Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 60
DAGBÓK 60 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trink- et, Helgafell og Skóg- arfoss koma í dag. Goða- foss fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss og Ljósafoss komu í gær. New Fantasy fór í gær. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er þriðjudagsins 24. des. er 77861. Númerin sem dregin voru út eru: 1. des. 4336, 2. des. 61698, 3. des. 62921, 4. des. 23624, 5. des. 75816, 6. des. 57338, 7. des. 90096, 8. des. 74378, 9. des. 99888, 10. des. 6154, 11. des. 101286, 12. des. 61905, 13. des. 80070, 14. des. 99087, 15. des. 14950, 16. des. 89946, 17. des. 44604, 18. des. 47037, 19. des. 91010, 20. des. 34179, 21. des. 39546, 22. des. 86644, 23. des. 98673, 24. des. 77861. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka opin ann- an og fjórða hvern miðvi- kud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Aflagranda 40. Lokað í dag. Bingó föstudag 27. desember kl. 14, fé- lagsvist mánudag 30. desember kl. 14. Starfs- fólk Aflagranda óskar öllum þátttakendum og samstarfsaðilum gleði- legra jóla. Bólstaðarhlíð 43. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað til mánudagsins 6. janúar. 2003. Áramóta- dansleikur verður mánu- daginn 30. des. kl. 20.30 Happdrætti og Ásadans. Gerðuberg, félagsstarf. Föstudaginn 27. desem- ber og mánudaginn 30. desember er opið frá kl. 9–16.30. Föstudaginn 3. janúar verður áramóta- guðsþjónusta í Digra- neskirkju. Á eftir verður ekið um höfuðborg- arsvæðið ljósum prýtt. Skráning á þátttöku haf- in. Óskum öllum gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmárabrids – Brids- deild FEBK Gullsmára er komin í jóla- og ára- mótafrí. Árnum öllum bridsurum og fjöl- skyldum þeirra gleði- legrar hátíðar. Hittumst hress á nýju bridsári (fimmtudaginn 9. janúar kl. 12.45 á hádegi). Norðurbrún 1. Starfs- fólk Norðurbrúnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Breiðfirðingafélagið. Jólatrésskemmtun verð- ur sunnudaginn 29. des- ember fyrir börn á öllum aldri og hefst kl. 14.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Kvenfélag Keðjunnar. Nýársfagnaður Kven- félagsins Keðjunnar verður haldinn laug- ardaginn 11. janúar 2003 í sal Tannlæknafélags- ins, Síðumúla 35. Húsið opnað klukkan 19 með fordrykk. Konur tilkynni þátttöku fyrir 3. janúar til Oddnýjar í síma: 894 6828, Unnar Maríu í síma: 587 2444, Ingi- bjargar í síma: 554 4635 eða Ólafar í síma: 565 8565. Minningarkort Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu fé- lagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568- 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda Alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552-4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http:// www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykja- vík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562-5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar ( K.H. ), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu KH, Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540- 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæf- ingadeildar Landspít- alans, Kópavogi (fyrr- verandi Kópavogshæli), síma 560-2700 og skrif- stofu Styrktarfélags van- gefinna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmunds- sonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Ut- an dagvinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Hranfkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Í dag er þriðjudagur 24. desember, 358. dagur ársins 2002, aðfangadag- ur jóla, jólanótt. Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3.) LÁRÉTT: forspár, 8 gjóla, 9 smá- aldan, 10 verkfæri, 11 fleina, 13 meiðir, 15 ráð- rík kona, 18 rengla, 21 nem, 22 aflaga, 23 sáð- lands, 24 áköf. LÓÐRÉTT: 2 styrkti, 3 mæla fyrir, 4 einkennis, 5 afkvæmi, 6 afkimi, 7 vendir, 12 tangi, 14 kyn, 15 tegund, 16 hamingja, 17 bikar, 18 sundfugl, 19 duglegur, 20 súg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gerla, 4 fátæk, 7 gotan, 8 loppa, 9 aum, 11 alin, 13 árna, 14 ærnar, 15 kurr, 17 arða, 20 org, 22 býður, 23 lagin, 24 sorti, 25 pésar. Lóðrétt: 1 gegna, 2 rætni, 3 Anna, 4 fálm, 5 tapar, 6 klaga, 10 unnur, 12 nær, 13 ára, 15 kubbs, 16 ræður, 18 regns, 19 agnir, 20 orgi, 21 gláp. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... JÓLIN eru að koma. Víkverjihefur yndi af þessari hátíð ljóss og friðar. Notar þá tækifærið og gerir vel við sig í mat og drykk og nýtur samverunnar með fjölskyldu og vinum. Er hægt að hugsa sér það betra? Seint verður Víkverji þó talinn til helstu áhugamanna um jólaskraut. Glysgirni er honum ekki í blóð bor- in og lætur hann sér því fátt um finnast þegar menn fara að sveifla sér í trjám og hanga niður af hús- þökum í desember til að hengja upp raðhnýttar ljósaperur í metra- vís. Hvurslags eiginlega er þetta? Eiginkona Víkverja er á öndverð- um meiði við hann í þessu efni. Jólaseríur eru hennar líf og yndi og reynir hún á hverju ári að sann- færa hann um að jólaskreytingar séu göfug íþrótt. Einmitt! Varla þarf að taka fram hver hef- ur umsjón með jólaskreytingum á heimilinu. Þannig var það líka þetta árið. Nema hvað nú gekk á ýmsu. Þannig er að Víkverji kemur heim úr vinnu eitt kvöldið í byrjun desember eins og lög gera ráð fyr- ir. Mætir hann eiginkonu sinni á ganginum. Hún er eitt bros. Vík- verji þekkir þennan svip og fer í geðshræringu að skima í kringum sig. Nákvæmlega þetta bros þýðir að einhverju hefur verið breytt í íbúðinni. Víkverji er álíka eftirtekt- arsamur og hann er glysgjarn og kemst því oft í hann krappan þegar þessi svipur er uppi. „Tekurðu ekki eftir neinu?“ Ha, jú, jú. Sem þýðir auðvitað nei. „Ekki hérna inni. Úti.“ Já, þar. Sem þýðir líka nei. En hvað er atarna? Ekkert. Eig- inkonan staðfestir það. „Hvað, ég var búinn að hengja jólaseríur á runnana,“ segir hún forviða. Þarna eru þær líka ef vel er að gáð. Það er hins vegar steindautt á þeim. Víkverji furðar sig á þessu og setur upp rannsóknargleraugun. Og viti menn. Stendur ekki kanína ná- grannans þar álengdar – með hana- kamb! Hún hafði sum sé nagað raf- magnssnúruna í sundur. Svei bara! Víkverji hellir sér auðvitað yfir skepnuna. Gerir sig breiðan. En allt kemur fyrir ekki. Konan var óhuggandi. Þar með er ekki öll sagan sögð. Það tókst nefnilega að tjasla snúr- unni saman. Eiginkonan var þar að verki. Nema hvað? Adam var aftur á móti ekki lengi í Paradís. Næsta dag gerði fárviðri og draslið – af- sakið orðbragðið – tókst á loft með látum og dreifðist um allan garð. Það var sjón að sjá. Víkverji elskar konuna sína og fór auðvitað sem leið lá að kaupa nýjar seríur, eins og sönnum eiginmanni sæmir. Jafn- vel þó útsölunni væri lokið. Og þær hanga enn uppi, þrátt fyrir fleiri heimsóknir Kára og kanínunnar. Auðvitað má færa fyrir því skyn- samleg rök að íslenskir vetrarvind- ar og amerískar jólaseríur eigi ekki samleið. Allt blessast þetta samt á endanum. Því til staðfestingar þurfa menn ekki annað en líta í kringum sig. Hér logar ljós á hverju strái fyrir jólin. Kannski menn þurfi að hafa fyrir hlutunum til að læra að meta þá. Í það minnsta gægist Víkverji nú stund- um út um gluggann á síðkvöldum – án þess að nokkur sjái til – og gaumgæfir hvort seríurnar séu ekki örugglega á sínum stað. Hver veit nema hann taki þær upp á sína arma að ári? Sjáum til. Víkverji óskar landsmönnum gleðilegra jóla. LEIKFIMIHÓPUR eldri borgara fór í árvissa jóla- ljósaferð sína 10. desem- ber sl. undir leiðsögn Dagbjartar Theódórsdótt- ur. Heimsóttum við heið- urshjónin Ástu Beggu Ólafsdóttur og Gísla Sveinsson, sem bæði eru Skagfirðingar. Hestheimar eru í um 20 mín. fjarlægð frá Selfossi og tekur klukkustund að aka þangað frá Reykjavík. Þessi ferð mun verða okk- ur ógleymanleg. Móttökur í Hestheimum voru stór- kostlegar. Við ókum upp að vel upplýstu húsinu sem sveipað var dulúð í skammdeginu. Birtu var tekið að bregða en þeim mun meiri birta var inn- andyra. Húsráðendur stóðu í dyrunum og heils- uðu öllum með handa- bandi og buðu gesti vel- komna. Húsið var skreytt hátt og lágt óteljandi smáu jólaskrauti og borð svignuðu undan kræsing- um. Þar mátti sjá tert- urnar, randalín, nýsteikt- ar kleinur, heimagert flatbrauð með gæðahangi- kjöti, fíngerðar smákökur, heita brauðrétti, smurt brauð og dýrindis sælgæt- istertur. Til að fullkomna þetta sungu svo hjónin jólalög fyrir okkur. Þau voru dásamleg, heillandi og eðlileg og maður fann að þessi söngur kom beint frá hjartanu og hitti okk- ur beint í hjartað. Kæru hjón í Hestheim- um. Hafið heila þökk fyrir og gleðileg jól. Jóhanna S. Sigurðardóttir. Frábær ferð ÉG brá mér í gönguferð með Göngu-Hrólfi til Krítar í september 2002. Ferðin var frábær, vel skipulögð svo hvergi var hnökri á og auðvitað ynd- islegir ferðafélagar. Far- arstjórar og starfsfólk Úrvals-Útsýnar unnu líka sitt starf af alúð og leystu úr öllum vanda af kunn- áttu og samviskusemi. Ein úr hópnum. Hver á jólakortið? BÆÐI í ár og í fyrra hef- ur mér borist jólakort undirritað „þinn Guðjón frá Mörk“ – og er greini- legt að kortið telur mað- urinn sig vera að senda einhverjum sem hann þekkir vel. En ég hef bara ekki minnstu hugmynd um hver þessi Guðjón frá Mörk er og rekur ekki minni til að hafa heyrt manninn nokkurn tímann nefndan. Rithöndin bend- ir til að maðurinn sé gam- all. Ég heiti mjög algengu nafni þannig að ég þykist vita að þessi Guðjón sé að senda kortið til einhverr- ar nöfnu minnar – en á kolrangt heimilisfang. Hlýjar jólakveðjur þurfa að komast til þeirra sem kveðjurnar eiga að fá en lenda bara ekki „einhvers staðar úti í bæ“. Ef einhver nafna mín kannast við þennan „Guð- jón frá Mörk“ bið ég hana að hafa samband við mig svo ég geti komið þessari jólakveðju í réttar hend- ur. Gleðileg jól ! Guðrún Jóhannsdóttir, sími 565-1831. Pitsukveðjur ÉG hrópa bara húrra fyr- ir Hróa hattar-pitsustaðn- um við Hringbraut. Börnin mín voru að halda stórt barnaafmæli og fengu 5 pitsur á mjög góðu verði á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þær voru góðar og ódýr- ar. Frábær þjónusta. K.A. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst í Pósthússtræti 23. desem- ber. Upplýsingar í síma 562 2436. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Aðventuhátíð í Hestheimum Velvakandi óskar lesendum sínum gleðilegra jóla. K r o s s g á t a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.