Morgunblaðið - 24.12.2002, Page 24
SUÐURNES
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Dansandi jólakettir voru meðal þeirra furðuvera sem svifu um sali íþróttahússins í Keflavík á jólasýningunni.
Dansandi
jólakettir
BLÁA lónið hf. afhenti Barnaspít-
alasjóði Hringsins um eitt hundr-
að þúsund krónur að gjöf á dög-
unum.
Að sögn Magneu Guðmunds-
dóttur, markaðsstjóra Bláa lóns-
ins, var ákveðið að gera þetta í
stað þess að senda út jólakort.
Magnea fór á fund Hringskvenna
og afhenti Áslaugu Viggósdóttur,
formanni Hringsins, gjöfina.
Bláa lónið hefur áður gefið
andvirði jólakorta til líknarmála.
Styrkja
Hringinn
Bláa lónið
ÞRÍR menn sem kennt hafa við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru
sæmdir tignarmerki skólans við
skólaslit haustannar og braut-
skráningu nemenda sem fram fór
síðastliðinn laugardag.
Að þessu sinni voru brautskráðir
46 nemendur frá skólanum, af sjö
brautum. Þar af voru 39 stúdentar,
fimm nemendur af iðnbraut húsa-
smiða og tveir af vélstjórnarbraut
annars stigs. Þá var útskrifaður
einn meistari í rafvirkjun. María
Svavarsdóttir var í hópi þeirra
nema sem luku námi í húsasmíði
og fékk hún sérstakar viðurkenn-
ingar fyrir árangur í tæknigrein-
um. Um hálfur annar áratugur er
síðan stúlka útskrifaðist síðast úr
þessari grein við FSS.
Við athöfnina voru veittar við-
urkenningar fyrir góðan námsár-
angur. Ólafía Sigurjónsdóttir hlaut
hæstu einkunn á stúdentsprófi og
fékk viðurkenningu fyrir það hjá
Sparisjóðnum í Keflavík auk fjölda
viðurkenninga frá skólanum fyrir
námsárangur í einstökum greinum.
Auk þess fékk hún viðurkenningu
frá Eddu útgáfu fyrir góðan árang-
ur í íslensku. Skólinn og ýmis fyr-
irtæki veittu einnig viðurkenning-
ar. Þær komu í hlut eftirtaldra
nemenda: Sigurður Guðjón Gísla-
son, Ellen Ósk Kristjánsdóttir,
Júlía Jónsdóttir, Ingibjörg Ragn-
arsdóttir, Sigrún Jónatansdóttir,
Valdís Ösp Árnadóttir, Arnþór
Sigurðsson og María Svavarsdótt-
ir.
Þá fékk Oddný J. B. Mattadóttir
viðurkenningu fyrir störf í þágu
nemenda öldungadeildar.
Gullmerki afhent
Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla-
meistari afhenti Magnúsi Óskari
Ingvarssyni, Sturlaugi Ólafssyni
og Ægi Sigurðssyni gullmerki
Fjölbrautaskólans en þeir hafa all-
ir kennt við skólann í yfir 25 ár.
Gat skólameistari þess að kenn-
ararnir hefðu mótað skólastarfið í
gegn um tíðina, sem kennarar og
stjórnendur um lengri eða
skemmri tíma og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir skólann.
Þannig hefðu þeir unnið skólanum
og framhaldsnámi á Suðurnesjum
ómetanlegt gagn í meira en ald-
arfjórðung.
46 nemendur brautskráðir á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Þrír kenn-
arar sæmd-
ir tignar-
merki
skólans
Keflavík
Ægir Sigurðsson, Magnús Óskar Ingvarsson og Sturlaugur Ólafsson fengu
gullmerki FS en þeir hafa allir kennt við skólann í meira en 25 ár.
Ólafía Sigurjónsdóttir var með
hæstu einkunn á stúdentsprófi og
fékk fjölda viðurkenninga.
STJÓRNENDUR Stofnunar Vig-
dísar Finnbogadóttur heimsóttu
Sparisjóðinn í Keflavík á dögunum
og afhentu sparisjóðsstjóranum sér-
stakt þakkarskjal fyrir veittan
stuðning. Fram kom að Sparisjóður-
inn veitti stofnuninni fyrsta styrkinn
á fyrsta starfsári hennar.
Afhending þakkarskjalsins til
Sparisjóðsins í Keflavík og fleiri fyr-
irtækja var til þess gerð að minnast
eins árs afmælis stofnunarinnar.
Geirmundur Kristinsson spari-
sjóðsstjóri veitti þakkarskjalinu við-
töku úr hendi Auðar Hauksdóttur,
forstöðumanns Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur og Vigdís sjálf var
viðstödd afhendinguna.
Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Sparisjóðurinn
fyrstur til að styrkja
Keflavík
Keflavík
SANNUR jólabragur var á ár-
legri jólasýningu Fimleikadeildar
Keflavíkur sem fram fór í
íþróttahúsinu í Keflavík sl. laug-
ardag. Þar mátti sjá dansandi
jólaketti, hreindýr, snjókarla,
engla og fleiri jólaverur.
Að sögn Sigurbjargar Guð-
mundsdóttur, formanns deild-
arinnar, hefur sýningin alltaf
verið flott, en þessi sú allra besta
hingað til. „Það er því að þakka
að við erum með mjög hæfi-
leikaríka þjálfara og Íris Hall-
dórsdóttir sem er sýningarstjóri í
ár hefur búið til mjög skemmti-
lega umgjörð um sýninguna.“
Í kringum 200 börn æfa fim-
leika hjá Fimleikadeild Keflavík-
ur og nýtur íþróttin æ meiri vin-
sælda hjá börnum í Reykjanesbæ.
Iðkendur eru frá 3 ára aldri til
18 ára og í sýningunni fengu allir
að taka þátt. Að upphafsatriði
loknu fengu yngstu börnin að
byrja og það gladdi áhorfendur
að sjá lítil jólakríli dilla sér og
sýna þau spor sem þau hafa lært
í vetur. Síðan tók hver hópurinn
við af öðrum og á búningunum
mátti sjá að mikill metnaður og
vinna er að baki sýningunni.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Óskum viðskiptavinum okkar nær
og fjær og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
BLÁA lónið hf. tekur við rekstri
Eldborgar, ráðstefnu- og kynn-
ingarhúss Hitaveitu Suðurnesja
í Svartsengi, um komandi ára-
mót.
Hitaveita Suðurnesja hefur
rekið ráðstefnu- og kynningar-
miðstöð í Eldborg undanfarin ár
en húsið er við orkuver fyr-
irtækisins í Svartsengi. Í ráð-
stefnumiðstöðinni er veitinga-
þjónusta og jarðfræðisýning í
Gjánni í kjallara hússins. Í
Fréttaveitunni, fréttabréfi Hita-
veitunnar, kemur fram að í Eld-
borg hafi verið unnið ákveðið
brautryðjendastarf en eftir því
sem starfsemin vefji upp á sig
sé talið heppilegra að fela rekst-
urinn aðila sem hafi fleira
starfsfólk og markaðsdeild.
Samningurinn er til tveggja ára.
Frá 1. janúar næstkomandi
mun veitingaþjónusta Bláa lóns-
ins hf annast rekstur, bókanir
og kynningu á Eldborg, að því
er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá fyrirtækinu. Í Eldborg
eru þrír tæknivæddir ráðstefnu-
salir sem rúma allt að 300 gesti.
Salarkynnin má einnig nota til
mannfagnaða og veisluhalda af
ýmsu tagi.
Vonir um aukna
starfsemi
Í Fréttaveitunni kemur fram
að fyrirtækið bindur vonir við
að Bláa lóninu muni takast, með
sínu öfluga markaðsstarfi, að
auka enn ráðstefnu- og funda-
hald í Eldborg og um leið er sú
von látin í ljósi að slík aukning
muni einnig hafa umtalsverð
hliðaráhrif fyrir aðra ferðaþjón-
ustu á svæðinu.
Bláa lónið tekur við
rekstri Eldborgar
Svartsengi