Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 39 ÚTSALA hefst í dag 20—60% afsláttur af öllum skóm Kringlan – -sími 533 5150 GÍSLI Már Gíslason, prófessor, sendir mér tóninn í Morgunblaðinu 23. nóv. 2002 í grein sem hann nefnir því smekklega nafni „Skáldaníðing- ur“. Því miður leggst hann þar svo lágt að draga umræðuna niður á stig skætings og meiðyrða á borð við „skáldaníðingur“ og „náttúruböðull“, orða sem yrðu dæmd dauð og ómerk ef ég nennti að fara í meiðyrðamál við hann. Gísli Már sakar mig þar um að „ráðast á“ Halldór Kiljan Laxness fyrir greinina Hernaðurinn gegn landinu sem hann skrifaði í Morgun- blaðið á gamlársdag 1970. Gísli vísar þar til greinar minnar „Hernaðurinn gegn landinu“ í Morgunblaðinu 6. október á liðnu ári. Því er hér með harðlega mótmælt að sú grein hafi verið „árás“ á Halldór og því síður „níð“ eins og Gísli gefur í skyn með fyrirsögninni. Hinsvegar gagnrýndi ég þar grein Halldórs. Sú gagnrýni var málefnaleg og rökstudd. Gísli segir mig hafa reynt að sýna fram á að það hafi ekki verið ætlun Landsvirkjunar eða stjórnvalda að eyðileggja Þjórsárver. Í grein minni er alls ekkert fjallað um „ætlun“, hvorki Landsvirkjunar né stjórn- valda. Þar er hinsvegar greint frá er- indi sem ég flutti á fundi alþjóðlegra fuglaverndarsamtaka í Hollandi í september 1970, þar sem ég rakti þær hugmyndir sem þá voru uppi um nýt- ingu vatnsorkunnar í efri hluta Þjórs- ár og fólu í sér gerð miðlunarlóns í Þjórsárverum. Þær hugmyndir voru þá á frumstigi undirbúnings. Fram hafði komið gagnrýni á þær vegna áhrifa sem lónið var talið geta haft á heiðargæsastofninn. Rannsóknir á þeim áhrifum höfðu þá enn engar far- ið fram. Að því marki sem orkumála- yfirvöld höfðu þá tekið afstöðu til þessara hugmynda fólst hún í því að nýta skyldi vatnsorkuna en reyna jafnframt að draga svo sem verða mætti úr skaðlegum áhrifum þeirrar nýtingar á heiðargæsastofninn og efna til rannsókna til að leita leiða til þess. Frá því viðhorfi yfirvalda skýrði ég á fundinum, eins og fram kemur í grein minni. Í því skyni að sýna fram á að það sé rangt hjá mér að það hafi verið mis- skilningur hjá Halldóri Kiljan Lax- ness að rafmagn frá Laxá hafi verið ætlað til þarfa „stórra „orkunotenda“ útlendra á borð við Aluminium Suisse“ eins og Halldór komst að orði, prentar Gísli stuttar glefsur úr grein sem ég skrifaði í tímaritið Samvinn- una 1970. Þá grein segir Gísli hafa fjallað um virkjunaráform í Laxá í Þingeyjarsýslu. Greinin nefndist „Um náttúruvernd með sérstöku til- liti til virkjana á Íslandi“ og fjallaði al- mennt um það mál. Mývatn og Laxá eru þar tekin sem dæmi um svæði þar sem búast megi við árekstrum milli virkjunar- og náttúruverndarsjónar- miða öðrum svæðum fremur. Þar er alls ekkert minnst á til hvers orka Laxár muni verða notuð, hvað þá að einstök stóriðjufyrirtæki séu þar nafngreind. Misskilningur Halldórs stafar nær örugglega af því að hug- myndir komu fram um að Alusuisse reisti álver sitt norðanlands með orku frá stórvirkjun í Dettifossi. Ég hef ekkert við það athuga að Gísli sé á öðru máli en ég um nýtingu orkulindanna íslensku og hef ekkert á móti því að að eiga við hann orðastað um þau mál; þó að því tilskildu að hann temji sér almenna mannasiði í skrifum sínum. Skætingi svarað Eftir Jakob Björnsson „Því er hér með harð- lega mót- mælt að sú grein hafi verið „árás“ á Halldór og því síður „níð“ eins og Gísli gefur í skyn …“ Höfundur er fv. orkumálastjóri. LJÓST ætti að vera að fyrning- arleið er hagkvæmasta leiðin við stjórnun fiskveiða og er því vert að beina sjónum að því hvernig best má útfæra hana. Í sinni hreinustu mynd byggist fyrningarleið á því að öllum kvóta sé úthlutað til hæstbjóðenda. Færa má sterk rök fyrir því að það sé þjóð- hagslega hagkvæmasta leiðin, enda myndi kvótinn þá færast í hendur þeirra sem telja sig geta gert úr honum mest verðmæti og bjóða þannig hæsta verðið. Þrátt fyrir það hafa þeir flokkar sem hafa fyrningarleið á sinni stefnuskrá (Frjálslyndir, Samfylk- ingin og vinstri-grænir) blandað inn í stefnu sína aðgerðum sem tryggja einstökum byggðum og einyrkjum einhvern lágmarkskvóta. Í fljótu bragði virðist að hér sé um dæmigerða óráðsíu að ræða í anda klassískrar íslenskrar byggðastefnu, en svo þarf þó ekki að vera. Líta má svo á að umræddar aðgerðir end- urspegli áhættufælni flokksmanna. Reynslan kennir fjárfestum að áhættusamar fjárfestingar bera að jafnaði meiri arð en þær áhættu- minni. Þrátt fyrir það setja fjárfest- ar stóran hluta eigna sinna í áhættu- minni fjárfestingar þó að þeir sem heild myndu hafa meira upp úr þeim áhættumeiri. Þeir meta nefnilega ör- yggið sem felst í lágmörkun áhættu. Á sama hátt er ekkert óeðlilegt við það að reynt sé að minnka áhættu einstakra byggða og ein- yrkja af fyrningarleið, jafnvel þótt það minnki þjóðarhag eitthvað. Áhættu sem felst í því að vera tíma- bundið ekki samkeppnishæfur um kvóta. Það er beinlínis skynsamlegt ef Íslendingar eru áhættufælnir eins og fjárfestar almennt og meta ör- yggið meir en þessa minnkun í þjóð- arhag. Þannig er skynsamlegt að blanda inn í fyrningarleið aðgerðum sem tryggja einyrkjum lágmarkskvóta sem nægir þeim til framfærslu og byggðarlögum í tímabundnum vand- ræðum hins sama. Þessar aðgerðir þurfa þó að byggjast á skýrum reglum en ekki á geðþóttaákvörð- unum stjórnmálamanna eins og byggðakvótinn er nú. Áhættufælni og fyrningarleið Eftir Guðmund Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur með meistaragráðu í viðskiptafræði. „Það er beinlínis skynsam- legt ef Ís- lendingar eru áhættufælnir eins og fjárfestar almennt og meta öryggið meir en þessa minnkun í þjóðarhag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.