Morgunblaðið - 12.01.2003, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ALDREI fyrr hefur landsins lýð
verið eins ljóst að ekkert vantaði í
Kryddsíld Stöðvar 2 nema sand og
litlar skóflur fyrir ráðamenn og
þingmenn þjóðarinnar. Aldrei fyrr
opinberuðu þeir eins vel hve lítið
þeir hafa lært í mannlegum sam-
skiptum og því valdameiri, því
hrokafyllri og drambsamari.
Forsætisráðherra hefur marg-
sagt, bæði í ræðu og opinberlega í
viðtölum, að ekki sé hægt að
treysta fólki lengur í hans stétt og
vita allir við hvern hann á, eins og
að sjálfsögðu hann ætlast til. Mér
varð hugsað til baka um langan
veg, hver ástæðan mín hafði verið
er ég hætti að kjósa hann sem
borgarstjóra og Sjálfstæðisflokkinn
til Alþingis. Var það ekki einmitt
vegna þess að eftir síbrotin kostn-
ingaloforð hætti ég að treysta
nokkru sem hann og aðrir í Sjálf-
stæðisflokknum sögðu fyrir kosn-
ingar en efndu aldrei. Það er af svo
mörgu að taka að upptalningin
kæmist ekki fyrir í einni blaðagrein
og óþörf upptalning er það, því fólk
kann þennan lista utanbókar. Ég
hef lesið það einhvers staðar að
þeir sem tala niður til annarra með
vanvirðingu eigi við vanda að etja
um eigin sjálfsvirðingu hið innra
með sér. Maður einn sagði við mig
eftir ræðu forsætisráðherra á
gamlárskvöld að Davíð Oddsson
teldi sig vita allt betur en aðrir og
ekkert væri rétt að hans viti nema
hans skoðanir. Vildi þessi maður
með þessum orðum skilgreina
drambið sem einkenndi ræðu for-
sætisráðherra. Ég er ekki viss um
að svo blindur sé forsætisráðherra,
þetta er vel gefinn maður, en eins
og í ævintýrunum sem við lásum
sem börn varð konungum stundum
fallvalt á valdinu og gerðust
drambsamir og gleymdu uppruna
sínum.
Ræða forseta vors á nýársdag
var af öðrum toga og heldur raun-
særri mynd af Íslandi í dag. Um
leið og hann fór góðum orðum um
það sem gott hefur áunnist á árinu
hjá þjóðinni minntist hann á að
vandi annarra þjóðfélagshópa hefði
vaxið. Ég hef dvalið erlendis um
tíma og hef þá stundum bent þar-
lendum á hvað mér hefur þótt mið-
ur fara í því þjóðfélagi. Þá hef ég
gjarnan fengið þá spurningu hvort
allt sé svona gott hér á Íslandi.
Mitt svar er alltaf það sama; að eitt
sé það sem ég skammast mín fyrir
að skuli viðgangast á Íslandi og það
er fátækt. Þjóð sem er eins rík og
við og telur aðeins 280.000 manns
ætti að geta hugsað vel um hvern
einstakan þjóðfélagsþegn. Fátækt
leiðir af sér einelti og vímuefna-
vandamál og þetta eru hlutir sem
við ættum að geta upprætt hér á
landi með örlítilli fórnfýsi.
Það hljómaði svolítið skondið í
fréttum ríkisútvarpsins að heyra
ágrip úr ræðu forsætisráðherra,
þar sem hann er að tala um að fólk
virðist ekki bera upp á viðkomandi
ósannindin, og næsta frétt var að
Ingibjörg Sólrún var kosin maður
ársins með nær öllum atkvæðum.
Hvað segir það um orðspor hennar
og traust þjóðarinnar á henni?
Nú er lag, Össur, og ættir þú að
láta flokk þinn og heill þjóðarinnar
sitja á oddi og gleyma eigin vænt-
ingum og frama en láta Ingibjörgu
Sólrúnu sætið þitt eftir. Ég er
sannfærð um að það myndi gera
þig vinsælli og ef til vill koma Sam-
fylkingunni til valda.
MARGRÉT S. SÖLVADÓTTIR,
Réttarholtsvegi 67.
Hverjum er
treystandi?
Frá Margréti S. Sölvadóttur
Á ÞESSU misseri gefst landsmönn-
um enn eitt tækifæri að setja sig í
spor kjörinna fulltrúa á Alþingi.
Þeirrar sveitar bíður að taka stórar
ákvarðanir, sem varða land og lýð.
Venjulegu fólki er frjálst, þegar
miklu varðar, að taka á sig annarra
sök. Frelsarinn tók á sig stóra sök.
Hann þrætti ekki. Djarfur er hver
um deildan verð segir máltækið. Öll
þekkjum við góð dæmi um lögmál
gestrisninnar úr þjóðsögunum.
Hvað sem öðru líður. Þá til lengd-
ar lætur eru gangsterar afspyrnu
hvimleiðir í umgengni. Þeir þekkj-
ast, dansandi á grensunni, af öllum
óskundanum, sem af verkum þeirra
hlýst og áhættunni, sem þeir eru
alltaf til í að deila kumpánlega með
sjálfsbirgingslegu þýi sínu, hyski.
Litlu framsóknarmönnunum er í
mun að bjarga litla flokknum sínum
og fórna til þess blygðunarlaust
landinu. Þeim nægir ekki að hafa
tryggt sér bróðurlegan hlut í kvóta-
kerfinu sem þeir verja með kjafti og
klóm. Hvar er íslensk borgarastétt,
þjökuð af ágirnd í vondu skjóli aum-
ustu kotunga og húsgangslýðs, líkt
og svínin í sögunni góðu. Hafa al-
brjálast við að eignast pening.
Þeirra trog er jafnan tómt. Hvað
ræður þú Loddfáfnir? Verður vinna
í álverum annað en dýrkeypt at-
vinnubótavinna á vegum íslenska
ríkisins? Og örfáir sökunautar maka
duglega krókinn.
Vinnulýðurinn fær að sendast
með vasapeninginn út um hagann til
að auka þensluna, veltuaukann vel-
þegna. Flottræflar ríkisins skulu
annast innheimtu fyrir Alcoa, seilast
til þess í vasa mörlandans, standa í
skilum með öll lánin. Af þessum
auma félagsskap á bæði land og lýð-
ur að mengast til frambúðar. Af
áreitunum skulið þið þekkja þá.
JÓN BERGSTEINSSON,
Snorrabraut 30,
Reykjavík.
Er hægara um að tala
en í að komast?
Jón Bergsteinsson verkamaður
skrifar