Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 68

Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga TÍSKUVERSLUNINNI TopShop í Lækjargötu verður lokað og hefur starfsfólki verslunarinnar þegar ver- ið sagt upp störfum. Fyrsta TopShop-verslunin var opnuð á Íslandi 15. mars árið 2000 við Lækjargötu í Reykjavík eftir miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem Nýja bíó var áður. Verslunin hlaut m.a. verðlaun Þróunarfélags miðborgarinnar árið 2000 fyrir að stuðla að þróun og uppbyggingu í miðborginni. Þá var verslunin önnur söluhæsta verslun TopShop-versl- anakeðjunnar fyrsta mánuðinn eftir að hún var opnuð. Á haustmánuðum 2001 var opnuð TopShop-verslun í Smáralind í Kópavogi en verslanirnar eru í eigu Baugs-Ísland. Að sögn Sigrúnar Andersen, framkvæmdastjóra Top- Shop, hefur reksturinn í Lækjargötu ekki staðið undir sér og því hefur verið ákveðið að loka þeirri verslun. Hún segir að mikil breyting hafi orð- ið á rekstri verslunarinnar í Lækj- argötu eftir að Smáralind var opnuð og ekkert bendi til að það muni breytast. Hún gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað að loknum útsölum um miðjan febrúar. Fjórum fastráðnum starfsmönn- um verslunarinnar hefur verið sagt upp störfum en Sigrún segir að laus- ráðnu starfsfólki verði gefinn kostur á að hefja störf í TopShop-verslun- inni í Smáralind. Hún segir ekki ljóst hvaða starfsemi verði í húsnæðinu í Lækjargötu í framtíðinni. TopShop í Lækjar- götu lokað ÓLAFUR Stefánsson, handknattleiks- maður hjá Magdeburg í Þýskalandi, var í gær kjörinn íþróttamaður ársins 2002 af Samtökum íþróttafréttamanna, en þetta var í 47. sinn sem samtökin kjósa íþrótta- mann ársins. Ólafur hafði fáheyrða yfirburði, fékk 410 stig af 420 mögulegum. Annar var sundkappinn Örn Arnarson með 183 stig og Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi þriðji með 157 stig. Alls hlutu 22 íþróttamenn stig í kjörinu að þessu sinni. Ólafur hafði á orði eftir að kjörinu hafði verið lýst að sér hefði oftast liðið betur á árinu. „Mér leið miklu betur í leikjum ársins en núna,“ sagði hann í við- tali strax eftir að hann hafði tekið við styttunni sem nafnbótinni fylgir. „Verð- laun eru hættuleg í eðli sínu en sem bet- ur fer eru flestir íþróttamenn þannig gerðir að þeir nýta sér þau á jákvæðan hátt. Ef það er gert hvetja verðlaun menn til dáða og þessi gera það jafn- framt sem þau sýna mér að ég hef gert eitthvað af viti í handboltanum á liðnu ári,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Sverrir Íþróttamaður ársins 2002 Yfirburðir hjá Ólafi Stefánssyni  Verðlaun/C1 GALLI í genum, sem hafa áhrif á kransæðasjúkdóma, getur varið fólk gegn slíkum sjúkdómum svo fremi sem það reykir ekki. Reyki það hins vegar veldur gallinn auk- inni áhættu á sjúkdómunum og dánartíðni vegna þeirra. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar íslenskr- ar rannsóknar sem fjallað verður um á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Háskóla Íslands, en hún hefst í dag. Rannsóknin gekk þannig fyrir sig að safnað var sýnum úr 406 ein- staklingum sem komu á bráðamót- töku Landspítala – háskólasjúkra- húss með brjóstverk sem aðalkvörtun. Af þeim voru 280 með kransæðasjúkdóm en afgangurinn myndaði viðmiðunarhóp. Guðmund- ur Jóhann Arason hjá Rannsókn- arstofu í ónæmisfræði mun halda erindi um rannsóknina á ráðstefn- unni í dag og segir hann að um tvö gen, C4a og C4b, sé að ræða sem séu í raun þau fyrstu sem greind hafi verið sem hafi skýr áhrif á kransæðasjúkdóma hjá langflestu fólki. „Gallar í þessum genum eru al- gengir þannig að u.þ.b. helmingur fólks er með galla í öðru hvoru þeirra,“ segir hann. „Hingað til hef- ur ekki verið skilið hvers vegna það er svona algengt að menn hafi galla í þessu geni og menn hafa spáð því að það geti verið vegna þess að í sumum tilfellum geti verið hagstætt að hafa lítið magn af þessum galla í þessum genum.“ Hann segir að ungverskar nið- urstöður hafi áður bent til þessa, að gallinn gæti varið fólk fyrir krans- æðasjúkdómum. „Nú erum við bún- ir að staðfesta þessar niðurstöður fyrir Íslendinga og færa þær miklu lengra þannig að við sjáum núna hvers vegna þessir gallar geta varið okkur. Það kemur einnig mjög skýrt í ljós að ef þessi gen eru göll- uð þá vernda þau alla þá sem ekki reykja fyrir sjúkdómnum þannig að menn fá síður kransæðasjúkdóm og hjartaáfall og lifa líka lengur eftir hjartaáfall. En ef menn hins vegar reykja snýst þetta alveg við. Þá veldur gallinn aukinni áhættu og menn deyja langtum frekar.“ Ellefta ráðstefnan á þessu sviði Rannsóknin er sem fyrr segir meðal fjölmargra sem kynntar verða á ráðstefnunni sem stendur í dag og á morgun. Þetta er ellefta ráðstefnan um rannsóknir í lækna- deild Háskóla Íslands en slík ráð- stefna var haldin fyrst árið 1981. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin í sam- vinnu við tannlæknadeild og lyfja- fræðideild skólans og er það ný- skipuð vísindanefnd þessara þriggja deilda sem sér um framkvæmd ráð- stefnunnar. Genagalli ver reyklausa gegn kransæðasjúkdómum Ráðstefna um rannsóknir í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideildum HÍ GENGIÐ var frá sölu á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands fyrir 12,3 milljarða króna til Samsonar ehf. á gamlársdag. Í samningnum er m.a. kveðið á um að kaupverð geti lækkað um allt að 700 millj- ónir króna við endurmat á tiltekn- um eignaliðum bankans sem fram á að fara í október. Gengi hluta- bréfanna í viðskiptunum er 3,90 krónur á hlut m.v. samninginn en gæti lækkað niður í um 3,70 krón- ur á hlut gefi endurmatið tilefni til lækkunar. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að ganga frá sölu Landsbankans og telur að bæði kaupendur og selj- endur geti vel við unað. „Hafa ber í huga að á liðnu ári hefur engin stór sala eða samruni á bönkum tekist á Norðurlöndum,“ segir Halldór. Í flestum tilvikum hafi strandað á því með hvaða hætti meta ætti verðmæti fyrirtækj- anna. Sú leið sem farin hafi verið við sölu Landsbankans sé afar farsæl í ljósi þess ástands sem nú ríkir á mörkuðum. Góð lausn á áherslumun Að sögn Halldórs er endur- skoðunarákvæðið góð lausn á áherslumun sem var um mat á verðmæti bankans. Hann bendir á að mat á tilteknum liðum efna- hagsreiknings geti verið mjög mismunandi við núverandi að- stæður á fjármálamörkuðum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að ástæða hafi þótt til að taka að ein- hverju leyti tillit til þeirra skoð- ana sem komu fram hjá Samson- armönnum í þessu máli. Samson setti ennfremur það skilyrði að væntanlegum kaupendum Bún- aðarbankans verði ekki boðin betri kjör í þeim viðskiptum en samningurinn um Landsbanka- kaupin kvæði á um. Að sögn talsmanns Samsonar hafa viðræðurnar mótað einka- væðingarferlið og því telji þeir óeðlilegt að þeir sem á eftir komi geti hagnast meira á því en Sam- son. Ráðherra segist ekki telja þetta ákvæði vera stórmál og tel- ur að það muni engu breyta fyrir saminga um sölu Búnaðarbanka. Bankastjóri Landsbankans ánægður með söluna Stærsta norræna bankasalan í fyrra  Landsbankasalan/34 FLESTAR verslanir nýttu gærdaginn til vöru- talningar og meðal annarra áttu starfsmenn Ótrúlegu búðarinnar, sem ljósmyndari blaðsins hitti í gær, ærið verk fyrir höndum enda hreint ótrúlega margir hlutir sem þar þurfti að telja. Útsölur hófust í stöku verslun í gær og var víða handagangur í öskjunni. Búist er við að útsölu- verslun hefjist hins vegar að fullu í dag í mið- borg Reykjavíkur og verslunarmiðstöðvunum tveimur, Smáralind og Kringlunni. Morgunblaðið/Jim Smart Vörutalningu lokið – útsölur hafnar „ANNAÐHVORT er látið eins og ég sé ekki til eða að talað er niður til mín,“ segir Einar Er- lendsson, 26 ára nýstúdent, um fordóma sem ennþá endur- speglast í viðmóti fólks á öllum aldri, lítt menntaðs sem mennt- aðs, gagnvart fötluðum. „Það er mjög algengt að fólki finnist það þurfa að koma öðru- vísi fram við fatlaða en aðra og þá er komið fram við mann eins og maður sé eilífðarbarn,“ segir Einar, sem fæddist með svo- kallaða CP-fötlun, en nafnið er dregið af Cerebral Palsy, sem þýtt hefur verið sem heilalöm- un. Hérlendis fæðast árlega um tíu börn með sjúkdóminn, sem á rætur að rekja í miðtauga- kerfinu, en grunneinkenni hans er hreyfihömlun. Einar, sem hefur verið í hjólastól frá 18 ára aldri, telur ekki nóg að aðgengi sé gott fyr- ir fatlaða, viðhorfin þurfi líka að batna. Ekkert eilífðar- barn  Hreyfihömlun/B6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.