Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 39

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 39 ÚTSALA hefst í dag 20—60% afsláttur af öllum skóm Kringlan – -sími 533 5150 GÍSLI Már Gíslason, prófessor, sendir mér tóninn í Morgunblaðinu 23. nóv. 2002 í grein sem hann nefnir því smekklega nafni „Skáldaníðing- ur“. Því miður leggst hann þar svo lágt að draga umræðuna niður á stig skætings og meiðyrða á borð við „skáldaníðingur“ og „náttúruböðull“, orða sem yrðu dæmd dauð og ómerk ef ég nennti að fara í meiðyrðamál við hann. Gísli Már sakar mig þar um að „ráðast á“ Halldór Kiljan Laxness fyrir greinina Hernaðurinn gegn landinu sem hann skrifaði í Morgun- blaðið á gamlársdag 1970. Gísli vísar þar til greinar minnar „Hernaðurinn gegn landinu“ í Morgunblaðinu 6. október á liðnu ári. Því er hér með harðlega mótmælt að sú grein hafi verið „árás“ á Halldór og því síður „níð“ eins og Gísli gefur í skyn með fyrirsögninni. Hinsvegar gagnrýndi ég þar grein Halldórs. Sú gagnrýni var málefnaleg og rökstudd. Gísli segir mig hafa reynt að sýna fram á að það hafi ekki verið ætlun Landsvirkjunar eða stjórnvalda að eyðileggja Þjórsárver. Í grein minni er alls ekkert fjallað um „ætlun“, hvorki Landsvirkjunar né stjórn- valda. Þar er hinsvegar greint frá er- indi sem ég flutti á fundi alþjóðlegra fuglaverndarsamtaka í Hollandi í september 1970, þar sem ég rakti þær hugmyndir sem þá voru uppi um nýt- ingu vatnsorkunnar í efri hluta Þjórs- ár og fólu í sér gerð miðlunarlóns í Þjórsárverum. Þær hugmyndir voru þá á frumstigi undirbúnings. Fram hafði komið gagnrýni á þær vegna áhrifa sem lónið var talið geta haft á heiðargæsastofninn. Rannsóknir á þeim áhrifum höfðu þá enn engar far- ið fram. Að því marki sem orkumála- yfirvöld höfðu þá tekið afstöðu til þessara hugmynda fólst hún í því að nýta skyldi vatnsorkuna en reyna jafnframt að draga svo sem verða mætti úr skaðlegum áhrifum þeirrar nýtingar á heiðargæsastofninn og efna til rannsókna til að leita leiða til þess. Frá því viðhorfi yfirvalda skýrði ég á fundinum, eins og fram kemur í grein minni. Í því skyni að sýna fram á að það sé rangt hjá mér að það hafi verið mis- skilningur hjá Halldóri Kiljan Lax- ness að rafmagn frá Laxá hafi verið ætlað til þarfa „stórra „orkunotenda“ útlendra á borð við Aluminium Suisse“ eins og Halldór komst að orði, prentar Gísli stuttar glefsur úr grein sem ég skrifaði í tímaritið Samvinn- una 1970. Þá grein segir Gísli hafa fjallað um virkjunaráform í Laxá í Þingeyjarsýslu. Greinin nefndist „Um náttúruvernd með sérstöku til- liti til virkjana á Íslandi“ og fjallaði al- mennt um það mál. Mývatn og Laxá eru þar tekin sem dæmi um svæði þar sem búast megi við árekstrum milli virkjunar- og náttúruverndarsjónar- miða öðrum svæðum fremur. Þar er alls ekkert minnst á til hvers orka Laxár muni verða notuð, hvað þá að einstök stóriðjufyrirtæki séu þar nafngreind. Misskilningur Halldórs stafar nær örugglega af því að hug- myndir komu fram um að Alusuisse reisti álver sitt norðanlands með orku frá stórvirkjun í Dettifossi. Ég hef ekkert við það athuga að Gísli sé á öðru máli en ég um nýtingu orkulindanna íslensku og hef ekkert á móti því að að eiga við hann orðastað um þau mál; þó að því tilskildu að hann temji sér almenna mannasiði í skrifum sínum. Skætingi svarað Eftir Jakob Björnsson „Því er hér með harð- lega mót- mælt að sú grein hafi verið „árás“ á Halldór og því síður „níð“ eins og Gísli gefur í skyn …“ Höfundur er fv. orkumálastjóri. LJÓST ætti að vera að fyrning- arleið er hagkvæmasta leiðin við stjórnun fiskveiða og er því vert að beina sjónum að því hvernig best má útfæra hana. Í sinni hreinustu mynd byggist fyrningarleið á því að öllum kvóta sé úthlutað til hæstbjóðenda. Færa má sterk rök fyrir því að það sé þjóð- hagslega hagkvæmasta leiðin, enda myndi kvótinn þá færast í hendur þeirra sem telja sig geta gert úr honum mest verðmæti og bjóða þannig hæsta verðið. Þrátt fyrir það hafa þeir flokkar sem hafa fyrningarleið á sinni stefnuskrá (Frjálslyndir, Samfylk- ingin og vinstri-grænir) blandað inn í stefnu sína aðgerðum sem tryggja einstökum byggðum og einyrkjum einhvern lágmarkskvóta. Í fljótu bragði virðist að hér sé um dæmigerða óráðsíu að ræða í anda klassískrar íslenskrar byggðastefnu, en svo þarf þó ekki að vera. Líta má svo á að umræddar aðgerðir end- urspegli áhættufælni flokksmanna. Reynslan kennir fjárfestum að áhættusamar fjárfestingar bera að jafnaði meiri arð en þær áhættu- minni. Þrátt fyrir það setja fjárfest- ar stóran hluta eigna sinna í áhættu- minni fjárfestingar þó að þeir sem heild myndu hafa meira upp úr þeim áhættumeiri. Þeir meta nefnilega ör- yggið sem felst í lágmörkun áhættu. Á sama hátt er ekkert óeðlilegt við það að reynt sé að minnka áhættu einstakra byggða og ein- yrkja af fyrningarleið, jafnvel þótt það minnki þjóðarhag eitthvað. Áhættu sem felst í því að vera tíma- bundið ekki samkeppnishæfur um kvóta. Það er beinlínis skynsamlegt ef Íslendingar eru áhættufælnir eins og fjárfestar almennt og meta ör- yggið meir en þessa minnkun í þjóð- arhag. Þannig er skynsamlegt að blanda inn í fyrningarleið aðgerðum sem tryggja einyrkjum lágmarkskvóta sem nægir þeim til framfærslu og byggðarlögum í tímabundnum vand- ræðum hins sama. Þessar aðgerðir þurfa þó að byggjast á skýrum reglum en ekki á geðþóttaákvörð- unum stjórnmálamanna eins og byggðakvótinn er nú. Áhættufælni og fyrningarleið Eftir Guðmund Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur með meistaragráðu í viðskiptafræði. „Það er beinlínis skynsam- legt ef Ís- lendingar eru áhættufælnir eins og fjárfestar almennt og meta öryggið meir en þessa minnkun í þjóðarhag.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.