Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 41 ✝ Bergþóra Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 2. mars 1944. Hún lést á Landspítalan- um – háskólasjúkra- húsi 19. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Kristinsson, f. 1912, d. 1992, og Hulda Þorbergsdótt- ir, f. 1914, d. 1994. Systkini Bergþóru eru Kristinn, f. 1935, d. 2001, Guðrún Kristín, f. 1947, d. 1996, og Jórunn Hulda, f. 1953. Hinn 5. febrúar 1966 giftist Bergþóra eftirlifandi eiginmanni sínum, Róbert Róbertssyni, f. 27. maí 1943. Börn þeirra eru: 1) Hulda María, f. 1966, maki Mich- ael Otero, þau eiga saman Yvonne Maríu, f. 1993, fyrir átti Hulda María Diljá Hrund, f. 1990. 2) Sigurður Arnar, f. 1967, synir hans eru Alexander, f. 1991, Róbert Orri, f. 1998, og Viktor Snær, f. 2000. 3) Erna Bryn- dís, f. 1975, dóttir hennar er Camilla Hrund, f. 1998. Bergþóra lauk námi í hárgreiðslu og vann við iðn sína framan af. Síðar starfaði hún á skrif- stofu hjá Álafossi hf. Starfsævi sinni lauk hún hjá Íbúðum aldr- aðra á Seltjarnarnesi þar sem hún m.a. tók upp þráðinn við iðn sína. Útför Bergþóru fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinátta. Umhyggja. Hjartahlýja. Þessi þrjú orð koma aftur og aftur upp í hugann þegar ég hugsa um minnisstæðustu þætti í fari minnar elskulegu frænku, sem nú hefur kvatt okkur eftir hetjulega baráttu. Eftir stendur minning um konu, sem sýndi ótrúlega þrautseigju í ójafnri glímu við vágestinn vonda. Samleið okkar er orðin löng og samofin á marga vegu. Við vorum systrabörn og í æsku dvaldi ég löngum á heimili foreldra hennar í Reykjavík. Suður í Garði áttum við svo ævintýraland hjá ömmu og afa þar sem við lékum okkur með öðrum frændsystkinum hvenær sem færi gafst. Á þessum árum var lagður grunnur að vináttu og tryggð, sem aldrei bar skugga á. Allt til síðasta dags. Hún var mér miklu fremur sem systir en frænka. Fjölskylda mín var sem hennar. Átti í Önnu og stelpun- um okkar „hvert bein“, enda í sér- stöku uppáhaldi hjá þeim. Hjálpsem- in ávallt til staðar. Alltaf tilbúin til aðstoðar ef á þurfti að halda. Tókst ávallt að skapa notalegt andrúmsloft í kringum sig. Alltaf jafn notalegt að líta inn í smáspjall (sem oftast varð lengra en til stóð). Þurfti ekkert til- efni, maður fór ávallt auðugri til baka. Leið betur. Hún var sú sterka þegar á móti blés. Leiddi fjölskyldu sína þegar veikindi og dauðsföll bar að. Huggaði. Hjálpaði. Var nærri þegar á þurfti að halda. Trúin skipaði stóran sess í lífi hennar og veitti henni styrk á slíkum stundum. Allir sem hlut áttu að máli nutu góðs af. Komust betur yfir erfiðleikana. Undir það síðasta varð ljóst, að ekki yrði við vágestinn ráðið. Hið sterka hjarta sló þó lengur en búist var við, þrautseigjan var slík. Við hlið hennar var Róbert, sem sýnt hefur aðdáunarverðan styrk og stuðning í erfiðleikunum, sem og alla tíð. Þau voru ávallt sem eitt. Hans missir og fjölskyldunnar er mikill. Þessi orð hér að framan hefðu get- að orðið miklu fleiri. Svo margt er ósagt enn og minningarnar margar. Ég ætla samt fremur að eiga þær með sjálfum mér en að setja á prent. Hinn hljóðláti háttur á stundum bet- ur við. Kæra frænka, orð eru lítils megn- ug. Með kærum þökkum fyrir allt sem þú varst mér og mínum kveð ég þig og bið góðan Guð að fylgja þér og um leið að styðja og styrkja fjöl- skyldu þína til að mæta morgundeg- inum. Guðmundur. „Það er eins og gerst hafi í gær.“ Þessi laglína kom upp í huga minn þegar ég settist niður til að skrifa þessa minningargrein. Það er eins og gerst hafi í gær að Unna systir dó 2. desember 1996. Það er eins og gerst hafi í gær að Kristinn bróðir lést á jóladag 2001. Það er eins og gerst hafi í gær að Bergþóra systir mín skipti um dvalarstað að kvöldi 19. desember 2002. Er ekki tíminn undarlegt hugtak? Við munum stundum ekki hvað gerð- ist í fyrradag en eitthvað sem gerðist fyrir sex árum, átta árum eða jafnvel tíu árum er eins og greypt í hugskot manns. Elsku stóra systir, þú sem varst alltaf tilbúin að hjálpa mér ef eitthvað bjátaði á, sama hvernig það kom sér fyrir þig, ert farin á undan mér yfir móðuna miklu. Ef ég þekki þig rétt ferðu fljótlega að undirbúa komu okkar hinna þó að við vitum að sjálfsögðu ekkert hversu langt verður í þá för, þú vildir alltaf vera tímanlega í að undirbúa allt. Elsku stóra systir, ég hef verið að hugsa eigingjarnar hugsanir, hvað ef þú hefðir ekki verið svona viljug að hugsa um aðra, þá hefðir þú eflaust hugsað betur um sjálfa þig og værir ennþá hjá okkur. En það tjáir ekki að deila við æðsta dómarann, hann er sá eini sem hefur heildarsýnina og veit hvenær okkar tími er kominn. Verði guðs vilji. Við systurnar vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga mjög trúaða og kærleiksríka móður sem stundaði það sem hún kenndi okkur, að vera góðar við meðbræður okkar, sérstak- lega þá sem minna máttu sín. Það voru margir sem nutu kærleiksríkrar hjálpar þinnar, stóra systir, bæði ungir og gamlir, skyldir sem óskyld- ir. Þú varst eins og mamma, alltaf með opinn faðminn. Máttir ekkert aumt sjá enda var alltaf halarófan af fólki á eftir þér, það sogaðist að þér eins og flugur að hunangi. Elsku stóra systir, megi algóður guð blessa þig og hjálpa þér fyrstu skrefin á nýjum stað þar til við sjáumst aftur. Elsku Róbert minn, Hulda María, Sigurður Arnar, Erna Bryndís, tengdabörn og barnabörn, missir ykkar er mikill en látið huggast, því að hún er í góðum höndum. Frá ljóssins dýrðar lind í huga Guðs lát ljósið skína inn í huga manns. Lát ljósið lýsa þessa vora jörð. Frá kærleiks lind í ljúfu hjarta Guðs lát kærleik streyma inn í hjarta manns. Komi Kristur aftur jarðar til. Frá máttarstöð er miðar vilja guðs lát markmið stýra veikum vilja manns. Markmið það er meistararnir sjá. Frá máttarstöð er mannkyn köllum vér lát markmið ljóss og kærleiks sækja fram svo innsigli það dyr hins illa valds. Lát kærleik, ljós og æðri mátt efla áform lífs á jörð. Jórunn Hulda Sigurðardóttir. Í dag verður til moldar borin frá Neskirkju í Reykjavík frænka mín Bergþóra Sigurðardóttir. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast Bergþóru en við vorum bræðradætur. Hún var fædd í Reykjavík, dóttir Sigurðar Kristins- sonar föðurbróður míns og konu hans Huldu Þorbergsdóttur, og ólst upp hér í borginni, lengst af í Granaskjóli. Systkini Sigga frænda, föður Bergþóru, voru þau Guðmundur, fað- ir minn, Þorgrímur, Jórunn, Guðrún (Unna) og Kristín, börn Kristínar Guðmundsdóttur og Kristins Gísla- sonar, trésmiðs, og voru þau öll bú- sett í Reykjavík. Fjölskyldur Sigga frænda og Huldu, foreldra Bergþóru, og föður- systkina hennar voru alla tíð mjög samhentar og mikill samgangur þar á milli. Heimsóknir og fjölskylduboð voru tíð og frændrækni og tryggð mikil. Er margs að minnast frá þeim árum er þau systkinin voru enn á lífi, en öll eru þau nú komin yfir móðuna miklu. Fyrstu ár ævi okkar, barna þeirra, bjuggu þau systkinin ýmist saman eða í miklu nábýli. Það gerði það að verkum að okkur systkina- börnunum varð vel til vina og entist sú vinátta alla ævi. Bergþóra átti tvær systur, Guð- rúnu Kristínu (Unnu) sem látin er og bjó í Bandaríkjunum og Jórunni Huldu, sem lifir systur sínar. Einnig átti Bergþóra hálfbróður, Kristin Sigurðsson, sem einnig er látinn. Bergþóra giftist ung Róbert Ró- bertssyni, húsgagnasmið og húsa- smíðameistara, ljúfmenni og góðum dreng sem reyndist henni með af- brigðum vel í þeim erfiðu veikindum sem hún átti við að stríða þar til yfir lauk. Heimili þeirra stóð í fyrstu á Meistaravöllum 5 í Reykjavík, en þar bjuggum við frænkurnar hlið við hlið á sömu hæðinni í nokkur ár. Berg- þóra og Róbert eignuðust þrjú börn, þau Huldu Maríu, Sigurð Arnar og Ernu Bryndísi, sem öll hafa gefið þeim barnabörn og er Hulda María gift Mikael Othero, sem nýlokið hef- ur herþjónustu í Bandaríkjaher. Þau hafa nú sett sig niður hér á Íslandi eftir margra ára dvöl erlendis. Bergþóra og Róbert áttu vel sam- an, bæði ljúf og glaðvær og gott að umgangast þau. Þau voru gestrisin og á heimili þeirra var tekið á móti fólki af rausn og alúð. Bergþóra var hárgreiðslumeistari að iðn og rak um tíma sína eigin hár- greiðslustofu, bæði heima hjá sér á Meistaravöllunum, í Granaskjólinu í húsi mömmu sinnar og pabba og síð- an aftur heima hjá sér í Þverbrekku í Kópavogi. Um árabil vann Bergþóra í Ullarverksmiðjunni á Álafossi og í Þjónustuíbúðum aldraðra á Seltjarn- arnesi. Frænka mín Bergþóra Sigurðar- dóttir var í eðli sínu yfirlætislaus og hlédræg kona. Hún var vel látin með- al vina sinna og vandamanna, enda einlæg og sönn í hvívetna og fram- koma hennar mótuð af meðfæddri ljúfmennsku og jafnaðargeði. Ég, bræður mínir og fjölskyldur kveðjum Bergþóru frænku okkar með söknuði og eftirsjá og þökkum henni allar samverustundirnar á liðn- um áratugum um leið og við flytjum Róbert, Huldu Maríu, Mikael, Sig- urði Arnari, Ernu Bryndísi og Jór- unni og börnum þeirra samúðar- kveðjur og biðjum frænku okkar blessunar í nýjum heimkynnum. Kristín Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast hennar Bergþóru föðursystur minnar, konu sem mér þótti mjög vænt um og sýndi mikið baráttuþrek í veikindum sínum. Fyrir rúmum tveimur árum greindust bæði Bergþóra og pabbi með krabbamein og var það mikið áfall. Pabbi lést 25. desember það sama ár en Bergþóra 19. desember sl., tveimur árum síðar. Hún reyndist mér mjög vel í veikindum pabba og við fráfall hans og stappaði í mig stál- inu og hughreysti enda þótt hún væri sjálf mikið veik. Aldrei kvartaði hún og horfði bjartsýn fram á veginn og var ákveðin í að sigrast á veikindum sínum. Þau voru mörg símtölin sem við áttum í gegnum árin og var þá skipst á fréttum af fjölskyldunni. Alltaf þeg- ar ég kom í heimsókn þá kallaði hún iðulega til fleiri fjölskyldumeðlimi til að treysta böndin. Hún bar mikla um- hyggju fyrir strákunum mínum og kunnu þeir vel að meta það. Við hugs- um til hennar þegar við förum að ganga frá frímerkjunum sem hún var búin að safna handa þeim. Kristinn minn sjö ára sagði þegar hann frétti að Bergþóra væri dáin: „Mamma, við þurfum ekkert að vera leið þó hún sé dáin því þeir sem eru dánir lifa áfram í hjörtum okkar.“ Mikil er spekin sem felst í þessum orðum. Það urðu Bergþóru og fjölskyldu miklar gleðifréttir þegar Hulda María, Michael og dætur ákváðu að flytja heim til Íslands frá Ameríku í nóvember sl. Ég fann hvernig eftir- væntingin jókst þegar nær dró og léttirinn var mikill þegar þau stigu fæti sínum á íslenska grund. Mikið var hún frænka mín glöð. Kannski vissi hún hvað tíminn var naumur. Mikið var af henni dregið þegar ég kom að kveðja hana á spítalanum daginn áður en hún dó en hún var umkringd fjölskyldunni og þannig leið henni best. Elsku Róbert, Hulda, Sigurður, Erna og fjölskyldur. Megi guð vera með ykkur á þeim erfiðu tímum sem fara í hönd, og elsku Jórunn, megi guð veita þér styrk. Ég veit að þú átt eftir að umvefja fjölskylduna með hlýju þinni. Ég flyt innilegar samúð- arkveðjur frá mömmu, systkinum og fjölskyldum þeirra. Mig langar að þakka Bergþóru allt sem hún var mér og mínum og kveðja með sálmi sem við pabbi lásum oft í veikindum hans: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kristín. Mig langar að þakka henni Beggu vinkonu minni fyrir að fá að vera með henni frá því að við vorum unglingar í Skjólunum. Begga lærði hárgreiðslu og vann við það meira og minna alla sína ævi. Hún var mjög flink í sínu fagi og stundum hittumst við stelp- urnar hjá Beggu, hún gerði okkur flottar um hárið og svo fórum við og dönsuðum mikið og skemmtum okk- ur. Begga var einstök hjálparhella, hún passaði fyrir mig stelpurnar og kom til hjálpar óumbeðin þegar var skírt, fermt, við útskriftir og afmæli og þær voru margar kransakökurnar og smurbrauðin sem hún Begga stóð fyrir. Hún Begga var yndisleg, skemmtileg og alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd. Óskar minn og Begga börðust bæði tvö við krabbamein síðustu ár. Í þeirri bar- áttu gaf Begga okkur oft góð ráð og þakka ég það. Ég sendi Róberti og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Erla Friðriksdóttir. BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR ✝ HildigunnurÞorsteinsdóttir fæddist á Efri-Vind- heimum 24. desem- ber 1930. Hún lést á heimili sínu á Akur- eyri 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Marselína Hansdótt- ir, f. 27. ágúst 1899, d. 3. ágúst 1987, og Þorsteinn Stein- þórsson, f. 19. júní 1884, d. 4. júlí 1945. Systkini hennar eru Baldur, býr á Akureyri, f. 7. jan- úar 1920, Steinþór, býr á Akur- eyri, f. 25. maí 1925, Hans, f. 6. nóvember 1926, látinn, Hulda, býr á Akureyri, f. 22. maí 1928, og Þórunn, býr á Akureyri, f. 22. október 1936. Hildigunnur átti eina hálfsystur samfeðra, Jó- nemi við Háskólann á Akureyri, f. 15. júní 1978, býr með Birgi Rafni Ólasyni, starfsmanni hjá Haftækni, eiga þau eina dóttur, Söru Maríu, leikskólanema, f. 16. febrúar 2001. 2) Kolbrún Sif, f. 2. október 1981, starfsmaður hjá Hagkaupum. 3) Stefanía Hrönn, f. 30. desember 1982, nemi við Verkmenntaskólann á Akureyri og starfsmaður hjá Hagkaupum. Hildigunnur ólst upp á Efri- Vindheimum í Eyjafirði. Vetur- inn 1949–1950 fór hún í Hús- mæðraskólann á Blönduósi. Vann einn vetur hjá Guðmundi Karli lækni á Akureyri en flutti svo í Skagafjörð 1954. Á árum 1978 til 1998 vann hún í eldhúsinu í Varmahlíðarskóla jafnframt því sem hún rak bú á Keldulandi með bónda sínum. Þau tóku að sér mörg börn sem dvöldust hjá þeim sumarlangt. Hún söng með Rökkurkórnum í fjöldamörg ár auk þess að syngja með kirkjukórnum við Silfra- staðakirkju. Útför Hildigunnar fór fram frá Akureyrarkirkju 2. janúar. hönnu, f. 3. desember 1917, látin. Eftirlifandi eigin- maður Hildigunnar er Stefán Hjörtur Hrólfsson, f. á Ábæ í Austurdal 1. júlí 1927, sonur hjónana Valgerðar Kristjáns- dóttur og Hrólfs Þor- steinssonar sem bæði eru látin. Hildigunn- ur og Stefán giftu sig 24. desember 1954 og bjuggu á Keldulandi allt til haustsins 2002 en þá flytja þau til Akureyrar. Þau áttu eina dóttur, Valgerði, sem vinnur á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, f. 14. nóvem- ber 1956, maki Jón M. Magnússon kranamaður, f. 2. ágúst 1944. Eiga þau þrjár dætur. Þær eru: 1) Hildigunnur Rut, sjávarútvegs- Hildigunnur Þorsteinsdóttir, bóndi og húsfreyja á Keldulandi í Akra- hreppi, er látin. Það var fyrir tæpum tveimur áratugum að við kynntumst þeim hjónum Stefáni og Hildigunni á Keldulandi. Kynni okkar hófust þeg- ar við borgarbörnin héldum á vit æv- intýra og nýrra verkefna og fluttum norður í Skagafjörð. Hildigunnur var hæglát kona, hógvær og feimin við fyrstu kynni. Við þurftum að sækja dálítið að henni til að fá að kynnast henni. Hún hafði ekki hátt um skoð- anir sínar en var engu að síður skoð- anaföst og vel upplýst. Hún reyndist okkur góð vinkona og gerði okkur fljótlega ljóst að við vorum ávallt vel- komin í hennar hús, sem var okkur aðkomufólkinu mikils virði. Það var gott að koma í eldhúsið hennar Hildi- gunnar, þar réð snyrtimennska og gestrisni ríkjum. Það var ekki hægt að koma við í Keldulandi án þess að þiggja kaffisopa og meðlæti, oft klein- ur sem börnin okkar kölluðu jafnan bestu kleinur í heimi. Þó að Hildigunnur hafi verið hæg- lát og oft hlédræg tók hún þátt í fé- lagslífi sveitarinnar, m.a. kórstarfi og sinnti ýmsum samfélagslegum verk- efnum sem nauðsynleg eru í litlu sam- félagi. Á Keldulandi var t.d. bóksafni Silfrastaðasóknar fundinn staður. Hildigunnur sá um að halda þar öllu í röð og reglu svo sómi var að. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og taka þátt í lífi þessarar konu sem alla sína ævi hefur unnið hörðum höndum við bú sitt og ræktun okkar lands. Við minnumst hennar með virðingu og væntum- þykju. Stefáni, Valgerði, Jóni og dætrum vottum við okkar dýpstu samúð. Vinir á Skólaheimilinu Egilsá. HILDIGUNNUR ÞORSTEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.