandi. Það er ekki síst að þakka þeim mörgu sem lagt hafa hönd á plóginn, t.d. Arnar og Anna, hjón sem komu í upphafi aðeins til að vera með á seinni- hluta kvölds eftir að hafa borðað heima hjá sér, en sjá nú um elda- mennskuna og flest sem til fellur ásamt börnum sínum. Já, andinn sem svífur yfir vötnunum er svo sannarlega góður og ég tel það vera vegna þess að það er Guðs andi sem þar er til staðar.“ Miriam Óskarsdóttir  Miriam Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík 27. júní 1960. Dótt- ir Ingibjargar Jónsdóttur og Óskars Jónssonar. Hefur starf- að fyrir Hjálpræðisherinn á Ís- landi, í Panama og víðar. Hún er kafteinn í Hjálpræðis- hernum, en starfar þar í dag einungis sem sjálfboðaliði. Fór í foringjaskóla Hjálpræðishers- ins í Englandi 1979–81 og er með BA nám í spænsku með norsku og sænsku sem auka- greinar við HÍ. Hefur og kennsluréttindi og starfar sem dagskrárgerðarkona á útvarps- stöðinni Lindinni. Meiri fátækt var fyrr á árum PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að það sé verkefni Fjármálaeftirlitsins að tryggja að hagsmunir viðskipta- manna séu í fyrirrúmi í þjónustu við þá. Margt í starfinu hafi miðað að því að styrkja umgjörðina og fjárfestar, sem telji sig hlunnfarna, geti snúið sér til Fjármálaeftirlitsins eða leitað réttar síns hjá sérstakri úrskurðar- nefnd eða dómstólum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag hafa helstu verðbréfafyrirtæki í Bandaríkjunum samþykkt að greiða nær milljarð dollara, um 80 milljarða króna, í sekt til að binda enda á rannsókn á því hvort þau hafi ráðlagt fjárfestum að kaupa varasöm bréf og hyglað sum- um fjárfestum með óeðlilegum hætti. Að sögn Páls Gunnars Páls- sonar hefur Fjármálaeftirlitið orðið vart við umræðu um ráðgjöf hér á landi og slík mál hafi verið tekin til skoðunar en þau hafi ekki verið það mörg að hægt sé að draga af þeim víðtækar ályktanir. Hins vegar séu öll mál einstaklingsbundin og því þurfi að skoða hvert mál fyrir sig. Páll Gunnar segir að Fjármálaeftir- litið reyni að eigin frumkvæði að átta sig á þessum þáttum í starfsemi fjár- málafyrirtækja, en það geti verið erfitt án þess að hafa einhverjar vís- bendingar í höndunum. Því sé mik- ilvægt að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart telji menn að á sér hafi verið brotið. Á gráa markaðnum svonefnda hafa farið fram viðskipti með óskráð verðbréf sem hafa ekki farið í al- mennt útboð í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að reglur um almennt útboð hafi verið styrktar, skilgrein- ingar þar verið gerðar skýrari auk þess sem ábyrgð fjármálafyrirtækja hafi verið dregin fram með skýrari hætti þegar þau selji almenningi verðbréf sem ekki hafi farið í al- mennt útboð og hafi ekki verið skráð. Drög að tilmælum Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins (www.fme.is) er umræðuskjal þar sem birt eru drög að leiðbeinandi til- mælum um greiningardeildir og greinendur. Páll Gunnar bendir á að það sé m.a. gerð krafa um að fjár- málafyrirtæki geri grein fyrir hags- munum sínum vegna verðbréfa sem greiningin fjalli um. „Löggjöfin hef- ur verið styrkt,“ segir Páll Gunnar og bendir á að fyrirtækjum í verð- bréfaþjónustu og lánastofnunum sé skylt að setja sér reglur um aðskiln- að hagsmuna innan fyrirtækisins eða svonefnda kínamúra og Fjármálaeft- irlitið hafi sett í tilmælum lágmarks- kröfur um þetta. Páll Gunnar segir að hlutverk Fjármálaeftirlitsins sé m.a. að fylgj- ast með því sem fari úrskeiðis og nýta upplýsingarnar til að tryggja að mistök endurtaki sig ekki, en það sé ekki eftirlitsins að skera úr réttará- greiningi viðskiptamanna við fjár- málafyrirtæki eða ákveða bóta- greiðslur. „Löggjafinn og stjórnvöld hafa gert margt til að bæta umgjörð- ina að fenginni reynslu sem á að tryggja að hagsmunir viðskipta- mannanna séu alltaf í fyrirrúmi en ekki hagsmunir einhverra annarra eins og hagsmunir starfsmanna eða hagsmunir fyrirtækisins eða sjóða á þeirra vegum.“ Umgjörðin á að treysta hagsmuni viðskiptavina ÞAÐ er alkunna að kaffihús eru kjörinn vettvangur þeirra sem hafa gaman af því að skiptast á skoðunum um þjóðmál og hefur jafn- vel heil stétt manna ver- ið kennd við kaffihúsa- speki. Snemma beygist krókurinn, segir í orð- tækinu, og á það vel við hér. Þessir spekingar eru þó væntanlega ómálga og láta því uml og handahreyfingar duga. Yfirleitt nægir það þó að skilaboðin séu stundum misskilin af þeim sem eldri eru. Misskildir kaffihúsa- spekingar Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.