Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                              !     !"       #"    $ $   $ # %  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRIÐARGANGAN og ávarp á Ing- ólfstorgi á Þorláksmessu olli mér miklum vonbrigðum í ár. Mér finnst það nálgast hræsni að ganga blysför í nafni friðar niður Laugaveg og flytja þjóðinni ávarp frá Ingólfstorgi í nafni Íslenskra friðarsamtaka, og minnast ekki stöku orði á þær of- sóknir og ofbeldi sem stjórnvöld eru að beita samtökin Friði 2000 og einn öflugasta baráttumann friðar á Ís- landi, Ástþór Magnússon. Mér er kunnugt um að þúsundir mótmælabréfa hafa streymt til landsins og til íslenskra sendiráða frá leiðtogum erlendra friðarsam- taka, stjórnmálaflokka og einstak- lingum víða um heim. Þá hafa birst greinar í erlendum blöðum, m.a. í stærsta blaði Svíþjóðar, Aftenbladet, eftir heimsþekktan rithöfund sem hefur fordæmt og mótmælt til sænskra stjórnvalda aðför þeirra Ís- lensku að Friði 2000 og Ástþóri. Er- lendir friðarsinnar átta sig á hvað þetta er alvarleg aðför að tjáning- arfrelsinu. En ég minnist ekki að hafa séð neitt slíkt frá Íslenskum friðarsamtökum. Í einfeldni minni hélt ég að ís- lenskar friðarhreyfingar myndu nota tækifærið á Þorláksmessu til að fordæma hina dæmalausu aðför stjórnvalda að Friði 2000 sem helst minnir á alræðisstjórnina í Kína. En mér til mikillar furðu var ekki minnst á þetta einu orði. Þess í stað dregnar upp hálfrar aldar gamlar lummur um handtökur friðarsinna í útlöndum á síðustu öld. Talsmaður friðarhreyfinganna er sagður merkilegur pistilhöfundur hjá Fréttablaðinu. Sá fjölmiðill hefur sungið hástöfum í ófrægingarher- ferð gegn Friði 2000 og Ástþóri Magnússyni. Pistlahöfundar blaðs- ins, að ofangreindum meðtöldum hafa verið duglegir að kalla Ástþór ýmsum fjölskrúðugum uppnefnum eftir hann var handtekinn fyrir að flauta á stríðsleik Davíðs, m.a.: Ófriður tvö þúsund, Friðþór tvö þús- undkall, Landskunnur vitleysingur, Athyglissjúklingur, Ruglukollur, Þorpsfífl og Smekksemisfanga. Mér fannst Ástþór góður að mæta á Ingólfstorg í búningi jólasveinsins með svartan trefil bundinn fyrir munninn. Hins vegar var það skipu- leggjendum til vansæmdar hvernig þeir beittu ofbeldi við að hrinda hon- um nær um koll úr friðsamlegri mót- mælastöðu. Mótmælin beindust að dæmalausu vali á frummælanda sem Friður 2000 fékk ekkert að segja um, og því að Ástþóri var meinað að segja nokkur orð sem andsvar við margvíslegum rangtúlkunum fjöl- miðla að undanförnu. Eftir að Ástþór blés í friðarflautuna á stríðsæsinga- mennina Davíð og Halldór, hafa fjöl- miðlarnir keppst við að þagga niður sannleikann um samningana í Prag og gera Ástþór tortryggilegan í aug- um almennings. Enda líklegt að Ást- þór sé að fletta ofan af einu mesta hneykslismáli sem komið hefur upp í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Gaman verður að fylgjast með réttarhöldunum sem hefjast mánu- daginn 13. janúar kl. 13.30 í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Ég er vís til að mæta á áhorfendapalla og hlusta á framburð Ástþórs milliliðalaust í stað þess að eyða skóleðri í fleiri skrautgöngur niður þunnan ís undir Davíðssálmum keisarans. Enda þori ég að standa bak við einn öflugasta ísbrjót samtímans í takt við þúsundir erlendra friðarsinna úr öllum heims- álfum. BRAGI ÞÓR BRAGASON, Kleppsvegi 160, 105 Reykjavík. Þunnur ís Bragi Þór Bragason skrifar ÍSRAELSMENN hafa nú annað árið í röð hindrað Yasser Arafat, leiðtoga PLO, í að vera viðstaddan miðnæt- urjólamessu í kirkju þeirri í Betlehem sem talin er vera reist yfir þeim stað sem hundruð milljóna manna trúa að sé fæðingarstaður Messíasar, eða gyðingsins Jesú frá Nazaret. Fjöldi leiðtoga um allan heim hefur harmað þá framkomu Ísraelsmanna að hindra leiðtoga Palestínumanna í að komast til hinnar Biblíusögu- og gyðingasögufrægu borgar, Betlehem, þar sem báðir eru fæddir Davíð kon- ungur og Jesús Kristur konungur konunganna. Ástæðan fyrir farbanni Ísr- aelsmanna á Arafat snýst um að hindra hann sem mest í stjórnun hryðjuverkastarfsemi sinnar. Þar sem Arafat er múslimi og ísl- amisti þá er fyrir honum jólahátíð kristinna manna auðvitað óguðlegt at- hæfi. En hvers vegna sækir hann það þá svo fast að komast til messu í Betlehem á jólum? Vegna þess að það hefur mikið áróðursgildi þegar millj- ónir manna um allan heim beina sjón- um sínum í gegnum sjónvarpsskjái til Betlehem. Arafat kynnir sig þá sem „skjöld kristinna manna jafnt sem múslima andspænis hernámi óvin- veitts ísraelsks hers“. Tilgangur Arafats er liður í að sam- eina tímabundið kristna menn og múslima gegn gyðingum í því skini að útrýma Ísraelsríki úr Mið-Austur- löndum. Honum hefur að vísu lítið orðið ágengt í að blekkja kristna Bandaríkjamenn en reynst auðvelt að draga Evrópubúa á asnaeyrunum þar sem þeir hafa öldum saman talið sjálfa sig hina einu sönnu arftaka Ísr- aels. (Svokölluð Staðgengilsguðfræði samanber Krossferðirnar.) Þeir sem þekkja til íslam vita að trúarrit múhameðstrúarmanna, Kór- aninn, boðar skýrt að bæði gyðingar og kristnir séu óvinir íslam. Þess vegna myndi Arafat og aðrir leiðtogar íslamista, eins og t.d. Osama Bin Lad- en, ef mögulegt væri, ekki láta staðar numið við að eyða Ísrael heldur halda áfram inn í Evrópu. Þá endurtæki sagan sig. GUÐMUNDUR ÖRN RAGNARSSON prestur. Arafat verður af jólamessu í Betlehem Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.