Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 23

Morgunblaðið - 04.02.2003, Page 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 23 ÁRSREIKNINGUR Frjálsa fjár- festingarbankans fyrir árið 2002 hef- ur verið birtur. Samkvæmt honum nam hagnaður bankans eftir skatta 483 milljónum króna, sem er 22% ávöxtun eigin fjár. Þessar tölur stað- festa að þær forsendur sem SPRON lagði til grundvallar kaupum á bank- anum voru réttar. Rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár sýnir einnig að þess má vænta að SPRON fái góðan arð af þeirri ákvörðun að festa fé í bankanum. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte & Touche (D&T) lýsti þeirri skoðun sinni fyrir nokkru að virði Frjálsa fjárfestingarbankans hefði líklega verið milljarði króna lægra en SPRON keypti hann á. Samt hafði verið sýnt fram á með samanburði að markaðsvirði íslenskra fjármálafyrir- tækja í góðum rekstri er mjög í sam- ræmi við það verð sem SPRON borg- aði fyrir hlutabréfin í bankanum. D&T kýs að horfa ekki á íslenskar að- stæður en gerir samanburð við ýmsa erlenda banka sem búa við allt annað rekstrarumhverfi en Frjálsi fjárfest- ingarbankinn. Hvað sem þessu líður hlýtur að vera sett spurningarmerki við þá niðurstöðu D&T að verðmæti Frjálsa sé litlu hærra en bókfært eig- ið fé bankans. Úreltar forsendur Raunafkoma Frjálsa fjárfestingar- bankans staðfestir að þær forsendur sem Deloitte og Touche gefur sér í sínu verðmati standast ekki. Afleið- ingarnar af röngum forsendum leiða til þess að D&T vanmetur afkomu bankans á árinu 2002 um liðlega 200 milljónir króna eftir skatta. Þessi skekkja gengur eins og rauður þráð- ur gegnum allt verðmatið. Hún ein skýrir milljarðinn sem munar á verð- mati D&T og kaupverði Frjálsa fjár- festingarbankans. Mistök D&T felast aðallega í því að endurskoðunarfyrirtækið byggir á forsendum fortíðar sem ekki eru lengur fyrir hendi í rekstri Frjálsa fjárfestingarbankans. D&T tekur ekki nægjanlegt tillit til þeirra rót- tæku breytinga sem urðu í rekstri bankans árið 2001. Þessar umbreyt- ingar höfðu veruleg áhrif á vaxta- tekjur, rekstrargjöld og afskriftar- framlög sem koma að fullu fram í stórbættri afkomu á árinu 2002 og góðum rekstrarhorfum á árinu 2003. Breytingarnar leiddu til þess í fyrra, ásamt afnámi verðbólgureiknings- skila, að hreinar vaxtatekjur nærri tvöfölduðust og reksturskostnaður lækkaði mikið. D&T tekur ekki þess- ar nýju rekstraraðstæður með í sína útreikninga á þann hátt að rétt mynd fáist af rekstrinum. Þannig eru vaxtatekjur vanmetnar um 165 milljónir króna á árinu 2002, önnur rekstrargjöld ofáætluð um 16 milljónir króna og framlag í afskrift- arreikning ofáætlað um 61 milljón króna. Á þessum forsendum er hagn- aður Frjálsa fjárfestingarbankans vanáætlaður miðað við rauntölur um liðlega 200 milljónir króna á árinu 2002, eins og áður sagði. Þá gerir D&T ráð fyrir að hagnaður bankans verði 231 milljón árið 2003 meðan áætlanir Frjálsa gera ráð fyrir 450 milljóna króna hagnaði. Í ljósi þess að afkoma fyrstu níu mánuði ársins var þekkt þegar matið var gert er skekkj- an í matinu ótrúlega stór. Taflan sem fylgir þessari grein sýnir samanburð á lykilstærðum í áætlunum D&T ann- ars vegar og ársuppgjöri Frjálsa hins vegar. Fjárhæðir eru í milljónum króna. Traust útlán Frjálsi fjárfestingarbankinn sér- hæfir sig í framkvæmda-, húsnæðis- og bílalánum. Eignir hans eru nú nær eingöngu bundnar í útlánum sem dreifast á mikinn fjölda lántaka. Um 99% útlána bankans eru tryggð með veðandlagi og þar af um 70% með veðtryggingu í fasteign. Þetta er helsta skýringin á því að vanskil út- lána bankans námu aðeins 1,1% af heildarútlánum árið 2002 meðan hlið- stætt hlutfall hjá innlánsstofnunum var 4,1% í lok september 2002, sam- kvæmt opinberum tölum Fjármála- eftirlitsins. Afskriftarþörf Frjálsa er því mun minni en D&T gerir ráð fyr- ir. Rigning í sólskini? Líkja má verðmati á fyrirtækjum við veðurspá. Reynt er að byggja spána á athugunum og fyrirliggjandi gögnum og stuðst við útreikningslí- kön. Matskenndir óvissuþættir eru þó oftast svo margir að skekkjumörkin eru stór og raunveruleikinn stundum fjarri spánni. D&T hefur sagt að það standi við sína spá í einu og öllu þótt rauntölur um afkomu segi allt aðra sögu og staðfesti að eðlilegt verð var greitt fyrir Frjálsa fjárfestingar- bankann. Enn hef ég ekki hitt veð- urfræðing sem heldur því fram að rigningarspá hans hafi verið rétt ef sólin hefur skinið daginn eftir. Eftir Guðmund Hauksson „Endur- skoðunar- fyrirtækið byggir á forsendum fortíðar.“ Höfundur er sparisjóðsstjóri SPRON. Frjálsi fjárfest- ingarbankinn góð fjárfesting Örugg lei› til ávöxtunar www.spar.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .IS S PA 2 00 29 0 2/ 20 03 Hvort sem flú hyggst ávaxta sparifé flitt til lengri e›a skemmri tíma b‡›ur Sparisjó›urinn gó›a ávöxtun og fjármálará›gjöf, sni›na a› flínum flörfum. Spariskírteini ríkissjó›s ver›a greidd út 10. febrúar. fiá er gott a› vita af fjölbreyttum sparna›arlei›um Sparisjó›sins. Komdu í Sparisjó›inn og fá›u rá›gjöf hjá fljónustufulltrúa okkar. Sparna›ur hjá Sparisjó›num Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema Áætlun D&T Uppgjör Frjálsa Mismunur Hreinar vaxtatekjur 534 699 165 Önnur rekstrargjöld 224 209 16 Framlag í afskriftareikning 131 70 61 Samtals mismunur 242 Mismunur að teknu tilliti til skatta 200 Áætluð rekstrarafkoma árið 2003 Áætlun D&T Áætlun Frjálsa Mismunur 231 450 219

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.