Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Steini. Takk fyrir allt. Birgir Jakob, Karólína og Ester. Kíló í sumó, jarðarberin hans Jónsa, súkkulaðið hennar ömmu, afi kátur. Minning um kátan dreng, stuð- bolta. Farvel höfðingi, farvel elsku Steini. Þórarinn Scheving. HINSTA KVEÐJA ✝ Þorsteinn Há-konarson fædd- ist í Reykjavík hinn 20. júlí 1954. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 24. desember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Sigur- borgar Karlsdóttur, f. 26.10. 1909, d. 7.12. 1987, og Há- konar Jónassonar, f. 11.10. 1912, d. 29.1. 1981. Systkini Þor- steins eru Hörður, f. 2.8. 1938, Edda, f. 12.8. 1939, Guð- björg Karólína, f. 23.9. 1940, Kristín, f. 23.8. 1942, Anna, f. 1.1. 1944, Guð- borg, f. 14.7. 1947, Jón, f. 14.11. 1950, og Guðrún, f. 25.7. 1956. Útför Þorsteins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku ástin mín. Mikill harmur er í hjarta mér, elsku Steini minn. Þú ert farinn … dáinn. Aðfangadagskvöld þegar flestir eru með fjölskyldu sinni að halda upp á jólin, borða góðan mat, opna gjafir og vonandi flestir að hugsa um boðskap jólanna þá kveður þú þennan heim ástin mín. Nú ert þú kominn upp til guðs og ég veit að mamma og pabbi hafa tekið vel á móti þér. Veikindi þín bar brátt að og eflaust átti enginn von á þessu. Þú varst með hjarta úr gulli og bræddir alla í kringum þig. Á árum áður áttum við margar yndislegar stundir saman. Já hver var ástæð- an? Á undanförnum árum varstu bara hjá mér á jólum. Þegar mamma var á lífi var samband okk- ar gott og við mjög samrýnd enda voru ekki nema tvö ár á milli okkar. Ég man hvað mamma sagði oft, hún var alltaf með tilvitnanir og kom svo vel fyrir sig orði. Það var þetta með „tréð“; þegar stofninn færi þá dyttu greinarnar smám saman af. Í stórum systkinahópi okkar komu upp leiðindi sem bitnuðu á þér, það er sorglegt en skal ekki rakið hér. Ég vil þó að það komi fram að þessi leiðindi stöfuðu af því að við vorum ekki sammála um þína framtíð. Sumir vildu að þú færir á sambýli, aðrir ekki. Þú vannst lengst af þinni ævi hjá borginni við að sópa göturnar í Norðurmýrinni og gerðir það vel. Þegar þú varst orðinn leiður og þreyttur á því fékkst þú vinnu í Bjarkarási þar sem þú varst mjög ánægður eftir því sem ég best veit. Ég vildi þér alltaf það besta og barðist fyrir því ásamt öðrum að þú fengir að njóta lífsins betur. Ég veit að þú naust lífsins, en að mínu mati ekki nóg. Allir voru góðir við þig og við elskuðum þig öll. Þú bjóst hjá Herði bróður undanfarin ár og einnig varst þú mikið hjá Stínu. Ég vil þakka Herði og fjölskyldu hans sem hugsuðu um þig og einnig Stínu, en ég var aldrei sátt við þetta. Ef þú hefðir búið á sambýli hefði sambandið við okkur systk- inin verið eðlilegra að mínu mati og þú hefðir farið og gert meira í líf- inu. Fengið meiri fjölbreytni. Ég er þakklát fyrir það þegar þú fórst ut- an árið 2001 um sumarið með Ferðafélögum ehf. Þú naust þín vel. Þegar ég og Bubba systir fórum með þér á Hótel Lind og hittum alla sem þú varst að fara með. Það var einstök upplifun og þú ljómaðir. Hafi Sveinn þökk fyrir og hans fólk. Einnig vil ég þakka Bubbu systur fyrir það framtak sem hún sýndi. Ferðirnar að Laugarvatni voru líka tilbreyting hjá þér og þú skemmtir þér vel. Það var frábært. Þegar við ólumst upp voru oft fordómar gagnvart þroskaheftum, svipað og gegn geðsjúkum ennþá. Mér fannst ég oft þurfa að verja þig gegn stríðni hér áður fyrr og einu sinni man ég eftir því að hafa fengið snjóbolta í andlitið, fékk blóðnasir fyrir að verja þig ástin mín. Krakk- arnir í hverfinu elskuðu þig samt og þú áttir marga vini í þá daga. Það var alltaf gaman að leika við þig, í snú, snú, boltaleik eða hverju sem var. Dansinum hafðir þú líka gam- an af og ég gleymi aldrei hvað þú hafðir mikinn áhuga á öllum nýju sporunum sem ég hafði lært og svo dönsuðum við saman. Þú hafðir ótrúlegt úthald. Ég held að þú hafir verið eini karlmaðurinn sem fékk mig til að svitna svo um munaði í danslotunum. Þú varst alltaf góður við mig og passaðir litlu systur vel. Við Steini bárum út Moggann í alla Norðurmýrina og Vísi eftir hádegi, alla Njálsgötuna og geri aðrir bet- ur. Við vorum líka í sunnudagsskóla á hverjum sunnudegi um tíma. Við vorum líka „virt“ á Skarpó, enginn mátti sendast fyrir Jóhönnu Kalda- lóns nema við og Sigga á nr. 10 vildi bara okkur. Gunna og Steini skyldu fara út í Örnólf og kaupa appelsínur fyrir hana, manstu, alltaf rétt fyrir kl. 6. Eitt skiptið sagðir þú: Eigum við að prófa kl. 5 Gunna, en allt kom fyrir ekki, það varð að vera rétt fyrir 6. Blessuð sé minning þessara kvenna. Sendiferðirnar fyr- ir Jóhönnu urðu til þess að þú fékkst vinnu í Múlalundi en þú varst ekki lengi þar. Þegar ég var að verja þig fékk ég á mig það orð að vera frekjan í hverfinu og ég man þegar ég kom að þér fyrir framan spegil eitt sinn. Þú kallaðir til mín: Gunna, ég er ljótur. Ég tók utan um þig og sagði við þig: Þú ert ekki ljótur, þú ert öðruvísi. Þú spurðir af hverju, ég gat ekki svarað en tók utan um þig og leyfði þér að gráta. Við vorum klók að koma okkur áfram enda fengum við gott uppeldi. Margar ferðir fórum við í Austurbæjarbíó á 3-sýningu. Lára, sem þá vann í sæl- gætinu þar, lét okkur vinna fyrir því með því að vaska upp bollana sína og vorum við mjög snögg að því. Steini minn þú varst nú meiri karlinn þegar þú fórst að safna boltum. Ef þú sást bolta á vergangi úti þá tókst þú hann og varst eitt skipti kominn með 50 bolta í pappa- kassa og faldir þá í fatahenginu. Þú vildir ekki taka af öðrum en fékkst svona söfnunaráráttu. Þegar þú sópaðir í Norðurmýrinni sópaðir þú alltaf tröppurnar á einum stað. Ég fór að skipta mér af þessu og þá spurðir þú hvort ég vissi ekki hver byggi hér? Hún Guðrún (æskuvin- kona mín), hún er svo sæt. Þú hafð- ir oft áhyggjur af mér á unglingsár- unum og kvartaðir í mömmu, sagðir: Hún Gunna er að fara í Tónabæ og það er byrjað eitthvert „strákavesen“ á henni og svo er hún alltaf að kaupa sér föt. Síðan kom sá tími að þú fórst sjálfur að dansa í Tónabæ og mútta, Bubba, Bogga og ég fórum oft með þér. Síðan liðu árin, ég gifti mig, eign- aðist tvo yndislega syni, sambandið rofnaði þó aldrei. Þú áttir til að hringja í mig og segja: Ertu í stuði kerling? eða Gunnsa gamla, ertu með á Sögu? Hvað er að frétta af karlinum, er hann í stuði? Oft var farið á Sögu og dansað mikið. Skólaganga þín var ekki löng, þú byrjaðir í Lyngási, þá fórstu í einkakennslu hjá Ólöfu Hermanns í Blönduhlíðinni. Þar gekk þér vel. Einnig reyndi ég eftir fremsta megni að kenna þér að lesa og skrifa. Við fórum og keyptum stjörnupenna og síðan fékkstu stjörnur eftir því hvernig þú stóðst þig. Stundum fannst þér ég vera of ströng. Þú varst látinn bíða eftir mér í tvö ár svo við gætum fermst saman. Sú minning verður mér ávallt dýrmæt. Við áttum margar góðar stundir seinni árin með fjölskyldu minni, uppi í Sumó, ferðirnar í Munaðar- nes, Úlfljótsvatn eða annað. Ég man eftir því þegar þú fórst með okkur að Úlfljótsvatni og við ætl- uðum í sund, fórum fyrst í sjoppu og þar var hundur fyrir utan. Þú stappaðir niður fætinum og sagðist vera hræddur við hann. Þú hljópst inn á næstu lóð og Hákon á eftir þér. Hundgreyið hélt að þið væruð að leika við hann og hljóp á eftir, beit í buxurnar hans Hákonar og gerði gat á þær. Þið voruð ynd- islegir saman. Heimsóknir þínar á Kapló voru allt of fáar, en þegar þú komst þangað áttir þú til að setja pening undir koddann hjá strákun- um eða fela á ólíklegustu stöðum. Þú hafðir alltaf gaman af því að tala um ástina. Hvernig er ástin hjá þér? Er hún ekki góð? Þú spurðir alla og svo hlóst þú. Þú talaðir oft um fýluskap í þessum og hinum og þér leiddist það. Það er endalaust hægt að telja upp allar minningarnar sem ég á um þig, það hvað hægt var að treysta þér fyrir strákunum, þú hélst fast í þá þegar við fórum sam- an á 17. júní o.fl. o.fl. Þú varst alltaf góður við strákana mína og vildir fylgjast vel með kærustumálum þeirra. Jólin sem ég og Hákon fórum til Kanaríeyja voru þau fyrstu í langan tíma sem þú varst ekki hjá mér. Þú sagðist ekki skilja þetta að við vær- um að fara út. Árið eftir varstu hjá mér og strákunum og önnur tengdadóttirin var einnig. Þá var breyting og við Gylfi skilin og þú naust þín vel en saknaðir Gylfa, hann elskaði þig og sendi þér pakka og þú varðst glaður. Ástin mín, daginn fyrir Þorláks- messu lékst þú á als oddi á spít- alanum þótt fárveikur værir, sagð- ist ekki nenna þessu læknaveseni og vildir fara heim. Hákon og Telma komu til þín og þú rukkaðir þau um jólapakka. Telma sagði: Steini minn, jólin eru eftir tvo daga. Þér var alveg sama og daginn eftir komu þau með tvo diska handa þér. Þá var mikið dregið af þér og ég sá að brátt myndir þú kveðja þennan heim. Allir voru að koma með pakka og heimsækja þig. Þú vildir opna pakkana strax. Þú skildir þetta ekki en samt held ég að innst inni hafir þú skynjað að þú varst al- varlega veikur. Á Þorláksmessu komum við Gummi til þín með mynd af mömmu og pabba, þú bentir á borðið og kinkaðir kolli. Það var allt svo fallegt í kringum þig, jólatré, englar, styttur og fullt af pökkum, auðvitað geisladiskar. Aðfaranótt aðfangadags varstu fluttur á aðra deild þar sem stöðugt dró af þér. Á aðfangadag var þér orðið mjög þungt en það faðmlag sem ég fékk frá þér þá mun alltaf ylja mér, þegar hjarta mitt grætur. Þú straukst á mér hárið og hélst svo fast utan um mig þótt þú værir máttvana. Þetta var okkar síðasta faðmlag því upp úr hálftíu varst þú dáinn. Þegar ég hef verið að skrifa læt ég kerti lýsa upp tvær myndir af okkur saman. Ég hef bæði grátið og brosað í gegnum tárin. Allar minningar ætla ég að geyma í hjarta mínu um alla eilífð. Þær verða aldrei teknar frá mér. Kveðja frá strákunum og tengda- dætrum. Takk fyrir allt ástin mín. Guð blessi þig og veri með þér, þín systir Guðrún S. Hákonardóttir. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal.) Guðbjörg K. Hákonardóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Steini minn. Takk fyrir all- ar samverustundir okkar, í gleði og sorg. Takk fyrir að vera eins og þú varst. Blessuð sé minning þín, gleði- gjafi minn. Þín systir Kristín. Elsku Steini minn, þá er komið að leiðarlokum og þú horfinn á braut þar sem ljóssins englar bíða eftir þér. Ég er viss um að mamma og pabbi eru fegin að fá þig aftur til sín, þig ljóssins barn og friðar sem öllum vildir svo vel. Ég þakka þér elsku Steini fyrir allt sem þú hefur gefið okkur af þinni hjartagæsku og friðsemd, sem maður gat alltaf fundið fyrir í návist þinni. Megi friðarins englar umlykja þig og vernda alla tíð. Rós og lilja litla stundu lifa hér á vorri grund elskan lifir alla vetur eftir liðna sumarstund. Fel þú blöð þín bjarta lilja byrg þín augu, rósaval rósin guðs í hlýju hjarta, hún um eilífð ljóma skal. (Matth. Joch.) Hvíl í friði, elsku bróðir. Þín systir Guðborg. Um 40 ár eru síðan ég hitti Steina fyrst. Þá var hann 8–9 ára trítill. Alla tíð hefur hann verið mér kær. Ég minnist Steina uppi í sumó á sumrin að leika sér í náttúrunni hjá mömmu, pabba og systkinunum sem komu oftast um helgar eða bjuggu í sumó í lengri eða skemmri tíma. Steini var einstaklega blíður og góður og átti tónlistin hug hans allan. Hann gat dansað tímunum saman og svitinn bogaði af honum hvort sem var á balli eða heima fyr- ir. Við fórum margar ferðir í veiði með Nonna bróður hans, aðallega vestur í Búðardal á Skarðsströnd. Steini var afar ánægður í öllum þessum ferðum og þegar við hitt- umst þá sagði hann alltaf „í sam- bandi við veiðina“. Ég þakka þér Steini minn fyrir ánægjulegar samverustundir með mér og fjölskyldunni og kveð þig með trega, þinn Scheving, eins og þú kallaðir mig alltaf. Birgir Scheving. Elsku Steini okkar er farinn. Það er gott að minnast liðinna ára og hugsa til Steina. Þegar ég var lítil þá var oft farið upp í Sumó um helgar. Þar lék Steini sér við okkur barnabörnin í búleik í litla dúkkuhúsinu eða í yfir og öðrum boltaleikjum. Hann elsk- aði barnabörnin og síðan þegar við urðum eldri og eignuðumst fjöl- skyldur þá dáði hann börnin okkar. Honum fannst svo gaman að fá að koma í heimsókn og gista. Allaf var hann að gefa börnunum smápening og oftar en ekki kláraði hann úr veskinu sínu. Ég er svo þakklát fyr- ir að börnin mín skyldu fá að kynn- ast honum svona vel. Hann elskaði afmæli, fjölskylduboð og allt fjör. Hann þoldi ekki fýluskap eins og hann orðaði það sjálfur. Í gegnum tíðina fór Steini alltaf á böll sem haldin voru fyrir þroskahefta. Fyrst í Tónabæ og nú síðustu ár í Árseli. Hann var fyrstur á dans- gólfið og síðastur af því. Hann dansaði allan tímann og varla var tími fyrir kók og prinspóló. Ég veit að hans verður saknað á böllunum. Þegar hann var spurður í hvað hann langaði í afmælis- eða jólagjöf þá var svarið alltaf það sama. Eitt- hvað af viti, eitthvað fjörugt, geisla- disk. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hann, alltaf var hann ánægður, bara að fá að vera með okkur í litlum eða stórum hópum. Hann naut þess að fylgjast með fjölskyld- unni og hafði sérstakt dálæti á ást- armálum allra, sagði oft „er ástin ekki góð og úll la la“ Þetta kannast allir við sem kynntust Steina frænda. Hló hann síðan dátt og fékk alla til að hlæja með. Það er skrítið að hugsa til þess að hann verði ekki með okkur í vor þegar Karólína fermist en ég trúi því að hann fylgist með úr fjarlægð. Þetta hefur verið mjög sérstök jólahátíð, það að fara á aðfangadag upp á spítala og finna hvernig hon- um hafði hrakað dag frá degi. Finna hvernig hann þjáðist, taka utan um hann og knúsa en geta ekkert gert. Síðan um kvöldið þeg- ar hann hafði kvatt þennan heim að sjá hann liggja í rúminu með mik- inn frið yfir sér. Ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti honum. Ég þakka guði fyrir að hann þurfti ekki að kveljast lengur. Elsku mamma, Hörður, Edda, Stína, Anna, Dada, Nonni, Gunna og fjölskyldan öll. Stöndum saman í minningu Steina. Hann elskaði okkur öll. Sigurborg Birgisdóttir (Bogga). ÞORSTEINN HÁKONARSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BOGI ÓLAFSSON skipstjóri, Dalbraut 18, Reykjavík, andaðist á Landspítala Hringbraut miðviku- daginn 1. janúar. Jón Örn Bogason, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Sigurbjörg Auður Jónsdóttir, Marteinn Karlsson, Bogi Jónsson, Laufey Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar og frændi, HAFSTEINN MAGNÚSSON frá Vestmannaeyjum, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 30. desember. Systkini og frændfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.