Morgunblaðið - 04.02.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, gerði í upphafi þingfundar á
Alþingi í gær grein fyrir forsend-
um þeirrar ákvörðunar sem tekin
var af meirihluta forsætisnefndar
Alþingis í lok janúar sl. að hafna
ósk Guðmundar Árna Stefánssonar
og annarra þingmanna Samfylking-
arinnar um að forsætisnefnd feli
Ríkisendurskoðun að taka saman
skýrslu um fjárhagslegt uppgjör
Landssíma Íslands hf. við fyrrver-
andi forstjóra fyrirtækisins, Þór-
arin V. Þórarinsson, sem gert var í
tengslum við starfslok hans hjá
fyrirtækinu.
Eftir útskýringu Halldórs kom
fram í máli stjórnarandstæðinga að
þeir væru ósáttir við þessa ákvörð-
un meirihluta forsætisnefndar að
hafna beiðninni um skýrslu. Sagði
Guðmundur Árni Stefánsson m.a.
að forseti Alþingis hefði með því
gengið í lið með þeim sem væru í
samsæri þagnarinnar. Gunnar
Birgisson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði hins vegar að gagn-
rýni Guðmundar Árna lyktaði af
„pólitísku skítabragði“.
Eins og kunnugt er vann Rík-
isendurskoðun skýrslu um starfs-
lokin fyrir Símann en stjórn fyr-
irtækisins hefur neitað að birta
hana opinberlega. Guðmundur Árni
hefur farið fram á það við Sturlu
Böðvarsson samgönguráðherra að
hann láti birta skýrsluna en Sturla
lýsti því m.a. yfir á Alþingi á síð-
asta ári að ákvörðunin væri stjórn-
ar Símans og hann styddi hana.
Halldór Blöndal vísaði í upphafi
þingfundarins m.a. í bókun sína á
fundi forsætisnefndar þingsins
hinn 28. janúar sl. Í bókuninni
kemur m.a. fram að forsætisráðu-
neytið hafi falið Stefáni M. Stef-
ánssyni, prófessor við lagadeild
Háskóla Íslands, að gera lögfræði-
lega úttekt á aðgangi Alþingis að
upplýsingum um hlutafélög í eigu
ríkisins. Í úttektinni hefði eftirfar-
andi m.a. komið fram: „Stjórnir
hlutafélaga sem eru að öllu leyti
eða að meirihluta í eigu ríkisins eða
hluthafafundar þeirra ákveða
hvaða málefni það eru sem talist
geta viðskiptaleyndarmál og eiga
að fara leynt.“ Halldór vitnaði
áfram í bókunina og sagði: „Í bréfi
Guðmundar Árna Stefánssonar,
dagsettu 5. nóvember sl., er farið
fram á að Ríkisendurskoðun vinni
skýrslu um samskonar efni og þeg-
ar hefur verið unnin af Ríkisend-
urskoðun fyrir Landssíma Íslands
hf. en stjórn Landssímans hefur
hafnað því að skýrslan verði gerð
opinber með hagsmuni fyrirtækis-
ins fyrir augun. Með vísan til álits-
gerðar Stefáns Más Stefánssonar
prófessors tel ég ekki efni til að
verða við beiðni alþingismannsins.“
Eftir að Halldór hafði gert grein
fyrir þessari ákvörðun komu þing-
menn Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs upp í pontu hver á fætur
öðrum og gagnrýndu ákvörðun
Halldórs harðlega. Guðmundur
Árni sagði m.a. að hér væri um af-
skaplega óvenjulega afgreiðslu for-
sætisnefndar þingsins að ræða.
„Hér er einfaldlega verið að gang-
ast eftir því að fá sömu upplýsingar
og stjórn Landssímans hf. hefur
fengið,“ sagði hann. „Hér hefur
forseti Alþingis gengið í lið með
þeim sem eru í samsæri þagnarinn-
ar,“ sagði Guðmundur Árni enn-
fremur.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG, sagði að hætta væri á því að í
skjóli leyndar þrifist spilling og
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, spurði hvað
það væri í starfslokasamningi fyrr-
verandi forstjóra Símans sem þyldi
ekki dagsljósið. Síðar í umræðunni
taldi Halldór Blöndal ástæðu til að
taka fram að honum væri ekki
kunnugt um það hvað stæði í fyrr-
greindri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar.
Höfum ekki boðvald yfir
öllum fyrirtækjum
Einar K. Guðfinnsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, benti á að
Síminn væri sjálfstætt fyrirtæki
með stjálfstæða stjórn. „Og það
liggur fyrir að við erum ekki í
þeirri stöðu hér að hafa boðvald yf-
ir hverju einasta fyrirtæki í land-
inu.“ Sagði hann að umræðan væri
því meira og minna útúrsnúningur
og tilraun til þess að koma höggi á
forseta þingsins. Gunnar Birgisson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
tók í svipaðan streng. Hann sagði
ádeilu Guðmundar Árna lykta af
pólitísku skítabragði. Auk þess
lagði hann áherslu á að þegar væri
búið að gera grein fyrir starfsloka-
samningi Þórarins V. Þórarinsson-
ar í fjölmiðlum hér á landi.
Forseti Alþingis hafnar beiðni um skýrslu frá Ríkisendurskoðun
Gagnrýni lyktar af
pólitísku skítabragði
Morgunblaðið/Golli
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, gerði grein fyrir afstöðu sinni til beiðni
Samfylkingarinnar, en flokkurinn vill að skýrsla um starfslok fyrrverandi
forstjóra Símans verði gerð opinber.
TÖLUVERÐ gagnrýni kom fram
á sjávarútvegsráðherra í utandag-
skrárumræðu á Alþingi í gær, fyr-
ir að hækka leyfilegan heildarafla
á ufsa á yfirstandandi fiskveiðiári
gegn ráðleggingum Hafrannsókna-
stofnunarinnar.
Málshefjandi umræðunnar var
Árni Steinar Jóhannsson, þing-
maður VG, og beindi hann þeirri
spurningu til sjávarútvegsráðherra
hvaða fiskifræðilegu forsendur
lægju að baki ákvörðun hans um
hækkun á leyfilegum heildarafla í
síðasta mánuði og hvort að hann
teldi óhætt byggja slíka ákvörðun
á fiskifræði sjómannsins, líkt og
gert hafi verið með aukningu á
ufsakvóta fiskveiðiársins. Þá
spurði Árni Steinar hvort að
kvótaaukningin væri til að bæta
stöðu útgerðarinnar tímabundið í
ljósi óhagstæðrar gengisþróunar
íslensku krónunnar að undanförnu.
Of lítill kvóti skapar
þrýsting á brottkast
Árni M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, sagði að baki aukn-
ingunni væru fiskifræðilegar for-
sendur. Aukning á ufsakvótanum
væri byggð á því að ufsastofninn
hefði stækkað hraðar en Hafrann-
sóknastofnunin spáði í ráðgjöf
sinni í júní sl. en stofninn væri nú í
þeirri stærð sem Hafró spáði að
hann yrði eftir tvö ár. Stofnunin
hafi þrátt fyrir það lagt til að kvót-
inn yrði ekki aukinn. En þar sem
ufsaveiðar væru mjög blandaðar
öðrum veiðum, til að mynda karfa-
veiðum, skapaðist þrýstingur á
brottkast ef kvótinn væri ekki í
samhengi við hvað ufsinn gefur sig
í veiðinni. Í ljósi þess hve stofninn
virtist hafa braggast sagðist Árni
hafa ákveðið að auka kvótann.
Þannig væri hann í raun að taka
tillit til bæði fiskifræðinga og fiski-
fræði sjómannsins. Árni benti á að
hann hækkaði aflaheimildir í
nokkrum tegundum, meðal annars
ufsa, á miðju síðasta fiskveiðiári
og byggði þá einnig ákvörðun sína
að hluta á fiskifræði sjómannsins.
Hafrannsóknastofnunin hafi síðan
lagt til hækkun á aflaheimildum
allra tegundanna í ráðleggingum
sínum síðastliðið vor. Þannig hafi
fiskifræði sjómannsins í raun
skapað umtalsverð verðmæti, sem
annars hefðu ekki skilað sér í
þjóðarbúið.
Of snemmt að tala
um alvarlegt ástand
Árni sagði að með aukningu
heildaraflans hafi hann ekki verið
að taka sérstaklega tillit til núver-
andi stöðu sjávarútvegsins í ljósi
óhagstæðrar gengisþróunar. Hann
hafi það fyrst og fremst að leið-
arljósi að nýta fiskistofnana eins
skynsamlega og hægt er á hverj-
um tíma. Það sé hinsvegar ljóst að
íslenska krónan hafi styrkst veru-
lega að undanförnu en það væri
þrátt fyrir það of snemmt að tala
um alvarlegt ástand í þeim efnum.
Slíkar aðstæður gætu hinsvegar
skapast en Seðlabanki Íslands
vinni að því að hafa áhrif á gengið
ef það þjóni markmiðum gegn
verðbólgu.
Fiskifræði
sjómanns-
ins bjarg-
aði verð-
mætum
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30
í dag. Að loknum atkvæða-
greiðslum verða umræður um
samgöngumál. Samgönguráð-
herra mun m.a. mæla fyrir
samgönguáætlun fyrir árin
2003 til 2014.
ALLS fluttu 4.215 einstaklingar til
landsins í fyrra og 4.490 frá landinu.
Brottfluttir frá landinu voru þannig
275 fleiri en aðfluttir á seinasta ári
skv. tölum Hagstofunnar um bú-
ferlaflutninga árið 2002. Þar kemur
einnig fram að á síðasta ári fluttu
talsvert færri til höfuðborgarsvæð-
isins en á síðustu árum.
Flutningar innanlands í heild hafa
haldist stöðugir mörg undanfarin ár
ef miðað er við hlutfall búferlaflutn-
inga af fólksfjölda. Árið 2002 skiptu
181 af hverjum 1.000 landsmanna
um lögheimili, en 10 árum fyrr var
þetta hlutfall 171.
Í flestum tilvikum var um að ræða
flutning innan sveitarfélags.
Flestir komu frá Póllandi
Dregið hefur nokkuð úr fólks-
fjölgun á Íslandi á undanförnum ár-
um og nú er svo komið skv. frétt
Hagstofunnar að þá fjölgun sem
orðið hefur á árinu má einungis
rekja til náttúrulegrar fólksfjölgun-
ar, þ.e. fæddra umfram dána. Á
árinu 2002 voru brottfluttir frá land-
inu 275 fleiri en aðfluttir. Þetta jafn-
gildir því að 1 íbúi af 1.000 hafi flutt
af landi brott. Næstu fimm árin á
undan voru aðfluttir aftur á móti
umtalsvert fleiri en brottfluttir,
munurinn var 1.714 árið 2000 og 968
árið 2001. Þrátt fyrir neikvæðan
flutningsjöfnuð 2002 var heildar-
fjöldi þeirra sem fluttu til landsins
hár miðað við fyrri tímabil. Í fyrra
var fjöldi aðfluttra 4.215 samanborið
við tæplega 3.000 10 árum áður. Á
síðustu árum hefur útlendingum
fjölgað sem flytja til landsins, en
fjöldi Íslendinga sem komið hefur
heim hefur verið fremur stöðugur.
Flestir útlendinganna voru frá
Póllandi, en þaðan komu 266 ein-
staklingar með erlendan ríkisborg-
ararétt á síðasta ári, 146 komu frá
Þýskalandi og 116 frá Danmörku.
Hverfandi fáir Íslendingar fluttu frá
öðrum löndum en Norðurlöndum
(einkum Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð), Bretlandi og Bandaríkjunum.
Mun fleiri Íslendingar fluttu til allra
ofangreindra landa en frá þeim.
Fleiri fluttu frá Reykjavík
og Seltjarnarnesi
Aðfluttir umfram brottflutta af
landsbyggð til höfuðborgarsvæðis í
fyrra voru 293 samanborið við 1.319
árið 2001. Í frétt Hagstofunnar er
vakin athygli á að nú voru brott-
fluttir fleiri en aðfluttir í tveimur
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.
Árið 2001 hafði flutningsjöfnuður
einnig verið jákvæður á Suðurnesj-
um og Vesturlandi, en frá báðum
þessum landsvæðum fluttu nú tals-
vert fleiri en til þeirra. Eins og árin
á undan var fólksflótti mestur frá
Vestfjörðum en þar var flutnings-
tíðnin neikvæð um nær 20 af 1.000
íbúum.
Brottfluttir frá landinu
275 fleiri en aðfluttir
Dregið hefur nokkuð úr flutningi
fólks til höfuðborgarsvæðisins
3 4
!
4 -55"6"&&"
A A A A A A
C
C &
#
&
' '