Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 23
DaimlerChrysler og Norsk Hydro
og háttsettir embættismenn Evr-
ópusambandsins hafa boðað komu
sína til að vera viðstaddir opnunina.
Í tilefni af því verður haldin alþjóð-
leg vetnisráðstefna hér á landi.
„Við komum að þessu í gegnum
undirbúningsfélagið Íslenska ný-
orku og munum reka þessa fyrstu
vetnisstöð,“ segir Benedikt. „Þetta
vetnisverkefni hefur vakið svo
mikla athygli að maður getur varla
opnað erlent tímarit án þess að sjá
vísun í þessa tilraun. Þetta er ný
tegund af orkugjafa sem er verið að
gera tilraunir með en slíkt gerist
ekki á hverjum degi,“ segir Bene-
dikt.
„Orkan er sett á markað undir
fyrirsögninni eldsneyti framtíðar-
innar og það er feikilegur áhugi á
þessu innan Shell-samsteypunnar
og einnig hjá DaimlerChrysler og
Norsk Hydro. Við treystum því að
Norðmennirnir muni standa sig vel
í þessu verkefni,“ segir Kristinn,
„því þeir leggja til búnað í vetnis-
stöðina sem Skeljungur reisir og á í
félagi við Íslenska nýorku. Síðan
verður orkan seld undir nafni
Shell.“ Gerð verður tilraun á höf-
uðborgarsvæðinu með rekstur á al-
menningsvögnum frá Daimler-
Chrysler sem knúnir verða vetni.
„Þeir eru ekki væntanlegir til
landsins fyrr en í lok sumars eða
haust. Það koma þrír vagnar, sem
er auðvitað ekki mikill fjöldi, þannig
að ekki verður arðsemi af vetnis-
stöðinni í fyrirsjáanlegri framtíð.
En við tökum fyrst og fremst þátt
til þess að koma Íslandi á kortið, því
að Ísland hefur þótt kjörið fyrir
slíka tilraun, þar sem hægt er að yf-
irfæra þessa tækni víðar, meðal
annars við rekstur skipaflotans.“
„Þetta er meiriháttar verkefni,“
segir Benedikt. „Þó manni finnist
það kannski broslegt að reisa heila
vetnisstöð fyrir þrjá strætisvagna,
sem eru ekki einu sinni komnir til
landsins, þá eru menn engu að síður
að horfa til þess að árið 2020 til 2030
muni vetni og aðrir orkugjafar vera
farnir að setja verulegt mark sitt á
íslenskt samfélag. Við höfum valið
að reisa vetnisstöðina á besta stað í
borginni eða við stærstu stöð Skelj-
ungs, sem er uppi á Vesturlands-
vegi, og reiknum með að fá síðustu
stimpla á öll leyfi næstu daga.“
Besta afkoma í sögu félagsins
Afkoma Skeljungs hf. var góð
fyrstu níu mánuði ársins og útlit er
fyrir bestu afkomu í sögu félagsins
á þessu ári. „Það eru ekki komnar
neinar endanlegar tölur,“ segir
Benedikt. „Hagnaðurinn var tæpur
milljarður eftir níu mánuði og búist
var við að það yrði þokkaleg afkoma
út árið. Við höfum ekki talið neina
ástæðu til að breyta þeirri tilkynn-
ingu. En það er alveg ljóst að þetta
verður besta ár í sögu félagsins.
Auðvitað spilar þar margt inn í, þá
fyrst og fremst gengisstyrking
krónunnar.“ „Markaðshlutdeild
okkar hefur líka verið að aukast á
undanförnum árum,“ segir Krist-
inn. „Við héldum því fram fyrir
fimm til sex árum, þegar samstarfið
jókst milli hinna olíufélaganna með
stofnun Olíudreifingar og eftir að
Olíufélagið keypti tæplega 40% hlut
í Olís, að Skeljungur þyrfti að auka
markaðshlutdeildina úr 30% í 40%,
til þess að geta náð viðunandi ár-
angri í samkeppni við aðila sem
hafa með sér samstarf um allan inn-
flutning og alla dreifingu á sínu
eldsneyti. Við teljum okkur vera
nærri því marki eins og sakir
standa. Á árinu 2001 vorum við
komin með um það bil 39,9% af
heildarmarkaðnum fyrir fljótandi
eldsneyti.“ „Ég held þetta hafi tek-
ist í og með vegna þess að Skelj-
ungur hafi verið leiðandi beggja
vegna, þ.e. annars vegar með þess-
um fínu stöðvum, eins og Select, þar
sem boðið er upp á mikla þjónustu,
fínar búðir og glæsilega umgjörð,
og hins vegar með þátttöku okkar í
Bensínorkunni, þjónustulausum
stöðvum sem eru bara tankur og
bensín á lægsta verði,“ segir Bene-
dikt. „Ég held að almenningur hafi
kunnað að meta þessa framtaks-
semi okkar á báðum endum. En svo
má ekki gleyma því að þótt almenn-
ingur horfi mikið á þetta út frá
bensínstöðvunum, þá eru um 75% af
viðskiptum okkar við fyrirtæki, s.s.
útgerðir, verktaka og fyrirtæki í
samgöngum.“
Kristinn bætir við: „Það er hluti
af okkar styrk að okkur hefur tekist
að kaupa þannig inn að við getum
boðið stærstu viðskiptavinum okkar
gæði og verð, sem stenst allan sam-
anburð, og því hefur okkur tekist að
ná til okkar nýjum og öflugum við-
skiptavinum. Þetta skiptir okkur
verulegu máli, sérstaklega þar sem
við erum einir í okkar innflutningi,
á meðan hinir tveir eru að flytja inn
og dreifa saman. Það hefur feiki-
lega mikið að segja að fá þetta
magn vegna þess að því meira sem
sett er í skipið, því ódýrari verður
fraktin til landsins,“ segir Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs, að
lokum.
ríkisafskipta
Shellstöðin við Birkimel í kringum 1970.
Stærsta bensínstöð Skeljungs hf. stendur við Vesturlandsveg, en þar mun
fyrsta vetnisstöðin verða opnuð sumardaginn fyrsta, 24. apríl næstkomandi.
Olíustöðin í Skerjafirði séð frá bryggjunni á fjórða áratugnum. Fyrsta verk Olíu-
sölunnar hf. árið 1927 var að byrja að reisa stöðina og lauk framkvæmdum á
einu ári.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 23
Thailand
22. febrúar og 8. mars
* Innif.: Flug, flugvallaskattar, gisting í tvíb‡li me› morgunver›i,
akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
kr.
*145.900
á Hotel Woodlands
Ver›:
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Betri fer›ir – betra frí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
98
77
01
/2
00
3
Kjartan L.
Pálsson
Örfá sæt
i laus
20 daga fer›ir
(19 nætur)
Höfug angan austurlenskra
krydda og litríkra blóma er fla› fyrsta sem mætir
fer›alöngum í Thailandi. Thailand kemur sífellt
á óvart, enda land fjölskrú›ugrar náttúru og
mikilfenglegrar sögu. fiar er hl‡lega teki› á
móti fer›amönnum en heimamenn eru einstak-
lega gestrisnir og
fljónustuliprir.
Nánari fer›atilhögun á www.urvalutsyn.is
GOLF
Uppl‡singar hjá golfdeildinni.
mbl.isFRÉTTIR