Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR Vandaður 80 gr fjölnotapappír 500 blöð í búnti 298.- Geisladiskar CD-R 25 stk 720Mb / 80 mín / 1x - 32x 1.458.- Bréfabindi A4 7 cm kjölur Ýmsir litir 138.- stk Á tilboði núna NORSKA flutningaskipið Ice Bear sökk að morgni gamlársdags um 73 sjómílum suðaustur af Dalatanga. Allri áhöfn skipsins var bjargað um borð í TF-LÍF þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Í skipinu voru 6.100 tunnur af söltuðum síldarbitum og flökum sem Síldarvinnslan í Neskaupstað ætlaði að selja í Finnlandi og Sví- þjóð. Að sögn sölustjóra fyrirtæk- isins var verðmæti farmsins um ein milljón evra eða um 85 milljónir ís- lenskra króna. Farmurinn var tryggður hjá Tryggingamiðstöðinni. Sex manns voru í áhöfn skipsins, fimm Litháar og íslenskur skip- stjóri. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafði loft- skeytastöðin í Bodö í Noregi sam- band við stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar skömmu fyrir eitt aðfaranótt gamlársdags og tilkynnti að skipið væri að sökkva. Um það leyti var komin 30° slagsíða á skipið og voru skipverjar að klæðast björgunarbúningum. Klukkustund síðar var TF-LÍF komin í loftið. Þegar þyrlan kom á svæðið var komin 40–50° slagsíða á skipið og áhöfnin var öll komin í björgunar- bát sem var á reki um eina sjómílu frá skipinu. Lokið var við að hífa skipverja upp í þyrluna klukkan 5.37 og var síðan flogið með þá til Reykjavíkur. Varðskip var í við- bragðsstöðu til að sigla að skipinu en eftir að tryggingafélag skipsins náði samningum við eigendur fær- eyska dráttarbátsins Goliat var að- stoð Landhelgisgæslunnar afþökk- uð. Skipið sökk síðan um kvöldið. 6.100 tunnur í sjóinn Síldarvinnslan í Neskaupstað var með skipið á leigu. Að sögn Svan- björns Stefánssonar, sölustjóra Síldarvinnslunnar, var farmurinn umtalsverður hluti af framleiðslu Síldarvinnslunnar á söltuðum síld- arbitum og flökum, en alls hefur fyrirtækið framleitt um 26.000 tunnur á þessari vertíð. Aðspurður segir hann að samningar við kaup- endur í Svíþjóð og Finnlandi séu ekki í uppnámi út af skipstapanum. Möguleiki sé á að framleiða upp í pöntunina og eins megi kaupa síld í Noregi. Ice Bear var rúmlega 1.300 brúttólestir að stærð og var í eigu útgerðarfélagsins Ice Reefers A/S í Florö í Noregi. Mannbjörg þegar flutningaskipið Ice Bear sökk Farmurinn metinn á um 85 milljónir króna Ljósmynd/Landhelgisgæslan Mikil slagsíða var á skipinu þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom að því. Áhöfnin var í björgunarbáti um eina sjómílu frá skipinu.               ALDREI hafa fleiri Íslendingar farið holu í höggi á einu ári en í fyrra en að þessu sinni náðu 102 kylfingar þessum árangri og þar með var þúsund manna múrinn brotinn. Einherjaklúbburinn verðlaunaði einherja ársins í hófi á Sportkaffi á laugardag. Einherjaklúbburinn var stofnaður 1966 og þá höfðu um 20 manns farið holu í höggi, að sögn Kjartans L. Pálssonar, formanns klúbbsins undanfarna þrjá ára- tugi, en dr. Halldór Hansen braut ísinn 1939. Að þessu sinni voru tveir strák- ar á meðal þeirra sem fóru holu í höggi, Arnþór Hermannsson, 9 ára, frá Húsavík, og Þórður Axel Þórisson, 12 ára, í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hannes Ingibergs- son, fyrrverandi leikfimikennari við Melaskóla, var hins vegar ald- ursforsetinn, 80 ára. Morgunblaðið/Golli Ólafur A. Ólafsson, Nesklúbbnum, Hannes Ingibergsson, GR, og Ólafur Ágúst Ólafsson, GR, fengu allir viðurkenningar fyrir holu í höggi. Aldrei fleiri golfarar farið holu í höggi UM áramótin gengu í gildi ný lög um útlendinga en ný reglugerð hef- ur á hinn bóginn ekki litið dagsins ljós. Von er á henni á næstu dögum. Jóhann Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Útlendingastofnunar, segir að þar sem reglugerðin sé ekki enn tilbúin séu alltof margir óvissuþættir í starfsemi stofnunar- innar og í útlendingamálum al- mennt. Í lögunum sé mikið af reglugerðarheimildum og það þurfi víða að útfæra lögin nánar í reglu- gerð. „Vinna okkar verður erfið þangað til reglugerðin kemur en við vitum að það er unnið í þessum málum af krafti í dómsmálaráðu- neytinu og hún verður vonandi tilbúin á næstu dögum eða vikum,“ segir hann. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, staðfestir að von sé á reglugerð á næstu dög- um. Aðspurður segir hann að litið sé svo á að reglugerðir sem byggð- ust á eldri lögunum haldi gildi sínu, nema þegar ákvæði í þeim stangast á við nýju lögin. Reglugerðin hafi verið send ýmsum aðilum til um- sagnar um miðjan desember og ekki hafi gefist tími til að fara yfir málið þannig að reglugerðin gæti öðlast gildi um áramótin. Bið á út- gáfu reglu- gerðar Ný útlendingalög NOTKUN geðdeyfðarlyfja, kvíða- stillandi lyfja og svefnlyfja er út- breidd hér á landi. Í nýjasta tölu- blaði Læknablaðsins er greint frá rannsókn á notkun geðlyfja og skv. niðurstöðum könnunar sem byggð- ist á svörum 2.439 einstaklinga, 18 til 75 ára á árinu 2001, kom fram að tæplega 20% þeirra sem svör- uðu í könnuninni höfðu notað ein- hver geðlyf einhvern tíma á um- liðnum 12 mánuðum. Notkun lyfjanna er minni en sölutölur benda til Rannsóknin leiðir þó einnig í ljós að lyfjanotkunin er ekki eins mikil og sölutölur benda til og munur milli kynja er minni en áður hefur fundist. Sé notkunin reiknuð yfir í staðl- aða dagskammta svarar hún aðeins til 54% af sölutölum heilbrigðis- ráðuneytisins. Höfundar rannsóknarinnar eru læknarnir Tómas Helgason, Krist- inn Tómasson og Tómas Zoëga. Við rannsóknina voru fengin gögn úr Gallupkönnun Áfengis- og vímu- varnaráðs frá í nóvember 2001. Í niðurstöðum þeirra segja höfundar m.a.: „Ekki var marktækur munur milli kynja á ársalgengi notkunar geðdeyfðar- og svefnlyfja og ekki milli aldursflokka fyrir notkun geðdeyfðar- og kvíðalyfja. Helm- ingur yngstu notendanna notaði geðdeyfðarlyf í minna en þrjá mánuði. Svefnlyfjanotkun jókst með hækkandi aldri. Áætluð notk- un geðdeyfðar- og svefnlyfja svar- ar til 54% og 61% af sölutölum. Ekki var marktækur munur á áhættuhlutfalli karla og kvenna sem leituðu læknis.“ Kom ennfremur í ljós að notkun lyfjanna tengist hækkandi aldri og er notkunin mest meðal þeirra sem verst eru settir í fjárhags- og fé- lagslegu tilliti. Þá kemur í ljós að reykingafólk er marktækt líklegra en þeir sem ekki reykja til að hafa notað ein- hver geðlyf á árinu. „Tengsl milli reykinga og geðraskana eru vel þekkt, til dæmis er algengi geð- raskana nærri tvöfalt hærra hjá reykingamönnum en öðrum í Bret- landi,“ segja höfundar rannsókn- arinnar í umfjöllun sinni. Jóhann Ág. Sigurðsson, prófess- or við Háskóla Íslands, og Linn Getz, trúnaðarlæknir við Landspít- alann, fjalla um rannsóknina í rit- stjórnargrein Læknablaðsins, sem ber heitið Samfélag í sálarkreppu – er ráðist að rót vandans? Þar segja þau að það hljóti að vera um- hugsunarefni að tæp 10% Íslend- inga utan stofnana, einnig í hópn- um 18–24 ára, upplifi það mikla vanlíðan að þau hafi notað geð- deyfðar- og/eða kvíðalyf á 12 mán- aða tímabili. Ber að skoða í félags- og menningarlegu samhengi „Ef um 10% þjóðarinnar þurfa á geðlyfjum að halda er það stór- pólitískt mál. Mikil notkun geðlyfja endurspeglar ekki bara líffræðileg- ar staðreyndir, heldur ber að skoða faraldur af þessu tagi í sam- félagslegu og menningarlegu sam- hengi,“ segja þau og benda einnig á að saga faraldursfræðinnar hafi kennt að meðferð veikra einstak- linga sé aðeins hluti af lausninni. Eins og í kólerufaraldri felist hin róttæka lausn í því að finna brunn- inn þar sem örverurnar hafa tekið sér bólfestu og mengað vatnið. „Margt bendir til þess að grunn- vatn nútímasamfélags sé mengað og stuðli að faraldri kvíða og þung- lyndis,“ segja þau. Rannsókn í Læknablaðinu á notkun geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja Tæp 20% sögðust hafa notað geðlyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.