Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 55 DAGBÓK Kínversk leikfimi - Wushu art (Kung fu) Einnig er boðið uppá varanlega förðun 20% afsl. Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is  Hugræn teygjuleikfimi  Gong Fa  Tai Chi  Sjálfsvörn  Wushu art fyrir börn  Wushu art fyrir unglinga og fullorðna (kennarinn er prófessor í Wushu art)  Einnig kínversk heilsumeðferð Dekurdagar 30% afsl. af gren- ningarmeðferð Orka  Lækningar  Heimspeki Hóptímar - Einkatímar Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði Skráning stendur yfir í síma 891 7576. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara Í sumar verður sem fyrr boðið upp á námsferðir til Englands 10 getustig. Sérgrein: Almennar skurðlækningar Tímapantanir daglega frá kl. 9-17 Hef opnað læknastofu Fritz H. Berndsen Domus Medica • Egilsgötu 3 • 101 Reykjavík sími 563 1053 ÞÓRÐUR Sigurðsson og Gísli Þórarinsson unnu jóla- mót Bridsfélags Reykjavík- ur, sem fram fór á sunnu- daginn og er haldið til minningar um Hörð Þórðar- son, fyrsta formann BR. Þátttaka var góð, eða 61 par. Spiluð voru 44 spil, fjögur á milli para, og raðað eftir stöðu (monrad). Þórður og Gísli sigu hægt upp töfluna og náðu efsta sætinu í fyrsta sinn í síðustu umferð. Hér er spil úr næstsíðustu umferð, þar sem sigurvegararnir mættu Ásmundi Pálssyni og Guðmundi P. Arnarsyni: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ K86 ♥ 3 ♦ KD7 ♣DG7643 Vestur Austur ♠ 43 ♠ D52 ♥ KG10 ♥ 962 ♦ Á109854 ♦ G32 ♣109 ♣ÁK82 Suður ♠ ÁG1097 ♥ ÁD8754 ♦ 6 ♣5 Vestur Norður Austur Suður Guðm. Þórður Ásmundur Gísli -- -- Pass 1 hjarta 2 tíglar 3 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Besta vörnin er að trompa út, en dálkahöfundur lagði niður tígulás og skipti svo yfir í lauftíu í öðrum slag. Ásmundur reyndi að taka tvo slagi á lauf, en Gísli trompaði síðara laufið og var nú kominn í aðstöðu til að taka átta slagi á trompið. Hann tók hjartaás og stakk hjarta. Hirti svo slagina sína á KD í tígli og trompaði lauf smátt heima. Trompaði hjarta smátt og lauf til baka, síðan aftur hjartakóng og lauf um hæl með gosanum. Spaðaásinn var ellefti slag- urinn. Til eru ýmsar leiðir til að halda sagnhafa í 10 slögum og Gísli og Þórður uppskáru vel fyrir spilið, fengu 47 stig af 58 mögulegum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð skyldurækin, heiðarleg og traust. Mikilvægum tímabilum í lífum ykkar er að ljúka. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur þörf fyrir spennu og því er líklegt að þú daðrir eða rífist við vini þína í dag. Það er skemmtilegra að daðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn hentar vel til að koma hlutunum á hreint við maka og nána vini. Segðu það sem þér býr í brjósti. Þú hef- ur hugrekki til að standa á rétti þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samstarfsmenn ykkar eru al- gerlega óútreiknanlegir í dag og gætu átt það til að hella sér yfir ykkur. Reynið að vera þolinmóð og heillandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gættu vel að börnunum í kringum þig. Það eru óvenju- miklar líkur á að þau verði fyrir óhöppum í dag. Var- kárni getur komið í veg fyrir slys. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Skapsveiflur einhvers í fjöl- skyldunni skapa óþægilega spennu á heimilinu. Mundu að reiði skilar engum árangri. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar vel til að prófa eitthvað nýtt. Þú laðast að því sem er óvenjulegt og listrænt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farið gætilega í fjármálum í dag. Það er hætt við að þið kaupið eitthvað í fljótfærni. Spyrjið ykkur að því hvort þið þurfið raunverulega á hlutunum að halda. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt áhugaverðan dag í vændum. Þú hefur mikla orku og það mun annaðhvort leiða til deilna eða óvenju skemmtilegra samræðna. Fólk á ekki eftir að gleyma samtölum ykkar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur komist að óvæntum leyndarmálum í dag. Gættu þess að fara vel með þær upp- lýsingar sem þú kemst yfir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess að sýna ekki vin- um þínum yfirgang í dag. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Reyndu að sýna tillitssemi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvæntar fréttir frá yfirboð- ara þínum hafa mikil áhrif á þig í dag. Þú ert óvenju upp- reisnar- og þrætugjarn. Gættu þess að hugsa áður en þú talar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Óvænt tækifæri eða breyt- ingar sem tengjast ferðalög- um, menntun eða útgáfu- starfsemi gætu komið upp í dag. Verið tilbúin til að grípa tækifærin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. Bd2 Re7 6. dxc5 Bxc5 7. Ra4 Bb6 8. Dg4 0-0 9. Rxb6 Dxb6 10. 0-0-0 Rbc6 11. Rf3 f6 12. exf6 Hxf6 13. Dh5 e5 Staðan kom upp í móti sem haldið var í Baden-Bad- en 1996 þar sem Sergei Movsesjan hafði hvítt gegn Stefan Kindermann. 14. Rxe5! Hf5 15. Bg5 g6 svartur yrði mát eftir 15... Hxe5 16. De8# og eftir 15... Rxe5 16. De8+ yrði hvítur sælu peði yfir. Í framhaldinu fórnar hvítur drottn- ingunni en fær yfir- burðatafl í staðinn. 16. Rxc6! gxh5 17. Rxe7+ Kf7 18. Rxf5 Bxf5 19. Bd3 Dg6 20. h4 He8 21. Bxf5 Dxf5 22. Hh3 Dd7 23. Hf3+ Kg8 24. b3 Dc6 25. Be3 He4 26. Hf5 d4 27. Bxd4 He2 28. Hc5 De4 29. Hd3 Df4+ 30. Kb2 Dxh4 31. Hc7 He6 32. Bc3 He7 33. Hg3+ Kf8 34. Hf3+ Ke8 35. Hxe7+ og svartur gafst upp enda taflið koltapað bæði eftir 35... Kxe7 36. Bf6+ og 35... Dxe7 36. He3. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT YOURCENAR FYRIR MUNN HADRÍANUSAR: Lífið er hestur, ég held fast í tauminn það fer hrollur um báða, ég reyni að temj’ann. Hann er stolt mitt og von og vitund um drauminn. Ég verð samt að tukt’ann berj’ann og lemj’ann ef hann er þrjózkur og staður við strauminn. En stundum verð ég að ró’ann og hemj’ann. Matthías Johannessen Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 3. jan- úar, er níræð Bergþóra Þor- steinsdóttir, húsmóðir, Drápuhlíð 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ingv- ar G. Jónsson. Þau taka á móti gestum í dag kl. 17–20 í Kiwanishúsinu á Engjateig 11, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 3. jan- úar, verður fimmtugur Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Af því tilefni taka hann og eig- inkona hans, Sigríður R. Ólafsdóttir, á móti ættingj- um og vinum í sal Lögreglu- félagsins, Brautarholti 30, frá kl. 20–23 60 ára afmæli. Í dag,föstudaginn 3. jan- úar, verður sextug Krist- jana Eiðsdóttir, Leynis- braut 10, Grindavík. Eigin- maður hennar er Jón Guð- mundsson, pípulagninga- meistari. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heim- ili sínu laugardaginn 4. jan- úar kl. 18. Ljósmynd/Nýmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. febrúar 2002 í Breiðholtskirkju af sr. Sig- urjóni Á. Eyjólfssyni þau María Kolbrún Gísladóttir og Stefán Björnsson. Heim- ili þeirra er í Víkurbakka 12, Reykjavík. 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 3. jan- úar, er níræður Ólafur Þórðarson húsgagnabólstr- ari, Stórholti 19, Reykjavík. Ólafur og eiginkona hans taka á móti ættingjum og vinum í dag, afmælisdaginn, í veislusal KR-heimilisins, Frostaskjóli 2, kl. 17–19. Hreppamenn spila einmenning Nýlega spiluðu Hreppamenn topp 16 einmenning sem er árleg keppni hjá þeim. Lokastaða efstu einstaklinga varð þessi: Guðmundur Böðvarsson 105 Margrét Runólfsdóttir 104 Jóhannes Sigmundsson 104 Gunnar Marteinsson 101 Loftur Þorsteinsson 97 Ólafur B. Schram 97 Bjarni H. Ansnes 96 Viðar Gunngeirsson 92 Karl Gunnlaugsson 91 Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 9. des. lauk 3 kvölda jólatvímenningi. Spilað var á 10 borðum. Í efstu sætum urðu eftirfarandi: N-S: Ólafur Oddsson - Meyvant Meyvantsson 746 Eyjólfur Jónsson - Ingólfur Ágústsson 723 Stefán Sigurvaldason - Einar Bjarnason 695 A-V: Jón Jóhannsson - Jón Bergþórsson 728 Sig. R. Steingrímsson - Karl Karlsson 727 Ólafur Ingvarsson - Zharioh 709 Við hefjum spilamennsku á nýja árinu 13. janúar kl. 19 með eins kvölds tvímenningi. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Við hefjum starfið á nýju ári með eins kvölds tvímenningi mánudaginn 6. janúar 2003 kl. 19.30. Rauðvín í verðlaun fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Mánudaginn 13. jan. er fyrir- hugað að fara af stað með „Að- alsveitakeppni 2003“. Þessi áætlun stendur ef þátt- taka verður, að mati spilastjóra, viðunandi, sem er 12 sveitir lág- mark, helst óskum við þess að sveitirnar verði miklu fleiri. Spilastjóri er Ísak Örn Sigurðs- son. Spilað er í Síðumúla 37 öll mánudagskvöld kl. 19.30. Skráning á spilastað, ef mætt er stundvís- lega. Þátttaka er öllum heimil. Gleðilegt nýtt ár. Brids í Borgarnesi Um helgina fer fram árleg bridshátíð Vesturlands. Spilaður er bæði tvímenningur og sveita- keppni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.