Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 53 Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 RÁÐHERRARNIR eru alltaf jafn- sjálfumglaðir þegar þeir koma fram í sjónvarpi og hæla sér af kaupmátt- araukningu. Ég sé þó ekki að það liggi alveg ljóst fyrir hvernig lífeyrir upp á 60–70 þús. kr. útborgaðar á mánuði geti fært lífeyrisþegum kaupmáttaraukningu á móti þeirri verðþenslu sem er í þjóðfélaginu. Hálaunamenn telja sig að minnsta kosti þurfa að fá tugi þúsunda kr. hækkun mánaðarlauna til að vega upp á móti verðþenslunni og hafa ný- lega fengið 7% hækkun launa á móti 3% hækkun á lægri launatöxtum. Þetta sýnir vel skynsemi ráðamanna og þá fyrirlitningu sem þeir telja sig þurfa að sýna láglaunastéttum. Þetta að hækka háu launin um tugi þúsunda á móti þrjú til fjögur þús- und króna hækkun lægstu launa í hvert sinn sem launahækkanir verða, hefur orðið til þess að bilið á milli hæstu og lægstu launa er orðið svo mikið að ekki er lengur hægt að halda verðlagi á vöru og þjónustu í takt við heildarlaunaþróun, þannig að verðmyndum á vörum og þjón- ustu er farin að skaða þá sem eru í lægstu launaflokkunum svo að sá hópur sem lifir við fátækt stækkar sífellt. Þetta hvorki vilja né þora al- þingismenn að horfast í augu við. Lágtekjuellilífeyrisþegar eru sá hópur sem einna verst er settur, þeir hafa ekki það vald sem fólk á vinnu- markaði hefur að geta stöðvað at- vinnulífið til að knýja fram kjarabæt- ur. Þeir verða því að byggja afkomu sína á heiðarleika ráðherra til bættra kjara. Peningar eru nógir en heið- arleika gagnvart lágtekjuellilífeyris- þegum hefur vantað. Þeir gerðu heldur enga breytingu á því sviði í síðustu samningum við Félag eldri borgara, með gegnvarinn sjálfstæð- ismann í fararbroddi, þar sem nán- ast var samið um blekkinguna eina. Sennilega er samningnum ætlað að virka á hinn almenna kjósanda sem þekkir ekki þann raunveruleika sem lágtekjuellilífeyrisþegar lifa við og reyna að krækja sér í atkvæði í næstu kosningum. Það þarf þó tölu- verða bjartsýni til að láta sér detta í hug að þrjú til fjögur þúsund króna hækkun lífeyris á mánuði, sem örfáir ellilífeyrisþegar geta fengið út úr þessum samningi, sé einhver kjara- bót fyrir lífeyrisþega sem þegar eru þrjátíu til fjörutíu þúsund krónum undir framfærslu og verða að taka á sig verðhækkanir nú sem eru hærri en hækkun lífeyris. Rétt er að vekja athygli almennings á því að það mikla bil sem orðið er á milli ellilíf- eyris og lægstu launa, stafar af að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Einnig er rétt að vekja athygli á því að ef ellilífeyrisþegi er giftur, makinn á vinnumarkaði og vinnur aukavinnu, þá verður lífeyrisþeginn fyrir 45 kr. skerðingu á tekjutrygg- ingu á móti 100 þús. kr. tekjum laun- þegans, launþeginn borgar 39 kr. í skatt, af þessum hundrað þús. kr. svo eftir standa aðeins 16 þús. kr. Vert er að vekja sérstaka athygli á því að 45% af því sem launþeginn borgar í skatt af þessum 100 þús. krónum eru notuð til lækkunar á tekjutryggingu, það er því borgaður tvöfaldur skattur af hluta upphæð- arinnar. Sama aðferð er notuð ef elli- lífeyrisþeginn vinnur sér inn t.d. 100 þús. kr., hann heldur eftir aðeins um 16 þús. kr. af hverjum hundrað sem hann þénar. Það virðist ekki vera mikill vandi fyrir ríkisvaldið að brjóta niður mannréttindi þessara aðila. Lífeyrisþegi á þau mannrétt- indi að hafa sjálfstæðan lífeyri sem fullnægir framfærslu hans. Einnig á launþeginn þau mannréttindi að mega halda launum sínum óskertum eftir skatta, án þess að öðrum sé skammtaður lífeyrir af laununum, án hans samþykkis. Svona ákvæði ætti að hafa haka- kross fyrir einkennismerki. Undarlegt er að vel menntuð þjóð eins og Íslendingar eru skuli láta draga sig inn í staurblinda múgsefj- un. Nú er veldi forsætisráðherra og borgarstjóra orðið svo mikið að fólk telur alla aðra í þjóðfélaginu vera nánast óhæfa til forystu í ríkisstjórn eða borgarstjórn. Þjóðin lifði það samt vel af áður en þau komu í for- ustuhlutverkin og mun lifa það af að þau hætti. Borginni er ekkert betur stjórnað nú en áður var, það eru bara aðrir gullkálfar núna en voru áður. Þjóðfélaginu er heldur ekkert betur stjórnað en áður var, nema síður sé, hvar sem maður ferðast um landið blasir afturförin og eymdin við. Það eina sem einkennir þessa forustu- menn er sterkur persónuleiki sem þeir beita óspart til að töfra fólk. Þetta er sá eiginleiki sem einkennir alla einræðisherra. Það að vera borgarfulltrúi er fullt starf og líka að vera alþingismaður. Kjörnir fulltrú- ar eiga að halda sér við það starf sem þeir eru kjörnir til, því mikið er til af hæfu fólki sem getur sinnt þessum forustustörfum. Enginn maður er svo fullkominn að hann sé ómissandi. Þeir fulltrúar sem ekki geta staðið við orð sín hafa hvorki á þing né í borgarstjórn neitt að gera. Blind persónudýrkun skaðar skynsemina. Svo óska ég landsmönnum gæfu og góðs gengis á nýju ári. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Borgar tvöfaldan skatt Guðvarður Jónsson skrifar Leiðbeinendur: Unnur Jónsdóttir og Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 6. janúar frá kl. 9—12 og þriðjudaginn 7. janúar frá kl. 9—12. Dagskrá hefst laugardaginn 4. janúar samkvæmt eldra fyrirkomulagi. Netfang kraft@isl.is. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. Kringlunni 8–12  sími 568 6211 Skóhöllin  Bæjarhrauni 16, Hf.  sími 555 4420 ÚTSALAN HEFST Í DAG 20-60% afsláttur af öllum skóm Dömu-, herra- og barnaskór Útsalan er hafin fi olsen Tískuverslun fyrir konur Laugavegi 25, sími 533 5500 LOKAÐ Í DAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 Afmælisþakkir Vandamönnum og vinum sendi ég hér með innilegar þakkir fyrir heimsókn, heillaskeyti, blóm og aðrar góðar gjafir á 99 ára afmæli mínu 30. desember síðastliðinn. Þakka allar liðnar samverustundir. Verði ykkur svo hið ný- byrjaða ár á nýrri öld gott og gjöfult. Kær kveðja Gestur Sæmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.