Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 8

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sundþjálfunin frá borgarstjórakosningunum kemur sér vel þegar svona fyrirvaralaust er stokkið frá borði. Háskóla í hvert kjördæmi? Rætt um stefnu í háskólamálum Ráðstefna með yfir-skriftina Háskóli íhvert kjördæmi – hvert stefnir með upp- byggingu háskóla í land- inu? verður haldin í húsa- kynnum ReykjavíkurAkademíunn- ar í JL húsinu við Hring- braut 121 í dag og hefst hún klukkan 15. Steinunn Kristjánsdóttir er formað- ur stjórnar Reykjavík- urAkademíunnar og svar- aði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Hver er tilurð þessar- ar ráðstefnu og útskýrðu fyrir okkur yfirskrift henn- ar. „Við köllum þessa ráð- stefnu Rannsóknarstefnu ReykjavíkurAkademíunnar. Þetta er í þriðja sinn sem Reykjavík- urAkademían efnir til slíkrar rannsóknarstefnu, en hún er hald- in árlega. Á rannsóknarstefnunum er venjulega tekið á málum sem snerta rannsóknar- og háskóla- samfélagið í heild. Hún er hugsuð sem opinn umræðuvettvangur um rannsóknir á Íslandi, forsendur fyrir virku fræðasamfélagi og hvað íslenskt rannsóknarumhverfi hefur að bjóða vísindamönnum sem stunda háskólanám eða hafa lokið því. Yfirskrift rannsóknar- stefnunnar í ár er Háskóli í hvert kjördæmi – Hvert stefnir með uppbyggingu háskóla í landinu? Eins og titillinn gefur til kynna, verður fjallað um stefnu stjórn- valda varðandi rannsókna- og há- skólaumhverfi hérlendis.“ – Má skilja það sem svo að nú- verandi fyrirkomulag í þessum efnum sé ekki gott? „Ég held að þróunin hafi verið mjög jákvæð varðandi fjölgun menntaðs fólks á Íslandi en frá lokum áttunda áratugar síðustu aldar hefur fjöldi þeirra sem út- skrifast úr háskólum hér á landi tvöfaldast. Yfir átján hundruð manns útskrifast nú árlega frá ís- lenskum háskólum. Í dag hafa nánast allir tækifæri til að mennta sig, óháð búsetu eða stöðu. Aftur á móti sakna ég þess að sjá ekki markvissari stefnu að baki þessari þróun. Það er ekki nóg að mennta þjóðina vel heldur einnig að skapa tækifæri handa þeim sem hafa lok- ið háskólanámi og virkja mark- visst menntun þeirra. Áherslan liggur of mikið á kennslunni sjálfri á kostnað rannsókna.“ – Hver er tilgangur ráðstefn- unnar og markmið hennar? „Háskólasamfélagið hefur tekið miklum breytingum hérlendis á undanförnum árum. Háskólum hefur fjölgað og þeir eru nú um land allt. Ýmsir sérskólar hafa ver- ið færðir á háskólastig og búið er að opna háskólasetur á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Fram til ársins 1971 var Háskóli Íslands eini skólinn sem útskrifaði nem- endur á háskólastigi, nú eru þeir átta talsins. Tilgangurinn með rannsóknarstefnunni er að kalla eftir um- ræðum um hið breytta háskólasamfélag á Ís- landi, stefnuna í há- skólamálum hérlendis í heild, svo og uppbyggingu háskóla um landið.“ – Hvernig byggið þið ráðstef- una upp, hverjir tala og um hvað? „Flutt verða stutt erindi og þeim síðan fylgt eftir með pall- borðsumræðum. Menntamálaráð- herra, Tómas Ingi Olrich mun hefja rannsóknarstefnuna með ávarpi, Stefán Arnórsson prófess- or við Háskóla Íslands fjallar síðan um rannsóknir og háskóla. Við tekur Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, með er- indi um rekstrarskilyrði háskóla og loks mun Ari Edwald fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins fjalla um menntun og at- vinnulíf. Í pallborði sitja Ólafur Örn Haraldsson varaformaður menntamálanefndar Alþingis, Kolbrún Halldórsdóttir fulltrúi vinstri-grænna í menntamála- nefnd, Guðfinna Bjarnadóttir rektor Háskólans í Reykjavík, Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands og Stefán Baldursson skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu. Rætt verður um stefnuna í há- skólamálum frá ýmsum sjónar- hornum og gefst fundarmönnum tækifæri til að leggja spurningar fyrir þá sem verða í pallborðinu. Fundarstjóri verður Erna Ind- riðadóttir fréttamaður.“ – Verður á einhvern hátt unnið úr því sem fram kemur á ráðstefn- unni? „Við sem stöndum að Rann- sóknarstefnunni vonum að það efni sem tekið verður fyrir á henni eigi eftir að opna umræðurnar um þróun háskólasamfélagsins í heild. Málefnið snertir okkur öll sem er annt um framþróun rannsókna- og fræðastarfs, en grundvöllur þess er menntunin sjálf. Viðfangsefni rannsóknarstefnunnar snertir ekki síst samfélög eins og það sem ReykjavíkurAkademían rekur hér í JL-húsinu. Reykjavík- urAkademían var stofnuð sem félag sjálf- stætt starfandi fræði- manna árið 1997 en eitt helsta markmið hennar er að hlúa að þeim fræðimönnum sem starfa sjálfstætt að fræða- og rannsóknarstörfum. Reykjavík- urAkademían er líka góður val- kostur þeirra sem hyggjast stunda framhaldsnám á háskólastigi. Hið akademíska umhverfi er nauðsyn- legt hverjum fræðimanni, hvort sem hann stundar rannsóknir inn- an háskólastofnana eða sjálf- stætt.“ Steinunn Kristjánsdóttir  Steinunn Kristjánsdóttir er fædd á Patreksfirði 13. október 1965. Stúdent frá MÍ 1986. Fil. kand. og fil. mag. í forn- leifafræði við Háskólann í Gautaborg 1993 og 1994. Stund- ar nú doktorsnám. Hefur stjórn- að ýmsum fornleifarannsóknum, t.d. í Skriðdal, Viðey, Geirs- stöðum og Þórarinsstöðum. Er verkefnisstjóri fornleifarann- sókna á Skriðuklaustri í Fljóts- dal, formaður stjórnar Reykja- víkurAkademíunnar og formaður Fornleifafræðinga- félags Íslands. Hún á tvö börn, Sigurhjört, 17 ára, og Helgu Valgerði, 15 ára. … ekki nóg að mennta þjóðina 9 990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.