Morgunblaðið - 04.02.2003, Side 18

Morgunblaðið - 04.02.2003, Side 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ vorum auðvitað dauðskelkaðir og okkur brá heilmikið, þetta gerðist svo hratt. Bíllinn fékk á sig vind- hviðu og var svo bara kominn útaf,“ sagði Heiðar Þór Karlsson, einn far- þega í hópferðabíl með um tuttugu knattspyrnupilta frá Selfossi sem fauk útaf veginum undir Ingólfsfjalli um tíuleytið á sunnudagskvöld og hafnaði í skurði fyrir neðan veginn. Mjög hvasst var og gekk á með mikl- um vindhviðum. Ein þeirra hreif bíl- inn með sér en ökumaðurinn gat stýrt honum þannig að hann valt ekki. Enginn piltanna sem voru með í rútunni slasaðist. „Við vorum um tuttugu talsins í rútunni, á heimleið frá fótboltaæf- ingu í Fífunni í Kópavogi. Það var eins og bíllinn lyftist og síðan var hann bara kominn útaf. Okkur varð auðvitað mjög bilt við, vorum að horfa á sjónvarpið í bílnum og áttum okkur einskis ills von,“ sagði Heiðar Þór. „Við gáðum strax hvort ekki væri í lagi með alla en svo brutu þjálfarinn og bílstjórinn rúðurnar og við fórum út. Svo komu vegfarendur að og skutluðu okkur niður á Selfoss að íþróttahúsinu þar sem við hitt- umst allir áður en við fórum heim,“ sagði Heiðar Þór sem hélt að það tæki einhvern tíma að jafna sig eftir þessa lífsreynslu. Enginn piltanna var með öryggisbelti spennt þótt þau væru til staðar í rútunni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hópferðabíllinn í skurðinum fyrir neðan veginn undir Ingólfsfjalli. Bíllinn fékk á sig vindhviðu og fór útaf Selfoss SUÐURNES Á ÞESSARI mynd, sem er tekin úr neðri botnum fyrir ofan Seyð- isfjörð, má sjá hvernig nýja höfnin er að taka á sig mynd. Fram- kvæmdirnar eru tilkomnar vegna komu nýrrar Norrænu. Húsið sem rís hæst er landgang- urinn. Ljóst er að hin nýja höfn mun bæta aðstöðuna mikið fyrir ferjuf- arþega en þeim fjölgar stöðugt. Hið nýja og glæsilega skip mun hefja siglingar í vor, en er vænt- anlegt til Íslands í sýningarferð í mars. Ljósmynd/Elmar Bragi Einarsson Ný höfn fyrir Norrænu Seyðisfjörður ÞAÐ er oft mikil litadýrð sem myndast á himni og jörð þegar sólin er að setjast og ekkert sól- arlag er með sama lit og annað. Það er svo margt sem spilar inn í, samspil sólar, skýja, vinds og hvort snjór er á jörð eða hún auð. Þessi mynd er tekin seinnipart sunnudags í köldu og stilltu veðri í Mýrdalnum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Blóðrautt sólarlag Fagridalur „JÁKVÆÐI og gleði eru leiðarljós í starfseminni. Hér verður frelsið alls- ráðandi, ekki bara hjá þátttakendum heldur einnig hjá þeim kennurum og leiðbeinendum sem hér eiga eftir að starfa. Við erum ekki háð neinni yf- irstjórn og því mun sköpunargleði hvers og eins fá að njóta sín til fulls,“ segja ævintýrahjónin Marta Eiríks- dóttir og Friðrik Þór Friðriksson um starfsemi Púlsins í Sandgerði. Þau hjónin hafa um nokkurt skeið átt sér þann draum að opna æv- intýrahús og nú er sá draumur að rætast. Í fyrrasumar festu þau kaup á gamla kaupfélagshúsinu í Sand- gerði og undanfarið hálft ár hafa þau lagt nótt við dag að koma því í stand. Um helgina hófst starfsemin með opnu húsi fyrir almenning og að því búnu tók við dagskrá samkvæmt tímatöflu, meðal annars leikfimi á mánudagsmorgun. Fjölbreytt dag- skrá var á opnunardaginn og komu margir gestir við í húsinu. „Þegar ég stundaði tveggja ára nám í leiklist, dansi og söng í Kaup- mannahöfn kynntist ég alls konar frjálsri liststarfsemi og heillaðist af svona námskeiðsstöðum þar sem frelsið var ofar öllu og allir gátu fundið útrás við sitt hæfi með list- rænu ívafi. Þaðan kemur innblást- urinn að svona húsi og okkur hjónin langar að gefa fólki tækifæri á svona útrás,“ sagði Marta í samtali við Morgunblaðið. Öðruvísi námskeið Í Púlsinum er boðið upp á ýmis námskeið en Marta segir að leiklist- arstarfsemin sé sál hússins. „Þar liggur ástríðan.“ Þegar þau hjónin eru innt eftir því inn á hvaða aldur þau séu að stíla, svarar Friðrik því til að boðið verði upp á námskeið fyrir þriggja ára börn og upp úr. „Skemmtilegheit eru ekki bundin við neinn aldur,“ sagði Friðrik við blaða- mann og því til sönnunar er fjöl- breytileiki þeirra námskeiða sem eru í boði. „Við höfum líka leitast við að hafa þetta öðruvísi námskeið en er verið að bjóða annars staðar. Leik- fimin verður t.d. þessi gamla góða, ekki þolfimi með dúndrandi stress- tónlist. Við ætlum líka að vera með alls kyns helgarnámskeið sem ekki hafa áður sést á Íslandi og höfum í því skyni verið í sambandi við marga erlenda námskeiðshaldara.“ Hvíld við sjóinn Marta og Friðrik hafa alfarið séð um breytingar á húsnæði með stuðn- ingi fjölskyldu og vina en fengu fjár- stuðning frá Sandgerðisbæ til tækja- kaupa. Í staðinn mun Púlsinn þjóna sérstaklega aldurshópnum 16 til 20 ára, m.a. í formi námskeiða. „Húsið er endurgert með það í huga að rúma leiklist, dans, söng, tónlist, alls kyns líkamsrækt og margt fleira. Í húsinu eru tveir stórir salir, skipti- klefar og sturtur, sminkherbergi og að auki lítið leiksvið. Við sjáum fyrir okkur að húsið gæti t.d. verið nýtt af litlum leikhópum utan af landi, sem vilja skreppa út fyrir bæinn, gista í sumarhúsum rétt utan Sandgerðis, við sjóinn á Þóroddsstöðum, hvíla sig, vinna saman um stund í Púls- inum eða bara vera saman á ein- hverju spennandi námskeiði. En þessa hugmynd sjáum við að vísu nýtast öllu fólki, sem langar til að skreppa í skemmtilega helgarferð,“ sögðu ævintýrahjónin að lokum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Púlsins, www.pulsinn.is. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hjónin Friðrik Þór Friðriksson og Marta Eiríksdóttir tóku á móti gest- um í ævintýrahúsinu Púlsinum um helgina. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Uppáklætt ungt fólk bauð gestum góðgæti á opnu húsi hjá Púlsinum. Þar var einnig fjölbreytt dagskrá með söng og leik. „Skemmtilegheit eru ekki bundin við aldur“ Sandgerði Ævintýrahúsið Púlsinn opnað GERÐ hafa verið drög að samningi um viðbyggingu við skólahús Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Samningurinn er nú til umfjöllunar hjá sveitarstjórnunum á Suðurnesj- um. Samningurinn er á milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), fyrir hönd sveitarfélaganna, og menntamálaráðuneytis og fjármála- ráðuneytis fyrir hönd ríkisins. Felur hann í sér að ráðist verði í byggingu 2.800 fermetra viðbyggingar við skólahúsið og endurbætur á eldra húsnæði og tækjabúnaði. Áætlað er að verkið kosti 546 millj- ónir kr. Ríkið mun greiða sinn hluta kostnaðar miðað við norm ráðuneyt- isins, samtals um 346 milljónir. Sveit- arfélögin greiða tæpar 200 milljónir og er hlutur Reykjanesbæjar mestur, eða tæplega 131 milljón kr. Ríkið mun greiða sitt framlag á fimm árum en gert er ráð fyrir að SSS muni flýtifjármagna verkið þannig að hægt verði að hefjast handa á næstu mánuðum og taka húsið í notkun við upphaf haustannar á næsta ári. Komin drög að samningi um viðbyggingu FS Framkvæmdir við skólann ættu að geta hafist í sumar Suðurnes TVEIMUR bílum var stolið í Keflavík síðastliðinn laugardag. Grunur leikur á að sami maður hafi verið á ferðinni í báðum tilvikum. Klukkan 10:30 var lögreglu til- kynnt um stuld bifreiðar við Þverholt. Hún fannst síðan eftir ábendingu á gangstíg austan við Langholt. Nokkr- ar skemmdir voru á bifreiðinni. Klukkan 10.18 var tilkynnt að fólksbifreið væri utan vegar austan við Óðinsvelli. Við athugun kom í ljós að bifreiðinni hafði verið stolið þá um nóttina frá Vatnsholti. Töluverðar skemmdir voru á bifreiðinni. Fram kemur í dagbók lögreglunn- ar að talið er að sami maður hafi verið að verki í báðum tilvikum. Vill lög- reglan benda eigendum bifreiða á að læsa bílum sínum og alls ekki skilja lyklana eftir inni í þeim. Sami maður stal tveimur bílum Keflavík NOKKUÐ var um pústra, utan við og inni á dansstöðum, seinnipart nætur aðfaranótt sunnudags, en ekkert al- varlegt, að því er fram kemur í dag- bók lögreglunnar í Keflavík. Klukkan að verða hálffimm um morguninn barst lögreglunni tilkynn- ing um að maður hefði slegið með krepptum hnefa í gegnum rúðu í verslun í Grindavík og slasast við það. Í ljós kom að maðurinn hafði hlotið minniháttar áverka á hendi. Rétt fyrir klukkan sjö um morg- uninn kom maður á lögreglustöðina í Keflavík og var blóðrisa á hálsi. Hann kvað þrjá menn hafa ráðist á sig inni á Strikinu (Casino) skömmu áður. Pústrar á dansstöðum Keflavík MIKIL þátttaka er í námskeiði í gerð viðskiptaáætlana sem haldið er í Keflavík í dag. Í gær var ekki búið að taka saman lista yfir þátttakend- ur en að minnsta kosti 50–60 höfðu skráð sig. Námskeiðið er haldið af Þjóðar- átaki um nýsköpun 2003 en markmið þess er að laða fram áhugaverðar hugmyndir og verkefni og auka þekkingu á gerð viðskiptaáætlana. Námskeiðið er haldið í Kjarna, í samvinnu við Reykjanesbæ. Mikil þátttaka í nýsköpunar- námskeiði Keflavík Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir sínum fyrstu miðsvetr- artónleikum þriðjudaginn 4. og fimmtudaginn 6. febrúar n.k. Tón- leikarnir verða í Ytri-Njarðvík- urkirkju og hefjst kl. 19.30. Fram koma nemendur á flestum stigum tónlistarnáms með mjög fjölbreyttar efnisskrár sem samanstanda af bæði einleik/einsöng og samleik. Aðgang- ur er ókeypis og eru allir velkomnir. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.