Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 27
ÁRAMÓT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 27 Útsalan er hafin Kringlunni, sími 588 4848. „GÓÐIR Íslendingar. Ég óska ykkur öllum heilla og góðs gengis og þakka margar ánægjulegar samverustundir á liðnu ári. Sannarlega var það viðburðaríkt og skilaði þjóðinni fjölþættum ávinningi. Við höfum um nokkurt skeið notið meiri farsældar en áður þekktist, þjóðartekjur vaxið jafnt og þétt, at- hafnamenn orðið sífellt um- svifameiri um veröld víða, hagnaður ýmissa fyrirtækja greindur í tölum sem eru utan mælikvarða almenn- ings og þorri þjóðarinnar hefur not- ið góðs af framförunum. Okkur eru daglega sagðar nýjar fréttir af ávinningum í atvinnulífi, nýsköpun í markaðsmálum og kaup- um og sölu á fyrirtækjum þar sem verðmætið er mælt í milljörðum króna. Áformað er að hefjast handa innan tíðar um mestu fjárfestingar og framkvæmdir sem um getur í sögu Íslands og verður að grípa til heildarútgjalda ríkisins alls til að ná þar samanburði. Aldrei fyrr hafa Íslendingar haft jafnmikla fjármuni milli handa. Tækifærin til góðra verka eru fleiri en nokkru sinni í sögu þjóðar. Það er því óneitanlega þversögn að ein- mitt í slíkri gósentíð skuli fátækt aukast ár frá ári. Mæðrastyrksnefnd, Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Rauði kross- inn, félagsmálastofnanir og Hjálp- ræðisherinn hafa öll á jólaföstu borið okkur sömu sögu. Sífellt fjölg- ar þeim sem leita ásjár í neyð, eiga ekki fyrir mat og eru svo bjarg- arlausir að geta ekki klætt börn sín eða leyst út lyf sem læknar telja nauðsynleg, mæður hrekjast með börnin úr einu húsnæði í annað, óvissa og úrræðaleysi fyllir hugann örvæntingu og sumir hafa glatað andlegri heilsu í baráttu við sára fá- tækt. Margir eiga vísast bágt með að trúa að þessi lýsing geti verið rétt, að fólki séu búin þessi hörðu örlög á Íslandi okkar tíma. Þetta hafi verið veruleiki kreppuáranna og líf fá- tæks fólks í bókum Tryggva Emils- sonar en varla nú. Kannski sé einn og einn svona illa staddur en nánast óhugsandi að um mikinn fjölda sé að ræða, óhugsandi að fátækt og eymd séu að skjóta hér rótum við upphaf nýrrar og vonglaðrar aldar. En staðreyndirnar tala því miður skýru máli. Þúsundir leita nú til hjálparstofn- ana sem ég nefndi áðan og þeim fjölgar stöðugt sem í fyrsta sinn þurfa að ganga þá þrautagöngu að viðurkenna neyð sína á þennan hátt. Þetta fólk klæðist gömlum fötum sem það fær frá öðrum, neitar sér um alla skemmtun sem kostar fé, biður um aðstoð til að geta glatt börn sín með gjöf á jólum, sér litla von í nýjum degi. Æ fleiri festast í fátæktargildru, vítahring sem vonlítið virðist að rjúfa þótt viljinn sé ríkur til að bjarga sér sjálfur án annarra hjálp- ar. Það er bitur reynsla að þurfa að játa neyð sína á þennan hátt, að sigrast á stoltinu sem okkur öllum er innrætt og starfsfólk hjálp- arstofnana hefur sagt mér frá þeirri sálarkvöl sem heltekur marga sem leita ásjár. Hverjir eru svona illa staddir? Hvar er fátæktin orðin daglegur gestur? Svörin eru breiður hópur þjóðfélagsþegna: ungar mæður, lág- launafólk, einstæðingar, aldraðir sem eingöngu hafa einfaldan lífeyri úr að spila, öryrkjar sem lifa við lág- marksbætur. Fjöldinn eykst ár frá ári og verður sífellt margbrotnari, í vaxandi mæli fólk í fastri vinnu en launin duga ekki fyrir húsaleigu, venjulegum heimilismat, leik- skólagjöldum og öðrum brýnum út- gjöldum sem ekki er hægt að kom- ast hjá. Jafnvel þótt báðir foreldrar vinni úti hafa barnmargar fjöl- skyldur þurft á hjálp að halda, fá matarmiða til að framvísa í versl- unum, og sífellt fjölg- ar einstæðum mæðr- um í fullri vinnu sem ekki ná endum sam- an. Á næsta leiti er svo önnur sveit af ungu barnafólki sem lent hefur í skulda- gildru vegna lang- skólanáms eða hús- næðiskaupa og nær vart endum saman, horfist í augu við greiðsluþrot handan við hornið. Umræða um þenn- an vanda hefur ekki verið viðamikil og á vissan hátt er fátækt- in falin í skugga. Það er helst að fjölmiðlar færi í aðdraganda jóla og áramóta fréttir af Mæðrastyrks- nefnd og hjálparstarfi í kirkjum landsins en þó er neyðarhjálpin verkefni þeirra árið allt. Gagnlegar yfirlitsgreinar birtust í Morg- unblaðinu á liðnu ári og nokkur um- fjöllun varð um verkefni og skyldur sveitarstjórna á þessu sviði í að- draganda kosninganna. Innan tíðar er væntanlegt viðamikið rit fé- lagsfræðings sem birta mun nið- urstöður ítarlegra rannsókna á fá- tæktinni í landi okkar og þar er leitast við að greina þróunina á liðn- um árum og skýra hvað það er í uppbyggingu samfélagsins sem skapar hin grimmu örlög fátæktar við aldahvörf. Að öðru leyti hefur að mestu ríkt þögn um þessa skuggahlið, meinið sem virðist vaxa jafnt og þétt. Ör- yggisnetið sem við héldum að væri traust og víðtækt og töldum höf- uðkost á íslenskri velferð er í raun svo götótt að þúsundir megna ekki af eigin rammleik að framfleyta sér og sínum. Það hefur verið eindreginn þjóð- arvilji að hér væru öllum tryggð lág- markskjör, að velferðin væri sömu ættar og ríkir með frændum okkar á Norðurlöndum, að aldraðir og sjúk- ir, einstæðingar og barnmargar fjöl- skyldur þyrftu ekki að líða skort. Við höfum á undanförnum áratug náð einstæðum árangri í baráttunni við verðbólguna og fest í sessi stöð- ugleika í hagkerfinu. Í því verki tóku verkalýðshreyfing, ríkisvald og sveitarstjórnir höndum saman og nutu liðsinnis ábyrgðarmanna í fyr- irtækjum. Við þurfum nú hliðstætt átak til að vinna bug á fátæktinni og gera velferðarnetið svo þéttriðið að það veiti öllum öruggt skjól. Við þurfum að binda á ný þá hnúta sem raknað hafa og taka okkur aðrar norrænar þjóðir til fyrirmyndar í þessum efn- um. Ég heiti á forystusveit launafólks- ins sem á liðnu ári var í fararbroddi andófsins gegn verðbólgunni að veita nú sams konar leiðsögn í glím- unni við fátæktina, að tengja saman ríkisvald og sveitarstjórnir, áhrifa- fólk í atvinnulífi og liðssveitir í hjálparstarfi og festa í sessi end- urbætur sem tryggi að Ísland sé ekki lengur eftirbátur annarra á Norðurlöndum. Við verðum að hafa einurð til að horfast í augu við það sem miður fer um leið og við fögnum glæsilegum árangri á mörgum sviðum. Á ný- liðnu hausti tókst einstaklingi að opna augu okkar allra fyrir eineltinu sem breiðst hefur út um skóla landsins, hvernig ofbeldi og grimmd hafa lamað andlega heilsu, sjálfs- traust og lífsgleði margra ung- menna. Samtökin Regnbogabörn urðu vonarneisti þeirra sem liðið hafa kvöl og einsemd og tákn fyrir andóf gegn meini sem alltof lengi hafði legið í þagnargildi. Úr því að hugsjónamaður gat með fórnfúsu starfi breytt hugsunarhætti þjóð- arinnar hlýtur landsátak gegn fá- tæktinni þar sem verkalýðshreyfing og áhrifafólk í stjórnmálum og at- vinnulífi taka höndum saman svo sannarlega að valda þáttaskilum. Kærleikurinn í ann- arra garð hefur verið kjarninn í þeim siðaboð- skap sem Íslendingar hafa lengi fylgt, um- hyggja og umburð- arlyndi verið leiðarljós kristinnar trúar. Þess er mikilvægt að minnast þegar fordómar og of- beldi virðast í vaxandi mæli vera að skjóta hér rótum. Það er orðið nánast daglegt brauð að Íslendingar sem bera annan hörundslit en við erum vön verði fyrir að- kasti og nýir landsmenn sem fæddir eru í fjarlægum álfum og hér hafa árum saman skilað góðu verki mæti fjandskap og hróp séu gerð að þeim á götum úti. Æska landsins hefur greiðan að- gang að ofbeldisleikjum og bar- smíðar, slagsmál og samfelld dráp eru sú veröld sem skemmtanaiðn- aðurinn framleiðir á færibandi. Við sem eldri erum og ábyrgð eigum að bera gerum okkur ekki nægilega grein fyrir hvaða áhrif þessi síbylja ofbeldis hefur á huga og hegðun unga fólksins. Þess vegna vakti það mig til alvarlegrar umhugsunar að lesa bréf sem mér barst á haustdög- um frá ungum manni sem átti aðild að alvarlegri líkamsárás. Hann sagði í sínu bréfi: „Vinur minn hefði aldrei getað gert sér grein fyrir því að eitt spark gæti leitt mann til dauða. Skilaboðin sem heimurinn sendir inn í hug svo margra ungra drengja eru þau að slagsmál séu töff og þau að fólk geti slegist eins og í kvikmyndum þar sem þau hafa engin áhrif. Gerð er hetja úr manni sem nær að lemja flesta og konur laðast að þeim í kvikmyndum. Sem sagt þetta er sett upp eins og það sé flott að berja fólk. Enginn getur ímyndað sér að slagsmál leiði til dauða.“ Þannig hljómar kafli úr bréfi hins unga ógæfumanns og hann hvatti til að hafin yrði herferð gegn ofbeldi með fræðslu í öllum skólum lands- ins. Og hann bætti við: „Ef þetta gæti snúið bara einum frá því að lenda í sömu stöðu og ég og vinur minn erum í þá væri tak- markinu náð.“ Já, reynsluheimur kynslóðanna hefur tekið miklum stakkaskiptum. Ræturnar sem hinir eldri áttu í dreifðum byggðum eru að slitna og trúnaðarböndin sem settu svip á samfélag til sveita og í sjáv- arþorpum óðum að trosna. Bækurnar um Nonna og Hjalta litla sem við lásum á æskuárum með mikilli gleði eru nú ungu fólki fram- andi heimur. Nýjar kynslóðir ganga ekki lengur moldargötur eftir kún- um eða sækja soðningu niður á bryggju. Þær alast upp að stærstum hluta á malbikinu, eiga rætur í hverfum borgar sem teygir sig frá miðbæ Reykjavíkur gegnum Kópa- vog og Garðabæ til Hafnarfjarðar, út á Seltjarnarnes og upp í Mos- fellsbæ. Þótt mörg sveitarfélög komi hér að stjórn er byggðin í raun orðin ein heild, ung borg í hröðum vexti, á margan hátt óskrifað blað, býsna efnileg á mörgum sviðum þótt erfitt reynist að glíma við mannleg vandamál sem að höndum ber. Reykjavík og nágrannabyggðir munu á nýrri öld þurfa að veita um- fram aðra svarið við spurningunni: Hvað felst í því að vera Íslendingur? Höfuðborgarsvæðið hefur tekið í arf það viðfangsefni sem Skagafjörður, Þingeyjarsýsla, Vestfirðir og aðrar byggðir sinntu áður: Að gefa nýjum kynslóðum vitund og vilja, að tryggja kjölfestu átthaganna. Í framtíðinni verður uppruni þorra landsmanna hér í nágrenninu og Reykjavíkursvæðið sá veruleiki sem mestu mun ráða um þjóðarsvip. Togstreitan sem löngum ríkti á liðinni öld milli landsbyggðar og höfuðborgar kom kannski í veg fyrir að við sæjum skýrt þau þáttaskil sem orðið hafa í glímunni um vanda þess og vegsemd að vera Íslend- ingur. Hinn mikli þungi sem íbúa- fjöldinn felur í sér færir Reykjavík og nágrannabæjum þá miklu ábyrgð að gefa nýjum kynslóðum reynslu og rætur sem styrkja munu stöðu Íslands á nýrri öld. Og vissulega er margt sem lofar góðu í þeim efnum. Hæfileikar unga fólksins hafa verið að skapa Reykja- vík einstakt orðspor á alþjóðavísu. Hingað streyma á hverju ári áhrifa- menn í tónlistarheimi til að upp- götva hljómsveitir sem rétt eru komnar af táningsaldri og Reykja- vík er orðin tákn fyrir frumkraft og sköpun í tónlistarveröld unga fólks- ins. Hljómsveitir eins og Sigur Rós, Múm og Quarashi hafa borið hróður Íslands víða um lönd og þúsundir í erlendum borgum flykkjast á tón- leika þeirra. Kannski er þetta unga tónlistarfólk Fjölnismenn okkar tíma og kennir okkur hvernig hægt er að eiga reykvískar rætur og vera einnig heimsborgari. Og merkileg var umræðan fyrr í vetur um að sumir rapparar kynnu betri skil á íslensku máli en þeir sem kenna í Háskólanum. Ný kynslóð í bókmenntum og tón- list, kvikmyndum, myndlist, dansi og öðrum greinum er að sýna um- heiminum sköpunarkraftinn sem í þjóðinni býr, gera nútímamenningu Íslendinga að erindi okkar við um- heim allan. Það er reyndar á fleiri sviðum sem reynslan úr borgarsamfélagi Reykjavíkur og nágrannabyggða hefur laðað fram hæfileika og þjálf- að svo gjaldgengir verða á heim- storgum. Á liðnu ári birtust okkur fjölmargar sannanir þess hvernig viðskiptareynsla héðan að heiman getur orðið undirstaða millj- arðareksturs á erlendri grund og í flestum tilvikum var forystan í höndum unga fólksins. Lítil verslun sem hóf starfsemi fyrir rúmum áratug í úthverfi Reykjavíkur hefur vaxið í alþjóðlega keðju sem rekur nú hundruð búða í Vesturheimi, vöruhús á Norð- urlöndum og keppir um heims- þekktar verslanakeðjur á Bret- landseyjum. Reynslan af rekstri gosdrykkjaverksmiðju hér heima varð á undraskömmum tíma grund- völlur risafyrirtækis í Rússlandi. Þekking og agi úr lyfjaframleiðslu í íslenskri borg er nú undirstaðan að viðamiklum og vaxandi umsvifum vítt og breitt um austanverða Evr- ópu. Smíði gervilima fyrir fólk sem slasast hefur eða veikst af sykursýki og upphaflega var á einni hæð við Hverfisgötu er nú orðið eitt öfl- ugasta fyrirtækið á heimsvísu í sinni grein. Verðbréfasala sem í byrjun var tengd íslenskum sparisjóðum hefur í höndum ungra kunn- áttumanna breyst í alþjóðlega bankastofnun. Dæmin eru ennþá fleiri og ná einnig til hugbúnaðar og tölvutækni, matvælaframleiðslu og nýjunga í fiskiðnaði. Velflest eiga þessi fyr- irtæki það sammerkt að hafa kvikn- að og þroskast á markaðssvæði Reykjavíkur og lúta að verulegu leyti forystu kynslóðar sem er ný- lega komin til verka. Athafnasemi unga fólksins, ár- angur þess í menningu og listum, viðskiptum og atvinnulífi eru vissulega sönnun þess að hægt er að vera í fremstu röð á heimsvísu en varðveita um leið íslenskar rætur, að reynslan sem fæst hér á heimaslóð getur verið undirstaða verulegs árangurs annars staðar í veröldinni. Það er gæfa fyrir fámenna þjóð sem um aldir var fátæk og þurfti að sækja sér sjálfstæði með einarðri baráttu í hundrað ár, að sjá skýr merki þess á okkar tíð að nýjar kyn- slóðir ætla sér að sameina heimssýn og íslenskar rætur. Sköpunarkrafturinn sem birtist í endurnýjun íslenskrar menningar og hugmyndaríku atvinnulífi gefur okkur fyrirheit um að Íslendingar muni halda sínu í veröldinni, að kyn- slóðin sem nú haslar sér völl muni færa þjóðinni nýtt blómaskeið. En þá skiptir líka miklu að sam- heldnin sem verið hefur arfleifð Ís- lendinga haldi áfram að móta þjóð- arbrag, að við gleymum ekki bræðrum okkar og systrum sem eiga á brattann að sækja. Ég óska ykkur öllum farsældar á nýju ári og bið og vona að gæfa fylgi ávallt Íslendingum.“ Nýársávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar Sífellt fjölgar þeim sem leita ásjár í neyð Ólafur Ragnar Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.