Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lars TranbergJakobsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 31.5. 1916. Hann lést 26. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbjörg Guðlaugs- dóttir, f. 29.8. 1875, og Jakobs Tranberg Larsson sjómaður, f. í Vestmannaeyjum 7.8. 1860, d. 21.5. 1945. Jakob var son- ur Lars Christensen Tranberg skipstjóra á Österlasker á Borgundarhólmi og Gunnhildar Oddsdóttur. Guðbjörg var dóttir Guðlaugs bónda á Sperðli í Land- eyjum, Jónssonar í Sperðli Jóns- sonar, yngri í Mýrarholti á Kjal- arnesi, Vilhjálmssonar, í Arnarholti, Jónssonar lrm. á Esju- bergi, Þorleifssonar. Móðir Guð- bjargar var Ingibjörg Jónsdóttir frá Króki. Alsystkini Lars: Magn- úsína, f. 29.1. 1910, d. 2.6. 1989, og Gísli, f. 23.12. 1913, d. 26.12. 1993. Hálfsystkini Lars, sammæðra: Elín, Sæunn, Guðlaugur og Sigríð- ur Sigurðarbörn og samfeðra: Guðrún, f. 17.3. 1890, Ágúst, f. 16.8. 1892, og Valdimar, f. 1900, þau eru öll látin. Lars ólst upp hjá föður sínum til átta ára aldurs en var síðan í fóstri til fjórtán ára aldurs hjá Snjáfríði Hildibrandsdóttur og Birni Guð- mundssyni á Vesturhúsum í Vest- mannaeyjum. Lars kvæntist 11.11. 1939 Júl- íönu Valtýsdóttur, húsmóður og maður á Arnarholti, f. 27.12. 1953. 6) Valdís Sigrún, dagskrárstjóri áfengisdeildar Landspítalans, f. 1.8. 1958, börn hennar eru Gunnar Örn, f. 21.11. 1974, unnusta hans er Anna Katri Skogster viðskipta- fræðingur, f. 14.7. 1977, Garðar bakari, f. 5.3. 1979, og Edda há- skólanemi, f. 3.3. 1981. Sambýlis- maður Valdísar er Valgeir Berg Steindórsson byggingartækni- fræðingur, börn þeirra eru Guð- finna Birta, f. 7.3. 1992, og Orri Grétar, f. 18.4. 2001. Sambýlis- kona Lars Tranbergs um tuttugu ára skeið var Hjördís Guðmunds- dóttir. Þau slitu samvistum. Lars tók loftskeytapróf 1934 og símvirkjapróf með radíótækni sem sérgrein hjá Landssímanum 1943. Hann var loftskeytamaður á varðskipinu Ægi 1934–35, bv. Rán 1935, bv. Þorfinni 1936 og á bv. Brimi 1937–38. Hann vann á rad- íóverkstæði Landssímans 1938–47 en fyrstu þrjú árin var hann á Seyðisfirði á sumrin sem loft- skeytamaður og símritari. Þá var hann stöðvarstjóri á sendistöðinni á Rjúpnahæð 1947–85, auk þess sem hann kenndi verklega raf- magnsfræði og mors í fjögur ár við Loftskeytaskólann. Lars var einn af stofnendum yngri deildar Knattspyrnufélagsins Týs og lék með 2. og 3. flokki félagsins. Þá keppti hann í frjálsum íþróttum fyrir KR og síðan fyrir Hugin á Seyðisfirði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Hann var formaður Pöntunarfélags símamanna í nokkur ár og sat þing BSRB. Hann starfaði fyrir Alþýðuflokk- inn um hríð. Lars gekk í Oddfell- ow-regluna og gegndi þar trúnað- arstörfum. Útför Lars verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. saumakonu, f. 15.7. 1916. Hún er dóttir hjónanna Valtýs Brandssonar frá Reynishjáleigu, skó- smiðs og hljóðfæra- viðgerðarmanns og Árnínu Guðjónsdóttur húsmóður frá Skuggahlíð á Norð- firði. Börn Lars og Júlíönu eru: 1) Árnína Sigrún, f. 11.2. 1942, d. 26.4. 1942. 2) Árni Jakob rithöfundur, f. 3.4. 1943. Sambýlis- kona hans er Guð- björg Magnúsdóttir kennari. Árni var kvæntur Kristínu Sigurðar- dóttur. Börn þeirra eru a) Lars Emil myndlistarmaður, f. 20.4. 1962, börn hans eru Jökull, f. 2.1. 1985, og Brynhildur, f. 28.4. 1991, og b) Erla framhaldsskólakennari, f. 26.12. 1963, gift Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni, börn þeirra eru Sveinn Alexander, f. 9.1. 1992, Júlíana Amalía, f. 31.3. 1994, Sara Messíana, f. 18.4. 1996, og Lars Oliver, f. 4.1. 1998. 3) Erla, f. 6.4. 1947, d. 9.8. 1962. 4) Sveinn Björgvin, símsmiður hjá Íslandssíma, f. 27.6. 1952, kvænt- ur Þórunni Hjartardóttur lyfja- tækni, börn þeirra eru Hjörtur, f. 18.8. 1979, Árni, f. 17.1. 1980, Unnur, f. 1.9. 1986, og Júlíus Geir, f. 21.4. 1993. Auk þess á Sveinn soninn Ólaf Kristján frá fyrra hjónabandi, f. 31.10. 1970, börn hans eru Ásgeir, f. 29.5. 1993, Sig- rún Eva, f. 16. 7. 1995, og Helena Rut 13.1. 1999. 5) Gunnar, vist- Í dag kveð ég pabba minn hinstu kveðju. Ein af verstu martröðum bernskunnar hefur nú ræst, þ.e. að annað eða báðir foreldrar mínir myndu falla frá. Fyrir mér var dauð- inn þá ógnvekjandi og ranglátur. Með tímanum lærir maður að dauð- inn getur verið líkn og jafnvel kær- komin hvíld, þegar heilsan er farin. Það er talsvert sérstakt að alast upp hjá fólki af þeirri kynslóð sem pabbi tilheyrði, bæði ákveðin for- réttindi og eins líka hömlur. Seinni árin hefur mér lærst að meta það innræti sem foreldrar mínir höfðu að miðla, ásamt því að tileinka mér ný viðhorf. Áður fyrr einblíndi ég gjarnan á hömlurnar og var neikvæð gagnvart þessum gömlu gildum. Sem dæmi þótti pabba alls ekki til- hlýðilegt að hitta mig á götu þamb- andi kók úr flösku eða að ég léti falla eitthvað neikvætt um kennara eða aðra samferðamenn. Ég var yngst af sex systkinum og ég naut þess eða galt fyrir, eftir því hvernig maður horfir á það. Mér fannst ég oft eins og prinsessa og átti pabbi stóran þátt í því og ég þykist viss að bræður mínir taka undir það heilshugar. Ég minnist þess t.d. að þegar pabbi kom úr Kaupmannahafnarferðum sínum fannst mér að hann kæmi eingöngu með föt handa mér. Það var nú ekki svoleiðis, allir fengu eitthvað. Hann sagði mér oft sögur af búðunum sem hann verslaði í, t.d. Magasin du Nord, sem var algjör ævintýrastað- ur. Þessar sögur og fleiri sagði hann dætrum mínum og fræddi þær um hið dularfulla Magasin þar sem jafn- vel var hægt að skila óþekkum stelp- um. Honum fannst gaman að kaupa á mig skó og þá vaknaði áhugi minn á skóm. Ég held að ég muni eftir hverju einasta pari sem hann keypti og lyktina af sumum þeirra enn í dag. Pabba var í mun að gleðja aðra, sérstaklega börn. Hann hafði líka þann metnað að mennta afkomend- ur sína og var engin liðleysa í þeim efnum. Það þurftu heldur ekki að vera börn úr hans fjölskyldu sem hann gaukaði einhverju að. Skemmtilegar minningar á ég sem lýsa honum ágætlega frá þeim tíma sem hann var daglegur gestur hjá okkur. Ég var í eldhúsinu nýkomin heim úr vinnu, þegar ég heyrði að varlega var bankað á gluggann. Úti voru nokkrir strákar sem stóðu í hnapp með spurnarsvip á andlitinu. Ég spurði frekar pirruð um erindið og voru þeir að spyrja eftir afa Lars, því hann gaf þeim oft pönnsur út um gluggann. Margt var því brallað þegar ég var fjarverandi, sumt sem ég var ekkert sérstaklega hrifin af og annað sem féll í góðan jarðveg. Mér hefur alltaf fundist ég vera augasteinninn hans þó svo að við höfum oftar verið ósammála um menn og málefni. Það atlæti sem hann fékk í æsku hefur verið mér hugleikið um langt skeið. Ég held að það tóm sem myndaðist við fjarveru móður hans hafi aldrei verið fyllt og afstaða hans til barna og annarra minnimáttar hafi mótast af hans sáru reynslu. Pabbi var ekki alltaf þægilegur í um- gengni og lenti iðulega upp á kant við samferðamenn sína. Hann var bæði listfengur og skapstór en líka með barnslund og auðsærður, þann- ig að auðvelt var að koma honum úr jafnvægi. Gott eðli hans skilaði sér líka til okkar og börnin mín fengu notið vináttu hans og gæsku. Undanfarin ár hafa verið tími sorgar þar sem afi Lars, eins og við þekktum hann, var horfinn. Ég vona að hann sé nú umvafinn englum al- heimsins og baðaður í hlýrri birtu al- mættisins, því myrkrið óttaðist hann mest af öllu. Góða ferð pabbi minn. Valdís. Það voru líka rauð jól fyrir um þrjátíu árum þegar við systkinin fengum skauta í jólagjöf frá afa Lars. Snjóleysið og tilfinnanleg vöntun á frosti kom samt ekki í veg fyrir að nýju skautarnir skyldu próf- aðir. Við rukum út úr miðju jólaboði hjá ömmu Júlíönu og skældumst að- eins á skautunum á stömu malbik- inu. Gleðin yfir gjöfinni hans lyfti okkur aðeins upp frá jörðinni þannig að svell eða ekki svell var ekki málið. Á þessum tíma voru afi og amma ný- lega skilin eftir um tuttugu og fimm ára hjónaband. Afi hugsaði engu að síður vel um börnin sín og okkur barnabörnin og var einhvern veginn alltaf til staðar. Afi og amma giftu sig á miklum óvissutímum eða í upphafi heims- styrjaldarinnar síðari. Þau höfðu ekki mikið milli handanna í fyrstu; einnig var skortur almennur í þjóð- félaginu. Afi bjó þá bara til það sem ekki fékkst eða var of dýrt fyrir ung hjón, smíðaði t.d. lampa, leikföng og barnarúm úr hnotuviði. Þau bjuggu fyrst á Grettisgötu en fluttu fljótlega í Laugarneshverfið; fyrst á Hrísa- teig og loks á Silfurteig, skammt frá Laugarnesskólanum. Ég held að það hafi ekki verið tilviljun því afa var umhugað um að börnin hans gengju í góðan skóla. Heimili ömmu og afa var einnig fyrsta heimili fjölskyldu minnar. Faðir minn var þá í mennta- skóla og fengum við afnot af risíbúð í húsi þeirra í nokkur ár. Stórfjöl- skyldan taldi því níu manns og var atgangur eftir því. Afi var mikill krati og hálfa ævina var hann félagi í Oddfellow-reglunni. Mér þótti hún sem barn álíka leyndardómsfull og álfasteinn en aldrei fékk ég það upp úr honum, hvað hann og aðrir reglu- menn voru að aðhafast. Ég vissi samt að það hlaut að vera eitthvað gott og þarft sem þeir eyddu kröft- um sínum í. Afi Lars hefði einfald- lega annars ekki verið í þessum fé- lagsskap. Ef til vill var það í anda reglunnar, að hann þurfti aðeins að hjálpa til þegar ég var 8 ára gömul og hafði ekki þungt atkvæðavægi heima hjá mér. Hann vissi að mig langaði að eignast kettling. Foreldr- ar mínir voru ekki eins hrifnir að hugmyndinni enda nýlega búnir að innrétta íbúðina sína og óvaninn köttur því ekki inni í myndinni. Ég hafði sætt mig við gæludýraleysið en afi var ekki búinn að segja sitt síð- asta orð. Hann kom einn eftirmið- daginn með kettling undir hendinni og setti hann á stofugólfið – á nýja rýjateppið – og sagði að nú ættum við kött. Hann var góður bandamað- ur minn alla tíð. Þannig minnist ég afa míns, sem manns sem vildi gleðja og gefa. Þá minningu geymi ég nú í hjarta mínu. Ég kveð að leiðarlokum ættarhöfð- ingjann og mikinn vin minn og bið Guð að varðveita hann. Erla Árnadóttir. Að morgni annars í jólum fékk ég þær fréttir að afi minn væri látinn. Ég var lengi að átta mig á því að hann væri farinn frá okkur. Fyrstu bernskuminningar mínar tengjast afa uppi á loftskeytastöð, að bardúsa í sumarbústaðnum, eða í bíltúr. Afi hafði alltaf tíma fyrir okkur börnin og var hann alltaf mikill vinur og gat maður talað við afa um allt. Hann kom til okkar nánast daglega í nokk- ur ár, þegar heilsan var sem best. Ég man að maður fór stundum út í strætóskýli og beið eftir honum, enda hafði hann alltaf farið í bak- aríið á leiðinni til okkar. Ég mun aldrei gleyma hvað afi gerði fyrir mig á mínum uppvaxtarárum, helst LARS TRANBERG JAKOBSSON ✝ Hermína Mar-inósdóttir fædd- ist í Siglufirði 24. september 1919. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Seli á Akureyri 21. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Krist- ín Gunnarsdóttir og Marinó Jónsson. Hermína ólst upp á Hólum í Fljótum í Skagafirði ásamt hálfbróður sínum Pétri Pálssyni hjá fósturforeldrum þeirra, Sigríði Hannesdóttur og Jóhanni Þor- steinssyni. Hermína átti sex hálf- bræður af móður og sex hálf- systkin af föður. þrjú börn; Ingimar, f. 30.6. 1947, eiginkona Geirþrúður Elísdóttir og eiga þau þrjú börn; Jónhild- ur, f. 30.5. 1948, á þrjú börn; Guðrún, f. 11.3. 1950, d. 17.10. 1993, á fjögur börn, var gift Ró- berti Eyvindssyni, d. 19.6. 1994; Smári, f. 12.8. 1952, á fjögur börn, var kvæntur Kristínu Gestsdóttur; Gunnhildur, f. 18.11. 1953, d. 31.8. 1959; Bjarni, f. 26.5. 1955, d. 28.4. 1991, var kvæntur Hafdísi Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn; Ragnheiður, f. 16.4. 1957, eiginmaður hennar er Garðar Pétursson og eiga þau tvö börn; Sóley, f. 7.10. 1961, á tvö börn, var gift Friðjóni Þór- arinssyni. Einnig eignuðust Hermína og Víglundur sveinbarn sem lést í fæðingu. Barnabörn þeirra Hermínu og Víglundar eru 43 og þau eiga eitt barna- barnabarn. Útför Hermínu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hermína giftist 14. nóvember 1942 Víg- lundi Arnljótssyni, f. 18. maí 1916, d. 18. maí 1996. Þau eign- uðust 14 börn sem eru: Jóhann, f. 21.1. 1940, d. 10.8. 1989; Sigurður, f. 12.12. 1940, hann á sex börn, sambýliskona hans er Aðalbjörg Garðarsdóttir; Jón- ína, f. 17.2. 1942, eig- inmaður hennar er Þórir Björnsson og eiga þau sex börn; Jóhanna, f. 17.7. 1943, eiginmað- ur hennar er Gústaf Sigurlásson og eiga þau tvö börn; Helga, f. 15.8. 1944, eiginmaður hennar er Stefán Runólfsson og eiga þau Tengdamóðir mín, Hermína Marinósdóttir, hefur nú kvatt þetta jarðlíf, og vil ég með nokkrum orð- um kveðja hana og þakka fyrir það sem hún var okkur hjónunum og börnum okkar. Hermína var fædd í Siglufirði 24. september 1919, en ólst upp að Hólum í Fljótum í Skagafirði. Eins og flestir af henn- ar kynslóð, hóf hún ung að vinna hin ýmsu störf á heimilinu, jafnt utandyra sem innan, bæði hvað varðar matargerð eða umhirðu bú- stofns. Snemma fór Hermína út á vinnu- markaðinn m.a. til Siglufjarðar þar sem hún kynntist ungum og glæsi- legum manni, Víglundi Arnljótssyni ættuðum úr Húnavatnssýslu, og felldu þau hugi saman. Hinn 14. nóvember 1942 stigu þau það gæfu- spor að bindast í heilagt hjónaband og hófu búskap á Hólum í Fljótum. Þar fæddust þeim hjónum fimm fyrstu börnin, en fluttu til Akureyr- ar haustið 1944. Á Akureyri fædd- ust þeim hjónum níu börn. Það seg- ir sig sjálft, að oftast hefur vinnudagurinn verið langur til að fæða og klæða þennan föngulega barnahóp, og kom það sér vel að sem ung stúlka hafði Hermína lært til matargerðar og heimilishalds hjá fósturforeldrum sínum að Hólum. Þrátt fyrir þennan stóra barnahóp starfaði Hermína einnig utan heim- ilisins m.a. um árabil hjá ÚA. Sam- heldnin og væntumþykjan sem ríkti á milli þeirra hjóna var eftirtekt- arverð og aldrei reyndi meira á samheldnina eins og þegar sorgin knúði dyra hjá þeim, en þau sáu á eftir fimm barna sinna og einu barnabarni yfir móðuna miklu. Hermína var einstaklega barngóð og sýndi börnum ávallt mikla þol- inmæði og miðlaði um leið til þeirra þeim lærdómi sem hún hafði dregið af meðlæti og mótlæti á langri lífs- leið. Hún var samferðafólki sínu hvers manns hugljúfi og aldrei heyrði ég hana tala illa um aðra. Og nú þegar Hermína er horfin yfir móðuna miklu er margs að minnast, hún var fríð sínum svo eftir var tek- ið, hún var að eðlisfari afar lífsglöð, ávallt var stutt í hláturinn og hún bar aldurinn vel. Þau hjón Víglundur og Hermína áttu ánægjulegt ævikvöld og nutu góðra samvista í hartnær sextíu ár. Það var gaman að koma í heimsókn til þeirra hjóna og finna þá hlýju og væntumþykju sem þau báru hvort til annars, barna sinna og barna- barna, og sjá um leið hvernig börn- in og barnabörnin umvöfðu foreldra sína, afa og ömmu. Að endingu sendi ég börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum og öðrum ætt- ingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig sendi ég sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Seli fyrir sér- staka umönnun. Stefán Runólfsson. Elsku mamma, nú ertu búin að kveðja okkur. Það er mikil missir að hafa þig ekki lengur hjá okkur, við vorum stór og samheldin fjölskylda. Tvö fyrstu börnin fæddust á sama árinu, það fyrsta í jan. 1940 og annað í des. 1940, og þá var mamma orðin 21 árs gömul og síðan komum við koll af kolli með nokk- urra ára millibili og svo kom síðasti „sólargeislinn“, eins og þau kölluðu hana svo oft, í okt. 1961, þá var mamma orðin 42 ára og fræg eru orðin sem ein systir mín sagði: „Hermína ætlar þú ekki að fara að hætta þessum barneignum.“ Mamma átti eldri börnin flest heima og fannst nú óþarfi að fara upp á sjúkrahús nema með okkur þau yngstu og var það einmitt þessi sama systir sem hreinlega rak mömmu upp á fæðingardeild. Mamma var söngelsk og söng oft með sjálfri sér við vinnuna og kunni margar vísur og rímur, enda er hún í ætt við Vatnsenda-Rósu, og hefði átt heima í söngkór, en mamma gerði lítið fyrir sjálfa sig. Hennar líf snerist allt um pabba og börnin hennar. Hún átti þó nokkur áhuga- mál, þegar hún var ung voru hestar henni mjög kærir og fór hún oft í útreiðartúra vestur í Fljótum þar sem hún ólst upp og einnig hafði hún yndi af því að dansa en þegar hún varð að selja reiðhestinn sinn ákvað hún að setjast aldrei á bak aftur og stóð hún við það, því hún gat verið mjög ákveðin kona. Fræg er sagan þegar hún var á balli vest- ur í Fljótum og henni var boðið upp HERMÍNA MARINÓSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.