Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STERKAR líkur eru á að um ein króna verði greidd með hverri kílóvattstund sem seld verður frá Kárahnjúkavirkjun og tapið verði um 4,4 milljarðar miðað við 4.400 gígavattstunda raf- orkusölu á ári. Þetta sagði Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi frjálslyndra og óháðra, á borg- arstjórnarfundi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagði að það væri skynsam- legt af Landsvirkjun að bíða með undirritun orkusamnings við Alcoa, þar til borgarstjórn hefði fjallað um málið 16. janúar. Kárahnjúkavirkjun var til umræðu utan dag- skrár á fundi borgarstjórnar í gær, að beiðni Ólafs. Hann óskaði eftir því að borgarstjóri kæmi í veg fyrir afgreiðslu málsins innan stjórnar Landsvirkjunar meðan það hefði ekki verið af- greitt frá eigendanefnd Landsvirkjunar, sem fer yfir arðsemismat framkvæmdarinnar, og borg- arstjórn Reykjavíkur. Ólafur sagði að borgin hefði ekki, sem 45% eignaraðili, fjallað um málið, en 10. janúar hygðust stjórnir Landsvirkjunar og Alcoa taka ákvörðun um raforkusamning sem ætti að undirrita í næsta mánuði. Skynsamlegt af Landsvirkjun að bíða með undirritun Borgarstjóri sagðist ekki vita hvort það væri á hennar valdi hvort afstaða yrði tekin til málsins í stjórn Landsvirkjunar áður en fjallað hefði verið um það í borgarstjórn. Hún hefði þó gert ráðstaf- anir til þess að Landsvirkjun væri ljóst að ekki yrði fjallað um málið í borgarstjórn fyrr en 16. janúar. Skýrsla eigendanefndar yrði væntanlega lögð fyrir borgarráð 7. janúar og fjallað yrði um hana viku síðar, 14. janúar, þar sem borgarráðs- fulltrúar þyrftu tíma til að fara yfir skýrsluna. Málið kæmi því fyrir borgarstjórn 16. janúar. Það væri skynsamlegt af Landsvirkjun að bíða með undirritun orkusamnings þar til málið hefði verið tekið fyrir á borgarstjórnarfundi. Ingibjörg Sólrún sagði að það hefði ekki tíðk- ast hingað til að borgarstjórn Reykjavíkur fjallaði um ábyrgðir áður en að lántöku kæmi, en stærð málsins væri slík að eðlilegt væri að það yrði gert áður en kæmi til endanlegrar undirrit- unar samninga. Forstjóri Landsvirkjunar hefði sagt, á fundi með borgarráði, að æskilegt væri að grundvallarafstaða í málinu lægi fyrir áður en endanlega yrði gengið frá málinu gagnvart Alcoa. Fulltrúar Landsvirkjunar kynntu borgarráði drög að samningum við Alcoa nýlega. Ólafur sagðist á fundinum í gær telja það brýna al- mannahagsmuni að upplýsa þjóðina um hið allt of lága orkuverð sem myndi fást frá virkjuninni og fyrirsjáanlegt stórtap á framkvæmdinni sem að auki myndi valda gífurlegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum á 3.000 ferkílómetra áhrifa- svæði. Tekjur af orkusölu frá Kárahnjúkavirkjun yrðu innan við 6 milljarða, miðað við fyrirliggj- andi orkusölusamning og framtíðarspár sérfræð- inga um álverð, sem þýddi milljarða tap á ári. Núverandi heimsmarkaðsverð á áli væri nálægt 1.370 dollurum á hvert tonn áls. Í þeim raf- orkusamningi sem nú biði undirritunar væri gert ráð fyrir mun hærra heimsmarkaðsverði, langt- um hærra en tíðkast hefði undanfarin fimm ár. Líkur á því að þetta háa viðmiðunarverð næðist væru hverfandi. „Að öllu samanlögðu eru sterkar líkur á því að greidd verði um ein króna með hverri kílóvatt- stund sem seld verður frá Kárahnjúkavirkjun og tapið miðað við 4.400 gígavattstunda raforkusölu á ári því um 4,4 milljarðar króna. Orkuverðið er á bilinu 50–60% af því sem það þyrfti að vera til að virkjunin bæri sig,“ sagði Ólafur. „Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessu máli einkennast af valdníðslu og pólitískri spillingu, þar sem viðvaranir lögmætra stofnana og fag- fólks eru að engu hafðar. Umhverfistjónið af Kárahnjúkavirkjun er öllum augljóst. Fjárhags- tjónið er líka augljóst þegar orkuverð frá virkj- uninni liggur fyrir. Þess vegna er reynt að halda grundvallarupplýsingum um orkuverð Kára- hnjúkavirkjunar leyndum fyrir þjóðinni til þess að hægt sé að blekkja hana til fylgis við virkj- unina,“ sagði Ólafur. Hann sagði það sanngirn- iskröfu að þjóðin fengi að greiða atkvæði um þetta mál, bæði vegna stærðar þess og alvar- leika. Borgarstjóri vill að beðið verði með orkusamning Ólafur F. Magnússon telur að króna verði greidd með hverri kílóvattstund ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar, mun taka afstöðu gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar þegar málið kemur til afgreiðslu borg- arstjórnar. „Það hefur komið fram að innan Reykjavíkurlistans og flokkanna sem að honum standa eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og við höfum al- mennt gert ráð fyrir því að menn fylgi sannfæringu sinni í þessu máli. Hún er mjög skýr hvað mig snertir og hefur reyndar áður komið fram í atkvæða- greiðslu í borgarstjórn þar sem ég hef ekki alltaf fylgt öðrum í Reykjavíkurlist- anum að málum í þessu máli,“ segir Árni Þór. Spurður um afstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til Kárahnjúkavirkj- unar sagði Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki fjallað um málið þar sem þeir hefðu ekki enn fengið þau gögn í hendur sem fara þyrfti yfir áður en afstaða yrði tekin. „Meirihlutinn verður náttúrlega að leggja málið fyrir okkur,“ sagði hann. Mun taka afstöðu gegn Kárahnjúkavirkjun ÞAÐ gekk mikið á þegar norður- ljósin dönsuðu um himinhvolfið, upp af Höfðabrekkuhálsi í Mýrdal. Eftir að mjög dimmt hafði verið yf- ir vegna þoku og rigningar birti skyndilega upp eftir jól og frysti lítillega og þá sáust þessi fallegu norðurljós um allan næturhimininn. Sjónarspilið var stórfenglegt. Norðurljósin breyttust mjög hratt og færðust til þannig að aldrei var sama myndin á himninum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Norðurljós á næturhimni ÍSLENSKUR karlmaður, sem var framseldur frá Hollandi vegna gruns um aðild að smygli til Íslands á um fimm kílóum af amfetamíni og um 150 grömmum af kókaíni, var fluttur til landsins frá Amsterdam í gær- kvöldi. Yfirheyrslur yfir manninum munu fara fram á næstunni. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfir- manns fíkniefnadeildar lögreglunn- ar í Reykjavík, fóru tveir lögreglu- menn til Amsterdam í gærmorgun og náðu í manninn. Maðurinn var bú- settur í Þýskalandi þegar málið kom upp en þýsk stjórnvöld féllust ekki á framsal hans þar sem maðurinn er þýskur ríkisborgari. Hann var hins vegar handtekinn nokkru síðar á hóteli í Amsterdam og féllst yfir- réttur þar í landi fyrir skömmu á að maðurinn yrði framseldur til Ís- lands. Sakborningur kom- inn frá Hollandi TALSVERT magn af fíkniefnum, um 100 kannabisplöntur og skart- gripir sem stolið hafði verið fundust í kjölfar þess að lögreglan á Blönduósi stöðvaði bíl í Langadal á gamlársdag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni voru tveir karlmenn og tveir kvenmenn í bifreiðinni. Annað parið á þrítugsaldri en hitt innan við tvítugt. Við leit í bifreiðinni og á fólk- inu fannst talsvert af fíkniefnum af ýmsum tegundum, samtals um 100 grömm. Við yfirheyrslur kom fram að fíkniefnin átti að selja á helstu þéttbýlisstöðum Norðurlands. Lög- reglan segir að jafnframt hafi fundist í bifreiðinni skartgripir sem grunur leiki á að sé þýfi, sem stolið hafi verið í innbroti í skartgripaverslun í Grindavík. Eftir yfirheyrslur var öðru parinu sleppt en hitt parið var flutt til Kefla- víkur til yfirheyrslu vegna rannsókn- ar á innbrotinu. Lögreglan í Keflavík gerði í kjöl- farið húsleit í húsnæði fólksins í Grindavík og fann þar yfir 100 kannabisplöntur og nokkurt magn af kannabis auk skartgripa sem talið er að séu úr innbrotinu sem fyrr var getið. Fólkinu var sleppt eftir yfir- heyrslur en rannsókn málsins er ekki lokið. Við rannsókn málsins naut lögreglan á Blönduósi samvinnu við lögregluna í Keflavík og Reykja- vík. Í fíkniefnasöluferð um Norðurland GENGIÐ FRÁ BANKASÖLU Gengið var frá sölu á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands fyrir 12,3 millj- arða króna til Samsonar ehf. á gaml- ársdag. Kaupverð getur þó skv. samningi lækkað um allt að 700 milljónir króna við endurmat á til- teknum eignaliðum bankans sem fram á að fara í október. Engin við- líka stór sala eða samruni í fjár- málageiranum hefur heppnast á Norðurlöndunum á nýliðnu ári. Skynsamlegt að bíða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að skynsamlegt væri af Landsvirkjun að bíða með und- irritun orkusamnings við Alcoa, þar til borgarstjórn hafi fjallað um málið 16. janúar nk. Rætt var um Kára- hnjúkavirkjun fundi borgarstjórnar í gær að beiðni Ólafs F. Magn- ússonar borgarfulltrúa, en hann seg- ir sterkar líkur á að um ein króna verði greidd með hverri kílóvatt- stund sem seld verður frá virkj- uninni og tapið verði um 4,4 millj- arðar miðað við 4.400 gígavattstunda raforkusölu á ári. Denktash gagnrýndur Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrklandi, gagn- rýnir leiðtoga Kýpur-Tyrkja, Rauf Denktash, fyrir skort á sáttfýsi í við- ræðum um lausn Kýpur-deilunnar. Ummælin þykja merkileg enda hafa stjórnvöld í Ankara jafnan verið eini bandamaður Kýpur-Tyrkja. Lokað í Lækjargötu Tískuversluninni TopShop í Lækj- argötu verður lokað og hefur starfs- fólki þegar verið sagt upp störfum. Verslunin var opnuð 15. mars 2000 en önnur TopShop-verslun var opn- uð í Smáralind á haustmánuðum 2001. Hefur verslunin í Lækjargötu síðan þá ekki getað staðið undir sér. Ólafur er bestur Ólafur Stefánsson, handknatt- leiksmaður hjá Magdeburg í Þýska- landi, er íþróttamaður ársins 2002. Þetta var kunngjört í gærkvöldi en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að valinu. Óttast um 3.700 manns Óttast er um afdrif 3.700 íbúa Sal- ómonseyja í Kyrrahafi en hvirf- ilbylur gekk yfir svæðið á laug- ardagskvöld. Öll fjarskipti við íbúa tveggja eyja, sem urðu verst úti, liggja niðri en þær eru afar af- skekktar. F Ö S T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  MÆÐGURNAR ELLEN OG SIGRÍÐUR/2  DAGBÓK UM ÞAÐ HELSTA/3  AÐ STÍGA Á STOKK OG STRENGJA HEIT/4  HEIM Í ALVÖRU FRELSI/5  HREYFIHÖMLUN/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  SJÁLFSAGT hafa margir klætt sig í sitt fín-asta púss um nýafstaðin áramót og skund-að á galakvöld og aðrar hátíðarsamkomur til að fagna nýju ári. Tími glæsiklæðnaðar er þó rétt að byrja því framundan eru árshátíðir og fagnaðir ýmis konar þar sem öllu er til tjaldað hvað klæðnað varðar. Kvöldklæðnaður karla við slík tækifæri er hefðbundinn, oftast dökk jakkaföt með tilheyr- andi hálsbindi eða hinn sígildi „smóking“ með þverslaufu. Nokkur tilbrigði má þó finna við hinn dæmigerða kvöldklæðnað karla og fer það vita- skuld eftir tilefninu hverju sinni. Sævar Karl Ólason kaupmaður og klæð- skerameistari hefur um árabil fylgst með þróun- inni í herrafatatískunni og kappkostað að bjóða upp á vandaðan kvöldklæðnað fyrir karla. Í versl- un hans í Bankastræti er heldur ekki í kot vísað í þeim efnum, en þar má meðal annars finna smók- ingföt frá Armani svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Sævars Karls eru svo- kölluð „tvíhneppu- horn“ í tísku varðandi smókingfötin, hvort heldur fötin sjálf eru einhneppt eða tví- hneppt. „Þegar ég var að læra klæðskurð í kringum 1970 lærði ég að breyta svona tvíhneppukrögum, sem þá þóttu gam- aldags, í rúnnaða smókingkraga sem voru í tísku. Nú eru hins vegar þessir hornskörpu kragar komnir aftur, en hinir rúnnuðu hafa látið undan síga. Aðal- atriðið er þó auðvitað að fötin passi mönn- um og fari vel, en mér finnst alltaf dálítið sorgleg sjón að sjá þegar herramenn hafa troðið sér í smóking, sem passaði þeim kannski þegar þeir tóku stúdentspróf, en gera það ekki lengur,“ sagði Sævar Karl. Hinn hefðbundni kvöldklæðnaður karla getur þó boðið upp á ýmis tilbrigði, einkum hvað háls- tau varðar. Sævar Karl benti á að þverslaufur mættu gjarnan vera í lit og mælti með grárri slaufu. „Grái liturinn sameinar svörtu fötin og hvítu skyrtuna og þetta er ágæt lausn ef menn vilja aðgreina sig frá þjónunum, sem oft eru í smóking með svarta slaufu. Eins finnst mér alltaf fara vel dökk jakkaföt, hvít skyrta og grátt háls- bindi, en auðvitað geta ýmsir aðrir litir á slauf- unni komið til greina.“ Sævar Karl sagði að tilefnið hverju sinni ætti að ráða klæðaburðinum. Í sumum tilvikum henta smókingfötin ekki þótt veislan sé vegleg. „Í nýár- sveislu á Perlunni er smóking auðvitað rétti klæðnaðurinn. Ef þú vilt hins vegar ekki vera al- veg svo formlegur getur þú klætt þig í smóking og haft fallegt bindi við. Ef veislan er óformlegri, þar sem klæðnaður er frjálslegri og ekki krafist hefðbundins kvöldklæðnaðar, er til dæmis hægt að klæðast brúnum velúr-fötum, með silkiháls- klút og skyrtu í stíl. Þannig geta menn verið vel klæddir og glæsilegir þótt þeir séu ekki í smók- ing eða dökkum jakkafötum,“ sagði Sævar Karl Ólason. Vel klæddir herrar Einhnepptur smóking með tvíhneppukraga, grárri silkislaufu og silkiklút í brjóstvasa. Brún velúrföt með silkihálsklút. Dökk jakkaföt og grátt hálsbindi. Morgunblaðið/Jim Smart Tvíhnepptur smóking með svartri slaufu. Vasarnir eru með lóðréttu opi. 2003  FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SPENNANDI LOKASPRETTUR Á HIGHBURY / C3 EKKERT verður úr því að Auðun Helgason gangi liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Halm- stad. Auðun var til reynslu hjá liðinu í haust og í kjölfarið hófust samningaviðræður milli hans og forráðamanna félagsins. Þeim viðræðum hefur nú verið slitið eftir því sem fram kemur í sænska blaðinu Hallandsposten í gær. Blaðið segir að Halmstad hyggist kaupa sterkan sókn- armann og hafi þar með ekki ráð á að kaupa fleiri leikmenn. „Þetta eru vonbrigði enda taldi ég góðar lík- ur á að við næðum saman. Það bar hins vegar mikið á milli og þar sem liðið ætlar víst að kaupa góðan framherja þá er þetta mál líklega úr sögunni. Ég held áfram að kanna markaðinn með mínum umboðsmanni og vonandi verður okkur ágengt,“ sagði Auðun í samtali við Morg- unblaðið. Auðun Helgason ekki til Halmstad Ólafur sagði að verðlaunin trufl-uðu hann í rauninni dálítið við undirbúninginn með íslenska lands- liðinu sem tekur þátt í HM í Portú- gal síðar í mánuðinum. „Flestir íþróttamenn eru það klókir að þeir nota svona viðurkenningu til að halda áfram á sömu braut. Verðlaun geta og eiga að hvetja menn til dáða, auka sjálfstraustið sem eykur aftur vellíðan manna í íþróttinni og hjálp- ar manni að slaka á. Slökun er síðan góð til að auka einbeitinguna, þannig að verðlaun eru auðvitað af hinu góða og þetta sýnir að maður hefur verið að gera eitthvað af viti á árinu,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði tekið við viðurkenningu sinni. Hann bætti því við að það væri augljóst að hann hefði alls ekki getað gert neitt einn, strákarnir í landslið- inu ættu sinn hlut í þessu öllu sam- an. „Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að velja einhvern einn íþróttamann ársins. Það er erfitt að bera saman íþróttir og erfitt að taka einhvern einn út úr hópi og velja hann bestan. Ég hefði viljað taka við þessu sem íþróttamaður ársins 2003, þá vissi ég að ég hefði komist á Ól- ympíuleika eða 2004 því þá vissi ég að ég hefði gert eitthvað gott á Ól- ympíuleikunum,“ sagði Ólafur og bætti við að nú yrðu menn að leggja sig alla fram og ná þessum mark- miðum þannig að styttan góða yrði áfram hjá einhverjum handknatt- leiksmanni. „Það er kannski erfitt að meta handboltann á alþjóðlega vísu. Margir segja að það séu svo fáir sem stundi hann og annað því um líkt, en við leggjum jafnmikið á okkur og aðrir íþróttamenn – og þjóðin hefur gaman af handbolta og það er mik- ilvægt fyrir þjóðarsálina eins og for- setinn kom inn á hér í kvöld.“ Spurður um eftirminnilegasta augnablikið í handboltanum á liðnu ári sagði Ólafur: „Þegar við unnum meistaradeildina, það er það stærsta sem handboltamaður getur unnið með félagsliði. Þar streðar maður allt árið. Einnig verð ég að nefna ár- angur landsliðsins í Svíþjóð.“ Hann sagðist ekki ætla að fara með styttuna til Þýskalands, heldur geyma hana hér heima. „Alfreð fær ekkert að sjá hana,“ sagði Ólafur en Alfreð Gíslason, þjálfari Ólafs hjá Magdeburg, var kjörinn íþróttamað- ur ársins 1989. Ólafur viðurkenndi að hann hefði vitað að hann ætti möguleika. „Það komu margir til mín og þótti ekkert sjálfsagðara en að ég yrði fyrir val- inu. Ég hefði hins vegar ekki dáið þó ég hefði orðið í öðru sæti á eftir ein- hverjum betri íþróttamanni, til dæmis Kristínu Rós. Það er alltaf erfitt að meta þetta, hver hefur unn- ið mesta og besta sigra á sjálfum sér? Þetta er nefnilega fyrst og síð- ast keppni mannsins við sjálfan sig og það sem sést í blöðum og sjón- varpi er auðvitað bara pínulítið brot af því sem íþróttamaðurinn fæst við á ferli sínum – bara smábrotabrot.“ Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður íþróttamaður ársins 2002 Verðlaun eiga að hvetja menn „VERÐLAUN eru alltaf dálítið hættuleg,“ sagði Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Magdeburg í Þýskalandi, eftir að hann tók við viðurkenningu sinni sem íþróttamaður ársins 2002 í gærkvöldi. Samtök íþróttafréttamanna kusu Ólaf íþróttamann ársins með fá- heyrðum yfirburðum því hann fékk 410 atkvæði af 420 mögulegum. Örn Arnarson sundkappi varð í öðru sæti með 183 atkvæði og Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður þriðji með 157 atkvæði. Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður er íþróttamaður ársins 2002. Hann fékk 410 stig af 420 mögulegum í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna, sem völdu íþróttamann ársins í 47. sinn í gær. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 40/47 Viðskipti 14/37 Staksteinar 50 Erlent 16/18/20 Bréf 52/53 Höfuðborgin 22/23 Skák 49 Akureyri 24/25 Dagbók 54/55 Suðurnes 26 Brids 55 Landið 26 Leikhús 56 Listir 30/32 Fólk 56/64 Umræðan 32/39 Bíó 62/65 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Viðhorf 38 Veður 67 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.