Morgunblaðið - 24.12.2002, Page 64

Morgunblaðið - 24.12.2002, Page 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JOHN J. Soul sem notar listamans- nafnið JJ Soul er mörgum að góðu kunnur hér á landi sem tónlistarmað- ur, en nokkuð er reyndar liðið síðan heyrðist frá honum á plasti, síðasta plata, „City Life“, kom út fyrir fimm árum, en þess má geta að JJ Soul lék með hljómsveit sinni á djasshátíðinni á Egilsstöðum í sumar og einhverjum tónleikum í kringum það. Þessi nýja skífa JJ Soul Band, eins og hljómsveitin er kölluð sem þeir reka saman JJ Soul og Ingvi Þór Kor- máksson, hefur verið í smíðum síðan þarsíðasta sumar, en þá var obbi lag- anna tekinn upp og fleirum síðan bætt við í sumar. Þetta er þriðja skífa sveitar- innar, áður eru komnar „Hungry For News“ fyrir átta árum og „City Life“ sem áður er getið og kom út 1997. JJ Soul er með sérstaka rödd, tomwaits-lega ráma og hráa sem hann nýtir til að mynda vel í „Reach for the Sky“, „Better“ og „Love is Blind“, en hann getur líka sungið mýkra eins og heyra má í laginu „The Times We’re Living In“, sem er eitt besta lag skífunnar, með skemmti- lega mjúkri sveiflu, og í „Monlight - Moonbright“. Eðvard Lárusson gítarleikari stýr- ir upptökum á skífunni og annast út- setningar með hljómsveitinni. Út- setningar eru nokkuð fjölbreyttari en á síðustu skífu JJ Soul Band, sérstak- lega finnst manni margt nýstárlegt krauma undir, ekki síst í upphafslagi skífunnar, „Reach for the Sky“ sem skreytt er með skrámi DJ Intro sem kemur vel út. Takturinn í því lagi er líka létt fönkaður og skemmtilegur. Annars spanna lögin allt frá djass- skotnu poppi í „Monlight - Moon- bright“ og „Angelique“, í stökk- breytta suðræna sveiflu í „Cool Tonight“, sem er eitt besta lag skíf- unnar með frábærlega smekklegu rafpíanóspili Davíðs Þórs Jónssonar. Hann fer aftur á móti eilítið yfir strik- ið á Hammondinn í næsta lagi „Can’t Wait a Lifetime“ en er afbragðsgóður í „Love is Blind“. „Reach for the Sky“ er hin besta skemmtun, söngur JJ Soul viðkunn- anlegur og hlýr og tónlistin blús- og djassskotin rólyndisleg sveifla vel skreytt með sterkum hljóðfæraleik þeirra Eðvards og Davíðs. Þegar við bætist að lögin eru vel samin og text- arnir yfirleitt góðir ætti þessi skífa að höfða til allra þeirra sem hafa gaman af vel pældri og fágaðri tónlist. Um- slagið er ágætt, en nokkuð af staf- setningarvillum í textum. Viðkunnan- leg og hlý JJ Soul Band Reach for the Sky Hrynjandi Reach for the Sky með JJ Soul Band sem dregur nafn sitt af söngvaranum John J. Soul. Árni Matthíasson VIVID Brain byrjar diskinn mjög vel, textinn mergjaður og undirleik- ur í góðum takti við innihald hans; fléttuð saman minni úr ýmsum átt- um, frá ýmsum menningaskeiðum af mikill íþrótt – ógnvekjandi og dul- úðugur vefur. Frá- bærlega góður og margslunginn texti. Þeir Kritikal Mazz-félagar eiga tvö lög á á diskin- um, eitt í samvinnu við Celestial Souljahz, þá Freestyle og Shabazz the Disciple, Half Man Half Mic, sem er býsna gott, undirspil skemmtilega magnað, mjög þéttur drungalegur hljómagrunnur og rím- urnar í góðu lagi. Mikið líf er í þeim Freestyle og Shabazz the Disciple sem hrífur Kritikal Mazz félaga greinilega með og þannig er framlag Cyphers mjög gott. Seinna lagið Kritikal Mazz á plöt- unni, Handz Off, er aftur á móti síðra, rímurnar ekki eins sterkar og ekki fluttar af sömu íþrótt og und- irspilið ekki eins fjölbreytt. Upp- hafs- og eftirspil að því lagi verður líka leiðigjarnt til lengdar. Antlew og Maximum eiga einnig tvö lög á disknum, hvort öðru betra. Sérstaklega er fyrra lagið skemmti- legt, rímur góðar, lagið líflegt og skankið í lokin gefur góða stemn- ingu. Gaman hefði ferið að fá að vita hver á bakraddir í seinna laginu, en í því er hljóðfæraleikur líka mjög skemmtilegur, hvort sem hann er lifandi að einhverju leyti eða fenginn úr hljóðsmala. Andspyrna á líka gott lag, Celest- ial Fingerprints, þar sem kallast á ensk ríma og íslensk, sú enska vel flutt en sú íslenska enn betur, kveð- ið af mikilli tilfinningu. Mindtrap, sem er helmingur Andspyrnu að því ég fæ best séð, er síðan með ágæta rímnalausa stemmu á eftir, hitar upp fyrir þá Forgotten Lores-félaga sem fara hreinlega á kostum í laginu Munið þetta. Mindtrap og MAT eiga saman eitt rímnalaust lag með skemmtilegum takti og bassagangi og fyrirtaks hugmyndaríku skanki en það er ein- mitt undanfari annars Forgotten Lores lags, Raiders of the Lost Art. Það er líka gott, flutt á ensku. Þar eru rímurnar góðar en flutningur ekki eins lifandi og Munið þetta, flæðið ekki eins letilega svalt enda eru mönnum mislagðar hendur í framburði. Útsetningin er aftur á móti mjög góð. Mezzías MC á eitt lag á diskinum, Leitin, sem er geysigott, það besta sem ég hef heyrt með Mezzíasi og er þá miklu til jafnað. Rímurnar eru góðar, viðfangsefnið veigamikið og útsetningin hreint afbragð. Dizorder – Óreiða í Reykjavík er mjög skemmtilegur diskur og fróð- legur, sýnir nýja og alþjóðlega hlið á íslensku hiphopi. Ef eitthvað er út á þennan disk að setja þá er það að ekki séu fyllri upplýsingar um flytj- endur, til að mynda nöfn þeirra, en ekki bara gælu- eða listamannsnöfn. Umslag plötunnar er annars af- bragð og umbúðir allar reyndar. Kraftmikið og kjarn- gott Ýmsir Dizorder – Óreiða í Reykjavík Dizorder Dizorder – Óreiða í Reykjavík, safndiskur með ýmsum flytjendum. Á diskinum koma fram Vivid Brain, Kritikal Mazz, Celestial Souljahz, Antlew og Maximum, Andspyrna, Mindtrap, Forgotten Lores, MAT og Mezzías MC. Dizorder gefur út. Árni Matthíasson ÞAÐ er mjög sérstakt fyrirbæri þeg- ar uppdiktaðar persónur fara að lifa sjálfstæðu lífi. Þetta er auðvitað til vitnis um að höfundum og leikurum hefur tekist vel upp. Kaffibrúsakarl- arnir eru gott dæmi um slíkt. Kar- akterarnir hafa lifað í minni þjóðar- innar í þrjá áratugi, þó að þeir hafi hvorki sést í sjónvarpi né á sviði í næstum heilan mannsaldur. Þetta er nokkuð sérstakt sé tekið tillit til þess hve upphaflegur ferill þeirra kump- ána var stuttur. Þeir komu fyrst fram í sjónvarpi veturinn 1972–73 en næstu tvö árin geystust þeir um landið þvert og endilangt til að skemmta aðdáendum sínum. Nú, þegar þrjátíu ár eru liðin frá því að félagarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið hafa þeir verið særðir upp úr gröfum sín- um og hafa síðan gengið ljósum log- um aftur í elstu samkomuhúsum borgarinnar, fyrst í Gamla bíói en síðan hafa þeir löngum sést í Iðnó, helst í hádeginu á föstudögum, og í einstaka skipti úti á landsbyggðinni. Að vísu eru þeir núna komnir í jólafrí – svona til að hliðra til fyrir hefð- bundnari jólasveinum – en mæta tvíefldir aftur við Tjarnarbakkann í janúar. Það má nefna að aðrir skemmtikraftar sem hófu ferilinn í ríkisreknum ljósvakamiðlum á svip- uðum tíma eru líka áberandi í þjóðlíf- inu nú um stundir; þannig hafa Halli og Laddi gert það gott í Loftkast- alanum undanfarið en Matthildingar skemmta þjóðinni á annan hátt á öðrum vettvangi. Gísli Rúnar Jóns- son og Júlíus Brjánsson, mennirnir á bak við þessa óborganlegu karla, héldu upp á 30 ára leikafmæli sitt mánaðamótin maí–júní sl. Upptaka frá þessari skemmtun þeirra hefur nú verið gefin út á geisladiski. Gömlu góðu brandararnir eiga sinn sess í dagskránni, enda hafa þeir lifað með þjóðinni sem hefur hlustað gagntek- in á þá af hljómplötu allar götur frá útgáfudegi árið 1973 en hljóðritun sú var endurútgefin á geisladiski 1992. Á nýja geisladisknum eru í bland við eldra efni nýir brandarar sem stund- um beinast að þekktum stjórnmála- mönnum eða almennt neðan þindar. Þetta er svolítið á skjön við gamla stílinn þar sem Kaffibrúsakarlarnir sögðu sögur af sjálfum sér, konum sínum og kunningjum. Húmorinn einkennist af algjörum andstæðum; hvernig þessir sauðmeinlausu hvers- dagsmenn lenda æ ofan í æ í fárán- legustu aðstæðum og reynast luma á hugsunarhætti sem er svo út í hött að leitun yrði að öðru eins. Það er ótrúlegt hvað Gísli Rúnar og Júlíus eiga auðvelt með að taka upp þráð- inn aftur eins og ekkert hefði í skor- ist í millitíðinni sem er lýsandi fyrir hve rækilega karakterar Kaffibrúsa- karlanna voru mótaðir í upphafi. Það undarlegasta við þetta allt saman er að eftir því sem árin færast yfir Júlíus og Gísla Rúnar er eins og þessar persónur hafi elt þá uppi. Karlarnir hafa ekki alveg náð yf- irhöndinni ennþá en það stefnir í það. Það fréttist einu sinni frá Ítalíu að þar væru persónur að leita höf- undar en það mun vera fáheyrt að persónur sem einu sinni fundu sér skjól hjá sprækum leiklistarnemum leiti þá aftur uppi þrjátíu árum síðar og komist að því að þeir hafi hvað út- litið varðar a.m..k. færst hægt en örugglega í átt til gervisins sem þeir sköpuðu persónunum forðum daga. Eins og í viðsnúningi á Myndinni af Dorian Gray eftir Oscar Wilde er út- lit sköpunarverks þeirra óbreytt en þeir líkjast því æ meir. Það er að vona að hin undarlega lyndiseinkunn þessara „aulalegu – en bráðfyndnu – almúgamanna“, eins og Guðni Ein- arsson lýsti Kaffibrúsakörlunum í viðtali fyrr á árinu hér í blaðinu, fylgi ekki með í kaupbæti. Tónlist Kaffibrúsakarlarnir Kaffibrúsakarlarnir snúa aftur Skífan Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson fara með gamanmál í Gamla bíói 31. maí og 1. júní 2002 í tilefni 30 ára leikaf- mælis þeirra beggja. Edda Björgvins- dóttir miðlar málum. Hljóðupptaka og eftirvinnsla: Hafþór Karlsson. Sveinn Haraldsson Persónur elta uppi leikara Óskum viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum liðið Starfsfólk og eigendur Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Sérstök jólasýning! 29. des. kl. 14. örfá sæti laus 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 10. jan, kl 20, laus sæti lau 18. jan, kl 20. Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14, Su 12/1 kl 14, Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 Síðustu sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 10:00 TIL 12:00 Í DAG JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20, Fö 3/1 kl. 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500 e. neil labute EGG-leikhúsið sýnir Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 28.12.02 Frumsýning - uppselt 29.12.02 Frumsýning Næstu sýningar 4. og 5. janúar. Aðeins 10 sýningar. Ath! sýningar hefjast kl. 16:00 Miðasala í Hafnarhúsi alla daga kl. 11-18. S: 590 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.