Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 32
LISTIR
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNINGAR á kvikmyndum
gerðum eftir bókinni Hringadrótt-
inssaga hafa aukið vinsældir þessa
bókmenntaverks gríðarlega und-
anfarin ár. Í kjölfarið
hefur vaknað áhugi
manna á öllu því sem
verkinu tengist og þ.á
m. höfundi þess J.R.R.
Tolkien. Framlag
Tolkiens til hinna svo-
kölluðu fantasíubók-
mennta verður seint
ofmetið og bækurnar
Hobbitinn og Hringa-
dróttinssaga fyrir
löngu komnar á stall
innan þess bók-
menntageira. Áhrifa
þeirra gætir víða en
þó sérstaklega í sög-
um sem oftar en ekki
eru bendlaðar við hinn
tímalausa stað Miðgarð eða Mið-
heim. Í endursköpun eða endurrit-
un sinni á goð- og þjóðsagnam-
innum tókst Tolkien að skapa heim
sem reynst hefur ótal höfundum
sem nánast endalaus uppspretta
sagna og minna.
Í ævisögu þeirri sem rithöfund-
urinn Michael White hefur tekið
að sér að rita er að vissu leyti
reynt að skyggnast á bakvið þá
goðsagnakenndu hulu sem umlukið
hefur Tolkien undanfarna áratugi.
Sagt er frá uppvaxtar- og mennta-
árum Tolkiens, samskiptum hans
við aðra rithöfunda og eiginkonu
hans Edith en síðast en ekki síst
tilurð Hobbitans og Hringadrótt-
inssögu. Að undanskilinni róstu-
samri æsku og herþjónustu í fyrri
heimsstyrjöldinni má segja að líf
Tolkiens hafi verið ósköp tilbreyt-
ingarsnautt. Þess á milli sem hann
kennir við hina ýmsu háskóla, situr
hann annaðhvort við skriftir eða á
knæpu með félögum sínum úr fé-
lagsskapnum Blekbændur sem rit-
höfundurinn C.S. Lewis var m.a.
meðlimur í. Ævisagan birtir mynd
af sérvitringi með
fullkomnunaráráttu
sem þoldi illa gagn-
rýni annarra. En
bókin varpar einnig
ljósi á uppsprettu
sagna Tolkiens sem
finna má í hinum
mikla áhuga hans á
fornnorrænum sög-
um og þ.á m. Íslend-
ingasögum. Stofnaði
Tolkien í þessu skyni
áhugahóp um lestur
Íslendingasagna und-
ir nafninu Kolbítarnir
eða Coalbiters.
Hin íslenska þýð-
ing er að mörgu leyti
ágætlega unnin þó gagnrýna megi
smávægileg atriði eins og það
ósamræmi hvort titlar bóka og
verka séu þýdd eða ekki. Enn-
fremur mátti finna hvimleið upp-
setningarmistök eins og þar sem
kaflinn „Veröld ímyndunaraflsins
breytist í tilvísunarkafla í „Heimur
ímyndunaraflsins. En þessi mistök
skyggja ekki á lestur bókarinnar
sem er ánægjulegur og veitir
ágæta innsýn í hugarheim Tolki-
ens. Sannarlega bók fyrir þá sem
vilja kynna sér meira um uppruna
og sköpunarferli verka Tolkiens.
Hulunni svipt
af Tolkien
BÆKUR
Ævisaga
Eftir Michael White, Ágúst B. Sverrisson
þýddi. 250 bls. PP Forlag
TOLKIEN
J.R. Tolkien
Höskuldur Kári Schram
VIKTORÍA Guðnadóttir (1969)
er myndlistarmenntuð í Danmörku
og Hollandi, á sjö ára nám að baki.
Hún hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga en þetta er fjórða einka-
sýning hennar, önnur hér á landi.
Hún sýnir nú tvö verk í gallerí
Hlemmi, myndbandsverk og hand-
málaðan texta á vegg. Í innri sal
gallerísins er mynd varpað á tvö
tjöld andspænis hvort öðru, mynd
sem þátttakandi í skrúðgöngu tek-
ur af áhorfendum göngunnar. Þeir
fylgjast forvitnir með því sem er að
sjá, teygja sig og reigja til að sjá
betur. Í galleríinu stendur áhorf-
andinn þarna mitt á milli, í sporum
tökumannsins sem horft er á líkt
og viðundur. Í fremra rýminu hef-
ur Viktoría handmálað texta, þakið
veggina með einfaldri síendurtek-
inni sögu um litla stúlku og ömmu
hennar, um eilífa hringrás lífs og
fjölskyldu. Myndbandið og textinn
eru hvort um sig verk sem gætu
allt eins verið sýnd ein og sér en
saman gefa þau hvort öðru aukna
dýpt.
Orð og mynd eiga sér langa sögu
innan myndlistarinnar. Við eigum
frábærlega myndlýst handrit frá
fyrri öldum. Og enn í dag segja
listamenn sögur og sýna myndir.
Eftir að hreinræktunarstefna mód-
ernismans leið undir lok hafa alls
kyns sögur og textar birst í mynd-
listinni. Eiginleikar myndbands-
formsins bjóða einnig upp á frá-
sögn þó oft sé án orða, myndir sem
segja sögu. Myndlistaráhorfendur í
dag eru því vonandi í auknum mæli
tilbúnir til að gefa sér tíma, nema
staðar, horfa á myndband, lesa
sögu.
Af greinargóðri möppu sem Vikt-
oría lætur liggja frammi, má sjá að
hún hefur á undanförnum árum
unnið nokkuð með myndbönd og
ljósmyndir unnar í tölvu, einnig
textaverk. List hennar byggist á
einfaldri frásögn.
Viðfangsefni Viktoríu í mynd-
bandinu Pride er áhorf – áhorfand-
inn horfir á áhorfendurna, sjónar-
spil samfélagsins í hnotskurn. Í bók
sinni Les mots et les choses skrifaði
Michel Foucault ítarlegan texta um
sjónarspil myndlistarinnar út frá
málverki Velazquez, las Meninas.
Seinni tíma dæmi eru skrif höfunda
eins og Guy Debord, Marshall
McLuhan, Baudrillard …um sjónar-
spil samfélagsins. Hér á landi er
skemmst að minnast verka til dæm-
is Arnout Mik. Myndband Viktoríu
einskorðar sig ekki við myndlistar-
heiminn heldur fæst við samfélagið
í heild. Það má að vísu ekki líta
framhjá því að hún nefnir verkið
eftir skrúðgöngunni, Gay Pride, en
séð í víðara samhengi hittir það líka
í mark, ekki síst hér á landi þar sem
unglingar góna enn úr sér augun í
Kringlunni sjái þeir svala útlend-
inga. Okkar einsleita samfélag veit-
ir ekki mikið rými og óttinn við allt
sem er öðruvísi er mikill, hvort sem
það er myndlist sem fólki þykir ný-
stárleg þrátt fyrir að myndlistar-
menn hafi unnið á svipaðan hátt
áratugum saman, eða það að fólk
bregður eitthvað út af vananum á
einn eða annan hátt.
Viktoría setur verk sín vel fram á
skýran hátt, myndbandið er einfalt
en áhrifaríkt. Sama er að segja um
söguna litlu sem er síendurtekin á
veggnum, um hringrásina og fjöl-
skylduböndin sem veita öryggi og
ást en líka er ómögulegt að losna
frá. Línuleg framganga skrúðgöng-
unnar og frásögnin í textanum, lífs-
hlaupið sem vísað er til mynda fal-
legan samhljóm.
Verkin sýna hið almenna á yf-
irborðinu en undir niðri krauma
persónulegar sögur sem áhorfand-
inn einn hefur aðgang að. Listakon-
an reynir ekki að fylla í eyðurnar.
Líkt og segir í greinargóðum skrif-
um Debru Solomon í sýningarskrá
veit hún að áhorfandinn gerir það
sjálfur. Þar þarf enga sérfræði-
þekkingu til, ekkert nema hjartað.
Sérðu
það sem
ég sé
Sýning Viktoríu Guðnadóttur í Galleríi Hlemmi.
MYNDLIST
Gallerí Hlemmur
Til 5. janúar. Gallerí Hlemmur er opið
fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18.
MYNDBAND OG TEXTAVERK, VIKTORÍA
GUÐNADÓTTIR
Ragna Sigurðardóttir
MICHEL Houellebecq sló í
gegn með skáldsögunni Öreindun-
um sem kom út árið 1998 (ísl. þýð.
2000). Bókin þótti klámfengin í
meira lagi og fordómafull svo sum-
um þótti nóg um en aðrir sáu í
henni áhugaverða og beinskeytta
greiningu á innihaldsleysi og djúp-
stæðri efnishyggju samtímans.
Houellebecq var kallaður öllum ill-
um nöfnum í fjölmiðlum, fasisti,
stalínisti og mannkynbótasinni en
bókin fjallaði meðal annars um
möguleika líftækninnar. En þrátt
fyrir illt umtal seldist bókin í bíl-
förmum.
Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt
nýjustu skáldsögu Houellebecqs,
Áform, en hún hefur sömuleiðis
selst mikið og valdið jafnvel enn
meira umtali. Eins og flestir
þekkja var höfundurinn kærður
fyrir móðgandi orð sem hann lét
falla um íslam í viðtali um bókina
en Houellebecq var sýknaður fyrir
dómi í París í haust.
Sömuleiðis brugðust ferðaskrif-
stofueigendur í Frakklandi
ókvæða við meðferðinni á sér í
bókinni en hún fjallar um kynlífs-
ferðamennsku.
Áform segir frá ári í lífi Michels,
nafna höfundar, sem er fertugur
piparsveinn og starfsmaður
franska menningarmálaráðuneytis-
ins. Hann er ókvæntur og sækir
nektarstaðina grimmt til að full-
nægja sterkri og fremur bjagaðri
kynhvöt sinni. Í ferðalagi til Taí-
lands, sem hann fer einkum til að
reyna ungar asískar
vændiskonur, kynnist
hann Valerie, 28 ára
konu sem starfar á
ferðaskrifstofu. Val-
erie reynist hinn
mesti happafengur
fyrir Michel því hún
fullnægir dýpstu
löngunum hans til
kvenna og gerir hann
hamingjusaman.
Stuttu eftir heimkom-
una fær Valerie tæki-
færi til að byggja upp
fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu ásamt sam-
starfsmanni sínum.
Undir áhrifum frá Michel ákveða
þau að gera út á kynlífsferða-
mennsku en í henni sér Michel
gríðarlega gróðamöguleika. Ann-
ars vegar séu í heiminum „nokkur
hundruð milljónir Vesturlandabúa
sem hafa allt til alls, nema að þeir
ná ekki að fá kynferðislega full-
nægingu“ og eru óhamingjusamir
fyrir vikið. „Hins vegar eru nokkr-
ir milljarðar einstaklinga sem hafa
ekki neitt, eru að drepast úr
hungri, deyja ungir, búa við
hörmulegar aðstæður og hafa ekk-
ert að selja nema líkama sína og
kynlíf.“ Þetta telur Michel borð-
leggjandi dæmi: „Þetta er kjörin
vettvangur viðskipta.“ Valerie og
samstarfsmaður hennar eru blind-
uð af þessu augljósa gróðatækifæri
og hefjast handa við undirbúning
að framkvæmdinni. Og allt virðist
ætla að ganga upp þar til óvæntur,
algerlega ófyrirsjáanlegur atburð-
ur setur strik í reikninginn.
Áform er einföld saga og svín-
virkar. Unnið er með skýrar en
augljóslega varhugaverðar siðferð-
islegar andstæður. Höfundur
gengur eins langt og
hann getur í frásögn-
inni, hann ögrar við-
teknum gildum, hann
ögrar viðteknum vel-
sæmismörkum, en frá-
sögn hans er svo laus
við tilgerð og ýkjur að
hún verður aldrei
óraunsæ eða ótrúverð-
ug. Persónur eru
mannlegar, allt of
mannlegar á stundum,
aumkunarverðar en
auðskiljanlegar, hrein-
ar og beinar en samt
ekki einfaldar. Og fyr-
ir vikið gengur þessi
skáldskapur upp, hann er hreint
mögnuð samtímalýsing – afhjúp-
andi, mórölsk en langt í frá banöl,
eins og siðferðisboðskapur vill
verða.
Áform býr ekki yfir frumkrafti
Öreindanna. Hún er ekki jafnhrá,
ekki jafnsláandi, ekki jafnóvænt.
En Áform er, að mínu mati, betri
bók. Frásögnin er ekki mörkuð
óljósu tímaflakki, eins og Öreind-
irnar, og hún reynir ekki af veik-
um mætti að útskýra flóknar
fræðikenningar. Frásögnin er
markvissari, agaðri. Þótt bókin
fari á köflum alldjúpt ofan í for-
sendur og hugmyndafræði ferða-
skrifstofurekstrar þá truflar það
aldrei framvindu sögunnar.
Áform er umfram allt hárbeitt
skáldsaga um hinn hnignandi Evr-
ópumann, eins og Michel kallar
sjálfan sig, hinn spillta, grunna,
eigingjarna, neysluþjáða, ráðvillta,
stefnulausa, ófullnægða og óham-
ingjusama samtímamann á Vest-
urlöndunum góðu.
Þröstur Helgason
Hnignandi Evrópubúi
BÆKUR
Þýdd skáldsaga
eftir Michel Houellebecq. Friðrik Rafns-
son þýddi. Mál og menning, 2002. 306
bls.
ÁFORM
Michel Houellebecq
ÁHUGI á íslenskri alþýðumenn-
ingu fyrri alda hefur farið mjög
vaxandi meðal fræðimanna á síðari
árum og birtist það
ekki síst í útgáfu á
ýmiss konar frum-
heimildum, sem varð-
veittar eru í söfnum
og lítt kunnar öðrum
en þeim, sem þar
þekkja til. Árið 1997
var hleypt af stokkun-
um ritröðinni Sýnis-
bók íslenskrar alþýðu-
menningar og hefur
ein bók verið gefin út
á ári síðan, þessi hin
sjötta í röðinni eins og
fram kemur á titil-
blaði.
Már Jónsson sagn-
fræðingur annast út-
gáfu þessa bindis og ritar inngang.
Þar gerir hann grein fyrir ævi-
hlaupi Markúsar Bergssonar,
sýslu hans og embættisskyldum og
loks fyrir handriti og texta dóma-
bókarinnar. Hún er í tveimur bind-
um, varðveitt í Þjóðskjalasafni Ís-
lands. Inngangurinn er rækilegur,
alls 23 blaðsíður, og er að honum
gott gagn. Á undan inngangi Más
er að finna formála ritstjórnar rit-
raðarinnar og þar á undan ávarp
Jóns Páls Halldórssonar, for-
manns Sögufélags Ísfirðinga, sem
stendur að útgáfunni ásamt rit-
stjórninni. Er ánægjulegt til þess
að vita, að samstarf hafi komist á
með heimamönnum og forvígis-
mönnum ritraðarinnar og ætti það
að geta orðið öðrum fyrirmynd.
Að loknum inngangi Más tekur
við texti sjálfrar dómabókarinnar
og nær yfir tímabilið 1711-1729, er
Markús gegndi emb-
ætti sýslumanns í
Ísafjarðarsýslu.
Dómabókin geymir
fjölmargar áhuga-
verðar heimildir er
varpa ljósi á líf og
kjör alþýðu á Vest-
fjörðum á fyrri hluta
18. aldar. Fyrirferð-
armest eru mál Snæ-
bjarnar Pálssonar,
Mála-Snæbjarnar, en
margir aðrir koma
einnig við sögu, enda
hikuðu menn ekki við
að hefja málarekstur
á þessum tíma frem-
ur en endranær, oft
af næsta litlu tilefni.
Texti dómabókarinnar er prent-
aður með nútímastafsetningu, en
orðmyndir látnar halda sér, og
ætti að vera aðgengilegur hverjum
sæmilega læsum nútímamanni.
Góður fengur er að útgáfum sem
þessari og vonandi að framhald
verði á. Af nógu er að taka.
Gagnleg heim-
ildaútgáfa
BÆKUR
Sagnfræði
Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslu-
manns Ísafjarðarsýslu 1711-1729. Már
Jónsson tók saman. 410 bls. Sýnisbók
íslenskrar alþýðumenningar 6. Háskóla-
útgáfan 2002
TIL MERKIS MITT NAFN
Már Jónsson
Jón Þ. Þór