Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FÁTÆKT TIL UMRÆÐU
Forseti Íslands, Ólafur RagnarGrímsson, og biskup Íslands,Karl Sigurbjörnsson, gerðu
báðir fátækt að umtalsefni í ávarpi
sínu til þjóðarinnar á nýársdag, hvor
með sínum hætti. Forsetinn vakti at-
hygli á fátæktinni sem þrífst í hinu ís-
lenzka allsnægtasamfélagi, biskupinn
á allsleysinu í þróunarríkjum.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði m.a.
í nýársávarpi sínu að Íslendingar
hefðu aldrei haft jafnmikla fjármuni á
milli handa. „Tækifærin til góðra
verka eru fleiri en nokkru sinni í sögu
þjóðar. Það er því óneitanlega þver-
sögn að einmitt í slíkri gósentíð skuli
fátækt aukast ár frá ári,“ sagði for-
setinn.
Hann gerði að umræðuefni þann
mikla fjölda, sem nú fyrir hátíðarnar
leitaði til hjálparstofnana, og spurði
hverjir væru svona illa staddir, hvar
fátæktin væri orðin daglegur gestur.
Hann nefndi ungar mæður, einstæð-
inga, aldraða sem eingöngu hafa ein-
faldan lífeyri úr að spila, öryrkja sem
lifa við lágmarksbætur. Þá bættist í
vaxandi mæli í hópinn fólk í fastri
vinnu sem engu að síður ætti ekki fyr-
ir brýnustu nauðsynjum.
Ólafur Ragnar sagðist þeirrar
skoðunar að umræða um fátæktar-
vandann hefði ekki verið nægilega
viðamikil og fátæktin væri á vissan
hátt falin í skugga. Óhætt er að taka
undir hvatningu hans til þjóðarinnar
um að grípa til átaks til að vinna bug á
fátæktinni. Sú barátta mun ekki skila
árangri nema vandinn sé einmitt
ræddur af hreinskilni.
Karl Sigurbjörnsson rifjaði í nýárs-
prédikun sinni í Dómkirkjunni upp
heimsókn sína til Indlands í fyrra,
þar sem hann sá „öreiga og ánauðug
börn, utangarðsfólk í okkar hnatt-
væddu, tæknivæddu, auðugu veröld“.
Biskupinn spurði: „Hver er von
þessa fólks? Hvað mun megna að
rjúfa fjötrana og gefa því framtíð?
Samstarfsaðilar Hjálparstarfs kirkj-
unnar á Indlandi vinna kraftaverk
fyrir tilstyrk hinna mörgu stuðnings-
manna hér á Íslandi. En það virðist
samt sem dropi í haf þjáninganna.
Hverju eigum við að trúa, hvernig
eigum við að breyta og hvers megum
við vona fyrir hönd þessa fólks og
niðja okkar? Hvað mun ráða för,
hvaða meginreglur og siðgæðismæli-
kvarðar, hvaða gildismat? Hver er
leiðin til friðar og farsældar lífi og
heimi?“
Og biskupinn hafði jafnframt svar-
ið á reiðum höndum: „Fagnaðarerind-
ið um Jesú Krist, hinn krossfesta og
upprisna lausnara, fullyrðir: Guð hef-
ur tekið sér stöðu með þeim snauðu
og undirokuðu. Og framtíðin er á
þeirra bandi. „Hinum snauða er ekki
eilíflega gleymt,“ segir Guðs orð. Og
það sem gert er til að lina þrautir og
lækna mein, rjúfa hlekki og reisa upp,
það er þjónusta við Drottin Krist. Og
er aldrei til einskis.“
Sem kristin þjóð, sem hefur boð-
skapinn um mannkærleika og sam-
hjálp að leiðarljósi, eigum við að gera
átak til að útrýma fátækt og eymd,
ekki aðeins hér heima heldur líka þar
sem við getum látið gott af okkur
leiða í öðrum ríkjum. Þeir, sem búa
við allsnægtir, mega ekki gleyma
meðbræðrum sínum, sem þurfa á
hjálp að halda.
ÞJÓÐARSÁTT UM EVRÓPUMÁL?
Davíð Oddsson forsætisráðherrasetur í áramótagrein sinni í
Morgunblaðinu fram athyglisverða
hugmynd þess efnis að sett verði á fót
þverpólitísk nefnd til að fjalla um
Evrópumál. Vísar hann til þess for-
dæmis sem er að finna í starfi auð-
lindanefndarinnar á síðasta áratug
þar sem tókst að finna lausn á harð-
vítugu deilumáli.
Í grein sinni segir forsætisráð-
herra: „Spurningin er þessi: Treysta
menn sér til að sameinast um að setja
niður þverpólitíska nefnd, skipaða
mönnum sem nálgast efnið út frá mis-
munandi forsendum, en hafa þó burði
til að rífa sig frá mesta ruglinu sem nú
einkennir umræðuna? Einhverjir
munu sjálfsagt setja sig upp á móti
svona hugmynd vegna þess eins að
viss hætta er á að nefnd af þessu tagi
gæti átt það til að ná árangri. Spor
veiðileyfagjaldsnefndarinnar kynnu
helst að hræða þá sem umræðu stunda
hennar vegna en ekki málefnisins.
Sjálfsagt eru þeir til, úr báðum
skotgröfum, sem vilja ekki að púður-
reykurinn nái að setjast svo menn sjái
út úr augum. Slíkir fengu ekki að ráða
för í fyrrnefnda málinu og hví ættu
þeir að ráða för í svo alvarlegu deilu-
máli sem Evrópusambandsmálið svo
sannarlega er?“
Allt frá því að Íslendingar hófu við-
ræður um aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu fyrir rúmum áratug hafa
deilur um Evrópumál sett svip sinn á
stjórnmálaumræðuna. Deilt hefur
verið um málið jafnt innan flokka sem
milli flokka. Til dæmis hefur verið
greinilegur áherslumunur á milli nú-
verandi stjórnarflokka í Evrópumál-
unum. Ýmislegt hefur bent til að sá
áherslumunur gæti orðið helsti þrösk-
uldurinn í vegi áframhaldandi sam-
starfs Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks. Sú lausn, sem forsætis-
ráðherra leggur til, gæti leyst þann
vanda. Hún hefur hins vegar jafn-
framt mun breiðari skírskotun.
Samband Íslands við Evrópusam-
bandið er eitthvert mikilvægasta
hagsmunamál Íslendinga í framtíð-
inni. Við eigum nú þegar náið sam-
starf við ESB í gegnum EES-samn-
inginn. Ísland er hluti af hinum
sameiginlega markaði, stór hluti af
sameiginlegri löggjöf ESB er nær
sjálfkrafa tekinn upp í íslenska lög-
gjöf. Stærstur hluti utanríkisviðskipta
okkar er við ríki Evrópusambandsins.
Hugsanlega verða öll viðskipti okkar
við ESB-ríki í evrum í framtíðinni ef
Bretar, Svíar og Danir ákveða að taka
upp hinn sameiginlega gjaldmiðil.
Um það er hins vegar deilt af mikilli
hörku hversu æskilegt sé að tengjast
Evrópusambandinu enn nánari bönd-
um, jafnvel með fullri aðild. Líkt og
forsætisráðherra bendir á minnir
Evrópuumræðan á stundum á skot-
grafahernað. Það er hins vegar mikil-
vægt að breið sátt náist um þessi mál,
hver svo sem niðurstaðan verður. Ef
rétt er að málum staðið gæti þver-
pólitísk nefnd orðið til að leggja
grunn að slíkri þjóðarsátt í Evrópu-
málum.
BANKASTJÓRI Landsbankans,
Halldór J. Kristjánsson, fagnar
þessum áfanga og segist binda
miklar vonir við að aðkoma hinna
nýju kjölfestufjárfesta að bank-
anum verði til þess að efla hann.
„Samstarf mitt við þá síðustu vik-
ur og mánuði hefur styrkt mig í
þeirri skoðun að aðkoma þeirra
verði til að efla bankann. Þetta eru
öflugir aðilar með mikla og víðtæka
reynslu af alþjóðlegum viðskiptum,
sem mun koma bankanum til góða.
Fagna ber því að ríkissjóður valdi
kjölfestufjárfestana fyrst og fremst
út frá mati á líklegum styrk þeirra
til að efla starfsemi bankans. Eig-
endurnir hafa víðtæka reynslu af
fjárfestingum og rekstri stærri at-
vinnufyrirtækja. Ég tel að þetta
sjónarmið tryggi best stöðu allra
hluthafa, starfsfólks og við-
skiptavina bankans til lengri tíma.
Þeir sem fjárfest hafa með þessum
aðilum í öðrum félögum hafa haft af
því verulegan arð,“ segir Halldór.
dór. Telur hann að kaup
einnig afar vel við unað
anum búi mikill styrkur
markaðsstaða og sterk
tengsl sem byggja má á
fram arðbærum vexti ti
Með því endurskoðun
sem í samningi ríkisins
sonar felst telur Halldó
lausn hafi verið fundin
áherslumun sem var um
teknum eignaliðum. „H
huga að á liðnu ári hefu
sala eða samruni á bönk
Norðurlöndum. Að mat
inga er það fyrst og fre
þess hversu erfitt það e
langtímahorfur banka o
fyrirtækja þegar niðurs
efnahagslífinu. Þær fáu
sem gerðar hafa verið á
urlöndum á nýliðnu ári
tekist á endanum vegna
um mat á eignum við slí
fjármálamörkuðum.
Það er mjög eðlilegt
Hann segist telja að ríkið hafi
hlotið góða ávöxtun á hlutafé sitt í
Landsbankanum og kveðst
ánægður fyrir hönd bæði ríkisins og
Samsonar með samninginn sem rit-
að var undir á gamlársdag. „Þetta
er sögulegur áfangi í umbreyting-
arferli á íslenskum fjármálamark-
aði en með þessari sölu er lokið
einkavæðingu elsta og fremsta
banka þjóðarinnar. Með þessari
sölu hefur ríkissjóður samtals feng-
ið rúmlega 20 milljarða króna fyrir
hlut sinn í bankanum. Þegar Lands-
bankinn varð almenningshlutafélag
haustið 1998 var markaðsverð eign-
arhluta ríkisins í bankanum um 10
milljarðar króna og hefur sam-
anlagt virði hluta ríkisins í félaginu
því rúmlega tvöfaldast á um fjórum
árum. Jafnframt hefur verið
greiddur um 8–10% arður árlega
árin 1999–2002. Ávöxtun ríkissjóðs
af eignarhlut í Landsbankanum hef-
ur því verið góð og má ríkissjóður
vel við þessa sölu una,“ segir Hall-
Virði hlutar ríkisins
rúmlega tvöfaldaðist
á fjórum árum
S
ALA á tæplega helmings-
hlut ríkisins í Lands-
banka Íslands hf. til
Samsonar eignarhalds-
félags ehf. varð að veru-
leika á síðasta degi ársins 2002.
Með undirritun í Þjóðmenningar-
húsinu á gamlársdag lauk rúmlega
tveggja mánaða samningalotu rík-
isins og Samsonar um viðamestu
einkavæðingu Íslandssögunnar.
Kaupverðið er 12,3 milljarðar króna
og núvirt meðalgengi í viðskiptun-
um er 3,91 króna á hlut. Afhending
hlutabréfanna verður tvískipt en
Samson greiðir að fullu fyrir í
Bandaríkjadölum.
Í kjölfar undirritunar og að
fengnu samþykki Fjármálaeftirlits-
ins fær Samson afhent 33,3% hluta-
fjárins en þau 12,5% hlutarins sem
eftir standa verða afhent í desem-
ber 2003. Hlutur ríkisins í Lands-
bankanum er um 2,5% eftir söluna.
Fyrri hluti kaupanna er bundinn
þeim kvöðum að Samson er óheim-
ilt að selja í 21 mánuð frá undirritun
kaupsamningsins nema að fengnu
skriflegu samþykki seljenda.
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu sá um söluna fyrir hönd
ríkisins og enski bankinn HSBC
var aðalráðgjafi nefndarinnar. Að
Samson ehf. standa Björgólfur
Guðmundsson, Björgólfur Thor
Björgólfsson og Magnús Þorsteins-
son og rituðu þeir undir samninginn
ásamt iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og fjármálaráðherra.
Samkvæmt samningnum ættu
tæpir 9 milljarðar króna að skipta
um hendur um leið og Fjármálaeft-
irlitið hefur lagt blessun sína yfir
viðskiptin og afgangurinn verður
greiddur í desember. Virði samn-
ingsins í krónum hefur þó rýrnað
frá því kaupverðið var ákveðið í
október því gengi dollara gagnvart
Samið var um að verði
ekki meira en um 7
króna. Miðað við upph
sendur má sjá að enda
hlut ríkisins í Lan
verður því á bilinu 11,6
arðar króna.
Endurfjárfest
andvirði lækk
Í tilkynningu frá Sam
vegna frétta síðustu d
munandi mat kaupenda
á tilteknum útlánum b
kaupandinn taka fram
þ.e. ríkið, hafi ábyr
lausn þeirra mála sem
um. Kaupverðið sé það
krónu hefur lækkað um tæp 9% frá
því að tilkynnt var að ríkið hefði
gengið til samninga við Samson um
söluna. Verð hlutarins er miðað við
gengi dollara hinn 18. október, síð-
asta viðskiptadag áður en ritað var
undir samninginn. Þá var gengi
dollara tæpar 89 krónur en er nú
um 81 króna. Kaupverðið er því í
raun 11,2 milljarðar króna eða um
1,1 milljarði lægra í krónum talið en
það var í október, sé miðað við nú-
verandi gengi. Þar sem samning-
urinn er gerður í dollurum kemur
þessi gengismunur þó ekki að sök.
Samson greiðir sömu upphæð í doll-
urum og um var samið í október og
íslenska ríkið ætti heldur ekki að fá
minna í sinn hlut, að því gefnu að
andvirði sölunnar verði ekki skipt í
krónur. Andvirði samningsins er
því tæplega 140 milljónir dollara.
Verðið endurskoðað í október
Áður en til þess kemur að Sam-
son greiði fyrir 12,5% hlutarins í
Landsbankanum verða tilteknir lið-
ir í efnahagsreikningi bankans end-
urskoðaðir, skv. ákvæðum samn-
ingsins. Samningurinn sem
undirritaður var á gamlársdag
byggist eins og fyrr segir á sam-
komulagi sem gert var í október. Í
millitíðinni var sagt frá því í frétt-
um að áreiðanleikamat sem endur-
skoðunarfyrirtækið KPMG gerði
benti til þess að það verð sem sett
var upp fyrir Landsbankann væri
of hátt. Nokkuð bar í milli á mati
bankans og KPMG á verðmæti
Landsbankans. Ákvæðið um hugs-
anlega lækkun kaupverðs er haft
með til að jafna þennan mun á verð-
mætamati. Þannig féllust báðir að-
ilar á að endurskoða mat sitt á til-
teknum liðum efnahagsreiknings í
október nk. og lækka verðið á bank-
anum, gæfi nýja matið tilefni til.
Landsban
Samson ehf. skrifaði undir samning um kaup
á helmingshlut ríkisins í Landsbankanum á
gamlársdag með þeim skilyrðum að kaup-
endur Búnaðarbankans fengju ekki betri
kjör. Ráðherra sagði Eyrúnu Magnúsdóttur
að skilyrðið breytti engu fyrir ríkið og að
hún teldi þjóðina vera ánægða með söluna.
Geir H. Haarde fjármála
mundsson og Björgólfur