Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ K R I N G L U N N I ÚTSALAN HEFST Í DAG 30-40% AFSLÁTTUR STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN . . . . . . EKKI ALLTAF BRESKI grínleikarinn Sacha Baron Cohen, sem leikur Ali G., slapp með skrekkinn í fyrrinótt þegar kúla kom gegnum vegginn á hótelherbergi hans í Tel Aviv í Ísrael. Segja breskir fjölmiðlar að tveir karlmenn sem dvöldu í næsta herbergi virðast hafa sammælst um að fremja sjálfs- morð og skaut annar þeirra hinn og síðan sjálfan sig á eftir. Fór önnur kúlan í gegnum herbergisvegginn. Cohen var sofandi þegar þetta gerð- ist en morguninn eftir sá hann holuna á veggnum og einnig var herberg- isglugginn brotinn … Nýr kandídat hefur verið nefndur sem líklegastur til að taka við hlutverki Dumble- dores skólameistara af Richard heitnum Harris, í þriðju myndinni um Harry Potter. Mun sá vera breski leikarinn Michael Gambon, sem síð- ast sást í Gosford Park. Framleiðandi myndarinnar, Warner Bros., hef- ur ekki staðfest fréttina …Ozzy og Sharon Osbourne endurnýjuðu vígsluheit sín í ára- mótaveislu á hóteli í Beverly Hills fyrir framan hundruð gesta. Hjónin giftu sig1982 en frestuðu því að halda upp á 20 ára brúðkaupsafmæli sitt vegna veikinda Sharonar en hún berst við ristilkrabbamein. Village People sá um tónlistina og á meðal gesta voru söngvarinn Justin Timb- erlake og grínleikarinn Chris Rock. … Demi Moore hefur að und- anförnu verið að hitta Spiderman- leikarann Tobey Maguire, sem er 13 árum yngri en hún. Þau hafa sést sam- an á stefnumótum síðan í nóvember en á dögunum bárust að virðist rangar fregnir af sambandi Moore við Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta … FÓLK Ífréttum Ali G. Tobey Maguire Michael Gambon SJÓRÆNINGJAÆVINTÝRIÐ Gulleyjan hefur glatt lesendur sína nú svo öldum skiptir, svo það hlaut að koma að því að Disney gerði sér mat úr því. Og það bara býsna góðan mat. Hér segir frá Jens Hans- syni/Jim Hawkins. Hann er eitthvað eirðarlaus strákurinn og þegar deyjandi maður færir honum kortið að Gullplánetunni lætur hann drauma sína um alvöru hasar rætast og heldur af stað í leit að földum fjársjóði ásamt fjölskyldu- vininum doktor Dalbert Koppdal. Gullplánetan er virkilega flott og myndrænt áhrifarík kvikmynd. Ævintýrið hefur verið fært inn í framtíðina og gerist í geimnum. Það sem mér finnst svo skemmti- legt er að breski 19. aldar bygging- arstíllinn fær að halda sér þrátt fyr- ir að við séum stödd á geimstöð í framtíðinni. Allt umhverfi er því sambland af tveimur tímum og þetta á einnig við um föt og skipin. Hér eru engin geimskip heldur gamaldags skip að hætti sjóræn- ingjatímabilsins mikla – en auðvit- að með gerviaðdráttarafli! Þetta er sérlega vel gert og gengur alger- lega upp. Persónurnar eru mjög sérstakar. Einungis Jens og móðir hans eru mannverur, allar hinar verurnar eru af dýrakyni, vélmenni eða ein- hver óskiljanleg fyrirbæri. Og eng- inn virðist af sama kyni, en maður veit jú aldrei hvernig framtíðin verður. Kapteinn Amelía er katt- arkyns, Dalbert Koppdal hundur en Silfri/Langi John Silver er rafmenni. Per- sónurnar eru vel skrifaðar, skemmtilegar, litríkar og frumlegri en í undanförnum myndum. Vélmennið Ben er „fyndni vin- urinn“ sem vegur upp á móti alvarleika aðalpersónunnar. Hann kemur frekar seint inn í sög- una og ég vildi að honum hefði bara verið sleppt. Bæði er hann alltof málóður og við erum búin að sjá þessa típu of oft. Það er samt ekki hægt að segja annað en að Laddi túlki hann af stakri snilld og er öll raddsetningin aðstandendum til sóma. Annars er myndin bæði spenn- andi og oft á köflum mjög drama- tísk. Þetta er ein af þessum Disney- myndum sem bæði fullorðnir og börn hafa jafngaman af. Fjöl- skyldujólamyndin í ár. Gullleit í geimnum KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó og Laugarásbíó Leikstjórn og handrit: Ron Clements og John Musker eftir skáldsögunni Gull- eyjan eftir Robert Louis Stevenson. Stjórn ísl. raddsetn.: Júlíus Agnarsson. Aðalhlutverk: Atli Rafn Sigurðarson, Pét- ur Einarsson, Þór Tulinius, Þórunn Lár- usdóttir og Þórhallur Sigurðsson. BNA. 95 mín. Buena Vista International 2002. TREASURE PLANET/GULLPLÁNETAN  Hildur Loftsdóttir Gullpláne tan ku ve ra sannkö lluð fjölsk yldumynd . FASTEIGNIR mbl.is mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.