Morgunblaðið - 03.01.2003, Side 35

Morgunblaðið - 03.01.2003, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 35 og ekki rétt af mér að tjá mig um það nú. Með hliðsjón af reynslu nýrra eigenda í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi þá tel ég þó líklegt að ein áherslubreytingin verði sú að auka þátt bankans í alþjóðavæð- ingu. Einnig hafa þeir lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að taka þátt í umbreytingarferlinu á innlenda markaðnum. En þetta kemur betur í ljós þegar nýtt bankaráð hefur farið yfir málin eftir að hinir nýju fjárfestar hafa komið formlega að rekstrinum sem gerist á næstum vikum,“ segir Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans. atriðum í samræmi við markaðs- verð,“ segir Halldór. Hann telur rétt að fram komi að þessar við- ræður kaupenda og seljenda um virði hlutafjár í viðskiptunum varða ekki bankann beint. Málið snúist um mat á framtíðarvirði bankans í ljósi tiltekinna efnahagsstærða og ekki sé um neina gagnrýni á reiknings- skil bankans sjálfs að ræða. Starfsfólk Landsbankans er að sögn Halldórs mjög jákvætt í garð þeirra breytinga á eignarhaldi bankans sem nú eru orðnar að veru- leika. „Það er of snemmt að segja til um hvaða áherslubreytingar verða aðstæður sem eru á fjármálamörk- uðum að það geti verið mismunandi mat á tilteknum eignaliðum og að nokkurn tíma hafi tekið fyrir kaup- anda og seljanda að jafna áherslu- mun um verð á bankanum. Það er því í þessu ljósi sérstaklega ánægju- legt að ríkið og Samson hafi komið sér saman um leið til þess að ljúka þessum viðskiptum við þær að- stæður sem eru á mörkuðum. End- urskoðunarákvæðið sem um er samið er mjög góð leið til þess og réttlát að mínu mati. Endanlegt gengi í viðskiptunum getur því ver- ið á bilinu 3,7 til 3,9 sem er í aðal- pendur geti ð því í bank- r, traust alþjóðleg á til að ná il framtíðar. narákvæði og Sam- ór að farsæl á þeim m mat á til- Hafa ber í ur engin stór kum tekist á ti sérfræð- emst vegna er að meta og fjármála- sveifla er í u tilraunir á Norð- hafa ekki a ágreinings íkt árferði á að við þær t Morgunblaðið/Kristinn Það fór vel á með bankastjóranum og ráðherranum þegar samningur um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum var undirritaður. Að baki ráðherra þakkar Björgólfur Thor starfsmanni einkavæðingarnefndar fyrir samstarfið. VIÐ náðum ágætissamningi og það ríkti mikil gleði á gamlársdag í Þjóðmenning- arhúsinu. Ég get ekki betur séð en að þjóðin sé bara til- tölulega ánægð með þetta,“ segir Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Við fáum verð sem er mjög gott. Ég tel glæsilegt að hafa náð þess- um árangri. Þeir aðilar sem kaupa bankann eru þekktir í viðskiptalífinu og margverð- launaðir á árinu 2002.“ Hún segir þá breytingu sem orðið hefur á gengi doll- ars gagnvart krónu engu breyta um það verð sem rík- ið fær fyrir hlut sinn í Lands- bankanum. „Þetta breytir engu því þessir peningar koma aldrei inn í landið. Þeir verða notaðir til þess að greiða niður skuldir. Hins vegar verða aðrir peningar notaðir í framkvæmdir hér á Íslandi.“ Hún segir að geng- ið hafi verið út frá því að þeim peningum sem koma í hlut ríkisins vegna sölunnar verði ekki skipt í krónur, enda væri það ekki hagstætt miðað við þá breytingu sem orðið hefur á genginu. Að sögn Valgerðar getur kaupverðið lækkað um 700 milljónir króna í mesta lagi vegna endurmats á eignum bankans sem gert verður í október á þessu ári. „Þetta er vegna þess að það var ekki algjör samstaða endur- skoðenda bankans annars vegar og Samsonar hins veg- ar hvað varðar verðmæti ákveðinna eigna. Það þótti ástæða til að taka að ein- hverju leyti tillit til þeirra skoðana sem komu fram hjá Samsonarmönnum í þessu máli. Þess vegna var þetta leyst á þann hátt að á seinni hluta þessa árs verða ákveðnar eignir metnar á nýjan leik. Þá fer það eftir því hver staða þeirra verður hvort þetta verð stendur sem gengið er út frá eða hvort það lækkar, þó ekki um meira en 700 milljónir króna,“ segir Valgerður. Hún telur þá kröfu Sam- sonarmanna að fá leiðrétt- ingu á kaupverðinu nái S-hópurinn betri kjörum við kaup á Búnaðarbanka ekki vera stórmál. „Mér finnst þetta ekki vera neitt stór- mál. Engu að síður er þetta inni í samningnum. Hugs- unin hjá Samson er eflaust sú að þar sem þeir séu búnir að ryðja brautina þá vilja þeir ekki að aðrir fái meira út úr því en þeir sjálfir. Þetta er einhvers konar trygging sem þeir vildu setja til að verja sína hagsmuni.“ Valgerður segir þetta ákvæði engu breyta fyrir ríkið því ekki sé ætlunin að beita neitt öðrum vinnu- brögðum við næstu einka- væðingu sem væntanlega verður sala Búnaðarbank- ans. Að henni verði faglega unnið eftir sem áður. Gengið hefur engin áhrif á kaupverðið AÐ sögn Ólafs Davíðssonar, formanns framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, gengu öll helstu atriði sam- komulagsins sem gert var í október á síðasta ári eftir. „Öll meginatriði sem voru ákveðin í október ganga eft- ir. Meðalgengi á hlutabréf- um er það sama og þá var samið um og það hefur allt í aðalatriðum gengið eftir sem lagt var upp með. Við í nefndinni erum mjög sáttir við þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur. Hann segist telja þá leið að meta eignir bankans aft- ur í október á þessu ári, til að jafna ágreining kaupenda og seljenda um matið, vera góða. „Ég tel að þetta sé mjög skýr aðferð sem þarna er notuð og eðlileg í svona tilvikum þar sem svona mis- munandi mat á hlutum kem- ur upp.“ Hann telur að í raun snúist ákvæðið fyrst og fremst um að kaupendur og seljendur hafi komið sér saman um aðferð til að meta eignir bankans. Þá kröfu Samsonar að njóta sömu kjara við kaup á Landsbankanum og S-hóp- urinn kemur til með að njóta við kaup á Búnaðarbank- anum telur Ólafur eðlilega. „Það má segja að það hafi legið fyrir þegar auglýst var eftir áhugasömum kaup- endum að báðum bönkunum í einu þá hafi það verið ljóst að báðir bankarnir yrðu seldir með svipuðum aðferð- um og á svipuðum kjörum. Ég tel að þetta sé bara eðli- legt framhald af þeirri ákvörðun.“ Hann segir það hafa verið ákveðið þegar í október að gera allan samninginn í dollurum til að uppfylla þarfir beggja aðila. „Það var hægt af hálfu ríkisins því í raun getur ríkið geng- istryggt sig með því að tengja greiðslurnar fyrir bankann við afborganir af erlendum lánum.“ Aðspurður hvort það hefði sett pressu á samn- ingsaðila að þurfa að klára fyrir áramót segir Ólafur svo ekki vera. „Það var ekk- ert gert í flýti þarna og ekkert sem gerði það nauð- synlegt að klára samninga fyrir áramót. Báðir aðilar sáu það að morgni gaml- ársdags að við vorum komnir það nálægt lokum málsins að við gátum klárað það. Þess vegna var farið í þennan lokaáfanga á gaml- ársdag og málið klárað. Annars hefði það þá bara frestast fram yfir áramót, það hefði ekki breytt neinu.“ Greiðslurnar tengdar við afborganir Verðið sem samið var um er ríf- lega 10% yfir markaðsverði á bank- anum eins og það var að meðaltali í desember 2002 sem var 3,5–3,6 krónur á hlut. Komi til þess að nýta þurfi endurskoðunarákvæðið að fullu og verð fyrir hlut ríkisins í Landsbankanum lækki verður gengið í þessum viðskiptum 3,70 krónur á hlut í stað 3,91 krónu á hlut. Eftir sem áður er kaupverðið 5% yfir markaðsverði Landsbank- ans. Í júní sl. seldi ríkissjóður 20% hlut sinn í Landsbankanum en gengi bréfa í þeim viðskiptum var 3,50 krónur á hlut. Að sögn talsmanns Samsonar er þessi krafa gerð vegna þess að þær viðræður sem átt hafa sér stað á síðustu mánuðum hafi mótað einka- væðingarferlið. Að baki liggi þekk- ing og reynsla Samsonarmanna, sem einkavæðingarnefnd hafi notið og þeir geti ekki sætt sig við að aðr- ir sigli í kjölfarið og fái betri kjör. „Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að selja bankana báða í einu hefur taf- ið mjög ferlið fyrir sölu Landsbank- ans og þannig skaðað hagsmuni Samsonar. Þetta hefur sett þeirra áætlanir úr skorðum og telja þeir eðlilegt að nú sé tekið tillit til þeirra hagsmuna,“ segir talsmaður Sam- son. greint var í október sl. Samson hafi lýst því yfir að andvirði vafasamra krafna verði endurfjárfest í bank- anum í formi hlutafjár og verði það öllum hluthöfum Landsbankans til hagsbóta, en um 14.500 einstakling- ar og fyrirtæki eru í hópi þeirra. Sætta sig ekki við að aðrir fái betri kjör Annað ákvæði í samningnum er sú krafa Samsonar að nái S-hóp- urinn eða annar aðili í hans stað hagstæðari greiðslukjörum um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. áskilji Samson sér rétt til að endurskoða kaupsamninginn um hlut ríkisins í Landsbankanum. ið lækkaði þó 700 milljónir haflegar for- anlegt verð á ndsbankanum til 12,3 millj- fyrir kunar mson segir að daga um mis- a og seljenda bankans vilji m að seljandi, rgst farsæla m óvissa ríki ð sama og til- nkinn seldur Morgunblaðið/Kristinn aráðherra, Valgerður Sverrisdóttir og Björgólfur Thor Björgólfsson lesa samninginn yfir áður en ritað er undir. Magnús Guð- r Guðmundsson sitja fjær en að baki standa starfsmenn einkavæðingarnefndar og aðrir sem unnu að gerð samningsins. eyrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.