Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ „ÉG tel að þau hefðu ekki getað gengið betur. Ég lenti í góðum fé- lagsskap og fékk mjög góðan þjálf- ara. Mér líður vel þarna,“ sagði Örn Arnarson sundmaður þegar hann var spurður um félagaskiptin í haust en þá gekk hann til liðs við sundlið Íþróttabandalags Reykja- nesbæjar (ÍRB) eftir að hafa æft hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í sextán ár. Örn var um helgina útnefndur Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2002 og fyrir nokkrum dögum var hann einnig útnefndur Íþróttamaður Keflavíkur 2002. Í fyrra fékk Örn Ævar Hjartarson þetta sæmd- arheiti. Jóhannes Rúnar Kristjánsson úr Nesi, íþróttafélagi fatlaðra, varð í öðru sæti í kjörinu og Logi Gunn- arsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, í því þriðja. Þeir þrír voru íþróttamenn Reykjanesbæjar í sínum greinum. Aðrir sem komu til greina voru Ólafur Jón Jónsson úr Keflavík, sem varð í fjórða skipti í röð badmintonmaður Reykjanes- bæjar, Eva Berglind Magnúsdóttir fimleikamaður úr Keflavík, Helgi Birkir Þórisson kylfingur úr GS, Kamilla Petra Sigurðardóttir hestaíþróttamaður úr Mána, Skúli Vilbergsson úr Hnefaleikafélagi Reykjaness, sem varð fyrstur til að hljóta titilinn hnefaleikamaður Reykjanesbæjar, Helgi Rafn Guð- mundsson taekwondomaður úr Keflavík, Haraldur Freyr Guð- mundsson knattspyrnumaður úr Keflavík, Baldur Jóhannsson lyft- ingamaður úr Keflavík, Þorsteinn Marteinsson skotfimimaður úr Keflavík og Radek Ziegert sigl- ingamaður úr Knerri. Kjörinu var lýst við athöfn í Íþróttahúsi Njarðvíkur á gaml- ársdag. Þá voru veittar viðurkenn- ingar til 178 einstaklinga sem skil- uðu ÍRB Íslandsmeistratitlum á árinu. Jóhann B. Magnússon, for- maður ÍRB, segist ánægður með ár- angur íþróttafólksins á árinu. Örn Arnarson varð í fjórða sæti í 100 metra baksundi í 25 metra laug á Heimsmeistaramótinu í Moskvu í apríl. Síðan lauk hann árinu með því að verða Evrópumeistari í 200 metra baksundi í 25 metra laug á mótinu sem fram fór í Riesa í Þýskalandi í desember. Örn segist vera sáttur við árang- ur sinn á árinu. Gott hafi verið að ljúka því með Evrópumeistaratitli. Segir hann að margir hafi verið búnir að afskrifa sig en með ár- angrinum á mótinu í Þýskalandi hafi hann sýnt að hann væri mættur til leiks á ný. Telur hann að fé- lagaskiptin í september, þegar hann skipti úr SH í Keflavík, eigi sinn átt í því. „Ég þurfti að komast í nýtt umhverfi,“ segir hann. Örn hefur þrisvar hlotið æðstu viðurkenningu sem íslenskir íþróttamenn eiga kost á með því að vera kosinn Íþróttamaður ársins af íþróttafréttamönnum. Hann segir þó að það skipti sig máli að fá við- urkenningar sem Íþróttamaður Reykjanesbæjar og Keflavíkur. Af- reksmenn séu í flestum íþrótta- greinum í Reykjanesbæ, meðal ann- ars í knattspyrnu og körfubolta, og gott að ná þessari viðurkenningu. Þá sé hún góð fyrir sunddeildina. Örn Arnarson útnefndur Íþróttamaður Reykjanesbæjar Ljósmynd/Víkurfréttir Íþróttamenn Reykjanesbæjar 2002 í einstökum íþróttagreinum voru heiðr- aðir. Fremstir eru þrír efstu, Jóhannes Rúnar Kristjánsson, Örn Arnarson og Gunnar Þorvarðarson, faðir Loga Gunnarssonar. Örn Arnarson, Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2002. Njarðvík „Lenti í góðum fé- lagsskap og fékk góðan þjálfara“ TEKIN verða ný lán sem sam- svara afborgunum af eldri lánum. Skuldir Gerðahrepps aukast því ekki, ef fjárhagsáætlun ársins stenst en fyrri umræða um hana hefur farið fram í hreppsnefnd. Stefnt er að síðari umræðu og af- greiðslu áætlunarinnar 15. þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir að tekjur Gerðahrepps verði tæpar 315 millj- ónir króna á árinu 2003. Útgjöld vegna málaflokka verða 273 millj- ónir eða tæp 87% af tekjum. Gert er ráð fyrir að tæplega 41 milljón fari til fjárfestinga og 50 milljónir til afborgana lána. Vantar þá upp á 49 milljónir kr. sem gert er ráð fyr- ir að teknar verði að láni á árinu. Í greinargerð Sigurðar Jónsson- ar sveitarstjóra með fjárhagsáætl- uninni er vakin athygli á því að af- borganir og vextir af lánum nemi 77 milljónum á árinu. Segir hann að þetta sé ansi hátt hlutfall af tekjum sveitarfélagsins og athuga þurfi vel leiðir til að létta greiðslu- byrðina. Nefnir hann sem dæmi að at- huga megi möguleika á hagstæðari lánum og einnig þurfi að fylgjast grannt með þeirri þróun sem er að verða hjá sveitarfélögum með stofnun sérstakra fasteignafélaga. „Eins og áður er meginmarkmið þessarar áætlunar að halda álögum á íbúa og fyrirtæki í eins miklu lág- marki og mögulegt er. Einnig gerir áætlunin ráð fyrir að sveitarfélagið geti haldið uppi því þjónustustigi sem búið er að byggja upp,“ segir Sigurður í greinargerð sinni. Útsvarshlutfall verður óbreytt í Gerðahreppi á árinu en fasteigna- skattar á atvinnuhúsnæði hækka úr 1 í 1,2% en sveitarstjórinn segir að þeir séu eigi að síður lægri en í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesj- um. Íbúðir aldraðra afhentar Gerðahreppur hefur lagt veru- lega fjármuni í uppbyggingu Gerðaskóla og til að vinna að átaki í uppbyggingu gatna og gang- stétta. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að keypt verði húsgögn í nýjan samkomusal skólans en framkvæmdir við eldhús bíði. Lagðar verða 25 milljónir í gatnagerð, bæði við uppbyggingu gatna vegna nýbygginga og lagn- ingu gangstétta. Fram kemur hjá sveitarstjóranum að nýbygging íbúðarhúsnæðis hafi kallað á og kalli á dýran undirbúning í gatna- gerð. Á nýbyrjuðu ári er gert ráð fyrir því að afhentar verði tíu íbúð- ir fyrir aldraða og að Búmenn ljúki auk þess byggingu tíu íbúða til við- bótar. Fjárhagsáætlun Gerðahrepps 2003 25 milljónir lagð- ar í gatnagerð Garður SJÖ verktakar óska eftir að fá tæki- færi til að bjóða í framkvæmdir á lóð fyrirhugaðrar stálröraverksmiðju í Helguvík. Búist er við að sex fyrir- tækjum verði boðið að taka þátt í út- boði og að útboðsfrestur renni út í byrjun næsta mánaðar. Samningar Reykjanesbæjar og eigenda fyrirhugaðrar stálröraverk- smiðju gera ráð fyrir að Hafnasamlag Suðurnesja taki að sér að sprengja lóð fyrirtækisins niður í hæð hafnar- garðsins og flytja grjótið í burtu. Þær framkvæmdir geta þó ekki hafist fyrr en fyrirtækið hefur lagt fram trygg- ingar fyrir greiðslu kostnaðarins. Hefur erlenda fyrirtækið frest fram í maí en hefur stefnt að því að gera það fyrr svo framkvæmdir gætu hafist fyrr. Fyrst var talað um áramót í því sambandi en Pétur Jóhannsson hafn- arstjóri segir að nú sé stefnt að frá- gangi þess hluta málsins í mars. Í forvali sem auglýst var á Evr- ópska efnahagssvæðinu gáfu sjö verktakar sig fram, allir íslenskir. Það eru Ístak, Íslenskir aðalverktak- ar, Suðurverk, Héraðsverk, Háfell, SEES og Arnarfell. Verkið felst í því að sprengja klettana og flytja grjótið í landfylling- ar og sjóvarnargarða í Reykjanesbæ, meðal annars í grjótvarnargarð í Njarðvíkurhöfn. Þá verður hluti efn- isins notaður til að jafna lóðir á iðn- aðarsvæðinu í Helguvík. Sjö verktak- ar vilja bjóða í sprenging- arnar Helguvík FÉLAGARNIR Stefán Scheving Einarsson og Brynjólfur Vignisson á Egilsstöðum hafa síðustu þrjú ár- in flogið með Morgunblaðið til Borgfirðinga eystra á gamlársdag. Þetta tóku þeir upp hjá sjálfum sér af einskærri greiðasemi og velvild í garð Borgfirðinga, en ella myndu íbúar í Bakkagerðisþorpi og nær- sveitum ekki sjá Moggann sinn fyrr en annan í nýári. Stefán Scheving iðkar gjarnan útsýnisflug holt og bolt um himingeiminn á góðviðris- dögum á tveggja sæta Cessnunni sinni og Brynjólfur, sem annars starfar í flugturninum á Egilsstaða- flugvelli, er honum til halds og trausts. Ljósmynd/BV Stefán Scheving kominn um borð í Cessnuna á Egilsstaðaflugvelli og gerir klárt fyrir flug með gamlársdagsblað Morgunblaðsins á Borgarfjörð. Flugu með blaðið til Borgarfjarðar eystri Egilsstaðir EYRBYGGJAR, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa undanfarin þrjú ár veitt svokölluð Framfara- verðlaun aðilum í Grundarfirði sem að þeirra mati hafa staðið sig vel við eflingu atvinnulífs eða menningar í Grundarfirði. Verðlaunin voru nú veitt í fjórða sinn við athöfn í veit- ingahúsinu Krákunni í Grundarfirði. Að þessu sinni hlutu þrír einstak- lingar framfaraverðlaun Eyrbyggja. Guðjón Elísson og Sveinn Arnórsson hlutu viðurkenningu fyrir mikið og gott starf við skönnun, varðveislu og framsetningu gamalla mynda úr Grundarfirði og Ingi Hans Jónsson fyrir starf sitt við að gera sögu Eyr- arsveitar lifandi og áhugaverða og færa hana nær fólki nútímans með uppsetningu sýninga á hátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“ í sumar og sl. sumar. Ingi Hans vinnur nú að undirbúningi og framkvæmd hug- myndar sinnar um Sögumiðstöð í Grundarfirði. Það var formaður Eyr- byggja, Gísli Karel Halldórsson, sem afhenti verðlaunin en þau voru skrautrituð viðurkenningarskjöl hönnuð af Freyju Bergsveinsdóttur, grafískum hönnuði. Eyrbyggjar hafa í samvinnu við sögunefnd Eyrar- sveitar staðið að útgáfu rita undir heitinu Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, sem er nokkurs konar safn til sögu Eyrarsveitar og kom þriðja bindið út sl. sumar. Með þeirri bók fylgdi ör- nefnakort frá Grundarfirði, unnið af Guðjóni Elíssyni. Framfaraverðlaun Eyrbyggja veitt Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ingi Hans Jónsson kvaðst tileinka viðurkenninguna þeim sem hvatt hefðu hann til dáða fyrr og síðar. Grundarfjörður JÓN Aðalsteinsson, bóndi í Vind- belg, var að höggva hrís einn dag- inn meðan sólin hellti sér lárétt um sveitina. Með því vann hann tvennt. Hann hreinsaði víðikjarr frá girð- ingu sinni þannig að minni snjór sest að henni og hann aflaði brennu- efnis fyrir Friðrik Steingrímsson, vin sinn á Grímsstöðum, en Friðrik var brennustjóri í Reykjahlíð að þessu sinni og fór mikinn við öflun eldsmatar á bálköst. Jón bóndi segir mikla breytingu á orðna með hrísið. Þegar hann var ungur var rifið hrís á hverju ári til eldsmatar á heimilum. Þá voru sótt- ir hestburðir í Belgjarskóg og kom sér vel til að spara kol. Þessi land- nýting er nú að mestu aflögð svo sem margt fleira og heyrir sögunni til. Þess vegna er nú Belgjarskógur nær ófær mönnum og skepnum, en skógarkjarr kaffærir landið. Þann- ig er einnig í Slútnesi og víðar hér um slóðir og njóta menn miklu síður umferðar um þetta fagra svæði af þeim sökum. Þetta er nokkuð annað en var í Þorskafirði um árið. Tvær áramótabrennur voru í Mý- vatnssveit svo sem tíðkast hefur hin síðari ár. Ein var í Rauðhólum vest- an við Álftagerði, önnur á Ytrihöfða við Reykjahlíð og kepptust menn við að uppfylla alla Evrópustaðla um mengun og brennuefni. Morgunblaðið/BFH Jón í Belg heggur hrís frá girðingu. Rifið hrís í brennu Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.