Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 20

Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 20
LISTIR 20 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÁTINN er í Reykjavík einn mik- ilhæfasti og ástsæl- asti leikari þjóð- arinnar, Rúrik Haraldsson, 77 ára að aldri. Hlutur Rúriks í leiklist okkar í meira en hálfa öld er svo mikill, að vart fer hjá öðru en rifja hér upp nokkra grundvallarþætti í leiklistarsögunni og þá um leið menning- arsögu okkar síðari hluta tuttugustu aldar. Á stríðsárunum síðari jókst at- vinna í landinu og fjárhagslega réttum við úr þeim kút sem fyrri fátækt og kreppan á fjórða áratug aldarinnar höfðu haft í för með sér. Í leikstarfsemina kom um leið nýtt blóð, aðsókn jókst, leik- húsfólkið gerðist djarfara og metnaðarfyllra; þetta var ákveðið blómaskeið. Ekki dró úr að þegar stríðinu lauk og hernámslið fluttu sig úr hernumdu, uppsteyptu Þjóðleikhúsinu, hillti undir þann draum að opna húsið til starfa og að allur þorri leikhópsins sem myndast hafði hjá Leikfélagi Reykjavíkur gæti loks helgað sig list sinni óskiptur. Nokkur hópur yngstu leikaranna lagði þá leið sína utan til að afla sér mennt- unar til að vera undir það búinn að sinna kallinu. Einn þeirra var Rúrik Haraldsson. Í fyrstu kynslóð íslenskra leik- ara höfðu aðeins þær leikkon- urnar Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Indriðadóttir leitað sér menntunar utan landsteinanna. Það var í sjálfu sér ekki formleg leikmenntun, en hins vegar nutu þær tilsagnar fremstu leiklist- arkennara Dana sem og tilsagnar í dansi og líkamsþjálfun leikara, og var í sjálfu sér ekki frábrugðið þeim undirbúningi sem allur þorri leikara á Norðurlöndum og víðarð um álfuna naut á þessum árum. Árið 1927, á þeim árum sem ný kynslóð kvaddi sér hljóðs á leiksviðinu ís- lenska, luku þau prófi sem utanskólanemendur (vegna tungumálsins) í Konunglega leikskól- anum í Kaupmanna- höfn, Anna Borg og Haraldur Björnsson. Sama máli gegndi um leik- og söngkonuna Sigrúnu Magnúsdóttur nokkrum árum síðar. Fyrsti Íslendingur til að ljúka prófi sem reglu- legur nemandi þessa sama skóla var Lárus Pálsson um miðbik fjórða áratugarins og síðan komu í kjölfar hans Þorsteinn Ö. Steph- ensen og Regína Þórðardóttir. Leikkennsla hér heima var í fyrstu í einkatímum; leiðbein- endur eins og leikstjórarnir voru kallaðir í fyrstu, og reyndir leik- arar sögðu byrjendum til. Þannig er til dæmis vitað að Stefanía Guðmundsdóttir sagði Soffíu Guð- laugsdóttur ungri til. En sjálf setti Soffía upp einkaskóla í leik- list, eftir að hún var orðin þekkt listakona. Á fimmta áratugnum, eftir að Lárus Pálsson var kominn hér til starfa, stofnaði hann svo skóla sem virðist hafa verið mikið hreið- ur fyrir ungt hæfileikafólk. Í sýn- ingu Lárusar á Kaupmanninum í Feneyjum 1945 komu til dæmis fram þrír ungir menn sem allir áttu eftir að verða burðarstólpar íslensks leikhúslífs, Gunnar Eyj- ólfsson, Róbert Arnfinnsson og Baldvin Halldórsson. Um svipað leyti fór að kveða að ungri leik- konu sem einnig var nemandi Lárusar og einnig varð burðarás, Herdís Þorvaldsdóttir. Í Vermlendingunum árið eftir komu enn fram tveir efnilegir nemendur Lárusar, Guðbjörg Þorbjarnardóttir – og Rúrik Har- aldsson, tvítugur leikari, ættaður úr Vestmannaeyjum. Og í Bænum okkar voru þeim Rúrik og Bryn- dísi Pétursdóttur – enn einum nemanda Lárusar úr þessum mik- ilsverða skóla – falin aðalhlutverk og stóðu sig þannig að enginn velktist í vafa um að ný og þrótt- mikil kynslóð var að koma fram. Þegar þetta var, höfðu margir þessara leikara haldið utan í nám. Róbert Arnfinnsson fór til Dan- merkur, en annars lá straumurinn til Bretlands og þar lærðu auk þeirra Gunnars, Baldvins og Her- dísar þau Ævar R. Kvaran sem stundaði nám í leik og söng, Hild- ur Kalman og Klemens Jónsson. Og nú bættist í hópinn Rúrik Haraldsson sem nam við virtan skóla í Lundúnum, Central School of Speech and Drama 1947–50. Fyrsta hlutverk Rúriks eftir heimkomuna var sem forseti í Marmara Kambans hjá Leikfélagi Reykjavíkur um áramótin 1950– 51, síðan kom Danois höfuðs- maður í Heilagri Jóhönnu eftir Shaw í Þjóðleikhúsinu á útmán- uðum 1951, en þar lék Anna Borg í fyrsta sinn síðan 1925 á móð- urmáli sínu á leiksviði á Íslandi. Hann kom gjörvulega fyrir, en meira kvað að honum sama vor sem Kani í Segðu steininum hjá Leikfélagi Reykjavíkur undir leik- stjórn Gunnars Róbertssonar Hansen; þá var ekki um að villast að þarna hafði íslensku leiksviði bæst hörkuliðsmaður. Auðvitað var hann sem listamaður ekki full- skapaður, þó að undirbúnings- námið væri að baki; við tók glíma sem hver einasti leikari verður að fást við á leiksviðinu sjálfu við að aga og ydda líkamsburði sína og reyna á þanþol raddar sinnar, stilla hörpuna. Röddin var reynd- ar með þeim sérkennum að í fimmtíu ár vissi hver einasti Ís- lendingur hver átti þá rödd ef heyrði. Rúrik var þannig ekki í hópi þeirra leikara sem notuðu ytri raddbrigði til persónusköp- unar. Hins vegar bjó þessi rödd yfir hlýju og dýpt og miklum sveigjanleika sem endurspeglaði þegar best lét hin fínustu og sjaldgæfustu tilbrigði sálarlífsins. Rúrik var hávaxinn og alla tíð grannholda og bar sig vel, en gat verið lipur og kvikur sem kom sér vel þegar honum síðar voru falin burðarhlutverk í söngleikjum. Andlitsfallið frítt og skarpt og svipurinn nokkuð sterkur. Haustið 1951 stýrði hann skop- leik hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þó að hann gerði reyndar ekki mikið af slíku um ævina. En eftir jól lék hann í Þjóðleikhúsinu sjó- manninn sem var örlagavaldur Önnu Christie í samnefndu leikriti O’Neills á móti þeim Vali Gísla- syni og Herdísi Þorvaldsdóttur og síðar sama leikár elskhugann Or- landó í fyrstu Shakespeare- sýningu Þjóðleikhússins, Sem yð- ur þóknast, á móti Rósalindu Bryndísar Pétursdóttur. Var nú ljóst að án starfskrafta þessa unga manns gat Þjóðleikhúsið ekki verið; hann var fastráðinn þá um haustið og starfaði þar síðan alla tíð fram til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1996, einn af máttarstólpum hússins í fast að fimmtíu ár. Hlutverkafjöldinn var auðvitað orðinn býsna mikill – um 150 telja fróðir menn – en hitt skipti þó meiru að mörg voru þau risastór og ár eftir ár bar hann ásamt Ró- bert Arnfinnssyni og Gunnari Eyjólfssyni og nokkrum öðrum uppi verkefnavalið af karla hálfu – og gerði leikhúsinu kleift að ráð- ast í hin vandasömustu verkefni; gilti þetta jafnt um leikhús- stjóraár Guðlaugs Rósinkranz sem mín. Leikstjórarnir Lárus Pálsson og Indriði Waage báru til hans mikið traust og fólu honum fjölbreytt og krefjandi verkefni. Rúrik Haraldsson Rúrik Haraldsson Rúrik Haraldsson í hlutverki prófessors Higgins í My Fair Lady í Þjóðleikhúsinu 1963. HVERNIG komu Ísland og Íslend- ingar erlendum mönnum fyrir sjón- ir fyrr á öldum? Það er m.a. hægt að sjá á annarri hæð í Þjóð- arbókhlöðunni á sýningu sem kall- ast á við sýninguna Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð sem stendur yfir í Þjóðmenningarhús- inu. Í ritum fornaldar og á fyrri hluta miðalda voru margvíslegar frá- sagnir af Thule, hinni fjarlægu eyju við ysta haf, þar sem sumardagur var lengri en annars staðar og vetr- ardagur að sama skapi skammur. Fyrstu eiginlegu frásagnir frá Ís- landi eru frá 11. og 12. öld og telj- ast Adam frá Brimum í Þýskalandi og danski fræðimaðurinn Saxi hinn málspaki til helstu frumkvöðla um þau efni. Fleiri lýsingar komu brátt til sögu, bæði frá norrænum lönd- um og Mið- og Suður-Evrópu. Sýningunni er ætlað að vekja at- hygli á því hvernig erlendir menn hafa lýst Íslandi og Íslendingum fyrr á öldum eða í ritum frá byrjun 16. aldar fram á miðja 19. öld. Hún byggist á Íslandslýsingum og ferðabókum og myndum úr þeim. Af myndum má nefna nokkrar teikningar eftir John Baine úr Ís- landsleiðangri Johns Thomas Stanley 1789. Enn fremur eru sýnd gömul Íslandskort og myndir úr ferðabókum Georges Steuarts Mackenzie og Ebenezers Hend- erson. Af öðrum merkum sýning- argripum má nefna Íslandskafla rita hinna miklu landlýsing- armanna, Saxa hins málspaka, Olaus Magnus og Sebastians Münster. Sýningunni lýkur í lok apríl. Ein Íslandsmyndanna á sýningu í Þjóðarbókhlöðunni. Ísland í skrifum erlendra manna LEIKFÉLAG Kópavogs hyggst vera með þrjár aukasýningar á leik- ritinu Hljómsveitinni sem sýnt er í Hjáleigunni, litla sviði Félagsheim- ilis Kópavogs. Sýningar verða á fimmtudag, föstudag og sunnudag og hefjast kl. 20.30. Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að fá á vef félagsins, www.kopleik.is. Aukasýning- ar á Hljóm- sveitinni NÚ eru að hefjast söngnámskeið í söngstúdíói Ingveldar Ýrar söng- konu. Námskeiðin eru bæði ætluð byrjendum og lengra komnum. Kennd er öndun, líkamsstaða, raddbeiting og sönglög af ýmsu tagi. Einnig eru kennd grunnatriði í tónheyrn og nótnalestri. Nám- skeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Kennt er í litlum hópum og einka- tímum. Auk þess standa nú yfir nám- skeið fyrir unglinga; prógramm fyrir söngnemendur í stigsprófum; og einkatímar. Nánari upplýsingar á heimasíðu: songstudio.ehf.is. Söngnám- skeið hjá Ingveldi Ýri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.