Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 24.12.2002, Qupperneq 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 11.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 12, 2 og 4. Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30. kl. 3, 7 og 11. YFIR 45.000 GESTIR DV RadíóX Sýnd kl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i Kvimyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL Sýningatímar gilda 26-27 desember “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóXDV YFIR 45.000 GESTIR. Sýnd kl. 5.15 og 7.40. B.i. 12 ára Sýnd kl. 12 KRAFTSÝNING, 2, 4, 8, 10 og KRAFTSÝNING kl. 12. KRAFTsýningar kl. 12 og 12 Kvimyndir.com1/2HK DV Mögnuð upplifun FBL JOE Strummer, fyrrum söngvari bresku pönkhljómsveitarinnar The Clash er látinn, fimmtugur að aldri. Hann lést á heimili sínu á sunnu- daginn. Strummer hafði verið á tónleika- ferðalagi ásamt hljómsveit sinni The Mescaleros þar til í síðasta mánuði. Talsmaður fjölskyldu Strummers segir hann hafa látist á heimili sínu í Broomfield, Somerset í gær. Dánarorsök er ókunn en lík- lega var um hjartaáfall að ræða. The Clash er óumdeilanlega ein frægasta sveit sem pönkið gat af sér, ásamt Sex Pistols. Á meðan sú síðarnefnda bar með sér áru upp- þota og æsings voru Clash hugs- uðirnir og fóru snemma að þróa sig áfram tónlist- arlega. Hljómplata þeirra London Calling var þann- ig sögð besta hljómplata ní- unda áratugarins af bandaríska tímaritinu Rolling Stone, þrátt fyrir að hún væri gefin út árið 1979 (hún kom út 1980 þar í landi). Á meðal þekktari laga Clash eru t.d. „Lond- on Calling“, „Should I Stay Or Sho- uld I Go“, „Rock The Casbah“ og „Tommy Gun“. Eftir að Clash hættu árið 1986 gaf Strummer út sólóplötur og söng m.a. með Pouges og áðurnefndum Mescaleros. Sagði Bono, leiðtogi U2, er hann frétti af andláti Strummer: „Clash var besta rokkbandið – þeir mörkuðu stefnuna fyrir U2.“ Söngvari The Clash látinn Joe Strummer: 1952–2002. ÞAÐ var fyrir tæpum tveimur ár- um sem Birkir Fjalar Viðarsson lagði upp með þá hugmynd að stofna „alvöru“ harðkjarnasveit – sem ákveðið mótvægi við annað sem var að gerast í hérlendum harð- kjarna. Einkenni íslenska harð- kjarnans hefur verið mikill þungi og mikið bárujárn og melódískt pönk- skotið harðkjarnarokk I Adapt, sveitarinnar sem Birkir og félagar hans skipa, því kærkomið mótvægi við það sem fyrir er – þó ekki sé nema til að auka á fjöl- breytnina. I Adapt hafa líka verið duglegir við að spila, allt frá stofn- un, og hafa innblásnir tónleikar, þar sem allir meðlimir gefa sig 100%, vakið athygli. Áhrif I Adapt eru dregin frá hreinum harðkjarnaböndum eins og Black Flag, Sick Of It All og Strike Anywhere til tilfinningapönks að hætti Hot Water Music, Gray Area og Reach The Sky. Það væri seint hægt að segja I Adapt frumlega en það er heldur ekki það sem mark- miðið var með stofnun hennar. Ætl- unin var að leika „alvöru“ harð- kjarna og það gerir hún líka með miklum sóma. Textarnir eru rammpólitískir, veri þeir um tilfinningatengsl, mark- aðinn, umhverfið, eiturlyf eða tón- list. Það er áðurnefndur Birkir sem syngur (og trommar reyndar líka á þessari plötu) og það er ekki hægt annað en að hrífast af ástríðunni sem pilturinn leggur í þetta og sama má reyndar segja um plötuna í heild. Krafturinn, sem skiptir öllu fyrir sveitir af þessu tagi, kemst fyllilega til skila; hljóðritun góð og jafnhrá og sveitin sjálf. Það er dálítið merkilegt að enn sem komið er þá eru I Adapt einir á báti hvað svona tónlist varðar hér á landi – vonandi fara því fleiri að taka upp þessa nálgun, nú þegar brautin hefur verið rudd svona snyrtilega. I Adapt býr til tónlist sem hreyfir við fólki og framreiðir af aðdáun- arverðri einlægni. Heilbrigðar hug- sjónir ráða ferðinni hér og á þessum kaldranalegu og stundum óþolandi merkingarsnauðu tímum skipta hljómsveitir eins I Adapt sannar- lega máli. Tónlist Það skiptir máli I Adapt Why not make today legendary Eigin útgáfa Why not … er frumburður harð- kjarnapönksveitarinnar I Adapt. Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.