Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓTASKAUPIÐ hefur skapað sér sérstöðu í íslenskri sjón- varpsþáttagerð fyrir langa löngu. Í spjallþætti sem Gísli Marteinn Baldursson átti við tvo af frum- kvöðlum þess,Ómar Ragnarsson og Flosa Ólafsson, kom skýrt fram hversu mikið hún hefur breyst þessi uppákoma sem vafalaust er mest horft á af öllu sjónvarpsefni. Í ár- daga Skaupsins var gamanvísna- söngur áberandi, eitt skiptið var það ein samfelld revía. Það þýddi sjálf- sagt ekki að reyna slíkt í dag, þó endurspeglaði Skaupið að mestu leyti samtíma sinn þá sem nú, á því er engin breyting í sjónmáli. Ef Skaupið er slappt fer landinn hundfúll yfir landamæri áramót- anna og gott ef fýlan situr ekki í honum þorrann og góuna líka. Stundum hefur það verið á mörkum þess að vera frambærilegt, síðan koma skaup sem standa uppúr og húllumhæið sem hér um ræðir þurfti að keppa við eitt það besta frá upphafi frá árinu á undan. Mikið til sami mannskapur var fyrir framan og aftan tökuvélarnar bæði árin. Við höfum greinilega eignast framtíðarskaupleikstjóra í Óskari Jónassyni og í heild var sýn- ingin vel yfir meðallagi. Óskar leiddi okkur af stað með meinfyndnu atriði á undan titlunum og lokaði síðan skaupinu með nokkrum bravúr. Það var jafnan fagmannlegt í öllu útliti; stjórn, búningum, hljóði, o.s.frv., og landslið gamanleikara stóð sig yfir höfuð með mikilli prýði. Uppbyggingin er svipuð frá ári til árs. Tekin fyrir helstu hneykslis- málin sem gengið hafa yfir dverg- ríkið okkar í stjórnmálum, fjármál- um og skopast að stórviðburðum líðandi árs (sem var kosningaár með tilheyrandi kosningasjónvarpi). Því eru sjálfsagt margir orðnir þreyttir á þeim Davíð Oddssyni sem Örn Árnason hefur dröslast með á herð- unum í mannsaldur eða meira, í tug- um ef ekki hundruðum grínþátta. Svipuðu máli gegnir um Pálma Gestsson sem Halldór Ásgrímsson og Jóhannes Kristjánsson í hlut- verki Ólafs Ragnars forseta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Allir fara þessir sómaleikarar með ólíkindum vel með hlutverk sín en uppákom- urnar eru vissulega hver annarri líkar. Sjónvarpsauglýsingarnar eru einnig á sínum stað og það var góður ádeilubroddur í „Vaktmannalínu Búnaðarbankans“. Þá var sápan Bonus and the Beautiful einn af há- punktum Skaupsins í ár, jaðraði við að vera meinfýsin og þá er land- anum skemmt. Á svipuðum nótum var Marsbúinn og þeir Skarphéðins- synir. Gísli Rúnar Jónsson er í mínum huga einn vanmetnasti skemmti- kraftur landsmanna, enda getur hann brugðið sér í allra kvikinda líki og mætti sá hæfileiki vera mikið betur nýttur. Hann var hreint frá- bær sem Páll fréttamaður og svo máttu handritshöfundarnir til með að dusta rykið af Árna Johnsen en atriðið með „Árna“ og „Jóni Ólafs- syni“ var eitt af betri augnablikum Skaupsins. Þá má ekki gleyma kostulegum Þresti Leó í hlutverki Sigurðar Geirdals og Karli Ágústi sem Birni Bjarnasyni. Bogi, Elín Hirst og Sólveig dómsmálaráðherra voru einnig í góðum höndum ásamt Haraldi ríkislögreglustjóra. Áramótaskaupið 2002 var þó síð- ur en svo gallalaust frekar en önnur og skrifast gallarnir að mestu á handritið sem tók nokkrar dýfur. Einkum var heimsókn Kínaforseta/ Falun Gong-þátturinn orðinn langur og leiðinlegur. Lítið skárri varheim- sókn utanríkisráðherra til Palest- ínu, framboðslistamálin og brottvís- un Vítisenglanna og Símamál Þórarins V. og „Lilla“. Skaupgerðarmenn gátu ekki gengið framhjá dramatíkinni sem varð til í kringum óvænt upphlaup Ingibjargar Sólrúnar, fyrrverandi borgarstjóra, verðandi guðmávita- hvað. Sjálfsagt hafa höfundarnir verið komnir með Skaupið í nokk- urn veginn frágengið horf þegar hún lét sprengjurnar falla og Skaupmenn séð sig knúna til að brjóta upp línuna og grípa þetta for- láta farsaefni á lofti. Útkoman er sigur fyrir Eddu Heiðrúnu Back- man og til varð Stubbakaflinn, besta atriði kvöldsins, en heldur var nú lopinn teygður þar. Útkoman er mjög vel viðunandi blanda skemmtilegheita og allt að því leiðinda, ferskra vinda og fúlla. Getum við farið fram á meira? Frá Beijing til Bessastaða SJÓNVARP RÚV Leikstjóri: Óskar Jónasson. Handrit: Hall- grímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson, Óskar Jónasson. Kvikmyndataka: Björn Helgason Hljóðupptaka: Einar Sigurðs- son. Leikmynd og munir: Úlfar Grönvold. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Klipping: Sævar Guðmundsson. Framkvæmda- stjóri: Sigrún Erla Sigurðardóttir. Aðal- leikendur: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Heiðrún Backman, Gísli Rúnar Jónsson, Helga Braga Jónsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Jóhannes Kristjánsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Kiddi B, Karl Ágúst Úlfsson, Kjartan Guðjónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurjón Kjartansson, Skúli Gautason, Stefán Karl Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sigurðsson, Þröstur Leó Gunn- arsson, Örn Arnarson. Sjónvarpið, 31.12. 2002. ÁRAMÓTASKAUP 2002 Sæbjörn Valdimarsson KRINGLUNNI - 533 1720 ...einnig nýjar vörur Útsala hefst í DAG í þessum verslunum í Kringlunni Meiriháttar afsláttur Mikið úrval af flottum fatnaði allt að 60% afsláttur Jakkar Buxur Pils Skyrtur Bolir Toppar Kápur Fallegar vörur Stærðir 32-46 InWear - Part Two - Jackpot KRINGLUNNI - 588 0079
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.