Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eggert AntonGuðbjörn Sig- urðsson fæddist á Aðalbóli í Sandgerði 9. febrúar 1938. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 27. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Oddsson, f. 9. febrúar 1902, d. 12. ágúst 1993, og Guðrún Eggertsdóttir, f. 19. nóvember 1900, d. 14. september 1957. Systkini Eggerts voru Bjarni P. Sigurðsson, f. 5 nóv. 1928, d. 6. júní 1981; Eggert Sigurðsson, f. 1929, d. 9. okt. 1938; Oddný Guð- björg Sigurðardóttir, f. 29 apríl 1936, d. 21. nóv. 1936; og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, f. 12. ágúst 1940, d. 3. nóv. 1986. Hinn 8. apríl 1961 kvæntist Eggert eftirlifandi eiginkonu sinni Elísabetu Lúðvíksdóttur, f. 20. mars 1939 í Keflavík. Foreldr- ar hennar eru Lúðvík Jónsson, f. 15. ágúst 1916, og Jenný Olga Wil- helmsen, f. 9. okt. 1905, d. 28. sept. 1945. Fósturmóðir hennar er Helga Jónsdóttir, f. 20. ágúst 1917. Bræður hennar eru Ragnar Eðvaldsson, f. 6. nóv. 1940, og Eð- vald Jens Lúðvíksson, f. 25. júní 1954. Börn Eggerts og Elísabetar eru: 1) Guðrún Eggertsdóttir, f. 25. des. 1960, maki Kristján Guð- mundsson, f. 28. maí 1956. Börn þeirra eru Jón Halldór, f. 9. feb. 1980, unnusta hans er Benný Eva Benediktsdóttir, f. 13. júlí 1980, barn hans er Bjarni Júlíus, f. 20. júlí 1999; Sigríður Ella, f. 27. maí 1981, unn- usti hennar er Ingv- ar Ingvarsson, f. 1. feb. 1979; Eggert Sigurður, f. 8. júní 1985; og Ingólfur, f. 20. mars 1990. 2) Lúðvík Jens Egg- ertsson, f. 22. apríl 1964, maki Agnes Dagný Friðriksdótt- ir, f. 23. maí 1961. Börn þeirra eru Stefanía Bonnie, f. 7. ágúst 1982; Bára Erna, f. 3. maí 1983; og Hermann, f. 23. feb. 1985; Elísabet, f. 31. okt. 1989. 3) Jón Halldór Eggertsson, f. 9. jan. 1969, d. 24. okt. 1969. 4) Jenný Olga Eggertsdóttir, f. 7. nóv. 1970, maki Gunnar Þór Þórmars- son, f. 7. nóv. 1963. Dætur þeirra eru Jóhanna Sigríður, f. 15. sept. 1990; og Lovísa Ósk, f. 20. feb. 1998. 5) Helga Ágústa Eggerts- dóttir, f. 21. maí 1981, maki Bragi Páll Sigurðsson, f. 13. ágúst 1971. Börn þeirra eru óskírð stúlka, f. 24. nóv. 2002; Sigurður Sævar, f. 16. sept. 1993; og Róberta Sól, f. 13. maí 1996. Eggert og Elísabet hófu sinn búskap í Sandgerði 1961 en flutt- ust til Keflavíkur árið 1979. Egg- ert starfaði sem bifreiðarstjóri hjá Miðnesi í Sandgerði í 20 ár og síð- an hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli til dauðadags. Útför Eggerts verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Þín börn Guðrún og Lúðvík. Elsku pabbi minn. Mér finnst eins og mig sé að dreyma og þess- um hræðilega draumi ætli aldrei að ljúka. Það er svo rosalega sárt að átta sig svo á því að þetta er ekki draumur, en ég reyni að hugsa um allar góðu stundirnar sem ég hef átt með þér og þær eru allar góðar. Þú varst svo yndislegur og góður og vildir allt fyrir alla gera. Þegar ég og Bragi keyptum okkar fyrstu íbúð málaðir þú alla íbúðina og varst öllum stundum að hjálpa okk- ur, þú vildir drífa þetta af og komst á hverjum degi, þótt við værum að vinna. Íbúðin hjá okkur er rosalega fín og átt þú stóran þátt í því. Ég held að duglegri og hraustari mann sé ekki hægt að finna. Þú varst alltaf svo hraustur þangað til nú í vor en þá þurftir þú að fara í rosalega stóran uppskurð, þú varst svo ótrúlega fljótur að ná þér, varst kominn heim eftir tíu daga og voru allir undrandi á því hve fljótur þú varst að ná þér. Við fengum alveg yndislega mánuði með þér og fékkst þú að sjá litla sólargeislann í fjölskyldunni sem ég eignaðist fyrir rúmum mánuði. Þú varst ekki í rónni fyrr en þú varst búinn að sjá hana en þú varst með kvef þegar hún fæddist og gast því ekki heimsót okkur á fæð- ingardeildina. En þú varst fyrsti maður til þess að heimsækja okkur þegar við komum heim og varst þú með klút fyrir munninn svo að þú smitaðir hana ekki. Ég var löngu búin að ákveða að þú ættir að halda henni undir skírn, en ég veit að þú munt standa við hliðina á mér þegar hún verður skírð á af- mælisdaginn þinn. Hún mun alltaf fá að vita hvað hún átti yndislegan afa. Elsku pabbi, við áttum eftir að gera svo mikið saman en við mun- um gera það þegar við hittumst. Þú lást á sjúkrahúsi í nær þrjár vikur áður en þú yfirgafst þennan heim og varst þú búinn að berjast eins og hetja, en þú varst bara orð- inn svo rosalega mikið veikur að þú gast bara ekki meir. Ég fékk að hafa þig í 21 ár en nú fær Nonni bróðir að hafa þig og veit ég að þið munuð alltaf vera með okkur. Elsku pabbi minn, ég gæti skrif- að margar bækur um allt sem við höfum gert en ég mun bara geyma allar þessar minningar í hjartanu þangað til við hittumst aftur en þá getum við rifjað þær upp saman. Elsku pabbi, ég mun passa mömmu fyrir þig, en ég veit að þú verður alltaf líka hjá okkur. Ég kveð þig í bili, elsku pabbi, en mun hitta þig síðar. Þín pabbastelpa Helga. Elsku pabbi. Ég er ennþá að bíða eftir að vakna af þessum vonda draumi og sjá þig brosandi glaðan eins og þú varst alltaf. Þótt þú værir mikið veikur var alltaf stutt í brosið og brandarana. Ég veit að þú barðist hetjulega fyrir okkur fram á síðustu stundu, en varðst að gefast upp fyrir æðri máttarvöldum. Það sem huggar mig er að ég veit að Nonni bróðir tekur vel á móti þér ásamt systk- inum þínum og foreldrum. Elsku pabbi, það er heill hafsjór af minningum sem ég geymi í hjarta mínu. Mér finnst vera for- réttindi að hafa fengið að eiga þig, elsku pabbi. Takk fyrir allt. Þín dóttir Jenný Olga. Jæja, Eddi minn, svona fór þetta þá, þú sem varst búinn að berjast svo mikið fyrir okkur öll. Ég segi okkur því að hjá þér var fjölskyld- an þín alltaf í fyrsta sæti. Eins og þú tókst alltaf til orða: „Takið þetta bara, ég hef ekkert við þetta að gera.“ En að sjálfsögðu tók þig enginn á orðinu því þá hefði nú verið orðið fátæklegt um að litast heima hjá ykkur Ellu. Ef eitthvað þurfti að gera heima hjá börnunum þínum varst þú alltaf fyrsti maður til að mæta á staðinn og drífa hlut- ina áfram því til allra hluta varstu laginn og dugmikill. Eddi minn, þú varst ríkur maður og áttir stóra og samheldna fjöl- skyldu sem saknar þín sárt. Þeir sem fengu að kynnast þér geta ylj- að sér við minningar um lífsglaðan og góðan dreng. Okkar kynni voru alltof stutt, en ég þakka þér fyrir þann tíma og lofa að hugsa vel um hana Helgu þína og litla barnið okkar. Hvíldu í friði. Þinn tengdasonur Bragi Páll. Elsku afi. Það verður erfitt að venjast því að hafa þig ekki ná- lægt, þótt við vitum að þú sért hjá okkur. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst alltaf jafnhress og kát- ur, alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Þér þótti alltaf jafngaman að vera fyrir norðan um páska og á páska- EGGERT A. SIGURÐSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR MAGNÚS DAVÍÐSSON, Þiljuvöllum 37, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 4. janúar kl. 14.00. Nikólína Halldórsdóttir, Lilja Dóra Gunnarsdóttir, Ingibergur Elíasson, Rúnar Már Gunnarsson, Aldís Stefánsdóttir, Víglundur Jón Gunnarsson, Jóna Björg Óskarsdóttir, Dagný Petra Gunnarsdóttir, Magni Björn Sveinsson, Gunnur Björk Gunnarsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést laugardaginn 28. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Halldóra Steindórsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Sigurbjörg Steindórsdóttir, Bernharð Steingrímsson, Steindór Geir Steindórsson, Hlédís Hálfdanardóttir, Sigurgeir Steindórsson, Rósa Sigurlaug Gestsdóttir og ömmubörn. Okkar ástkæri, DANÍEL ÞÓR HILMARSSON, Dalvík, sem lést sunnudaginn 29. desember, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30 Helga Bryndís Magnúsdóttir, Guðlaug Björnsdóttir, Hilmar Daníelsson, Írís Daníelsdóttir, Hilmar Daníelsson, Svala Sveinbergsdóttir, Heiða Hilmarsdóttir, Hilmar Þór Valgarðsson, Björn Ingi Hilmarsson, Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Kristmann Kristmannsson, frændsystkini og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, IDA JENSEN, Gaukshólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 20. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Rósa Ísaksdóttir, Þórður B. Sigurðsson, Ísak Harðarson, Áslaug Þórðardóttir, Bjarki Þórðarson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, Austurbrún 2, Reykjavík, lést laugardaginn 21. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Örn Ingólfsson, Guðbjörg I. Stephensen, Magnús Stephensen, Sólveig Ingólfsdóttir Piffl, Norbert Piffl og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, mágur, frændi og tengdasonur okkar, CHRISTIAN ROBERTET, lést í París á nýársnótt. Margit Lund Robertet, Manon Anna Robertet, Anita Björk Lund, Hlynur Smári Sveinbjörnsson, Christopher Lund, Margrét Rúnarsdóttir, Bjargey Lund, Arndís Lund, Arndís Ellertsdóttir, Mats Wibe Lund. Bróðir minn, ÞÓRARINN HELGASON fyrrv. bóndi, Miðhúsum, Gnúpverjahreppi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 29. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Hrepphólakirkju laugar- daginn 4. janúar kl. 14.00 Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.