Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 7

Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 7 RÚMLEGA tvítug kona var í gær dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veita þrítugri konu 5 sentimetra langan skurð á vinstri kinn. Fyrir dómi sagðist konan bera á sér dúkahníf vegna starfs síns, en hún er nektardansmær, og hún hefði lagt til konunnar í neyðarvörn. Á það féllst dómurinn ekki. Árásin átti sér stað í febrúar í fyrra í Hafnarstræti. Sú sem varð fyrir hnífslaginu lýsti atburðum svo að hún hefði séð nokkra menn deila við tvær stúlkur. Hún hefði bent þeim á að það væri óþarfi að koma fram við stúlk- urnar með þessum hætti en þær ekki skilið að hún væri að mæla þeim til varnar. Loks hefði önnur þeirra skor- ið hana í andlitið með hnífi. Nektar- dansmærin játaði að hafa lagt til hinn- ar konunnar með hnífi en sagði að hún hefði, ásamt mönnunum, ráðist að sér og vinkonu sinni með fúkyrðum, hrindingum og pústrum. Einhver hefði ýtt við sér og hún verið nærri dottinn og í því slæmt hnífnum í átt að konunni. Í dómnum segir að á grund- velli framburðar vitna sé ekki hægt að fallast á refsileysi, enda hafi henni ekki staðið slík ógn af konunni að nauðsynlegt hafi verið að beita hnífi sér til varnar. Hún hefði auk þess hæglega getað komist af vettvangi án þess að valda konunni tjóni. Þá þótti ótrúverðug sú frásögn hennar um að hún hefði runnið til og við það slengt hnífnum í konuna. Við ákvörðun refs- ingar var þó litið til þess að hún dró upp hnífinn vegna áreitis sem hún varð fyrir, án þess að það réttlætti að hún hefði gripið til vopnsins. Hún var því dæmd fyrir árásina á konuna og til að greiða henni 276.000 krónur í bæt- ur. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára. Dómurinn sýknaði hana á hinn bóginn af ákæru um líkamsárás með því að aka á mann sem hugðist stöðva för hennar þegar hún forðaði sér af vettvangi. Allt þótti benda til þess að maðurinn hefði stokkið fyrir bílinn og ekki hefði verið sýnt fram á að hann hefði ekki getað vikið sér til hliðar. Valtýr Sigurðsson kvað upp dóm- inn. Kolbrún Sævarsdóttir flutti mál- ið f.h. ríkissaksóknara. Dæmd fyrir að skera konu í andlit Árásin ekki neyðarvörn HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Fellsmúla og Grensásvegar í gærmorgun. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík urðu þó ekki slys á mönnum. Bifreiðirnar skemmdust talsvert eins og sjá má á myndinni og er ljóst að a.m.k. önnur þeirra er óökufær. Frá kl. 8 í gærmorgun til kl. 18 var lögreglunni í Reykjavík til- kynnt um 20 árekstra sem er nokk- uð meira en á venjulegum degi. Morgunblaðið/Ingó Tilkynnt um 20 árekstra í Reykjavík SAMKVÆMT skoðanakönnun Fréttablaðsins dalar fylgi Sam- fylkingarinnar og Frjálslynda flokksins en stuðningur eykst við aðra flokka vegna komandi þing- kosninga. Fylgi Samfylkingarinnar mæld- ist 32,4%, var 36,6% í síðustu könn- un blaðsins, þegar það var svipað og hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 36,8% fylgi, 0,8 prósentustigum meira en fyrir viku. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 15,9%, var 14,7% í síðustu könnun Fréttablaðsins. Rúm 10% þeirra sem afstöðu tók sögðust ætla að kjósa Vinstri græna, hlut- fallið var 9,5% í vikunni áður. Frjálslyndi flokkurinn mældist nú með 3,9% fylgi. Könnunin var gerð sl. laugardag og sem fyrr var hringt í 600 manns um land allt. Þar af voru um 35,7%, eða um 214 manns, óákveðnir, neit- uðu að svara eða sögðust ekki ætla að kjósa. Ekki er getið um skekkjumörk í könnuninni. Samfylkingin dalar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.