Morgunblaðið - 04.02.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.02.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar SAMÞYKKIR SAMSON Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samson eign- arhaldsfélag ehf. sé hæft til að fara með 45,8% hlutafjár í Landsbanka Íslands. Félagið hyggst m.a. beita sér fyrir því að fagaðilar, sem ekki eru eigendur að Samson, taki sæti í bankaráði og breytingar verða gerð- ar á innri reglum bankans. „Þetta er góð niðurstaða fyrir okkur og við fögnum henni,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, einn eigenda Samsonar. Schröder axlar ábyrgðina Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, viðurkenndi í gær að hann og ríkisstjórn hans bæru „meginábyrgðina“ á miklum ósigri þýskra jafnaðarmanna í kosningum í tveimur sambandslöndum á sunnu- dag. Hann kvaðst þó ekki vera að íhuga afsögn. Metfjárlagahalli Samkvæmt fjárlagafrumvarpi George W. Bush Bandaríkjaforseta verða útgjöld til varnarmála aukin verulega á næsta fjárhagsári. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir met- fjárlagahalla. Laun stjórnenda hækkuð Kjaranefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hækka laun æðstu stjórnenda borgarinnar um 7% frá síðustu áramótum, m.a. til samræm- is við ákvörðun kjaranefndar rík- isins sem hækkaði laun æðstu emb- ættismanna þjóðarinnar jafnmikið. Þórólfur í borgarstjórastól Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri, afhenti í gær eftirmanni sínum, Þórólfi Árnasyni, lyklavöldin að Ráðhúsi Reykjavíkur. Fara að ráði Davíðs Stjórnvöld í Japan ætla að beita sér enn frekar fyrir hvalveiðum í at- vinnuskyni og vilja m.a. af þeim sök- um taka upp nána samvinnu við Norðmenn og Íslendinga og halda fundi með leiðtogum landa í Norður- Evrópu eins og Davíð Oddsson for- sætisráðherra stakk upp á þegar hann var í heimsókn í Japan í síðasta mánuði. Þriðjudagur 4. febrúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B – fyrir þína hönd Þú getur kynnt þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum hjá ráðgjöfum okkar í Ármúla 13, í síma 515 1500 eða á Lífeyrisvef Kaupþings, www.kaupthing.is/lifeyrir. Einnig getur þú fengið ráðgjafa heim þegar þér hentar. Kynntu þér víðtæka þjónustu okkar í lífeyrismálum Margir kostir í stöðunni – fyrir þína hönd Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Hæsta bygging landsins 26 Vatnsstígur átta Málþing umiðnnám Fallegt timburhús í gamla bænum 28 Þörf á breyttu viðhorfi 42                                                                 !"!#$! % " #$     &'( )*+ &'(  ) *+       !  "#$ %&$ "&&% -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;        '     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+     ?" /@+AB * * * * ! !", !" ! # $     ()    *" /@AB    ,& % # -# , . & --/ -$/"- -%0" -& -&10- -&01  %2B  2 !  3   ! $ "1$-$ "$"$"&&% 8%"+#$! &" %""+  "%% "                           $  $  ER líða tekur á veturinn eykst áhug- inn á sumarhúsum. Reyndar eru mörg þessara húsa svo vel úr garði gerð, að hægt er að vera í þeim jafnt vetur sem sumar. Þá eru þau orðin heilsárshús og heitið sumarhús er þá varla réttnefni lengur. Öryggismerkingum sumarhúsa hefur lengi verið áfátt og því getur verið erfitt að finna þau ef óhöpp verða, t.d. slys á fólki eða það kvikn- ar í. Það hefur því verið mikið baráttu- mál hjá Landssambandi sumarhúsa- eigenda að koma á öryggis- merkingum á öll sumarhús í landinu. Undanfarin fimm ár hefur verið unnið að því að koma á sérstöku hnit- setningakerfi í þessum tilgangi. Nú er verið að leggja síðustu hönd á verkið og áætlað að hnitun sumar- húsa ljúki í maí nk. Þetta verkefni hefur Landssamband sumarhúsa- eigenda unnið í samvinnu við Neyð- arlínuna, Fasteignamat ríkisins, Vegagerðina og Landmælingar Ís- lands. Með hnitsetningunni eru sumar- húsin staðsett með mælingum inn á landakort með sérstökum tækjabún- aði. Hvert sumarhús fær sitt eigið öryggisnúmer. Ef vá ber að dyrum er hægt að gefa upp öryggisnúmerið í gegnum farsíma til Neyðarlínunnar 112 og þá er hægt að leiðbeina björg- unaraðilum beint að sumarhúsinu með mikilli nákvæmni. Stóreykur öryggi „Tilgangur verkefnisins er að auka öryggi sumarhúsaeigenda,“ segir Sveinn Guðmundsson, lögmað- ur og framkvæmdastjóri Landssam- bands sumarhúsaeigenda. „Algengt er að í neyðartilvikum fari björgun- araðilar villur vegar vegna óná- kvæmra upplýsinga um slysstað. Ör- yggisnúmer á sumarhús á að koma í veg fyrir að mikilvægur tími björg- unarliðs fari til spillis í neyðartilvik- um.“ Nú er búið að ganga frá sam- starfssamningi um skráningu örygg- isnúmera í þeim tilgangi að til verði áreiðanleg skrá um hnitsett sumar- hús á landinu, sem mun nýtast til leiðsagnar til neyðarþjónustu í sum- arhúsabyggðum ef bráðatilvik koma upp. Þetta er gert með því, að öll sum- arhús sem fara inn í þetta öryggis- kerfi fá tvö skilti til að merkja húsið að innan og að utan. Stærð skiltanna er 30x10 sm utanhúss og 15x5 sm innanhúss. Límdir verða gulir miðar á sum- arhús, sem staðfestir það að viðkom- andi sumarhús sé hnitað og tengt við neyðarkerfið. Hvítir miðar verða límdir á þau sumarhús, sem hafa verið hnituð en eru ekki enn tengd við neyðarkerfið. Kostnaður við að tengjast neyðar- kerfinu er 7.590 kr. fyrir meðlimi Landssambands sumarhúsaeigenda og 12.201 kr. fyrir utanfélagsmenn. Þetta gjald greiðist bara einu sinni. „Það er mikilvægt að eigendur sumarhúsa með hvíta miða skrifi hjá sér númerið á miðanum, svo að þeir geti tekið þátt í verkefninu síðar og fengið sumarhúsið sitt tengt við neyðarkerfið þó að þeir séu ekki til- búnir til þess nú. Það getur sparað peninga síðar,“ sagði Sveinn. Opið öllum „Hægt er að bjóða öllum sumar- húsaeigendum á landinu að merkja sumarhús sín í þessu kerfi,“ sagði Sveinn enn fremur. „Hér er um gríð- arlega umfangsmikla og þýðingar- mikla öryggisráðstöfun að ræða, því að hún nær ekki bara til sumarhúsa í eigu einstaklinga heldur einnig til orlofshúsa fagfélaga og starfsfélaga og til margra eyðibýla. Í heild eru þessi hús yfir 10.000 á öllu landinu.“ Hnitun sumarhúsa í örygg- isnet á að ljúka með vorinu Nýbygging viðSmáratorg Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Minningar 28/30 Erlent 13/15 Kirkjustarf 33 Höfuðborgin 16 Bréf 32 Akureyri 17 Dagbók 34/35 Suðurnes 18 Íþróttir 36/39 Landið 18 Leikhús 40 Neytendur 19 Fólk 40/45 Listir 19/21 Bíó 42/45 Skák 21 Ljósvakar 46 Forystugrein 24 Veður 47 * * * JAPÖNSK stjórnvöld ætla í ríkari mæli að taka upp fiskveiðimál í viðræðum og samskiptum við aðrar þjóðir og virðast ætla að gera alvöru úr hug- mynd sem Davíð Oddsson forsætisráðherra nefndi í heimsókn til Japans í síðasta mánuði. Jap- önsk stjórnvöld ætla að beita sér enn frekar fyrir hvalveiðum í atvinnuskyni og vilja þau m.a. af þeim sökum taka upp nána samvinnu við Norð- menn, sem stunda hvalveiðar, og Íslendinga, sem gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið að nýju, að því er greint er frá á fréttavef BBC. „Japönsk stjórnvöld stefna einnig að því að halda fundi með leiðtogum landa í Norður-Evr- ópu, eins og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Ís- lands, stakk upp á í heimsókn sinni til Japans í síð- asta mánuði,“ segir á vef BBC þar sem greint er frá ræðu forsætisráðherra Japans um fiskveiði- mál. Samráð við Japani Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, seg- ir að unnið sé að hagsmunum Íslands í hvalveiði- málum. „Við erum auðvitað að vinna í hvalveiði- málunum og fara yfir stöðuna. Við höfum átt mikið samstarf við Japani og Norðmenn raunar líka þannig að það er svo sem ekki nýtt. Þessar þjóðir hafa með sér gott samráð og funda reglulega. Staðan núna er sú að við erum að fara yfir vís- indaveiðimálin en áður en menn geta hafið vís- indaveiðar þurfum við að geta lagt fram áætlun um þær hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu. Við höfum ekki enn gengið frá slíkri áætlun eða tekið ákvörð- un um að leggja hana fyrir ráðið en erum að skoða málið.“ Aðspurður sagði Árni að ekki stæði til að hann færi til Japans alveg á næstunni. Japönsk stjórnvöld ætla að beita sér enn frekar í hvalveiðimálum Vilja gera alvöru úr hug- mynd Davíðs Oddssonar Á MEÐAN hríðarveður herjar á Norðlendinga fer Frosti í sparifötin fyrir Sunnlendinga. Stillt er veðrið og bjart, þótt kalt sé, enda ekki við öðru að búast í norðanátt að vetri til. Í gær var 6 stiga frost í höf- uðborginni og 12 stiga frost á Hellu á Rangárvöllum. Þess má og geta að á Skálafelli fór frostið niður í 14 stig. Áhugamenn um vetraríþróttir eru býsna kátir með tíðina og brettafólkið, skíðamenn og ísklifr- arar hafa tekið búnað sinn úr geymslunni og æfa nú í gríð og erg. Og svo er auðvitað ágætt að fá sér göngutúr í bænum líka. Það er eins gott að njóta blíðunnar því hún stendur ekki lengi samkvæmt veð- urspánni. Á morgun er spáð suð- austanroki og rigningu sunnan- og vestanlands en skárra veðri fyrir norðan. Morgunblaðið/Sverrir Sólskinsstundir í logni á undan storminum NÝ RANNSÓKN á vegum ríkislög- reglustjóra bendir til að mun algeng- ara sé að grunaðir sakamenn gefi falskar játningar við yfirheyrslur en áður var talið. Rannsóknin sýnir að tæp 20% grunaðra sögðust einhvern tímann hafa játað á sig afbrot sem þeir höfðu ekki framið. Áður var tal- ið að þetta hlutfall væri 12%. Ástæður þess að hinir grunuðu gáfu falskar játningar voru þær að þeir voru að hylma yfir með öðrum, vildu losna sem fyrst af lögreglustöð- inni eða voru með fráhvarfseinkenni. Rannsóknina gerði Emil Einars- son, BA í sálfræði, að ósk ríkislög- reglustjóra sem vildi láta kanna ým- islegt sem snýr að þjónustu lögreglunnar. Rannsóknin fór fram frá júní til október 2002 og voru lagð- ir spurningalistar fyrir 93 þátttak- endur. Þar af voru 47 með réttar- stöðu grunaðs manns, 31 vitni og 15 kærendur. Hinir 47 grunuðu höfðu verið yfirheyrðir af lögreglu aðallega vegna auðgunarbrota, umferðar- laga- og fíkniefnabrota. Níu grunað- ir, eða 19,6%, sögðust í könnuninni hafa gefið falska játningu og flestir, eða 4, sögðust hafa verið að hylma yfir með öðrum. Þá gaf einn upp þá ástæðu að lögreglan hefði þvingað sig til að játa og annar sagðist hafa verið að forðast gæsluvarðhald. Einn sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og tveir sögð- ust hafa viljað losna sem fyrst af lög- reglustöðinni og því gefið falska játningu. Tveir sögðust þá hafa játað vegna fráhvarfseinkenna og einn ját- aði þar sem hann taldi ekki skipta máli hvað hann segði. Fjórir sakfelldir eftir falska játningu Samkvæmt rannsókninni hafa fjórir þeirra sem gáfu falska játn- ingu verið sakfelldir í dómi eftir játn- inguna. Tveir sögðust ekki hafa verið sakfelldir og máli var ekki lokið hjá þremur þegar rannsóknin var unnin. Rannsóknin sýnir að flestir sögð- ust ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu hjá lögreglunni. Þannig sögðu 64,4% grunaðra að lögreglan hefði tekið vel á móti þeim og 87% vitna og kærenda. 4,4% grunaðra sögðu lögregluna hafa tekið illa á móti sér og 2,2% vitna og kærenda. Ríkislögreglustjóri hefur gert dómsmálaráðherra grein fyrir niður- stöðunum, jafnframt því að beina því til lögreglustjóranna og lögreglu- stjóra ríkisins, að lögð verði rík áhersla á að lögreglumönnum verði kynntar niðurstöðurnar og að farið verði rækilega yfir mikilvægi þess að vera stöðugt á verði gagnvart því að grunaður maður játi á sig brot sem hann hefur ekki framið. Falskar játning- ar grunaðra manna um 20% FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að fljúga tvisvar í viku til og frá Mílanó á Ítalíu í sumar. Á síðasta sumri flaug félagið eina ferð til Mílanó á viku en samkvæmt upplýsingum félagsins var ákveðið að tvöfalda ferðatíðnina þangað vegna mikillar eftirspurnar. Fyrsta flugið til Mílanó verður hinn 31. maí, en frá 17. júní verður flogið alla þriðjudaga og laugardaga. Fleiri ferðir til Mílanó LÖGREGLAN á Selfossi fékk í gær tilkynningu um þjófnað á 10 gróð- urhúsalömpum og mörgum nýjum perum úr gróðrarstöðinni að Jörfa á Flúðum. Mun þjófnaðurinn hafa ver- ið framinn í fyrrinótt. Ítrekað hefur verið stolið úr gróðrarstöðinni og mun þetta hafa verið í þriðja skipti á einum mánuði sem farið er inn í Jörfa. Af verklagi að dæma eru mikl- ar líkur á að sömu aðilar hafi verið á ferð í öll skiptin. Gróðurhúsa- lömpum stolið enn einu sinni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.