Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1
BRIGITTE Boisselier, forsvars- maður fyrirtækisins Clonaid, sem á þriðja degi jóla fullyrti að fyrsta ein- ræktaða barnið væri fætt í þennan heim, sagði í gær að á næstu dögum myndi annað einræktað barn fæðast einhvers staðar í Evrópu. Boisselier sagði í viðtali við franska sjónvarpsstöð að barnið myndi fæðast fyrir sunnudag. Hún vildi hins vegar ekki greina frá því hvar fæðingin myndi eiga sér stað. Vísindamenn eru vantrúaðir á að Clonaid hafi í raun tekist að klóna barn. Boisselier sagði hins vegar í gær að foreldrar barnsins myndu ákveða á næstu tveimur sólar- hringum hvort þeir vildu láta taka DNA-sýni úr barninu og móður þess, en samanburður á sýnunum myndi sanna hvort um klónun hefði verið að ræða eður ei. Segir annað klónað barn á leiðinni París. AP. AP ÍSBRJÓTUR var að störfum í höfninni í Helsinki á nýársdag en þá gerði miklar frosthörkur á svæðinu. Fór hitastigið í mínus 20 gráður á Celsius. Kalt hefur einnig verið víða í Noregi og í Danmörku er spáð 15 gráða frosti um helgina. Þegar er þunnur ís víða á sundunum og ísbrjótarnir fjórir, Thorbjørn, Isbjørn, Elbjørn og Danbjørn, sem nefnast einu nafni „Bjørnebanden“, eru til taks í Fredrikshavn ef ryðja þarf leið fyrir skipaumferð. Síðast þurfti að grípa til ísbrjótanna árið 1996. Annars staðar í álfunni er nú víða mikið vatnsveður og flóð valda vandræðum í Bretlandi og Belgíu. Hrollkalt í Helsinki STOFNAÐ 1913 1. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 mbl.is Jólaleg undirföt Hin 86 ára gamla Lífstykkjabúð átti fallegasta jólagluggann 24 Tangó og dramatík Egill Ólafsson og Le Grand Tangó spila í Salnum Listir 31 EINN helsti áhrifamaður tyrkneskra stjórnmála hvatti Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, í gær ein- dregið til að ná samkomulagi við Kýp- ur-Grikki fyrir 28. febrúar nk. þannig að eyjarhlutarnir geti samtímis geng- ið í Evrópusambandið. Gagnrýndi Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnarflokksins, Réttlætis- og þró- unarflokksins, Denktash fyrir skort á sáttfýsi í viðræðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haft milligöngu um. „Ég er ekki hlynntur þeirri stefnu sem fylgt hefur verið á Kýpur síðustu 30–40 árin,“ sagði Erdogan. Bætti hann því við að Kýpurdeilan væri ekki eitthvert einkamál Denktash, sem hefur verið leiðtogi Kýpur-Tyrkja alla tíð frá því að tyrkneski herinn réðst inn í Kýpur árið 1974. Aðeins skoðun eins manns Ummæli Erdogans eru sögð til marks um þá áherslu sem tyrknesk stjórnvöld leggja á að Kýpurdeilan verði leyst, en það gæti orðið til að hraða inngöngu Tyrklands í ESB. Þau eru jafnframt í andstöðu við þá stefnu sem stjórnvöld í Ankara hafa fylgt en Tyrkland er eina landið sem hefur viðurkennt sjálfstætt ríki Kýp- ur-Tyrkja á norðurhluta eyjunnar. Erdogan lýsti stuðningi sínum við sáttatillögu erindreka SÞ en Denkt- ash hefur ekki viljað skrifa upp á hana og ber því við að hann treysti ekki leiðtogum Kýpur-Grikkja. Setti Erdogan ofan í við Denktash fyrir þessa afstöðu hans og sagði að mönnum bæri að sýna sáttfýsi ef við- unandi sáttatillaga væri komin fram. Momtaz Soysal, náinn samstarfs- maður Denktash, gerði lítið úr um- mælum Erdogans og sagði þau aðeins skoðun eins einstaklings. Glafkos Klerides, leiðtogi Kýpur-Grikkja, lýsti hins vegar áhyggjum vegna þess skoðanaágreinings sem virðist kom- inn upp milli leiðtoga Kýpur-Tyrkja og stjórnvalda í Ankara. Óttast hann að þetta verði til að hamla samning- um, fremur en greiða fyrir þeim. Erdogan hvetur til sátta á Kýpur Ankara, Nicosia. AP, AFP. MOSHE Katsav, forseti Ísraels, skoraði í gær á stjórnmálaflokka landsins að endur- skoða stefnu sína og taka upp nýjar aðferð- ir til að binda enda á átökin við Palestínu- menn sem hafa kostað nær 3.000 manns lífið á rúmum tveimur árum. „Ég sé enga lausn á hryðjuverkavanda- málinu í stefnuskrám flokkanna. Við þurf- um nýja áætlun,“ sagði forsetinn. „Það er kominn tími til að athuga hvort Ísraelar séu á réttri leið,“ bætti hann við en sagði ekkert um hvaða aðferðir ætti að taka upp. Fyrr um daginn höfðu ísraelskar her- sveitir ráðist inn í fernar flóttamannabúðir á Gaza-svæðinu, jafnað 25 hús við jörðu og handtekið hóp Palestínumanna. Nokkru áður höfðu ísraelskir hermenn skotið til bana þrjá palestínska drengi á aldrinum 14–15 ára. Drengirnir höfðu farið yfir girð- ingu gyðingabyggðar á Gaza-svæðinu og voru með hníf og tvennar vírklippur. Vopnaður Palestínumaður var einnig skotinn til bana eftir að hafa ráðist inn í íbúðarhús í N-Ísrael og hermenn fundu lík Ísraela sem liðsmenn al-Aqsa-herdeildar- innar höfðu vegið á Vesturbakkanum. Forseti Ísraels segir stefnu flokk- anna ónýta Jerúsalem. AFP, AP. ÍSLANDSFLUG hefur bætt við sig tveimur Airbus A300/600R-breið- þotum til verkefna í fraktflugi. Þeg- ar sú síðari verður komin í notkun síðar í mánuðinum verður félagið með níu þotur í rekstri í millilanda- flugi og tvær Dornier-vélar í innan- landsflugi. Alls verður Íslandsflug þá með sex þotur í fraktflugi og þrjár sem bæði geta sinnt frakt- og farþega- flugi. Nýju þoturnar sem fyrirtækið hefur tekið á leigu verða notaðar í fraktflug fyrir alþjóðlegu flutninga- fyrirtækin DHL og TNT, önnur milli Brussel og Mið-Austurlanda en verið er að ganga frá samningi um verkefni fyrir hina þotuna. Þrjár af Boeing 737-þotunum eru bæði í frakt- og farþegaflugi og sú fjórða eingöngu í farþegaflugi og er nú í verkefnum í Grikklandi. Hinar fimm þoturnar eru allar breiðþotur af gerðinni Airbus. Er ein í frakt- flugi milli Evrópu, Beirút og Persa- flóa og hinar í verkefnum fyrir franska flugfélagið Air France og alþjóðlegu flutningafyrirtækin. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, segir að fraktflutningar í flugi hafi braggast heldur betur en farþegaflugið eftir atburðina 11. september 2001. Ákveðið hafi verið að leita eftir Air- bus-breiðþotum til slíkra verkefna. Hann segir A300/600-gerðina bera meira en A310 en að sú síðarnefnda hafi meira flugþol. Fljúga með frakt fyrir DHL og TNT Airbus-fraktvél merkt Íslandsflugi. Tvær Airbus-breiðþotur bætast í flota Íslandsflugs Hugmynd um þver- pólitíska Evrópunefnd Formenn VG og Framsókn- ar jákvæðir FORMENN Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs taka vel í hugmynd Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um þverpólitíska nefnd til að fjalla um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Formenn Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins eru ekki eins já- kvæðir en útiloka ekki hugmyndina. „Mér finnst það sjálfsagt og við höfum rætt þetta nokkuð innan Framsóknarflokksins og teljum að það sé hið besta mál,“ segir Halldór Ásgrímsson um hugmynd Davíðs. Hann leggur þó áherzlu á að slík nefnd yrði ekki til þess að draga úr starfi Framsóknarflokksins að Evr- ópumálum. „Ég tek mjög jákvætt í hugmynd forsætisráðherra enda verði þetta þá gert af fullri alvöru og vel að málum staðið; nefndin fái þannig það umboð og þær aðstæður sem þarf til þess að gera þetta af myndarskap,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Kosið verði um Evrópustefnu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann telji í sjálfu sér jákvætt að Alþingi setji á fót nýja Evrópustefnunefnd. Össur segist þó leggja áherzlu á að slík nefnd geti ekki mótað stefnu Ís- lands í Evrópumálum, það sé verkefni stjórnmálamanna og eðlilegast sé að almenningur fái að greiða atkvæði um stefnu flokkanna í Evrópumálum. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa neitt sérstakt um hugmynd for- sætisráðherra að segja.  Enginn útilokar/10 Forystugrein/34 Skaup yfir meðallagi Gagnrýni um áramótaskaup Sjónvarpsins Fólk 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.