Morgunblaðið - 12.01.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR FRIÐRIK JÓNSSON
fyrrverandi lögregluþjónn,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 3. janúar, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 13. janúar kl. 13.30.
Júlíus Sigurðsson, Jóhanna Ellý Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurðsson, Guðríður Einarsdóttir,
Jórunn Sigurðardóttir, Sigurður K. Eggertsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Gísli Már Gíslason,
Jón Sigurðsson, Jónína Arnardóttir,
Hilmar Steinar Sigurðsson, Þórdís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
INGIBJARGAR BÁRU ÓLAFSDÓTTUR
sjúkraliða,
Frostafold 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust hana í veikindum
hennar, starfsfólki kvennadeildar Landspítalans við Hringbraut og sam-
starfsfólki hjúkrunarheimilisins Eirar.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurmundur Guðmundsson, Guðfinna Elsa Haraldsdóttir,
Sigríður Svansdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson
og barnabörn.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
EIRÍKUR PÉTURSSON,
Kvíabólsstíg 4,
Neskaupstað,
andaðist á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað þriðjudaginn 7. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
þriðjudaginn 14.janúar kl. 14.00.
Nanna Hlín Pétursdóttir,
Álfhildur Sigurðardóttir,
Ragnar Pétursson, Hanna Valdimarsdóttir,
Sveinþór Pétursson,
Hallgrímur Pétursson, Helga Steingrímsdóttir,
Pétur R. Pétursson, Sigfríð Björgúlfsdóttir,
Pjetur Sævar Hallgrímsson
og aðrir vandamenn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
frá Múla við Suðurlandsbraut,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dvalarheimilisins Höfða.
Bergþóra Bergmundsdóttir, Guðmundur Ágústsson,
Þórir Bergmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR ÞÓRODDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Eirar fyrir frábæra umönnun.
Hólmfríður Davíðsdóttir, Fritz Bjarnason,
Ófeigur Sigurðsson, Jónína M. Þórðardóttir,
Þórey Sigurðardóttir, Hafliði Sævaldsson,
Sigríður Sigurðardóttir, Grétar Óskarsson,
Svanhildur Sigurðardóttir, Borgþór Yngvason,
Auður M. Sigurðardóttir, Magnús Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og systur,
BERGÞÓRU SIGURÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem
önnuðust hana í veikindum hennar með hlýhug
og virðingu.
Róbert Róbertsson,
Hulda M. Róbertsdóttir, Michael A. Otero,
Sigurður A. Róbertsson,
Erna B. Róbertsdóttir,
Jórunn H. Sigurðardóttir
og barnabörn.
Elsku Steinunn
mín, ég skrifa þetta
bréf til þín með sorg í
hjarta.
Mér finnst svo stutt
síðan við kynntumst,
fyrir 36 árum, ég var á
því tímabili með þér og Gunnu
systur þinni enda vorum við Gunna
í sama bekk, en þið minntuð mig á
tvíbura, þið voruð það líkar. En svo
skildu leiðir okkar í nokkur ár en
við hittumst alltaf af og til, t.d.
STEINUNN NÓRA
ARNÓRSDÓTTIR
✝ Steinunn NóraArnórsdóttir
fæddist í Reykjavík
12. október 1958.
Hún lést 30. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 11. desember.
heima hjá Gunnu, en
þegar veikindi þín
fóru að gera vart við
sig þá hitti ég þig aft-
ur. Þá fórum við að
rifja upp gömlu dag-
ana. Svo þegar ég
heimsótti þig þá bjó
dóttir þín í bílskúrn-
um hjá þér og það
fannst þér notalegt að
hafa hana. Þú áttir
góðan mann og tvo
drengi. Þú varst stolt
af fjölskyldunni þinni
og þú sýndir mér
postulínsdúkkurnar
sem þú varst að safna og litla sæta
dúkkuvagninn sem var af eldri
gerðinni. Þú varst svo ánægð að
geta haft matarboð. Þá hittist fjöl-
skyldan sem var þér dýrmæt, en
heilsan leyfði það ekki stundum.
Það fannst þér erfitt. Þú sagðir
mér að þú og Gunna systir þín
væruð mjög nánar. Þegar er stutt á
milli í aldri þá vill það oft það verða
að yngstu systkinin verða nánari
þótt eldri systkinin séu dýrmæt.
Þú varst hlý í viðmóti og lýstir
alltaf umhverfið með ákefð, alltaf
einlæg í tali. En ég var alltaf á leið-
inni til þín. Þegar ég hitti þig síðast
þá varstu orðin mjög veik en sagðir
samt að núna yrði ég að koma í
heimsókn, þegar þú kæmir heim af
geðdeildinni. Takk fyrir fyrir það
sem við náðum saman.
Ég sendi fjölskyldu Steinunnar
innilega samúðarkveðju. Megi Guð
styrkja þau í þessari miklu sorg, en
minningin um góða konu og móður
mun ætíð lifa.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans,
af kærleik sprottin auðmýkt er
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði og stilling með.
(H. Hálfd.)
Ólöf Jónsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Heiðarbæ,
andaðist á Heilbrigðistofnuninni á Selfossi,
föstudaginn 10. janúar sl.
Sigríður, Hrólfur, Halldóra, Ágúst og Guðrún Guðjónsbörn,
tengdabörn, barnabörn og barnabörn.
Jötunninn stendur með
járnstaf í hendi
jafnan við Lómagnúp.
Kallar hann mig og
kallar hann þig,
kuldaleg rödd og djúp.
Þessar hendingar úr Áföngum
Jóns Helgasonar komu mér í hug
eftir að ég heyrði lát Birgis Vig-
fússonar frá Hólum. Hér vitnar
Jón til Njálssögu, draums Flosa
Þórðarsonar á Svínafelli, en Ket-
ill úr Mörk réð drauminn svo að
allir mundu þeir feigir sem jöt-
unninn kallaði. Og gekk svo eftir.
Þannig fer um hvern og einn.
Dauðinn kallar alla, suma seint,
aðra snemma og enginn kemst
hjá að gegna því kalli þótt á
stundum megi svo virðast að
sumir hafi getað daufheyrst um
HÖRÐUR BIRGIR
VIGFÚSSON
✝ Hörður BirgirVigfússon fædd-
ist 9. maí 1940 á Hól-
um í Hjaltadal. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítala við
Hringbraut 20. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Háteigs-
kirkju 3. janúar.
sinn. En það er þá
einungis stundarfrið-
ur. Horfinn er enn
einn úr vinahópi fjöl-
skyldu minnar og
þannig er gangur til-
verunnar. Við því er
ekkert að segja.
Gamlar myndir
koma í hugann. Sum-
arið 1961 var verið að
byggja við íbúðar-
húsið heima á Hofi.
Biggi Vigfúsar, eins
og við kölluðum
hann, kom frameftir
og vann við að grafa
frárennslisskurð að rotþrónni
niður í brekkunni. Mér er enn í
minni hvað mér fannst hann
hraustlegur og myndarlegur,
æskan og hreystin geisluðu af
honum, sólbrúnn, freknóttur og
dálítið rauðbirkinn, fullur að
vöngum og kraftalegur með
snöggklippt hár sem hann lét
liggja eins og náttúran bauð þeg-
ar allir voru að streða við að
venja hár sitt aftur um höfuðið. Í
skurðinum kom upp stór steinn
sem ekki virtist meðfæri venju-
legra manna. Biggi kom sér ekki
hjá að taka á steininum og brosið
leyndi sér ekki þegar hann hafði
náð takinu og vó hann upp á lær-
in og síðan upp á skurðbarminn.
Önnur minning frá síðhausti
1962. Birgir var í brúarvinnu þetta
sumar og Siggi bróðir fór með
hann á sunnudagskvöldi fram að
Hofi í Vesturdal þar sem verið var
að byggja brúna yfir Hofsána. Ég
fékk að fara með en man eiginlega
ekkert nema endalausa keyrslu í
myrkri um ókunnar slóðir og vissi
ekkert hvað ég fór. Loks birtust
brúarvinnuskúrarnir einhvers
staðar í myrkrinu og Birgir kvaddi
okkur brosandi. Einhvern tímann
komum við bræður heim aftur að
áliðinni nóttu.
Eftirleit haustið 1963 fyrir
Hólabúið. Við Birgir fórum tveir
ríðandi fram á Hofsdal, kominn
talsverður snjór og umbrotafæri í
öllum giljum. Ég hafði með mér
myndavélina og á enn ljósmynd af
Birgi þar sem hann er að bjástra
við hestana okkar sem liggja á síð-
um í skafli í gilbarmi frammi á
Hofsdal. Engar kindur fundum við
á dalnum nema hrútinn Dofra sem
snöltraði einn við Hofsána niður
undan Hyrningagilinu og var svo
gamall og vambsíður að ekki var
viðlit að koma honum heim. Mátt-
um því skilja hann eftir. Einhverj-
ar kindur fengum við í Þjófadöl-
unum og þar fyrir neðan og
stefndum þeim á Hagakotið. Þess-
ar göngur eru mér sérstaklega
minnisstæðar vegna þess að ég
held mér hafi aldrei orðið eins kalt
á fótum og í þetta sinn þegar
snjórinn fór að bráðna ofan í stíg-
vélunum.
Svo eru ferðirnar frá Reykjavík
á árunum 1971–1974 norður í
Laugarbakka þar sem Birgir
kenndi nokkra vetur og við þrír
gamlir sveitungar hans fórum einu
sinni á vetri í heimsókn til að spila
bridge í svo sem einn sólarhring.
Svona mætti lengi leggja fram
gamlar myndir en þær eru per-
sónubundnar og eiga e.t.v. lítið er-
indi til annarra. Og þótt örlögin
hafi hagað því svo að við höfum lít-
ið samband haft síðustu tvo ára-
tugina eða svo, þá lifir í huga mér
minningin um góðan dreng. Dætr-
um Birgis tveimur, eftirlifandi
systkinum og vinum hans öllum
votta ég samúð mína og sendi
þeim hugheilar kveðjur.
Hjalti Pálsson frá Hofi.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist
formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki
vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með
bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk-
sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri grein. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.