Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala 30-70% afsláttur ÓVISSA er um framtíð Selfossflug- vallar eftir að eigendur landsins sem hann er á seldu það Fossmönnum ehf. og Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Leigusamningur Flug- klúbbs Selfoss vegna afnota af land- inu rennur út árið 2005. Nýir eig- endur landsins, sem hyggjast skipuleggja þar íbúðarbyggð, segj- ast ekki vilja hafa atvinnuflugvöll á svæðinu né aukna flugumferð. Tilboð nýrra eigenda var sam- þykkt af eigendum landsins á gaml- ársdag en um er að ræða 80 hektara lands sem liggur vestan Eyravegar og nær frá Haga, niður með Ölfusá og Eyravegi. Eigendur landsins voru Sigurður Guðmundsson í Eyði Sandvík og svonefnd Sandvíkur- torfa með bænum Stekkum. Gengið verður frá kaupsamningi aðila á næstu dögum en kaupverð fæst ekki uppgefið að svo stöddu. Svartur dagur í samgöngumálum „Þetta er svartur dagur í okkar huga varðandi samgöngumál á Sel- fossi og Suðurlandi,“ segir Sigurður Karlsson, formaður Flugklúbbs Sel- foss. Í leigusamningnum vegna af- nota af landinu er ekki ákvæði um greiðslur vegna uppbyggingar á brautum og öðrum eignum á vell- inum. Að sögn Sigurðar ber klúbbn- um að fjarlægja öll ummerki vall- arins að samningstíma loknum. „Við eigum þarna eignir upp á um 200 milljónir og við höfum þrábeðið flugmálayfirvöld um að tryggja land undir flugvöllinn og fá flugbrautirn- ar að gjöf frá klúbbnum en ekkert hefur gerst í því efni. Við stöndum nú mögulega frammi fyrir því að eignirnar verði hirtar af okkur bóta- laust,“ segir Sigurður. Að hans dómi er málið pólitískt af hálfu bæjaryf- irvalda þar sem þau fari með skipu- lagsmál og staðsetning vallarins sé skipulagsmál. „Við munum fá okkur lögmann til að fara yfir málið og skoða okkar hagsmuni. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að bæjaryf- irvöld leyfi þetta,“ segir Sigurður og kveðst gera ráð fyrir að boðað verði til borgarafundar um málið. Ný staða í flugvallarmálinu „Við höfum gert ráð fyrir að flug- völlurinn verði á svæðinu og það byggðum við á því að ríkið yfirtæki völlinn, keypti land undir hann og kæmi honum í rekstur,“ segir Þor- valdur Guðmundsson, forseti bæjar- stjórnar Árborgar. Hann segir kaupin á landinu í kringum völlinn nýja stöðu í málinu sem menn hafi ekki reiknað með. „Þetta er auðvit- að líka gott byggingarland og það verður ekki horft framhjá því. Svo er Flugklúbburinn búinn að leggja í kostnað sem átti að vera grunnur í yfirtöku ríkisins á vellinum. Ég geri ráð fyrir að við munum ræða þetta mál ásamt fleirum á vinnufundi næstkomandi laugardag og fara yfir þetta.“ Nái hugmyndir hinna nýju eig- enda fram að ganga verður til ríf- lega 100 hektara byggingasvæði á Selfossi með Hagalandi, nýju land- spildunni og ódeiliskipulögðum spildum frá Árborg og Fossmönn- um. Þar geta rúmast 800–1.000 íbúðir í einbýlis-, rað- og fjölbýlis- húsum. Fossmenn hafa skipulagt og staðið að uppbyggingu nýs hverfis í Fosslandi og Ræktunarsambandið keypti nýlega Hagalandið með það í huga að þar yrði íbúðarbyggð. Þannig mun íbúðarbyggð á Selfossi þróast að meginhluta niður með Ölf- usá og fylgja þeirri hagkvæmni sem nálægð árinnar býður upp á s.s. vegna frárennslismála. Flugvöllurinn geti verið áfram í einhvern tíma á þessum stað „Þetta er mjög fallegt og gott byggingarland meðfram Ölfusá. Öll frárennslismál eru einföld því stofn- ræsið er mjög nálægt,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Fossmanna ehf. Hvað flugvöllinn varðar segir hann að hann gæti verið þarna áfram í ein- hvern tíma en uppbygging landsins sé hugsuð langt fram í tímann. „Við viljum ekki atvinnuflugvöll á þessu svæði og höfum ekki áhuga á auk- inni flugumferð. Það er í gildi samn- ingur við Flugklúbb Selfoss til árs- ins 2005 og við munum ræða við Flugklúbbsmenn hafi þeir áhuga á því. Hugmyndin er að skipuleggja Hagalandið og þetta land undir íbúðabyggð. Við höfum einnig áhuga á að kaupa 5 hektara landspildu í eigu Árborgar, milli núverandi lands Fossmanna og Hagalandsins en bæjarstjórnin hefur frestað ákvörðun um það mál.“ Hann segir mikið hagsmunamál byggðarinnar að svæðið nái að byggjast upp með íbúðum. „Útsýni er mjög gott frá þessu svæði, yfir Ölfusá til Ingólfsfjalls, Hellisheiðar og hálendisins. Þá er fljótfarið inn að miðbæjarkjarna Selfoss og til allra athafnaþátta bæjarins.“ ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri hefur sent seljendum flugvallar- landsins bréf þar sem hlutverk vallarins er tíundað auk fram- kvæmda og fjárfestinga á hon- um. „Það var til þess að menn gengu ekki gruflandi að því hvernig að þessum rekstri hefur verið staðið,“ segir hann. Hann bendir á að málið sé flók- ið þar sem um er að ræða einka- land en oftast séu flugvellir á landi í opinberri eigu. Rætt verði við nýja eigendur enda gangi hugmyndir þeirra út á uppbygg- ingu í framtíðinni. „Það er þá kannski grundvöllur fyrir því að flugvallarstarfsemi geti verið þarna áfram í einhvern tíma.“ Að sögn hans hafa flugmála- yfirvöld komið að fjárfestingum á vellinum í gegnum tíðina þó meginþorri þeirra hafi verið á vegum Flugklúbbs Selfoss. Þann- ig nemi fjárfestingar flugmála- yfirvalda líklega ekki meiru en 10–20 milljónum þó að heildar- fjárfestingin á vellinum sé talin hátt í 200 milljónir. Hann segir ótímabært að velta því fyrir sér hvað gert verði komi til þess að flugvöllurinn verði að víkja. „Það er engin spurning um að það þarf flugvöll af þessari gerð á vestanverðu Suðurlands- undirlendinu, í Ölfusi eða Flóa. Það er mikið öryggi sem felst í því, sérstaklega fyrir umferð lít- illa véla sem eru í sjónflugi og sömuleiðis er ekki alltaf fært yfir heiðina eins og gengur. Þá er mikið öryggi í því að hafa flug- völl þarna á næsta leiti.“ Hann segir Selfossflugvöll til- greindan í flugmálaáætlun og samgönguáætlun, auk þess sem kennslu- og æfingarflug hafi ver- ið að aukast um hann. „Mér finnst þetta mál sorglegt því Flugklúbburinn er búinn að vinna einstaklega gott starf ,“ segir Arngrímur Jóhannsson, formaður Flugmálafélags Ís- lands, um söluna. „Klúbburinn er búinn að koma sér þarna fyrir og maður sér ekki að hann hafi bol- magn til að kaupa land annars staðar og koma upp þessari að- stöðu aftur.“ Hann segir mjög bagalegt fyr- ir einkaflug ef völlurinn verður lagður af. „Reykvískir einkaflug- menn hafa ekkert gaman af því að fara upp í flugvél og fljúga þar í hring. Selfoss hefur verið áning- arstaður þeirra og það eru ekki margir flugvellir á Suðurlandi í þessum gæðaflokki. Þannig að ef honum verður lokað verður það mjög slæmt fyrir einkaflugið.“ Völlurinn mikilvægur af öryggisástæðum Einkaaðilar á Selfossi kaupa 80 hektara byggingarland niður með Ölfusá Óvissa um Selfossflugvöll Morgunblaðið/RAX Leigusamningur vegna landsins sem Selfossflugvöllur stendur á rennur út árið 2005. Selfossi. Morgunblaðið. VILHJÁLMUR Egilsson, alþingismaður og fram- kvæmdastjóri Verslunar- ráðs Íslands, fer á næstu dögum til starfa hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington í Bandaríkjun- um. Vilhjálmur hefur sagt upp starfi sínu hjá Verslun- arráðinu og reiknað er með að hann muni jafnframt segja af sér þingmennsku. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, staðfesti við Morgunblaðið að frá því væri gengið að Vilhjálmur færi til starfa hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. „Ísland fer núna með forystu í okk- ar kjördæmi innan Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Í kjördæminu eru Norð- urlöndin og Eystrasaltsríkin. For- ysta okkar nær til áranna 2002 og 2003. Það þýðir að Íslend- ingur hefur verið fulltrúi kjördæmisins í stjórn sjóðs- ins, sem er þá kallaður fram- kvæmdastjóri í fram- kvæmdastjórn sjóðsins. Ólafur Ísleifsson, hagfræð- ingur í Seðlabankanum, hef- ur verið í þessari stöðu. Það hefur verið ákveðið að Ólafur komi heim til að taka að sér ákveðin ráð- gjafastörf fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann. Vilhjálmur mun fara í þetta starf og gegna því til loka kjör- tímabilsins sem er til loka þessa árs sem nú er nýhafið,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur hefur verið fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs frá árinu 1987 og alþingismaður frá árinu 1991. Vilhjálmur til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins Vilhjálmur Egilsson RÁÐNING Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra sýnir að mikill glund- roði ríkir í hópi borgarfulltrúa R-listans og að ekkert traust ríkir þeirra á milli. Þetta sögðu borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bók- un sem lögð var fram utan dagskrár á fundi borgarstjórnar í gær. „Atburðarásin frá því að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir ákvað að bjóða sig fram til þings, glundroðinn og illindin milli Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og ráðning borgarstjóra án pólitísks umboðs sýnir, að R-listinn er í raun úr sögunni,“ segir í bókuninni sem Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæð- ismanna, gerði grein fyrir. Lýstu sjálfstæðismenn andstöðu við þá ákvörðun að hverfa frá þeirri skipan að velja borgarstjóra með ótvírætt pólitískt umboð og kröfðust þess að forseti borgarstjórnar greindi frá því hver yrði málsvari Reykjavíkurborgar vegna pólitískr- ar stefnumótunar eftir að nýr borg- arstjóri tæki við. Hefur umboð hins pólitíska meirihluta Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, gerði grein fyrir bókun R-listans þar sem kom fram að nýr borgarstjóri mundi hafa um- boð hins pólitíska meirihluta og tala fyrir þeirri stefnu og verkum hans, eins og eðlilegt væri að borgarstjóri gerði á hverjum tíma. „Að sjálf- sögðu verður engin breyting á því að formenn nefnda og ráða eru tals- menn, hver í sínum málaflokki,“ sagði Árni Þór. Ólafur F. Magnússon, Frjáls- lynda flokknum, sagðist hafa verið andvígur því árið 1991 þegar borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins leitaði út fyrir raðir kjör- inna borgarfulltrúa til að finna næsta borgarstjóra á eftir Davíð Oddssyni. Eins sé hann andvígur því að leitað verði út fyrir raðir kjör- inna fulltrúa nú, borgarstjóri eigi að hafa pólitískt umboð frá borgarbú- um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði söguna vera að endurtaka sig. Skip- an mála hefði verið mjög óheppileg á árunum 1978–82 þegar vinstri- stjórn réð óflokksbundinn borgar- stjóra. Þegar Sjálfstæðisflokkur skipaði Markús Örn Antonsson sem borgarstjóra árið 1991 hefði annað verið uppi á teningnum, hann hefði haft skýrt pólitískt umboð borgar- fulltrúanna, enginn þáverandi borg- arfulltrúa hefði á þeim tíma haft jafnmikla reynslu af borgarmálun- um og hann hafði. Því væri ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Segja R- listann úr sögunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.