Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 16
ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
www.mulalundur.is
Alla daga
við hendina
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK.
Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Kjölmiðar
með ártali
Spyrjið um
bréfabindi
í næstu bókaverslun.
Við starfsfólk Múlalundar
viljum þakka starfsfólki
bókaverslana hve vel það
hefur tekið bréfabindunum
frá okkur og ekki sýst
þeim sem kaupa þau því
það tryggir betri framtíð
margra einstaklinga.
YFIRVÖLD í Ástralíu hafa hert allt
eftirlit við búðir innflytjenda í land-
inu en þar hefur komið til mikilla
óeirða að undanförnu. Ýmsir sál-
fræðingar vara hins vegar stjórn-
völd við og segja, að búast megi við
álíka uppákomum á næstunni vegna
þess, að andlegt ástand fólksins í
búðunum sé orðið mjög bágborið.
Síðustu vikuna hefur komið til
uppþota í fimm af sjö búðum fyrir
ólöglega innflytjendur og eldur
komið upp í mörgum byggingum í
þeim. Í búðunum eru um 1.200
manns, aðallega frá Miðausturlönd-
um og Suður-Asíu. Er beint fjártjón
af völdum óeirðanna metið á meira
en 300 millj. íslenskra króna. Hafa
15 ólöglegir innflytjendur, aðallega
frá Kína, úr einum búðunum verið
settir í sérstaka öryggisgæslu og
aðrir sjö voru leiddir fyrir rétt í gær
sakaðir um íkveikju og árásir á verði
í Woomera-búðunum. Eru þeir
sagðir hafa stjórnað uppreisn um 90
fanga.
Fólkinu er haldið í búðunum með-
an verið er að fjalla um umsókn þess
um hæli í Ástralíu eða þar til það er
flutt aftur úr landi. Getur það tekið
nokkur ár. Hótar ríkisstjórn Johns
Howards forsætisráðherra að reka
umsvifalaust úr landi þá, sem standa
fyrir uppþotum, en samtök ástr-
alskra sálfræðinga segja, að uppþot-
in hafi „verið fyrirsjáanleg og þess
vegna unnt að koma í veg fyrir þau“.
„Ástandið í búðunum er mjög al-
varlegt. Fólkið er örvæntingarfullt
og andleg heilsa þess orðin mjög
bágborin,“ sagði Louise Newman,
talsmaður samtakanna. Sagði hún,
að yrði ekki úr bætt mætti fljótlega
búast við nýjum óeirðum.
Daryl Williams, ríkissaksóknari
Ástralíu, vísaði þessu á bug og sagði,
að þeir ólöglegir innflytjendur, sem
teldu andlegri heilsu sinni vera
hætta búin, gætu einfaldlega snúið
aftur til síns heima.
Sameinuðu þjóðirnar og ýmis
mannréttindasamtök hafa gagnrýnt
áströlsku ríkisstjórnina harðlega
fyrir meðferðina á ólöglegum inn-
flytjendum en þeim er öllum safnað
saman í sérstakar búðir fjarri byggð
og þar af eru einar á Jólaeyju í
Kyrrahafi.
Uppþot og óeirðir meðal ólöglegra innflytjenda í Ástralíu
Eftirlit með búðunum hert
Sydney. AP, AFP.
Reuters
Logandi byggingar í Woomera-flóttamannabúðunum í Ástralíu á gamlársdag. 37 hús eyðilögðust alveg.
HANS Blix, yfirmaður vopna-
eftirlitsnefndar Sameinuðu
þjóðanna, þekktist í gær boð
ráðamanna í Írak um að koma
til Bagdad til viðræðna um störf
vopnaeftirlitsmanna í landinu
undanfarnar vikur. Blix fer til
Bagdad í þriðju viku jan-
úarmánaðar, þ.e. skömmu áður
en hann á að skila öryggisráði
SÞ skýrslu um framgang
vopnaeftirlitsins, mánudaginn
27. janúar.
Verði óháðir
Dönum
FÆREYINGAR geta losnað
við að vera háðir danskri fjár-
hagsaðstoð með því að efla
efnahaginn, að sögn Anfinns
Kallsbergs, lögmanns Færeyja,
í nýársávarpi til þjóðarinnar.
Kallsberg sagði að fjárhagslegt
sjálfstæði væri eitt helsta
stefnumál ríkisstjórnarinnar á
nýhöfnu ári. Fjárlög Færeyja
fyrir árið 2003 nema um 3,6
milljörðum danskra króna,
rúmlega 42 milljörðum ísl. kr.
en þar af greiða Danir um 615
milljónir d.kr. Árið 2000 var
danska aðstoðin hins vegar um
þúsund milljónir d.kr.
Tilkynnir
framboð
BANDARÍSKI öldungadeild-
arþingmaðurinn John Edwards
tilkynnti í gær að hann byði sig
fram til forseta
Bandaríkjanna
í kosningum á
næsta ári. Ed-
wards, sem er
49 ára gamall,
er þingmaður
demókrata í
Norður-Karól-
ínu. Hann seg-
ist vilja berjast fyrir hagsmun-
um venjulegs fólks. Tveir
demókratar til viðbótar, þeir
John Kerry og Howard Dean,
hafa tilkynnt framboð og búist
er við að Joe Lieberman og
Dick Gephardt geri slíkt hið
sama.
Stúlkur
skotnar
TVÆR táningsstúlkur létust og
tvær til viðbótar særðust illa
eftir að byssuskotum var hleypt
af í veislu í Birmingham í Bret-
landi í fyrrinótt. Mun hafa kom-
ið upp deila í veislunni eftir að
nokkrir gestanna reyndust
vopnaðir skotvopnum, með
fyrrgreindum afleiðingum.
Olíumengun
í Frakklandi
FRANSKIR saksóknarar
kröfðust þess í gær að efnt yrði
til glæparannsóknar á orsökum
þess að olíuskipið Prestige sökk
fyrir sex vikum undan strönd-
um Spánar. Þegar hefur orðið
mikið tjón á norðurströnd
Spánar af völdum olíu úr skip-
inu og hefur hún nú einnig
fundist á vinsælum ferða-
mannaströndum í suðvestan-
verðu Frakklandi. Athuganir úr
lofti sýndu á miðvikudag að
mikill olíuflekkur var þá á Atl-
antshafi, í um 180 km fjarlægð
frá Frakklandi.
Um 170 fuglar hafa þegar
orðið olíunni að bráð á strönd
franska héraðsins Aquitaine.
STUTT
Blix til
Íraks
John Edwards
HUGSANLEGT er, að Kínverjar
sendi mann á braut um jörðu á
árinu. Var þetta haft eftir einum yf-
irmanna kínversku geimvísinda-
stofnunarinnar í vikunni. Yuan Jie,
yfirmaður Shanghai-skrifstofu
stofnunarinnar, sagði á þriðjudag,
að verið væri að ljúka smíði geim-
farsins, sem heitir Shenzhou V eða
„Hið guðlega far V“, og stefnt að því
að skjóta því upp á síðara helmingi
ársins.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
sagði í júlí síðastliðnum, að Kína-
stjórn stefndi að mannaðri geimferð
á þessu ári. Áður höfðu kínverskir
fjölmiðlar sagt, að langtímamark-
miðið væri að koma upp bækistöð á
tunglinu í því skyni að kanna og nýta
auðlindir þess, til dæmis málma.
Kínverskir vísindamenn
Geimferð
á árinu?
Peking. AFP.
SÚ ákvörðun rússneskra stjórnvalda
að loka skrifstofu ÖSE, Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu, í Téts-
níu hefur verið hörmuð innan Evr-
ópusambandsins en tétsenskir
skæruliðar segja aftur á móti, að lítils
sé að sakna. Hafi skrifstofan ekki
verið annað en leppur fyrir Rússa.
Umboð ÖSE-skrifstofunnar í
Tétsníu rann út nú um áramótin og í
höfuðstöðvum samtakanna í Vín náð-
ist ekki samkomulag um að endur-
nýja það. Það var því lítið mál fyrir
Rússa að taka af skarið og loka skrif-
stofunni. Joschka Fischer, utanríkis-
ráðherra Þýskalands, harmaði þá
ákvörðun í fyrradag og kvaðst þá
vona, að hún yrði opnuð aftur fljót-
lega. Sagði hann, að þar hefði verið
unnið gott starf með það fyrir augum
að „bæta lífsskilyrði Tétsena og
koma á samningum um frið í land-
inu“.
Talsmaður Aslans Maskhadovs,
leiðtoga tétsenskra aðskilnaðarsinna,
sagði í fyrradag, að lokun ÖSE-skrif-
stofunnar skipti engu máli. Hún hefði
ekki verið annað en strengjabrúða
Rússa og kvörtunum um ofbeldi
rússneskra hermanna gegn óbreytt-
um borgurum hefði í engu verið
sinnt. Á hinn bóginn væri lokun skrif-
stofunnar óvirðing við vestræn ríki
og við henni yrðu þau að bregðast.
Fá Rússar lausari taum?
Vestrænir fulltrúar hjá ÖSE segja,
að lokun skrifstofunnar muni gefa
Rússum lausari tauminn í stríðinu í
Tétsníu en talsmaður skæruliða
gerði lítið úr því, Sagði hann, að hún
hefði hvort eð er ekki verið annað
en„hjáleiga utanríkisráðuneytisins í
Moskvu“. Tim Guldimann, yfirmaður
hennar í fyrra Tétsníustríðinu, frá
1994 til 1996, hefði hins vegar lagt
mikið af mörkum og „ekki trúað öllu,
sem kom frá Moskvu“. Hefði hann
komið Tétsenum og Rússum að
samningaborðinu og unnið að undir-
búningi lýðræðislegra kosninga í
landinu. Allt annað hefði verið uppi á
teningnum með starfsemi skrifstof-
unnar í Tétsníustríðinu síðara.
Loka ÖSE-skrif-
stofu í Tétsníu
Sleptsovsk, Berlín. AFP.
♦ ♦ ♦
EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) tók á
nýársdag formlega að sér þjálfun
og eftirlit með lögregluliðinu í
Bosníu-Herzegóvínu af Sameinuðu
þjóðunum sem hafa annast þann
starfa í nær áratug. Er þetta í
fyrsta sinn sem ESB tekur að sér
slíkt hlutverk á sviði öryggismála
og alþjóðlegrar friðargæslu. Hol-
lenskur lögregluforingi, Maria
Donk, sést hér með fána ESB við at-
höfnina í Sarajevo.
Reuters
Evrópusambandið tekur við