Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 18
YFIRVÖLD á Salómonseyjum í Kyrrahafi segja að hundruð íbúð- arhúsa hafi eyðilagst í miklum hvirfilbyl á tveimur afskekktum eyjum á laugardagskvöld. Björg- unarskip var sent að eyjunum í gær, fimm dögum eftir náttúru- hamfarirnar, en björgunarmenn- irnir komast ekki til íbúanna fyrr en á morgun, laugardag. Öll fjarskipti við um 3.700 íbúa eyjanna tveggja rofnuðu í hvirf- ilbylnum og ekki er enn vitað hversu margir fórust. Enginn flug- völlur er á eyjunum en ástralskri herflugvél var flogið yfir þær í gær og fyrradag til að kanna ástandið. Eyjarnar eru um 1.000 km frá höfuðstað Salómonseyja, Honiara, og það tekur allt að þrjá daga að sigla þangað. Telur helming húsanna hafa eyðilagst Vindhraðinn í fárviðrinu var allt að 360 km á klukkustund, eða 100 m á sek., og talið er að ellefu metra há alda hafi skollið á nokkr- um strandþorpum eyjanna Tikopia og Anuta. Ljósmyndari fréttastof- unnar AFP, sem var í áströlsku herflugvélinni, sagði að svo virtist sem um helmingur allra húsa á Tikopia hefði eyðilagst. Flest húsanna voru gerð úr trjágreinum og laufum. Embættismaður áströlsku hjálp- arstofnunarinnar AusAid sagði að nokkrir íbúanna hefðu sést á Tik- opia og Anuta, m.a. við fiskveiðar í lóni. Svo virtist sem 20–25 hús hefðu verið endurreist á Anuta. Tafðist vegna fjárskorts Ekki var hægt að senda björg- unarskip strax að eyjunum vegna fjárskorts stjórnar Salómonseyja. Stjórnvöld í Ástralíu og Nýja-Sjá- landi ákváðu að gefa andvirði rúmra fimm milljóna króna til að stjórn eyjanna gæti keypt elds- neyti í björgunarbátinn og hjálp- argögn. Judith Macdonald, mannfræð- ingur sem bjó á Tikopia, sagði að engin höfn væri á eyjunum og því yrði mjög erfitt að flytja hjálp- argögnin í land. Hún taldi að a.m.k. fimmtán þorp hefðu ger- eyðilagst í náttúruhamförunum eftir að hafa skoðað myndir ljós- myndara AFP. Stjórnvöld í Ástralíu og Nýja- Sjálandi voru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist seint við hamförun- um og að hafa ekki sent skip með þyrlur að eyjunum. Phil Goff, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, viðurkenndi að björgunarskip hefði strax verið sent á staðinn ef skemmtiferðaskip hefði lent í slíkum hvirfilbyl. „Það er þó mikilvægt að hafa í huga að Tikopia er ekki að sökkva,“ bætti hann þó við. „Ég veit ekki hvernig við hefðum getað brugðist fyrr við þessu.“ Salómonseyjar eru eyjabálkur, sjö stórar og fjölmargar smáar eyjar, í Melanesíu í Kyrrahafi, austan við Nýju-Gíneu. Norðvest- ureyjarnar tilheyra Papúa Nýju- Gíneu en hinar mynda ríkið Sal- ómonseyjar, sem fékk sjálfstæði innan Breska samveldisins árið 1979. Íbúar Salómonseyja eru um 430.000 og meðalárstekjur þeirra eru andvirði 50.000 króna á ári. Aðalatvinnuvegirnir eru akur- yrkja, skógarhögg og fiskveiðar og helstu útflutningsafurðirnar eru timbur, fiskur, pálmaolía og kókos- kjarni. Yfir 90% íbúanna eru af melan- esískum ættum, tala melanesískar mállýskur, en opinbert tungumál eyjanna er enska. Mikil ólga hefur verið á eyjunni Guadalcanal, m.a. í höfuðstaðnum Honiara, vegna togstreitu milli frumbyggja eyjunnar og fólks sem hefur flust þangað frá eyjunni Malaita. Talið er að allt að hundr- að manns hafi fallið í átökum sem blossuðu upp á Guadalcanal árið 1998 og þar til friðarsamningur var undirritaður í júní 2000. Átök- in urðu til þess að margir erlendir fjárfestar sneru baki við eyjunum. Reuters Loftmynd af þorpi á eyjunni Tikopia eftir hvirfilbylinn sem skall á um helgina. Hundruð húsa eyðilögðust í óveðri á Salómonseyjum Ekki enn vitað um afdrif íbú- anna fimm dög- um eftir nátt- úruhamfarir                    !    "#$                   "#$%&' & %  &'       ()         *     " +$$()  !&(&$( #&')*+# ,-.&% // Auckland. AP, AFP. ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Mac Monari FORSETI Tyrklands, Ahmet Necdet Sezer, lagði um ára- mótin blessun sína yfir þær stjórnar- skrárbreyt- ingar, sem tyrkneska þingið hefur samþykkt, en þær gera leið- toga stjórnar- flokksins, Réttlætis- og þróunarflokksins, kleift að taka við embætti forsætisráðherra nái hann kjöri á þing í auka- kosningum í febrúar. Hann fékk hins vegar ekki að bjóða sig fram í þingkosningunum 3. nóvember sl. vegna dóms 1998 fyrir trúarlegan undirróður. Sýknudómur vekur reiði RÚSSNESKUR herdómstóll sýknaði á nýársdag rússneskan herforingja, Júrí Búdanov, af ákæru um morð en hann hafði verið sakaður um að hafa kyrkt unga tétsenska stúlku. Komst dómstóllinn að þeirri niður- stöðu, að Búdanov væri ekki heill á geði og því skyldi vista hann á geðsjúkrahúsi. Hefur dómurinn vakið mikla reiði meðal margra Tétsena og hefur faðir stúlkunnar ákveðið að vísa honum til hæstaréttar Rúss- lands. Alan Maskhadov, leið- togi tétsenskra aðskilnaðar- sinna, sagði, að með sýknun Búdanovs væri verið að segja, að stríðið í Tétsníu væri háð af her, sem bæri enga ábyrgð á gjörðum sínum. Stórslys í Mexíkó NÆRRI 30 manns fórust þeg- ar flugeldamarkaður sprakk í loft upp í borginni Veracruz í Mexíkó á gamlársdag. Um 70 manns slösuðust. Óstaðfestar fréttir eru um, að einhver hafi kastað frá sér vindlingi á mark- aðnum en hann var í vöruhúsi þar sem einnig voru geymd um fimm tonn af púðri. Engin leyfi voru fyrir markaðinum og þeg- ar yfirvöld reyndu að loka hon- um fyrir áramótin snerust selj- endurnir gegn lögreglunni með bareflum og grjótkasti. Slys af þessu tagi eru tíð í Mexíkó og hafa orðið hundruðum manna að fjörtjóni á fáum árum. Voru þau alls 46 bara á síðasta ári. Ráðherra rekinn ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, vék á gamlárs- dag Naomi Blumenthal, einum aðstoðarráðherra í ríkisstjórn- inni, úr embætti en hann er bendlaður við spillingu og kosningasvindl innan Likud- flokksins. Fullyrt er, að hann hafi mútað nokkrum miðstjórn- armönnum í flokknum til að tryggja honum öruggt sæti á framboðslista flokksins í kosn- ingunum undir mánaðarlok. Hefur þetta mál dregið veru- lega úr stuðningi við Likud- flokkinn og er honum nú spáð 31 þingsæti en hann var með 41 sæti í skoðanakönnunum fyrir nokkru. 44% kjósenda telja, að Sharon beri mesta ábyrgð á spillingu í flokknum. STUTT Leiðin greið fyrir Erdogan Erdogan Danmörk Ekki kosið um evruna í ár ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði í áramótaávarpi sínu á nýársdag að ekki kæmi til þess í ár að Danir greiddu atkvæða um hvort taka bæri evruna upp sem gjaldmiðil. Danir höfnuðu því í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 2000 að taka evr- una upp sem gjaldmiðil. Var það í samræmi við fyrirvara sem sam- þykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu þar árið 1993. Fogh Rasmussen sagði í ræðu sinni að fyrst kæmi til álita að greiða at- kvæði um evruna árið 2004. Kæmi þetta til af því að unnið væri að breyt- ingum á sjálfum stjórnlögum Evrópu- sambandsins. Niðurstaða þeirrar vinnu þyrfti að liggja fyrir áður en Danir tækju á ný afstöðu til evrunnar. Ætla mætti að Danir myndu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- lagabreytingarnar árið 2004 eða 2005. Auk Dana ákváðu Svíar og Bretar að taka evruna ekki upp sem gjald- miðil. Þjóðaratkvæði um evruna fer fram í Svíþjóð í september. Fylgi við að evran verði innleidd sýnist fara vaxandi í Danmörku. Eru tveir af hverjum þremur Dönum nú hlynntir því að horfið verði frá fyr- irvörum í þessu efni og að evran verði gjaldmiðill landsins. 12 af 15 ríkjum ESB tóku upp evruna fyrir réttu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.