Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 18
Reuters NOKKUR snjór hefur legið yfir Pekingborg síðustu fimm daga og valdið verulegum erfiðleikum í samgöngum og á ýmsum öðrum sviðum. Er þetta lengsti snjóakafl- inn í borginni í 161 ár eða síðan mælingar hófust árið 1841. Fyrra metið var fjórir dagar 1990. Eru borgaryfirvöld illa búin undir tíð- arfar af þessu tagi og ekki hefur bætt úr skák, að frostið hefur verið um 10 gráður. Hér eru tveir menn á gangi í snjónum fyrir framan Forboðnu borgina Í Peking. Óvenju snjóa- samt í Peking ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KLAUS Naumann, fyrrverandi yfirmaður vestur-þýzka hersins sem á ferli sínum var m.a. for- maður hermálanefndar Atlants- hafsbandalagsins, lét í gær hafa eftir sér að Bretar hefðu áformað „útrýmingu óbreyttra borgara Þýzkalands“ með skipulögðum sprengjuárásum á þýzkar borgir undir lok síðari heimsstyrjaldar. Í viðtali við Berlínarblaðið Tag- esspiegel lagði Naumann orð í belg í umræðu sem ný bók þýzks sagnfræðings um sprengjustríðið hefur vakið. Sagði hann hinar skipulögðu árásir brezka sprengjuflugflotans á þýzkar borgir á síðustu mánuðum stríðs- ins hafi ekki þjónað neinum skýr- um hernaðarlegum tilgangi. „Það sem ekki er hægt annað en að harma er að Bretar gerðu útrýmingu óbreyttra íbúa Þýzka- lands að þungamiðju stríðs- rekstrarstefnu sinnar,“ sagði Naumann. „Ég hef mínar efa- semdir um að slíkt sé réttlæt- anlegt.“ Tagesspiegel birti í gær viðtal sem blaðið tók við þá Naumann og sagnfræðinginn Jörg Friedrich, höfund bókarinnar „Bruninn: Þýzkaland í sprengju- regni 1940–1945,“ en bókin hefur kveikt umræður bæði í Þýzka- landi og Bretlandi um réttmæti þeirrar stefnu brezku herstjórn- arinnar – með Winston Churchill í broddi fylkingar – að gera skipulagðar „teppasprengjuárás- ir“ á þýzkar borgir síðustu miss- erin fyrir uppgjöf Þjóðverja í maí 1945. Í bókinni er látið að því liggja að stefnan að baki árás- unum, sem kostuðu allt að 650.000 óbreytta borgara lífið, þar á meðal um 75.000 börn, jafn- aðist á við stríðsglæpi. Friedrich segist í viðtalinu hissa á sumum þeim viðbrögðum sem bók hans hefði fengið í Bret- landi, en þar í landi væri sprengj- ustríðið almennt enn álitið hafa verið „hernaðarleg nauðsyn“ til að vinna fullnaðarsigur á „Þriðja ríkinu“. Vildu „útrým- ingu þýzkra borgara“ Berlín. AFP. Deilt um stríðsrekstrarstefnu Breta undir lok seinna stríðs HART er nú deilt á fjölmiðla í Nor- egi vegna sjálfsvígs Tore Tønne, jafnaðarmanns og fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra í tíð stjórnar Jens Stoltenbergs, að sögn Aften- posten. Er einkum Dagbladet sakað um að hafa farið offari í umfjöllun sinni um meint fjármálahneyksli en Tønne þáði greiðslur frá stórfyrir- tæki fyrir ráðgjöf þótt hann væri enn á biðlaunum ráðherra. Tönne fannst látinn við bíl sinn í Drammen, skammt frá Ósló, á laugardag. Per Edgar Kokkevold, framkvæmda- stjóri Fjölmiðlasambands Noregs, vill að óháðir fjölmiðlafræðingar fari yfir umfjöllun norskra fjölmiðla varðandi mál Tønne með tilliti til sið- fræðilegra álitamála. „Við verðum að fara yfir hlutverk fjölmiðlanna: það finnst mér að sé sjálfsagt mál í máli sem þessu. Hver á að gæta varðanna? Það er allavega mikilvægt að við lítum með gagnrýn- um augum á okkar eigið hlutverk,“ sagði Kokkevold í samtali við Aften- posten í gær. Hann segir þó út í hött að kveða upp dóma í þessum efnum. Biðlaun og ráðgjöf Tønne var frá Norður-Þrændalög- um, hann var fæddur 1948, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann var for- stjóri ríkisolíufélagsins Statoil á ní- unda áratugnum en síðar Norway Seafood í hálft annað ár áður en Stoltenberg bað hann að taka að sér ráðherraembættið sem hann gegndi í tæp tvö ár. Er stjórn Stoltenbergs varð að víkja sótti Tønne um biðlaun í þrjá mánuði eins og hann átti rétt á. Var fjárhæðin um 195 þúsund n. kr. eða rúmar tvær millj. ísl. kr. En jafn- framt tók hann að sér ráðgjafarstörf fyrir stórfyrirtæki auðkýf- ingsins Kjell Inge Røkke, Aker Kværner og var kveðið á um að ef starf Tønne bæri ár- angur fengi hann ákveðna bónus- greiðslu. Mun hún hafa numið liðlega 1,6 millj- ónum norskra kr. eða um 18 milljónum ísl. kr. Skrifstofa Kjell Magne Bondevik fór þess á leit við Tønne að hann endurgreiddi hluta biðlaunanna og staðfesti hann fyrir dauða sinn að það hygðist hann gera. Á föstudag afhenti efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar lögfræðingi Tønne kæru og mun hann þar vera sagður hafa gerst sekur um „gróf fjársvik af vangá“. Viðurlög eru sekt eða fang- elsi allt að tvö ár. „Æsifréttablöðin drápu Tønne,“ segir Jens Ulltveit-Moe, útgerðar- maður og formaður Samtaka at- vinnulífsins í Noregi (NHO), í sam- tali við blaðið Dagens Næringsliv. Hann var náinn vinur Tønne síðustu tvo áratugina. „At- vinnurekendur eru ekki öðruvísi en annað fólk,“ segir formað- urinn. „Þeir hafa meiri völd en aðrir en verða einnig að sætta sig við harðari gagnrýni. En hún má ekki verða að ofsóknum eins og Dagbladet stóð fyrir.“ Hann segir að Tønne, sem var talinn mikill dugnaðarforkur og með háskólapróf í bæði lögfræði og hagfræði, hafi verið skólabókar- dæmi um mann sem tókst að bæta tengslin milli æðstu embættismanna, stjórnmálamanna og atvinnulífsins. Einstaklingar í hverri grein lifi nú hver í sínum heimi en Tønne hafi verið mikilvæg undantekning frá þeirri reglu. „Þetta var helsti kostur Tønne – og jafnframt ástæða þess að æsi- fréttablöðin drápu hann,“ segir Ullt- veit-Moe um örlög vinar síns. Hann segir Dagbladet hafa lagt sig sér- staklega fram í árásunum á ráð- herrann fyrrverandi en fleiri blöð hafi lagt sitt lóð á vogarskálarnar. „Umfjöllun Dagbladet hefur verið sérstaklega ámælisverð og nú hefur hún kostað mannslíf.“ Hann segist viss um að sumir fjölmiðlamenn telji að Tønne hafi fengið þá meðferð sem hann hafi átt skilið. Og ef þeim finn- ist það ekki muni þeir samt réttlæta gerðir sínar með einhverjum hætti, þeir séu vanir því. Líkt við mestu þrjóta? Yngve Hågensen, formaður norska Alþýðusambandsins (LO), sat í stjórn Aker Kværner ásamt Tønne sem sagði af sér varafor- mannsstöðu í stjórninni er mál hans kom upp. Hågensen er afar ósáttur við hegðun fjölmiðlanna. Þeir hafi tætt Tønne í sig í tvær vikur og með- höndlað hann eins og hvern annan afbrotamann, áður en nokkur ákæra hafði verið lögð fram. „Myndir voru teknar af honum á heimilinu og í sumarbústaðnum og það var eins og hann væri einn af mestu þrjótum í heiminum,“ sagði Hågensen sem efast um að hæfir menn gefi kost á sér til starfa fyrir samfélagið ef þeir geti átt á hættu að vera teknir fyrir með þessum hætti. Aðalritstjóri Dagbladet, John Olav Egeland, segist ekki furða sig á því að lesendur velti fyrir sér hvort blöðin eigi sök á dauða Tønne. „En það er mjög ábyrgðarlaust að kveða upp dóma að svo stöddu,“ segir hann. Fjölmiðlar sakaðir um dráp Tore Tønne Fyrrverandi ráðherra í Noregi fyrirfór sér í kjölfar fjársvikabrigsla TORE Tønne var um hríð forstjóri norska stórfyrirtækisins Norway Seafood en lét af því starfi er hann tók við embætti heilbrigð- ismálaráðherra. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, kynntist Tønne og segir hann hafa verið mjög snjallan stjórnanda sem hafi verið eldfljótur að setja sig inn í málin. Friðrik hafði eftir norskum kunningjum sínum að almenn- ingur í Noregi væri sleginn og reiður yfir hörmulegum örlögum Tønnes vegna þess að hann hefði haft afar gott orð á sér. „Við hittumst nokkuð oft og átt- um mjög góð samskipti. Hann var mikill áhugamaður um meiri sam- vinnu milli íslensku sölufyrirtækj- anna og þeirra norsku. Tønne hafði ekki verið í þessu starfi nema nokkrar vikur þegar ég hitti hann fyrst en var þegar búinn að setja sig inn í hlutina og ákveða hvaða leiðir skyldu valdar. Það sama virðist hafa orðið þegar hann var ráðherra, hann setti mark sitt á þau mál þótt hann væri ekki lengi í embættinu. Hann minnti mig helst á bráð- greindan og heiðvirðan íslenskan bónda. Hann var jarðbundinn, kíminn, afskaplega hlýr og skemmtilegur persónuleiki og mikill vinnuþjarkur. Hann var ein- hver ólíklegasti maður af þeim sem ég hef kynnst um dagana til að lenda í einhverju misjöfnu eins og gefið var í skyn að gerst hefði. Enda kemur í ljós þegar málið er skoðað að þetta liggur sennilega á einhverju gráu svæði. Hann var sjálfur heill og heið- arlegur karakter og gat að því er virðist ekki hugsað sér að lenda í því að fá á sig ákæru, einfaldlega höndlaði það ekki. Mér skilst að óheimilt sé að ráðherra á biðlaun- um þiggi þau ef hann tekur við öðr- um launum samtímis,“ segir Frið- rik Pálsson. „Hlýr og skemmtilegur persónuleiki“ KANADÍSKUR jólasveinn á seglbretti var handtekinn af bandarísku landamæralögregl- unni eftir að vindar báru hann yfir Niagarafljót og til Banda- ríkjanna. John Fulton, frá Fort Erie í Ontario-fylki í Kanada, fer um hver jól í jólasveinabúning og brunar á seglbretti á fljótinu, sem skilur að Kanada og Bandaríkin. En að þessu sinni var heldur hvassara en Fulton hafði reiknað með og barst hann alla leið yfir fljótið. Jólasveinn handtekinn Toronto. AP. Scandinavian Star-bruninn Trygg- ingasvik? HUGO Larsen, fyrrverandi skipstjóri á ferjunni Scandinavian Star, segir að sumir skipverjar hafi blekkt slökkvi- liðsmenn sem sendir voru á vettvang frá Gautaborg þegar eldur varð laus um borð í apríl árið 1990. Þeir hafi sagt slökkviliðsmönnum að ekki væri hægt að dæla samtímis vatni úr skip- inu til að koma í veg fyrir að það sykki og um leið beina vatni að eldinum sem varð alls 159 manns að bana. Ferjan sigldi milli Noregs og Danmerkur og var á Skagerrak er eldurinn kom upp. Öðru hverju hafa blossað upp um- ræður í fjölmiðlum þar sem leitt hefur verið getum að því að eigendur skips- ins, sem virðast hafa verið fyrirtækið Sea-Escape í Bandaríkjunum, hafi látið kveikja í skipinu til að klófesta tryggingarféð. Danska lögreglan er nú að kanna málið á ný vegna upplýs- inga Larsen sem segir að hans eigin menn hafi ekki tekið þátt í þessu at- hæfi. Hafi einhverjir skipverjar gert það hljóti það að hafa verið einhverjir af þeim átta mönnum sem fylgdu með skipinu frá Bandaríkjunum. Aftenposten hefur áður rætt við Yngvar Brynfors, sem var um þetta leyti slökkviliðsstjóri í Gautaborg og hefur hann sakað skipverja um að hafa vísvitandi tafið fyrir slökkvi- starfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.