Morgunblaðið - 24.12.2002, Page 29

Morgunblaðið - 24.12.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 29 Kærleiksheimilið eftir Gest Páls- son er komin út á hljómdiski og er það Jón Júl- íusson leikari sem les. 120 ár er síðan sagan var rituð en hún á sér enn hliðstæður í samfélaginu. Einnig er komin út á hljómdiski 20 kunn ljóð Jónasar Hallgríms- sonar í upplestri Jóns Júlíssonar, m.a. Gunnarshólmi, Ég bið að heilsa, Óhræðsið, Móðurást og Ferðalok. Útgefandi er Hljóðbókin. Hljóm- diskarnir fást í bókabúðum Máls og menningar, Pennanum-Eymundsson og á skristofu Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Verð: 1.250 (Jónas Hall- grímsson) og 1.350 kr. (Kærleiks- heimilið). Hljóðbók Tvær orðabækur fyrir yngstu börn- in eru komnar út í bókaflokknum Fyrstu orðin mín: Heima og Í búð- inni. Bækurnar eru litríkar með ljósmyndum af algengum hlutum sem til eru á hverju heimili og keyptir eru í búð- inni. Útgefandi er Skjaldborg. Bæk- urnar eru 24 bls. Verð: 998 kr. hvor bók. Guðspjöllin og Postulasögurnar eru komnar á geisladisk í upp- lestri fyrrverandi og núverandi biskupa: Karl Sig- urbjörnsson les Jóhannesarguð- spjall, Ólafur Skúlason les Matteusarguðspjall, Pétur Sigurgeirsson les Mark- úsarguðspjall og Sigurbjörn Ein- arsson les Lúkasarguðspjall. Post- ulasöguna les Helga Þ. Stephensen leikari. Útgefandi er Hið íslenska biblíu- félag. Hljóðdiskur Bert og bakt- eríurnar og Bert babyface eru tvær nýjar bækur eftir Sören Ols- son og Anders Jacobsson. Þýð- ingu annaðist Jón Daníelsson. Bert hefur hræðilegar áhyggjur af að verða veikur um jólin. „Jólin nálgast... og það er hryllingur, dagbók!!! Í gær þurfti ég að snýta mér enn einu sinni. Skyldi ég vera að fá inflú- ensubakteríur? Ég verð að leggjast undir súrefnistjald og drekka úr hálfs lítra lyfjaflösku. Það er alveg 100% bannað að vera veikur á að- fangadagskvöld...“ Bert babyface segir frá Bert í þrumustuði! Hann er nýbúinn með skólann og þá býður ríki Janni frændi honum í heimsókn til sín í New York. Þar bíður hans sann- kallað lúxuslíf! Límúsína, skemmti- legir krakkar, músík og fleira. Bert líður eins og hann sé heimsfræg rokkstjarna. Svo kynnist hann syk- ursætustu stelpu sem hann hefur séð. Og hún er auðvitað kölluð „Sugar“. Útgefandi er Skjaldborg. Bæk- urnar eru 173 bls. og 183 bls. Verð: 2.780 kr. hvor bók. Börn GEORGE Best var knattspyrnu- snillingur, sem vakti fyrst athygli með enska félagsliðinu Manchester United á sjöunda áratug nýliðinnar aldar. Hann var fyrsti poppstjörnu- fótboltamaðurinn, kallaður fimmti Bítillinn og naut ótrúlegra vin- sælda, bæði á meðal knattspyrnu- unnenda og ekki síst í röðum kvenna. Hann átti erfitt með að fóta sig á hinum breiða vegi, áfeng- ið tók sinn toll og ofdrykkja varð honum nær að falli, en hann vonar að hann hafi haft betur í þeirri glímu og horfir björtum augum til framtíðar. Lánsamur heitir ævisaga þessa norður-írska snillings, sem hann skráir með aðstoð íþróttablaða- mannsins Roy Collins, og þar leyfir hann lesandanum að skyggnast inn í veröld, sem hann hefur ekki sjálf- ur greint frá áður. Hinni hliðinni, lífinu utan vallar, svallinu og því sem því fylgir. Fjölmargar myndir prýða bókina, sérkafli er um helstu atburði í lífi kappans í tímaröð, greint er frá knattspyrnuferlinum í tölum og bókinni lýkur með nafna- skrá. Þýðingin er góð nema hvað rétt er að segja United (þ.e. liðið) virtist en ekki, „United virtust …“, hann gerði Manchester United (liðið) að Evrópumeist- ara en ekki Evrópu- meisturum, West Brom á sér annars sérstakan sess í huga mér því það var fyrir leik gegn því (liðinu) en ekki þeim eins og stendur í bókinni, og svo framvegis. Lífssaga þessa snill- ings er ótrúleg. Hann var Evrópu- meistari með liði sínu 1968 og kjör- inn Knattspyrnumaður Evrópu sama ár, aðeins 22 ára. Glæst fram- tíð virtist blasa við þessum skemmtilega framherja, en frægðin er fallvölt og hann fékk að finna fyrir því. Hann segir að sjöundi áratugurinn hafi verið sá besti fyrir atvinnumann í fótbolta en sá hættu- legasti fyrir verðandi alkóhólista. „Allt var í gangi á sjöunda áratugn- um og ekkert virtist ómögulegt. Við vorum fyrsta kynslóðin sem ekki átti í stríði og þurftum ekki einu sinni að gegna herþjónustu. Við sáum því ekkert sem mælti á móti stanslausum gleðskap, hvað sem það kynni að hafa í för með sér. Hjá mörgum var það eiturlyfjaneysla og þótt ég sé fíkinn hafði ég til allrar hamingju engan áhuga á slíku. Ég var aftur á móti mikið fyrir konur og vín.“ George Best segir frá hinu ljúfa lífi og dregur ekkert undan. Við lestur bókarinnar rifjast margt upp í lífi hetjunnar og það er með ólíkindum hvað hann stóð sig vel inn- an vallar miðað við líf- ernið utan vallar. Lánsamur er skemmtileg bók, fræðandi og innileg. Höfundurinn er í hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar, en hann hefur líka verið einn mesti gleðipinninn og tog- streitan leynir sér ekki. Hann lýsir vel hvernig hann ánetjaðist áfeng- inu. „Bakkus er eini andstæðing- urinn, sem mér hefur ekki tekist að sigra,“ segir hann en lítur á björtu hliðarnar og það er það sem situr eftir. „Slæmu minningarnar munu aldrei geta þurrkað út þær góðu. Og þrátt fyrir skin og skúrir finnst mér ég vera lánsamur þegar ég lít til baka.“ Leikur George Best að eldinum BÆKUR Sjálfsævisaga eftir George Best og Roy Collins Íslensk þýðing: Orri Harðarson. 320 bls. Ormstunga – Reykjavík 2002 LÁNSAMUR Steinþór Guðbjartsson ÞAÐ FYRSTA sem gleður mann við að fá eintak Molly Moon bókinni í hendurnar, er að horfa á hana. Hún er silfurlituð með köflum sem hver og ein hefur hringlaga munstur sem maður tengir strax dáleiðslu. Síðan er að opna bókina. Á fyrstu síðu sögunnar – í fyrstu setningunum – kemst maður að því að hér er á ferð skemmtileg aðalper- sóna með húmor fyrir sjálfri sér og sínum ófullkomleika. Þannig er hún Molly Moon. Þessari bók hefur verið líkt við Harry Potter, sem er skiljanlegt að vissu leyti, þar sem margir höfundar óska sér sömu farsældar og J.K Rowling. Molly er munaðarlaus eins- og Harry, og öðlast einnig ofurkrafta þegar hún rekst á dáleiðslubókina. Hún lærir list dávaldsins, verður flestum betri í henni og getur látið alla drauma sína um betra líf rætast. En Molly er öðruvísi. Þótt að vissulega þurfi hún að berjast við ytri ill öfl í formi fólks á munaðar- leysingjahælinu og glæpamanns, þá er fókusinn jafnmikið á baráttuna sem hefst innra með henni, og stúlkukindin lærir sína lexíu af því að geta öðlast allt sem hugann girnist. Hún fer að spyrja sig hvað sé mest virði í lífinu, hvað gefi því gildi. Hún kemst að því að frægð og frami eru innantómt ástand og efnishyggju- draumurinn holur í gegn. Það er ekki svo slæmur boðskapur til íslenskra unglesenda, þegar nýleg könnun leiddi í ljós að æðsti draumur lang- flestra íslenskra ungmenna er að verða rík, fræg og falleg. Stíll Georgiu Byng er engan veg- inn einstakur. En hann er látlaus, þjónar sögunni vel, fullur af húmor og þýðing Ástu S. Guðbjartsdóttur er bæði lipur og skemmtileg. Byng tekst að skapa spennu sem helst bókina á enda. Persónur eru líka dýpri en oft er að finna í ævintýra- legum sögum. Byng kafar að innvið- um persónanna (og líka hundsins Petúlu!), leyfir þeim að þróast, en engin persónanna er að lokum sú sama og í upphafi bókar. Molly og lesendur hennar læra að fólk er ekki alltaf það sem það sýnist eða gefur sig út fyrir að vera. Oft getur líka verið ósköp raunaleg ástæða fyrir því að fólk hagar sér illa og er jafnvel meinfýsið. Sjálf er Molly ósköp eitthvað ófullkomin, breysk stúlka, veikgeðja á köflum en klár og skemmtileg þó. Það er ekki spurning að lesendur eiga auðvelt að samsvara sig Molly, því vissulega eru fá okkar fullkomin. Ekki skilja svo að hér sé á ferð ein- hver sálfræði- eða persónustúdía. Molly Moon er spennandi ævintýri um snjalla stelpu, sem ferðast langt yfir skammt í leit að hamingju með óprúttinn glæpamann á hælunum. Bókin hefur verið flokkuð fyrir börn 8-12 ára, en það er ekki spurning að eldri börn og fullorðnir geti haft gaman af henni. Það verður spenn- andi að sjá hvað gerist í næstu Molly Moon bók. Hvort sem dáleiðslan verður einn af meginþáttunum eða ekki, þá verða spenna og húmor örugglega í fararbroddi og einnig líklegt - og vonandi - að Molly læri eitthvað fleira skemmtilegt og nyt- samlegt um hina flóknu inniviði mannverunnar. Hildur Loftsdóttir Í gegnum augun BÆKUR Börn og unglingar eftir Georgiu Byng. Kápugerð: David Ro- berts. Þýðandi: Ásta S. Guðbjartsdóttir. 296 bls. Bjartur 2002 MOLLY MOON OG DÁLEIÐSLUBÓKIN Þorsteinn Thorarensen í Fjölva lætur ekki deigan síga í útgáfunni og ein þeirra bóka sem koma frá honum þessi jólin er sérlega falleg útgáfa á völdum ævintýrum Grimmsbræðra. Hér eru blessunar- lega ekki á boðstólum styttar eða mildaðar Disneyútgáfur Grimms- ævintýra heldur er upprunalega texta bræðranna fylgt. Og sam- kvæmt honum er grimmdin ljót og hryllingurinn blóðugur. Hér er máninn stundum illgjarn og sólin getur átt það til að éta smábörn. Lungu og lifur Mjallhvítar eru soð- in og étin og dúfur kroppa augun úr vondum stjúpsystrum. Vissulega er það vel að Þorsteinn hefur kosið að vera frumtextanum trúr því börn eru sólgin í lestur sem sendir hrísl- andi hroll eftir hryggjarsúlunni. En auðvitað er fjölmargt annað en hroll að finna í þessari bók. Fegurð, ást og hlátur eru á sínum stað eins og vera ber í alvöru ævintýrum. Þorsteinn Thorarensen hefur löngum þótt sérstakur í þýðingum sínum og þessi bók er engin und- antekning þar á. Hann er frum- legur í orðavali og eins er vel við hæfi í sígildum ævintýrum frá forn- um tíma að nota sjaldgæf og gömul orð þegar þess er kostur. Eins smíðar hann stundum sjálfur ný samsett orð og fer oftast vel á því. En stílbrot þótti mér aftur á móti þar sem hann notar orðið „pæjur“ og „gaur“ og eins var með talmáls- rithátt eins og „hvaldiði“ (hvað haldið þið), „solleiðis“ (svo leiðis) og fleira í þeim dúr. Einnig hefði mátt lesa handritið betur yfir því ein- staka villa hefur slæðst í textann. En allt eru þetta þó smáatriði sem ekki breyta því að hér er á ferðinni frábær bók, bæði fögur og skemmtileg. Hún er í stóru broti og nánast hver síða skartar stórum og einstaklega fallegum litmyndum Anastasíu Arkípóvu sem styðja mjög vel við sögurnar og eru ánægjulegt augnayndi fyrir yngstu aðdáendurna sem þurfa að láta lesa fyrir sig. Þetta er tilvalin bók til gjafa og gott innlegg í viðleitni til að halda sagnaarfinum lifandi. Fagur hrollur BÆKUR Ævintýri Í íslenskri þýðingu Þorsteins Thor- arensen. Myndskreyting: Anastasía Arkí- póva. Fjölvaútgáfan 2002, bls. 198. FEGURSTU GRIMMSÆVINTÝRI Kristín Heiða Kristinsdóttir Tónaveisla nefn- ist nýtt myndband sem tekið var upp á tónleikum á vordögum árið 2002 í Íþrótta- höllinni á Ak- ureyri. Þar komu fram Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson, Karlakórinn Heim- ir, Álftagerðisbræður og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Tón- leikarnir voru endurteknir í Há- skólabíói. Viðtal er við þau Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Óskar Pétursson, skreytt myndum úr náttúru Norður- lands. Þá er brugðið upp mynd af söngskemmtun Álftagerðisbræðra á Broadway. Útgefandi er Listalíf á Akureyri. Verð: 2.241 kr. Tónlistar- myndband Honk! Ljóti and- arunginn nefnist nýr geisladiskur úr samnefndu leikriti sem nú er sýnt er í Borg- arleikhúsinu. Leikritið er eftir George Stiles og Anthony Drewe. Hljómsveitarstjóri er Jón Ólafsson, en ásamt honum spila á disknum þeir Sigurður Flosa- son, Ólafur Hólm og Friðrik Sturlu- son. Gísli Rúnar Jónsson þýddi bæði söngtextana og leikritið. Það eru leikarar og söngvarar í sem flytja lögin en með aðalhlutverk fara þau Felix Bergsson, Edda Heið- rún Bachman og Jóhann G. Jóhanns- son. Útgefandi er Leikfélag Reykjavíkur. Geisladiskurinn er til sölu í Borg- arleikhúsinu. Verð: 500 kr. Barnalög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.