Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENGINN af formönnum stjórn- málaflokkanna útilokar stofnun nefndar um Evrópumál eins og forsætisráðherra stakk upp á í áramótagrein í Morgunblaðinu. Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segist styðja hugmyndina. Þótt þarna sé ekki ný hugmynd á ferðinni taki hann jákvætt í hana enda verði þetta þá gert af fullri alvöru. Utanríkisráð- herra styður einnig stofnun slíkrar nefndar en leggur um leið áherslu á að með því ætli menn ekki að draga neitt úr því starfi sem þarf að fara fram innan Framsóknar- flokksins í Evrópumálum. Formað- ur Samfylkingarinnar segir á hinn bóginn að sér lítist lítt á hugmynd- ina ef tilgangur hennar eigi fyrst og fremst að vera sá að fela vand- ræðagang Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins segist ekki hafa neitt sérstakt um hugmyndina að segja. Málið verið rætt innan Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist telja rétt að fara þá leið sem forsætis- ráðherra nefndi í ávarpi sínu: „Mér finnst það sjálfsagt og við höfum rætt þetta nokkuð innan Framsóknarflokksins og teljum að það sé hið besta mál. Við höfum unnið mikið í þessum málum og fögnum því að fá tækifæri til þess að kynna þá vinnu fyrir stjórn- málaflokkunum og hlusta á skoð- anir annarra. Með því erum við þó ekki að draga neitt úr því starfi sem við teljum að þurfi að fara fram innan flokksins; við munum halda því starfi áfram og við mun- um jafnframt halda áfram að ræða Evrópumálin eftir því sem tilefni gefst til.“ Aðspurður hvort skoðanir manna séu ekki of ólíkar til þess að eitthvert raunverulegt gagn yrði af starfi slíkrar nefndar segir Halldór enga ástæðu til þess að hafa fyrirframmótaðar skoðanir varðandi það. „Stjórnarandstaðan lagði til að mynda til á sínum tíma að það yrði sett á fót svokölluð auðlindanefnd. Ég taldi að það væri sjálfsagt að fallast á það og ég álít að það hafi verið ágætur ár- angur af hennar starfi eins og for- sætisráðherra minnist á.“ Hlutverk flokkanna að móta stefnu í Evrópumálum Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að sér lítist í fljótu bragði ekkert á að setja á fót sérstaka nefnd ef til- gangur hennar eigi fyrst og fremst að vera að fela vandræðagang Sjálfstæðisflokksins í Evrópumál- um. „Þingið hefur vissulega sett upp merkar nefndir sem hafa fjallað um utanríkismál, eins og t.d. öryggismálanefndina árið 1980 og þá ekki síður Evrópustefnu- nefndina 1987–1990. Ég tel í sjálfu sér jákvætt að Alþingi setji á fót nýja Evrópustefnunefnd sem ynni í þeim anda. Sú nefnd myndi hafa það verkefni að fjalla um allar hliðar Evrópumálanna, um hags- muni okkar, valkosti, samnings- markmið og yrði skipuð alþing- ismönnum og af Alþingi en gæti kallað eftir áliti sérfræðinga og myndi starfa fyrir opnum tjöld- um.“ Össur segist þó leggja áherslu á að slík nefnd geti ekki mótað stefnu Íslands í Evrópumálum. „Það er verkefni stjórnmálamanna að gera það eins og í öllum öðrum stórum og mikilvægum málum. Kjósendur eiga lýðræðislegan rétt á að stjórnmálaflokkarnir setji fram slíka stefnu, jafnvel þótt Davíð Oddsson eigi í vandræðum með að fá að koma saman slíkri stefnu innan Sjálfstæðisflokksins.“ Össur leggur áherslu á að stefna í Evrópumálum snerti alla þætti íslensks samfélags, hún snúist um það hvaða framtíð menn ætli sér, hvernig lífskjör fólksins og sam- keppnisskilyrði atvinnulífsins verði á næstu áratugum. „Ef forystumenn í stjórnmálum, sem jafnvel sitja í ríkisstjórn, skilja ekki hvaða hag Ísland hefði af agaðri efnahagsstjórn, lægri vöxtum fyrir heimilin og atvinnu- lífið, þá er ég ekki viss um að það sé hægt að koma þeim í skilning um það með því að setja málið í einhverja sérstaka nefnd. Ég tel eðlilegra að fólkið í landinu eigi að fá að greiða atkvæði um stefnu flokkanna í Evrópumálum. Sam- fylkingin hefur sinnt þeirri skyldu að leggja slíka stefnu fram.“ Ekki ný hugmynd Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera hlynntur hugmynd forsætisráð- herra um að sett verði á fót þver- pólitísk nefnd til að fjalla um Evr- ópumál. Að vísu sé þetta ekki ný hugmynd, hann hafi t.d. sjálfur spurt bæði forsætis- og utanrík- isráðherra hvort þeim þætti ekki koma til greina að gera einmitt þetta. „Ég tek mjög jákvætt í hug- mynd forsætisráðherra enda verði þetta þá gert af fullri alvöru og vel að málum staðið; nefndin fái þann- ig það umboð og þær aðstæður sem þarf til þess að gera þetta af myndarskap. Ég hef stundum vitn- að til Evrópunefndarinnar sem í sátu m.a Eyjólfur Konráð Jónsson og Hjörleifur Guttormsson en sú nefnd vann mjög gott starf.“ Steingrímur nefnir einnig svo- kallaða úthafsveiðinefnd frá því á tíunda áratugnum sem í áttu sæti fulltrúar allra flokka og helstu hagsmunaaðila. „Þegar fengist er við mjög stór framtíðarmál sem koma til með að hafa áhrif á stöðu Íslands um langa framtíð er hollt að minnast þess að ríkisstjórnir koma og fara og einmitt þess vegna er gagnlegt að fá að borðinu fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna. Það er mjög æskilegt ef tekst að halda slíkri vinnu svolítið utan og ofan hins flokkspólitíska farvegs. Ég er því mjög hallur undir slík vinnubrögð og hef raunar oft gagnrýnt síðustu ríkisstjórnir fyrir að hafa dregið úr slíkri vinnu.“ Aðspurður segir Steingrímur að þverpólitískri nefnd um Evrópu- málin sé ekki endilega ætlað að sætta ólík sjónarmið. Hún eigi hins vegar að fara rækilega yfir málin, afla upplýsinga, kynna rök og gagnrök. „Menn gætu til dæmis, þrátt fyrir ólík langtímamarkmið, orðið sammála um tiltekið stöðumat, þótt þeir séu ekki endilega sam- mála um langtímamarkmið,“ segir Steingrímur. Tilbúin að ræða málin Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa neitt sérstakt um hugmynd forsætisráðherra að segja. „Við erum alltaf tilbúin að ræða Evrópumálin og höfum viljað að þau væru rædd meira og fylgst væri betur með því sem þar er að gerast enda þótt við séum þeirrar skoðunar að okkur sé með öllu úti- lokað að ganga í sambandið á með- an fiskveiðimálin og fleira er eins og það stendur.“ Hugmynd forsætisráðherra um þverpólitíska nefnd um Evrópumálin Enginn flokksformaður útilokar stofnun nefndar ELDSNEYTISVERÐ hefur hækkað eftir áramót hjá Skeljungi, Olíufélaginu – ESSÓ og Olís. Talsmenn olíu- félaganna rekja breytingarn- ar einkum til hækkunar á heimsmarkaðsverði. Gunnar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Bensínorkunn- ar ehf., segir að þar á bæ hafi enn ekki verið tekin ákvörðun um bensínhækkanir. Hann gerir þó ráð fyrir einhverri hækkun á næstu dögum. Olíufélagið – ESSÓ reið á vaðið og hækkaði bensínlítr- ann um 1,90 kr. í gær, dísil- olíu um 2 kr., skipagasolíu um 1,70 kr og svartolíu um 1,50 kr. Skeljungur kom í kjölfarið með sömu hækkanir og á miðnætti urðu sömu verð- breytingar hjá Olís. Þar með kostar lítrinn af 95 oktana bensíni hjá þessum olíufé- lögum 98,20 kr., miðað við fulla þjónustu, og lítrinn af 98 oktana bensíni 102,90 kr. Lítrinn af dísilolíu kostar 46,10 kr. Bensín hækkar SJÖ lögreglumenn og gestir þeirra syntu 100 metra nýárssund í Naut- hólsvík á nýársdag. Jón Otti Gísla- son, lögregluvarðstjóri og formað- ur Sjósundfélags Lögreglunnar í Reykjavík, var meðal þeirra sem þreyttu nýárssundið, en þetta er fimmta árið í röð sem félagið skipu- leggur slíkt sund. Jón Otti segir að hitastig sjávarins hafi verið um núll gráður. Sjórinn hafi því verið kald- ur en betri íþrótt sé þó vart hægt að hugsa sér. „Þetta styrkir mann bæði andlega og líkamlega,“ segir hann. „Við erum að þessu því þetta er gríðarlega gaman. Og manni líð- ur mjög vel á eftir.“ Morgunblaðið/Júlíus Félagar í Sjósundfélagi Lögreglunnar í Reykjavík og gestir þeirra þreyttu nýárssund í Nauthólsvíkinni á nýársdag. Félagar í Sjósundfélagi Lögreglunnar í Reykjavík í nýárssundi í Nauthólsvík Vart hægt að hugsa sér betri íþrótt ÖKUMAÐUR, sem grunaður var um ölvun, reyndi að komast undan lögreglunni á Vopnafirði að morgni nýársdags og hafnaði úti í móa. Þegar lögreglumenn opnuðu bílinn valt hann meðvit- undarlaus út og taldi læknir þörf á að flytja hann á Fjórðungs- sjúkrahús Akureyrar og var því óskað eftir sjúkraflugi. Þar kom í ljós að maðurinn var nánast ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sinnti maðurinn ekki stöðvunarmerkjum lög- reglunnar þegar hún hugðist stöðva hann innanbæjar á Vopnafirði. Ók hann á talsverð- um hraða út úr bænum og sem leið lá inn Hofsárdal. Nokkru síðar sáu lögreglumenn að mað- urinn ók út af veginum og stöðv- aðist talsvert langt utan vegar eftir að hafa ekið yfir kargaþýfi. Hann var ekki í bílbelti og var meðvitundarlaus þegar að var komið. Læknir taldi þörf á að flytja hann á Fjórðungssjúkra- hús Akureyri. Maðurinn reynd- ist hins vegar lítið meiddur. Ökumað- ur meðvit- undarlaus í bílnum Sverrir Hermannsson Össur Skarphéðinsson Halldór Ásgrímsson Steingrímur J. Sigfússon Formenn Framsóknarflokks og VG jákvæðir en formenn Samfylkingar og Frjálslynda flokksins minna hrifnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.