Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 45
dag þegar við krakkarnir opnuðum páskaeggin. Og ef það var einhver moli sem við borðuðum ekki viss- um við að þú gast tekið á móti hon- um og meira til, já, það var alltaf passað upp á að þú fengir nóg. Þér þótti mjög vænt um þegar fjöl- skyldan kom saman. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Við gætum endalaust haldið áfram að rifja upp minningar um þig og munum geyma þær að eilífu í hug okkar og hjarta. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Þín barnabörn, Jón Halldór, Sigríður Ella, Eggert Sigurður og Ingólfur. Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Ég vildi óska að þær hefðu orðið fleiri, en Guð vildi endi- lega fá þig til sín í himnaríki. Þú varst besti afi sem til var og þú varst alltaf rosalega góður og öllum þótti mjög vænt um þig. Ég trúi því ekki enn að þú sért látinn og ég sakna þín mjög. Ég mun aldrei gleyma þér og ég veit að þú munt heldur aldrei gleyma okkur. Mér finnst mjög erfitt að missa þig því ég hef þekkt þig alla ævi og á þeim tíma varstu alltaf svo góður og elskulegur og hlóst alltaf að vit- leysunni í mér en þú varst veikur og núna ertu á betri stað þar sem þér er batnað. En þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar og ég veit að þú passar okk- ur uns við hittumst á ný en þá í himnaríki. Ástarkveðjur. Þitt barnabarn Jóhanna Sigríður. Elsku afi. Ég elska þig, og ég vil fá þig en þú kemst ekki því þú ert engill hjá Guði. Ég veit þú saknar mín, ég elska þig rosa mikið. Amma saknar þín. Ég ætla að passa ömmu fyrir þig því þú ert svo góður. Þín afastelpa Lovísa Ósk. Í dag verður kvaddur hinstu kveðju mágur minn Eggert Sig- urðsson. Eggert eða Eddi eins og hann var alltaf kallaður fór í stóran upp- skurð síðastliðið vor og tókst hon- um að ná sér mjög vel eftir þann uppskurð og var byrjaður að vinna og allt lék í lyndi, allir héldu að hann ætlaði að ná sér að fullu, þeg- ar hann fékk flensu og var lagður inn á spítala aftur. Þessi barátta gekk ekki upp hjá Edda mínum og lést hann þriðja í jólum. Eddi var harður af sér og kvart- aði aldrei og var alltaf ákveðinn í að berjast fram á síðustu stundu og sigrast á þessum veikindum. Eddi ólst upp í Sandgerði og vann alls konar vinnu og er haft eftir vinnufélaga hans að duglegri og skemmtilegri vinnufélaga væri erfitt að finna, alltaf stutt í glensið, enda orðheppinn mjög. Það voru ófáar stundirnar, sem hann eyddi við að hjálpa mér og fleirum við að smíða, mála eða pípuleggja, það var alveg sama hvað hann var beðinn að gera, allt- af var hann tilbúinn að leggja sitt af mörkum og það með glöðu geði. Við munum öll sakna þín mikið, Eddi minn, og Prins hundurinn ykkar, sem þú varst vanur að ganga með á hverjum degi, hætti að sækja inniskóna þína daginn sem þú fórst frá okkur, en hann er nú mikil huggun þeirra sem eftir lifa, því í honum er eftir lítill hluti af þér og sleikir hann tárin af hvörmum fjölskyldunnar. Eddi var mikill fjölskyldumaður og var ávallt heima til reiðu fyrir alla er á honum þurftu að halda. Ég vil þakka allar samveru- stundirnar í gegnum árin, hvort sem var í vinnu eða leik, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar er kom- ið var saman að skemmta sér og oft var sungið „heim í Búðardal“ og „sautjándi júní“. Elsku Ella, Guðrún, Lúlli, Jenný, Helga og fjölskyldur, missir ykkar er mikill og biðjum við góð- an guð að styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Ragnar og fjölskylda. Það er svo sárt að þurfa að kveðja góðan og yndislegan vin eins og þig, elsku Eddi. Í huga okkar togast á sorg og söknuður en einnig gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér sem alltaf varst svo skapgóður og mikill spaugari. Alltaf tókstu okkur opn- um örmum og bauðst okkur vel- komin inn á þitt heimili er við heimsóttum vinkonu okkar, dóttur þína hana Jenný er hún bjó hjá ykkur. Alltaf var kaffi á könnunni og stundum erfitt að sjá út hvern hann Siggi var í raun að heim- sækja því mikill vinskapur mynd- aðist fljótt milli ykkar Sigga. Þið sátuð í eldhúsinu og spjölluðuð um allt milli himins og jarðar en þó að- allega um eitthvað tengt bílum. Já, okkur leið alltaf vel í návist þinni og Ellu. Minningarnar eru margar og erfitt að lýsa með orðum hvaða mann þú hafðir að geyma en of- arlega í huga okkar núna er hvað það var alltaf létt yfir þér og hvað þú varst barngóður. Góður við þín eigin barnabörn sem þú elskaðir og vildir allt fyrir gera og ekki varstu síðri við dætur okkar sem þú vildir endilega að kölluðu þig afa Edda. Mikill sælkeri varstu líka, elsku Eddi, og var oft hlegið að því hvað þú varst útsjónarsamur að næla þér í súkkulaðimola eða annað góð- gæti. Oft var súkkulaðið búið upp í skáp þegar fara átti að nota það og þá lást þú oftast undir grun, búinn að næla þér í bita og bita og bros- andi skildir þú síðan ekkert í því hvað þetta væri fljótt að klárast. Eddi, þú sem alltaf vildir hafa eitthvað fyrir stafni hvort sem þú varst að þrífa bílinn sem þú hugs- aðir mjög vel um, varst úti að labba með hann Prins þinn sem þú gerðir á hverjum degi, rúntaðir á bílasölurnar eða kíktir í kaffi til Sigga á verkstæðið, þá gerðir þú alltaf allt svo yfirvegaður og með bros á vör. Já, Eddi, lífið er svo sannarlega fullt af óvæntum uppá- komum og má segja að þetta ár sem nú senn er á enda sé merki um það, margt óútreiknanlegt búið að gerast sem enginn skilur og getur útskýrt. En fyrir rétt rúmum mán- uði síðan var ykkur sendur lítill ljósgeisli sem einmitt verður skírður á afmælisdaginn þinn nk. og ég veit að þessi litla prinsessa sem hún Helga litla barnið þitt á, mun hjálpa Ellu þinni og öllum hinum mikið í þessari miklu sorg. Eddi, nú færð þú að hitta marga aftur sem langt er síðan þú kvaddir og ert nú sjálfsagt búinn að vefja hann Nonna þinn örmum, en elsku Eddi, minningarnar um þig eru svo margar og þín verður sárt saknað en minningar um góðan mann munu lifa áfram í hjörtum okkar og fyrir það þökkum við. Elsku Ella, Jenný, Gunni, Helga, Bragi, Guðrún, Stjáni, Lúlli, Agnes og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Elsku Eddi, takk fyrir samfylgd- ina. Rannveig og Sigurður Kr. Elsku Eddi, ekki grunaði okkur að tíminn sem eftir væri yrði eins stuttur og raun ber vitni. Okkur langar að minnast þín þar sem þú varst maður sem ekki fór mikið fyrir en var svo gott að hafa í kringum sig. Þær voru góðar stundirnar þeg- ar fjölskyldan hittist og ekki eyði- lagði það, þegar verið var að drekka „Bragakaffið“ sem þú varst örlátur að bjóða upp á og var þá mikið hlegið og gert að gamni sínu. Ekki má gleyma því að þegar við systurnar þurftum að láta mála hjá okkur varstu boðinn og búinn að hjálpa til og lést ekki þitt eftir liggja, hvort sem var uppi í Græn- ási hjá Helgu eða á Hringbrautinni hjá Önnu. Þegar verið var að mála verkstæðið talaðir þú um að þér fyndist erfitt að hafa ekki heilsu til að hjálpa til en við vitum hvar hug- ur þinn var. Elsku Eddi, okkur langar að þakka þér samfylgdina. Gæfan verði með þér á nýja staðn- um. Elsku Ella, Guðrún, Lúlli, Jenný, Helga og fjölskyldur ykkar, Guð gefi ykkur styrk í ykkar stóru sorg. Við erum með ykkur í huga okkar. Helga, Steina og Anna Ragnarsdætur. Þegar ég kveð vinnufélaga minn Eggert Sigurðsson hinstu kveðju með þessum fáu orðum þjóta minn- ingarnar frá samverunni í vinnunni sl. 15 ár upp í hugann hver af ann- arri. Eddi eins og hann var kall- aður af þeim sem þekktu hann var afskaplega þægilegur í allri um- gengni, góður vinnufélagi, ávallt léttur í lund og hress og fann gjarnan spaugilegar hliðar á mál- efnum líðandi stundar. Ófáar sögur sagði hann okkur frá því þegar hann var yngri og átti heima í Sandgerði, þegar hann var bílstjóri hjá Miðnesi eða þegar hann var í málningunni. Edda þótti gaman að íslenskum söngtextum og átti það til að syngja einn eða með okkur nokkrar línur, ef við heyrðum sungið í útvarpinu lög eins og 17. júní eða Undir bláhimni. Hann var, vægt til orða tekið, ósérhlífinn maður, duglegur og alltaf tilbúinn að rétta vinnufélögum sínum hjálp- arhönd. Hann veiktist skyndilega í apríl sl., öllum að óvörum, kom til vinnu í nóvember en veiktist aftur. Minningin stendur eftir um besta vinnufélaga sem ég hef haft. Eddi minn, nú hefurðu fengið lausn frá erfiðum veikindum, guð geymi þig. Aðstandendum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingþór Karlsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 45 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG BÁRA ÓLAFSDÓTTIR, Frostafold 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 6. janúar kl. 13.30. Sigurmundur Guðmundsson, Guðfinna Elsa Haraldsdóttir, Sigríður Svansdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson og barnabörn. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LARS TRANBERGS JAKOBSSONAR, Snorrabraut 33, Reykjavík, fer fram frá Laugarneskirkju í dag, föstudaginn 3. janúar kl. 15.00. Árni Jakob Larsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sveinn Björgvin Larsson, Þórunn Hjartardóttir, Gunnar Larsson, Valdís Sigrún Larsdóttir, Valgeir Berg Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur maðurinn minn, stjúpfaðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTJÁNSSON bóndi, frá Ytri-Hjarðardal, Hlíf II, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Holtskirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Eiríkur Ásgeirsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Kristján Jóhannesson, Guðrún Jónsdóttir, Elín Jóhannesdóttir, Gísli Þorsteinsson Helga Jóhannesdóttir, Arnór Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR BEN SIGURÐARDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigurgeir Gíslason, Gísli Sigurgeirsson, Hjördís Þorsteinsdóttir, Marín Sigurgeirsdóttir, Konráð Pálmason, Jenný Sigurgeirsdóttir, Sigfríður Sigurgeirsdóttir, Torfi Smári Traustason, Egill Þór Sigurgeirsson, Sigurgeir Ari Sigurgeirsson, Soffía Katrín Sigurgeirsdóttir, Grétar Þór Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, ANNA BJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hvannstóði, Borgarfirði eystra, verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju laugar- daginn 4. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á slysavarnardeildina Sveinunga á Borgarfirði. Sveinn Bjarnason Geirlaug Sveinsdóttir, Sveinn Jóhannsson, Ágústa Sveinsdóttir, Helgi Eyjólfsson, Karl Sveinsson, Margrét Bragadóttir, Bóthildur Sveinsdóttir, Bernard Gerritsma, Bjarni Sveinsson, Jón Sveinsson Ingibjörg Sveinsdóttir, Guðrún Hvönn Sveinsdóttir, Skúli Sveinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is! upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum. gardur.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.