Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 31
Tölvu- og rekstrarnám
Námsbraut fyrir þá sem vilja læra bókhald og fá virkilega góða tölvukunnáttu.
Vinsælt nám fyrir þá sem vilja skipta um starf eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.
Morgun- og kvöldtímar, 280 kennslustundir. Verð kr. 196.000.
Tölvunotkun 1, 2 og 3
Stutt og hnitmiðuð námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. 60 kennslustundir, engin
heimavinna. Morgun-, kvöld- og dagtímar. Verð aðeins kr. 45.000 hvert námskeið.
Tölvur og vinnuumhverfi 1 og 2
Ítarlegt og gagnlegt nám. Bæði fyrir þá sem eru að byrja og þá sem ætla sér að ná mjög góðum
tökum á tölvunni. Morgun- og kvöldtímar, 120 kennslustundir. Verð kr. 84.000 hvort námskeið.
Einnig kennt í fjarnámi.
Tölvur og vinnuumhverfi 50+
Sérstakur hópur fyrir þá sem eru um fimmtugt og eldri. Nú er tækifærið fyrir þá sem finnst þeir hafa
misst af lestinni. Farið verður ítarlega í öll grunnatriði tölvunotkunar þannig að þátttakendur verða
eftir námskeiðið öruggir í allri almennri tölvunotkun. Morgun- og kvöldtímar, 120 kennslustundir.
Verð kr. 84.000. Reyndir kennarar og vingjarnlegt andrúmsloft.
Tölvur og kennsluumhverfi, fjarnám
Hentar þeim kennurum sem vilja styrkja stöðu sína og verða öruggir tölvunotendur. Þetta nám er
ætlað byrjendum á tölvur en er líka heppilegt fyrir þá sem vilja bæta þá grunnþekkingu sem þeir hafa.
160 kennslustundir, verð kr. 112.000.
Hagnýt netumsjón fyrir kennara
Þetta nám er sérstaklega hannað fyrir þá sem þurfa að sjá um netkerfi í skólum eða hafa umsjón
með tölvustofunni. 100 kennslustundir, verð aðeins kr. 120.000.
Tölvuþjónusta 1 og 2
Tvö stutt námskeið fyrir þá sem vilja læra hagnýt atriði í uppsetningu og þjónustu við PC tölvur.
Námskeiðin eru að miklu leyti verkleg. Hvort námskeið er þrír dagar og kostar kr. 45.000.
Athugið að félagsmenn flestra stéttarfélaga eiga rétt á styrk úr fræðslusjóðum.
Nánari upplýsingar í síma 568 5010.
R a f i ð n a ð a r s k ó l i n n k y n n i r f j ö l b r e y t t t ö l v u n á m á v o r ö n n 2 0 0 3
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Fyrir þá sem vilja ná árangri
Vorönn Kvennakórs Reykjavíkur
Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur hefur starfsemi sína miðvikudaginn
15. janúar 2003. Kennt verður á miðvikudögum í Borgartúni 28, 4. hæð,
frá kl. 18.00 til 19.30. Kennari er Sigrún Þorgeirsdóttir.
Innritun hefst mánudaginn 13. janúar 2003 í síma 896 6468.
Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur.
Æfingar hefjast mánudaginn 13. janúar 2003 kl. 16.00 í Sóltúni 20.
BÓK þessi er sett fram af
nokkrum metnaði, en af meira
kappi en forsjá. Kápan er glæsi-
leg, vitnað er í nokkra valinkunna
sæmdarmenn á baksíðu og ljúka
þeir allir miklu lofsorði á bókina.
Fyrrum forseti lýðveldisins hefur
verið fenginn til að rita formála.
Þá er vitnað til þess að þekktur
rithöfundur hafi yfirfarið bókina.
Allt kemur þetta þó fyrir ekki.
Umbúðirnar eru mun betri en
innihaldið og mér dettur helzt í
hug að ummæli fólks á baksíðu
bókarkápunnar hljóti fremur að
byggjast á ensku útgáfunni en
þeirri íslenzku. Á Netinu fann ég
sýnishorn úr bókinni á ensku, ein-
ar 19 síður. Fróðlegt var að bera
þær saman við íslenzku þýð-
inguna. Enski textinn er aðgengi-
legur og skiljanlegur, en það er sá
íslenzki því miður ekki.
Höfundar bókarinnar eru Jean
Illsley Clarke, sem sögð er hafa
MA-gráðu í Human Development
og heiðursdoktorsnafnbót fyrir
þjónustu í þágu mannkynsins fyrir
utan að vera foreldrakennari og
kennsluþjálfari (bls. 307), og
Connie Dawson sem hefur dokt-
orsgráðu í ráðgjafamenntun með
ættleiðingarráðgjöf sem sérgrein
(bls. 307). Sú síðarnefnda ritar ein
síðasta kaflann sem nefnist Ætt-
leiðing og er margt ágætt þar að
finna þótt ég sé ekki sátt við setn-
ingabrot á borð við „… samskipta-
lega næringu, formgerð og van-
reiknun“ á bls. 250, „foreldramissi
barns“ á bls. 251 og „að syrgja
missi“ á bls. 253.
Segja má að höfundarnir tveir
nálgist uppeldisleg vandamál fólks
á fremur einfaldan hátt, ekki of
fræðilegan, boðið er upp á einfald-
ar uppskriftir og er allt gott um
það að segja þar sem bókin er
skrifuð fyrir leikmenn, foreldra
sem eiga við erfiðleika að etja. Í
bókinni eru settar fram ágætlega
myndrænar hugmyndir, svo sem
það að lýsa uppeldisferlinu sem
þjóðvegi með tveimur akreinum
sem halda þurfi sig á, ella lendi
menn í skakkaföllum, keyri út af
veginum. Akreinarnar eru kallað-
ar ákveðniumönnun og stuðn-
ingsumönnun, sem eru fremur
stirð orð að mínu áliti.
Mikið er rætt um form og orðið
form skýrt sem sú virkni, þær ytri
reglur og mörk sem skapi öryggi
(bls. 59). Form geti ýmist verið
innri eða ytri. Sagt er að sumt fólk
kalli innri form sín sjálfsaga en
ytri form séu m.a. umönnun,
kennsla og reglur. Mér finnst ekki
vel til fundið að nota orðin form og
formgerð til að þýða enska orðið
structure. Hvað þá þegar fyrir-
sögn 14. kafla sem á ensku kallast
„Structure, Shame and Victim
Blame“ er þýdd sem „Rammar,
skömmusta og fórnarlambsásak-
anir“ – þá finnst mér keyra um
þverbak. Á bls. 174 stendur eft-
irfarandi setning: „Tvíboð – þessi
„bönd“ sem toga í andstæðar áttir
– eru sérlega ruglandi og haml-
andi vanreiknunartæki.“ Van-
reiknunartæki? Tvíboð? Aldrei
heyrt þetta áður og orðin verka
afar hamlandi og ruglandi á mig
sem lesanda. Sumar setningar les
maður aftur og aftur og flettir til
baka, hjakkar í sama farinu, til að
rifja upp hvað orðin eiga að þýða.
Þetta er heldur leiðigjarnt til
lengdar og að sjálfsögðu á texti að
renna svo létt og auðveldlega að
innihaldið verði aðalatriðið en ekki
að lesandinn hnjóti endalaust um
þröskulda. Þá úir og grúir af inn-
sláttarvillum og einstaka málvillur
hnaut ég einnig um. Allnákvæm
atriðisorðaskrá (index) fylgir út-
gáfunni á ensku en er algjörlega
sleppt hér sem er illskiljanlegt því
slík skrá gerir fólki auðveldara að
fletta upp í bókinni og átta sig á
efninu.
Í erilsömu nútímaþjóðfélagi
veitir ekki af að geta lesið sér til
og vissulega getur ráðgjöf af því
tagi sem sett er fram í þessari bók
verið kærkomin, enda mun hún
hafa verið vinsæl í Bandaríkjunum
þegar hún var gefin út þar árið
1989. Síðan var hún endurútgefin
sem kilja árið 1998 og er fáanleg
ný gegnum Netið á 14.95 dollara
en notuð allt niður í 4.50 dollara.
Kápa bókarinnar er einkar að-
laðandi, hönnuð af 1001 nótt. Nett-
ar teikningar er að finna á víð og
dreif en ekki kemur fram svo ég
sjái eftir hvern þær eru.
Mér finnst höfundum bókarinn-
ar ekki greiði gerður með þessari
íslenzku útgáfu og væri bókin eftir
mig myndi ég krefjast þess að hún
yrði innkölluð og unnin mun betur.
Meira af kappi en forsjá
BÆKUR
Uppeldi
– Annast okkur sjálf, annast börnin okk-
ar. Höfundar: Jean Illsley Clarke og Conn-
ie Dawson. Þýðandi: Helga Ágústsdóttir.
Útgefandi: ÓB Ráðgjöf ehf. 2002. 307
bls.
AÐ ALAST UPP AFTUR
Katrín Fjeldsted